ÍSLENSKT HJÁ VOLT

INSPIRATIONSHOP

Ég verð alltaf svo stolt þegar erlend vörumerki nota Ísland í sinni markaðssetningu og því má ég til með að deila þessu myndbandi frá verslunnin Volt. Verslunin er stofnuð í Osló en hún er einnig í stórborgum Svíþjóðar og hefur að geyma vel völd merki fyrir herrana. Maðurinn minn kíkir oftast í heimsókn þegar við eigum leið hjá og ég hef mælt með henni fyrir karlkyns gesti og kærustur í leit að gjöfum á mennina sína hér í Svíþjóð. Ég verð auðvitað líka að taka það fram að fyrirsæturnar eru íslenskar.

//

Icelandic nature and streetstyle is a god mix. Volt fashion is using our beautiful country for their newest campaign. I always get so proud when I see brands using Iceland as a location – if you haven’t been there you need to go there!

Fallegt!!
// Beautiful country of mine !!

Fyrirsætur/Model: Kári Timson & Solon Svan

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MET GALA: OLSEN SYSTUR

FÓLKINSPIRATION

Met Gala fór fram í New York í gærkvöldi. Ég er ekki mikill aðdáandi hefðbundinna galakjóla og er því ánægð að sjá hvernig nokkrar stjörnur klæða sig í takt við dagleg lúkk.

Olsen systur voru lang best klæddu stjörnurnar í gærkvöldi þegar þær mættu óvænt á rauða dregilinn eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í töluverðan tíma. Þær klæddust “í stíl” en báðar skörtuðu þær kjólum frá sinni eigin hönnun, The Row, sem hefur fagnað góðu gengi síðustu árin.

Kjólarnir voru poppaðir upp með skemmtilegum hætti. Mary Kate bar gyllt hárband, áberandi hálsfesti og eyrnalokka á meðan Ashley klæddi sig í bróderaðan draumajakka með neon litaðan feld. Ef ég væri að fara að gifta mig þá myndi ég líklega reyna við annan hvorn kjólanna hér að neðan. Innblástur í meira lagi.

//

The Met Gala 2017 was yesterday with all its glamour. I am not the biggest fan of gala dresses but I like when the stars express their personal style.

The Olsen sisters came back to the spotlight after some pause from the attention. They were my favorite yesterday, dressed in their own design (The Row) with a little twist.

The wedding dress ??

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRIES VAN NOTEN Á PFW

FASHION WEEKINSPIRATION

English Version Below

Tískuvikan í París kláraðist í gær en ég fylgdist með úr fjarska. Dries Van Noten er mjög ofarlega í huga mér með sín dásamlegu klæði, stíliseruð til fyrirmyndar. Belgíski hönnuðurinn er þekktur fyrir að nota steka liti og munstur og það var aftur raunin í þetta skiptið. Punkturinn yfir i-ið var síðan valið á fyrirstætunum sem gengu pallinn. Van Noten notaði þekktustu andlit 90’s tímabilsins og fagnaði þannig 100 sýninga afmæli sínu. Margar af gömlu fyrirsætunum þekkjum við í öðrum hlutverkum í dag.

Hér fyrir neðan sjáið þið mín uppáhalds lúkk frá sýningunni en ég átti erfitt með að velja á milli. Þessu myndi ég vilja klæðast strax í dag. Getum allavega byrjað á að draga fram rúllukraga og blazer í yfirstærð og náð þannig sama lúkki? Love …

van-noten-rf17-0850-800x1204

Jamie Bouchert

van-noten-rf17-0977-800x1204

Hannelore Knuts

van-noten-rf17-1008-800x1204
Nadja Auermann

van-noten-rf17-0994-2-800x1204

Emma Balfour

van-noten-rf17-0766-800x1204

Caroline de Maigret

van-noten-rf17-0830-800x1204

Guinevere Van Seenus

van-noten-rf17-1031-800x1204

Alec Wek

van-noten-rf17-1050-800x1204

Erin O’Connor

van-noten-rf17-1257-800x1204

Kirsten Owen

van-noten-rf17-0724-800x1204

Amber Valetta

 

Orange/rauða dragtin !! , gallabuxurnar og þetta fallega sjal/borði yfir skyrtuna. Yfirhafnirnar eru í stórum stærðum og beinu kvössu buxna sniðin. Allt sem ég kann mjög vel að meta.

