fbpx

HVERT FER ÉG Í BRÚÐKAUPSFERÐ?

BRÚÐKAUPINSPIRATION

Í mörg ár höfum við Gunni reynt að finna hentugan tíma til að ganga upp að altarinu saman. Í sumar ætlum við loksins að láta verða af því og er undirbúningurinn því farinn á fullt. Við munum gifta okkur á Íslandi og planið er að stinga síðan strax af í brúðkaupsferð og njóta fyrstu daganna sem hjón, bara tvö.

Við getum ómögulega ákveðið hvert við eigum að fara og erum búin að fara fram og tilbaka í okkar pælingum. Ég held að það sé ekkert eitt rétt val í þessum málum og erum við nokkuð opin. Einu skilyrðin sem við setjum er hvítur sandur, tært haf, góður matur og kannski einhver hreyfing eða afþreying með – yoga á morgnanna væri til dæmis eitthvað sem við myndum elska. Er það nokkuð of mikið að biðja um?

Við erum allaveg ekki búin að ákveða neitt og mig langar að biðja um smá hjálp – kæru lesendur.

Getið þið gefið mér góð ráð eða tips? Hverju mælið þið með?

Sunnudagsmorguninn fer í að skoða nokkra áfangastaði og er það sunnudagsinnblásturinn þennan daginn. Þær eru margar myndirnar sem ég væri til í að stökkva inná – draumur!

//

Spending my Sunday morning looking at locations for our honeymoon. As you maybe know, me and Gunnar, are planing our wedding this summer in Iceland.

Do you have some good tips for me? Where should we go?

 

Mexico, Bora Bora, Maldavies, Bahamas, Grísku eyjarnar, Tæland, Bali … eða kannski bara aftur/alltaf Frakkland eða Ítalía?

Gleðilegan sunnudag! .. fylgist vel með á Trendnet í kvöld þegar spennandi fréttir fara í lofið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LOW BUDGET BRILLUR

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. sigridurr

    11. March 2018

    Maldíveyjar eða Ítalía ?❤️

  2. Svana

    11. March 2018

    SANTORINI !!❤️

  3. Helga

    11. March 2018

    Ísrael! sól, sumar, geggjaður matur endalaus afþreying :)

  4. Elin

    11. March 2018

    Mæli hiklaust með Mexico, æðislegt að gista í Playa del Carmen og fara í ferð til Isla mujeres!<3

  5. Hildur

    11. March 2018

    Kúba – Havan og Varadero ??

  6. Guðrún

    11. March 2018

    Ég fór til Mauritius í minni brúðkaupsferð og mæli eindregið með því. Hótelið sem ég gisti á heitir Zilwa Attidute. Check it :)

  7. Maren Lind

    11. March 2018

    Ég held að Phuket Cleanse myndi tikka í ansi mörg box. @phuketcleanse á Instagram. Hef ekki farið sjálf en þekki fólk sem hefur farið og finnst æði. Gæti amk verið partur af ferðinni ef þið farið í þá átt ;)
    Annars eru Playa del Carmen i Mexico æðisleg strönd ?

  8. Dagný

    12. March 2018

    Við erum að fara í brúðkaupsferð til Dubrovnik í Króatíu í maí!

  9. Lilja Rún Sigurðardóttir

    12. March 2018

    Maldives eyjar virðast vera draumi líkast, a.m.k. ef dæma má frá myndum litla bróður þíns, heimsfarans ;)

  10. Amma-Tinna

    12. March 2018

    Ég hef heyrt að Sigló sé heitasti staðurinn sumarið 2018… sel það ekki dýrara en ég keypti það ????

  11. Ösp Egilsdóttir

    12. March 2018

    Balí er dásamleg lítil eyja með yndislegt andrúmsloft, mikið um heilsu og yoga og fallega náttúru.
    Sri Lanka á víst að vera einn nýji heitasti brúðkaupsstaðurinn, framandi og tropical en ég hef samt ekki farið þangað enn ;)

  12. Berglind Ýr

    13. March 2018

    Maldives eða Santorini