Ég held að það sem heilli mig mest séu þessar eldri virðulegu konur sem bera klæðin, þau bæta miklum þokka í lúkkin.

Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR

//

I followed Paris Fashion Week from home. Dries Van Noten is a winner if you ask me .. I want to wear all that looks … right now!
And I also love the models – supermodels of the ’90s!!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

INSPIRATIONLANGARSHOP

English Version Below

Sunnudags innblásturinn er með öðru sniði í þetta skiptið. Innblástur er þetta engu síður því síðustu vikuna hef ég þrætt verslanir í leit af sambærilegum buxum og þessum röndóttu að neðan. Það var Porter Magazine sem seldi mér hugmyndina að þessar yrðu að verða mínar.
Ég heillast að lúkkinu – lausar buxur við síða blússu – svolítið sunnudagslegt að mínu mati.

img_1212

TIBI SS17
Fást: HÉR

Einhverjir myndu segja mér að hoppa í undirfatadeildina og leita eftir náttbuxum til að nota í sama tilgangi? En það er þessi þunna lína sem við verðum að passa. Mínar draumabuxur búa yfir meiri ‘elegance’ – sama vibe og ég sé hér að ofan.
Svo er það heildarlúkkið … Tíminn líður svo hratt að við verðum komnar í sandalana áður en við vitum af. Svona ætla ég að klæða mig með vorinu. Þið líka?

//

Sunday Inspiration from Porter Magazine / Tibi SS17.
I am in love with this elegant look but I am trying to find them for a little bit better price – do you have any recommedations?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Á FLUGI

INSPIRATIONLÍFIÐ

English Version Below

Góðan daginn … ég er að reyna að koma mér niður á jörðina eftir vægast sagt skemmtilegt stefnumót við minn mann. Gunni fékk þyrluflug frá mér í einum af jólapökkunum en það er Norðurflugi að þakka sem höfðu samband við mig fyrir jólin og kynntu þeirra magnaða starf. Ég hef aldrei flogið í þyrlu og viðurkenni að ég fékk smá í magann við tilhugsunina að ætla mér það, músin sem ég er með svona hluti. Sú ferð sem við fórum í tekur ekki nema um tæpa klukkustund og er flogið yfir Reykjavíkursvæðið. Ég er alveg heilluð eftir daginn. Afhverju gerir maður ekki mikið oftar óhefðbundna hluti? Fallega landið okkar er alveg magnað – engu öðru líkt.

 

img_1270 img_1308img_0658 img_0656 img_1329 img_1279 img_1281 img_1261 img_1240 img_1246 img_1336 img_1273 img_1300 img_1349 img_1256 img_1257 img_1293 img_1299 img_1345 img_1243

Að ná að stela upptekna landsliðsmanninum á deit á milli æfinga dagsins er eitt en að ná honum í svona upplifun er eiginlega alveg ótrúlegt … svona á að byrja nýtt ár! 

Áhugasamir geta lesið meira um málið: HÉR
Það sem kom mér á óvart er að flugferð sem þessi er ekki jafn dýr og ég hafði haldið. Kostaði um 20.000 á manninn sem er svipað og að leigja fjórhjól sem dæmi.

//

Perfect hour with my better half. Iceland is the most beautiful place if you ask me … also if you look at these photos from yeasterdays helicopter ride.
If you visit Iceland, I recommend it 100% !!
More info: HERE

xx,-EG-.

GÓÐAN DAGINN

INSPIRATIONMATUR

Góðan daginn !! … minn byrjaði sérstaklega vel þegar girnilegur pakki leyndist í póstkassanum. Gullhúðað konfekt í þessu fallega jólaboxi (fæst í Söstrene Grene), bakað hinu megin við hafið. Þetta kallar maður alvöru vinkonur  – takk Margrét!!
Ég get fullvissað ykkur um að þetta er jólakonfektið í ár.

Útsýnið í augnablikinu er einhvernvegin svona –

img_9805

 

Gyllt þema með desember útgáfu Glamour (sem þið getið eignast frítt hér í dag) og gylltum konfekt molum.

img_9806
Margrét er hinn mesti listamaður í bakstri og það er hrein unun að fylgjast með henni í eldhúsinu. Hún heldur úti vefsíðunni KakanMín.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum – margir þekkja nú þegar síðuna en þið hin ættuð endilega að bæta henni á bloggrúntinn: hér

15193657_1268727333179918_9032143129702316012_n

Eru einhverjir komnir með vatn í munninn?
Hér fáið þið uppskriftina af þessum molum …

250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)*
100 g smjör
100 g púðursykur
150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)**

… en aðferðina finnið þið: hér 

Verði mér og ykkur að góðu!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Björk einu skrefi á undan

FÓLKINSPIRATION

English version below

Ég rakst á þetta skemmtilega vídjó af okkar mestu stjörnu og baráttukonu – Björk.
Hún er sterk kona og hefur alltaf haldið fast í sín viðhorf og óhrædd við að koma þeim á framfæri. Hún hefur notað frægð sína til að hafa áhrif og klárlega stór fyrirmynd íslenskra kvenna sem hafa vakið heimsathygli í jafnréttisbaráttu sinni.

Tökum þetta með okkur inní þennan ágæta fimmtudag …
“I just like to see women who can be characters…”

Voru margir sem fóru á tónleikana hennar í Hörpu á Airwaves. Mig langaði svoooo.
Ég elska unga Björk og þessi íslenska enska er eitthvað svo heillandi.

//

Björk is probably the best known Icelander ever. She has always stuck to her princips and used her fame to make difference. She is a great role model for women.
Check out the video above of young Björk –
“I just like to see women who can be characters…”

 

Þessi örstutta klippa segir svo margt.
Innblástur dagsins í dag og alla daga.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STELDU STÍLNUM: AIRWAVES

INSPIRATIONMUSICUncategorized

Það eru aðeins tveir dagar í hina árlegu og vinsælu íslensku tónslistarhátíð Iceland Airwaves. Ég hef aldrei verið svo heppin að vera hérlendis á þeim tíma og bíð því spennt eftir langri helgi. Spáin er líka góð svo það er enn meiri ástæða til að hlakka til.

Það getur verið erfitt að finna til outfit fyrir svona viðburð. Passið ykkur að “googla” ekki “music festival”. Þá fáið þið einungis upp léttklæðnað frá heitari slóðum. Klæðum okkur í takt við árstíma og verum hæfilega töff. Undirituð sér fyrir sér einfaldar flíkur paraðar saman með smá twisti.

Þykkir sokkar við hælaskóna! Spaghettí hlýrar yfir stuttermabolinn! Skyrtur í stærri stærðum eða klútur á háls! Allt eru þetta hugmyndir af einföldum leiðum til að setja punktinn yfir i-ið.

Átt þú Airwaves armband í ár? Hér deili ég nokkrum vel völdum dressum sem veita mér innblástur.
Stelum stílnum –

//
In only two days the Icelandic music festival, Iceland Airwaves, starts in the center of Reykjavik. For the first time I am at the right place in right time so I look forward to a long weekend with a lot of music… and of course street style.
I found some inspiration for the weekend look – basic with a small twist!

The most important – put on warm jacket. It’s never cool to be freezing!

 

 

Þetta eru auðvitað margir dagar og mögulega má gíra sig upp og niður eftir stemningu hverju sinni.
Svo er það bara hlý yfirhöfn og við erum good to go …
Sjáumst í stuði!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

INSPIRATION

English Version Below

Eftir nokkra vikna fjarveru á þessum lið á blogginu hef ég loksins eitthvað til að deila með ykkur í sunnudags innblæstri – margar ánægðar með það veit ég.
Náið ykkur í kaffibolla og flettið svo í gegn …

 

e0dc5ab14eb3914fbf5e12de62a78e35

Ég viðurkenni það að mér finnst sunnudagarnir byrja heldur snemma hjá mér þessa dagana. Njótið þess að kúra lengur þið sem hafið tök á slíku –

ceaf37257a1c49f76965d20577606e5c

Í vikunni er sænski “kanelbulledagen” – í dag fagna ég honum hátíðlega ; ) 

image30-dior-feminist.w710.h473.2x
Það sem veitti mér mikinn innblástur í vikunni sem leið voru þessir stuttermabolir frá DIOR.
Vel valin orð hentuðu vel við fyrstu sumarlínu kvenhönnuðs hjá hátískuhúsinu fræga –

fasjon

Fasjón fólk í París – mynd frá Vogue.com –

14474103_1786619584918051_1535197190501171200_n

Smáfólkið: Til hamingju með 8 ára afmælið vinir mínir hjá iglo+indi !!!
.. leiðinlegt að missa af þessu glæsilega afmæli –

14509265_10154348508286253_33449132_n
Töffarinn Anja Rubik fyrir YSL – love!

ae6cea218ae7fd35ea930f40a6c378dc
Ég kaupi bleiku slaufuna   #FYRIRMÖMMU

10b8969bb61da83e7e7041cdd5f94a87

Dress dagsins: Drögum fram notalegri klæði á sunnudögum –

24948dad4df8f8eb3b14aa732f1019c0

Það eru allir búnir að prufa þennan nýja vinsæla maska, nema ég …
Það þarf að bæta úr því.

361959992bb49b6e4f6b164a607dae28

Á óskalista:
Margar myndir í einföldum römmum –

 __

Annars mæli ég með lestri á þessari tískugrein –
Í vikunni fór fram “stríð” milli fjögurra ritstjóra Vogue og þekktra tískubloggara.
Áhugaverð grein sem ég las á Vogue fyrir helgi en hér er hún þýdd yfir á íslensku hjá vinkonum mínum á Glamourklikkið á myndina:

AR-160939942

 

Happy Sunday !

 

//

Finally I put together a little inspiration on this perfect day of the week – Sunday Inspiration in couple of photos. Have a nice one!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLEIKA SLAUFAN #FYRIRMÖMMU

ALMENNTINSPIRATIONLÍFIÐ

14528214_10154086668257568_441973830_n14509303_10154086668382568_838305014_n

 

White on white eða red on red … það er greinilegt að sumir voru með þetta in the 80s. ; )

 

Október er að ganga í garð og þá byrjar hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands. Í ár verður áherslan lögð á að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og forvarnir fyrir konur á aldrinum 40–69 ára, sem eru stærsti áhættuhópur brjóstakrabbameins. Allur ágóði af sölu slaufunnar fara í kaup á nýjum tækjum til brjóstamyndatöku.

Þrátt fyrir að brjóstakrabbamein sé almennt kvennasjúkdómur þá snertir hann okkur öll og allir þekkja konur sem eru þeim kærar. Þá er mamma okkar yfirleitt nærtækt dæmi því að öll eigum við jú, eða höfum átt, mömmu. Herferðin í ár snýr að því að sýna mömmum þakklæti fyrir allt sem þær hafa gert fyrir okkur og að styðja þær, og allar konur, í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Mömmur eru bestar. Ég er svo heppin að hafa alla tíð átt tvær, stundum finnst mér eins og að ég eigi fleiri með allar þessar góðu konur í kringum mig. Þið þekkið kannski tilfinninguna.

Nú erum við hvött til að minna á söluna á bleiku slaufunni með því að merkja gamlar myndir með merkingunni #fyrirmömmu á samskiptamiðlum. Þetta er mitt innlegg í að vekja athygli á málefninu.
Ég ætla að kaupa bleiku slaufuna í ár, #FYRIRMÖMMU. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR