Transcendence hjá Hildi Yeoman

EDITORIALFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Fatalína Hildar Yeoman, Transcendence, nær í búðir fyrir jólin. JESS. Mest öll línan er nú þegar komin á slárnar í Kiosk á Laugavegi.
Ég held að ég hafi einmitt látið vita af sambærilegu fyrir jólin í fyrra – þið vitið öll að mér líkar vel við Hildi. Ég hef farið í ófáar heimsóknir í verslun og á vinnustofu þessa flotta listamanns og dugnaðarforks og birt hér á blogginu síðustu árin. Ég segi því stolt frá svona íslenskum tískufréttum.

Ég skrifaði (hér) um löngun mína í þennan dásamlega hatt! Nú er hann á leið í sölu og ég er ekki á landinu til að hlaupa og kaupa hann … æjæj. Þeir koma nefnilega aðeins örfáir í sölu, handgerðir á Íslandi.

Transcendence var í heild sinni vel heppnuð og höfðu margir orð á því að hún væri sú flottasta hingað til. Ég á erfitt með að gera upp á milli en vel er vandað til verka þar eins og í öllum fatalínum Hildar.

screen-shot-2016-12-02-at-12-32-25screen-shot-2016-12-02-at-12-32-51screen-shot-2016-12-03-at-13-29-58 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-27 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-43 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-07 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-20

Ég á eitt hálsmen frá Hildi sem er oft punkturinn yfir i-ið á dressum dagsins –

screen-shot-2016-12-03-at-13-31-32 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-46

Ég veit að netabolurinn er á óskalista margra ..

screen-shot-2016-12-03-at-13-33-21 screen-shot-2016-12-03-at-13-42-51

Hönnun efnanna er einstök –

screen-shot-2016-12-03-at-13-43-35

Listaverk –

screen-shot-2016-12-03-at-13-44-06

Lookbookið fyrir línuna hefur ekki verið birt áður en hér getið þið flett í gegnum fleiri myndir, á heimasíðu Hildar.

Myndir: Eygló Gísladóttir
Módel: Kristín Lilja hjá Eskimo
Hár og förðun: Flóra Karítas

Áfram Ísland!

//

Hildur Yeoman new collection, Transcendence, is hitting the stores these days. I am a big fan of the designer and artist as my readers should already know.
You can see part of the new lookbook above – this hat needs to be mine! She will only have few of them and they are handmade in Iceland. The prints are like finest paintings as usual.
You will find the whole lookbook on hilduryeoman.com.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GONE

EDITORIALINSPIRATIONMUSIC

 

English Version Below13020525_10153357217211213_860829210_n.png

Er þetta laugardagslagið?

Það er mikið tísku vibe yfir nýju myndbandi söngkonunnar Sylvíu. Ljósmyndarinn Saga Sig tók upp tónlistar myndbandið en það er hennar fyrsta hingað til. Ég elska þegar fólk leggur metnað og ástríðu í sína vinnu og ég hlakka til að fylgjast með þessari efnilegu söngkonu í framtíðinni. Hún á örugglega eftir að gera miklu meira enda aðeins 20 ára gömul.

Meðfylgjandi myndir voru teknar “á setti” og þær seldu mér hugmyndina að það gæti verið gaman að deila myndbandinu með ykkur á blogginu.

Fallegt fasjón ..

13054819_10153357217001213_1158012301_o.pngunspecified-2 13046138_10153357216956213_2019719087_n.png 13023598_10153357216966213_1275858725_n.png

Íslensk Beyonce? ;)

Myndir & Myndband: Saga Sig
Stílisering: Erna Bergmann & Anna Maggý
Makeup: Fríða María
Dans: Stella Rósenkranz

//

Check out the new music video from the young and promising Sylvia. The video is made by the talented photographer Saga Sig, her first music video.

I love the “behind the scenes” photos !

Will Sylvia be the first pop-star from Iceland?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VICTORIA BECKHAM FYRIR VOGUE KÍNA

EDITORIALINSPIRATION

 

Victoria-Beckham-Vogue-China-May-2016-01-620x815FullSizeRender

 

Skyrtur í öllum litum og gerðum fyrir sumarið. Erum við ekki öll sammála um það?
Þessi hvíta er úr hennar eigin smiðju. Victoria Beckham haust 2016
//

Blouses in all colors this summar. The white one is from VB fall collection.

FullSizeRender_2

 

Victoria Beckham prýðir forsíðu Vogue Kína í maí. Ég er hrifin …
Frú Beckham birti meðfylgjandi myndirnar á Instagram aðgangi sínum þegar hún sagði frá verkefninu. Mér finnst þær vel viðeigandi sem sunnudags innblástur dagsins.

//

I get sunday inspiration from queen Victoria Beckham today. These pictures are from Vogue China and she published them on her Instagram account yesterday when she told us about this shot.

E0g2BhQCHBUIXBkVBA== vb3 vb6 vb5 vb4 vb1

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

W1 LONDON

EDITORIALFASHIONMAGAZINE

Glænýtt Nude Smáralind kom út í morgun. Ég fletti því online með morgunbollanum en þið á klakanum hafið tækifæri á að nálgast það á prenti í verslunarmiðstöðinni í Kópavogi.

Tískuþáttur tekinn af Kára Sverriss vakti athygli mína. Haustlitir eiga það til að heilla og þarna er það engin undartekning. Myndirnar voru teknar í London á dögunum en allur fatnaður er frá Smáralind. Ég nefni sérstaklega þær vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér. Takk Nude Magazine! Hér fáum við hugmyndir –

_P4A5817_100_V3 _P4A5764_b&w

Dragtin er frá Zöru. Fallegt snið og í þessu létta efni sem kallar eitthvað á mig.

_P4A4804_100
Overknee stígvél virðast vera allstaðar þessa dagana. Þessi eru guðdómleg frá Karen Millen

_P4A4558_100_V2

Dress casual en brjóttu upp lúkkið með tiger pels: Topshop

_P4A4064_100 _P4A5504_100_V2
Hinar fullkomnu haustflíkur eru vesti eins og þetta: Lindex
Gleraugun setja punktinn yfir i-ið.

_P4A3144_100

Árlega fell ég fyrir þessum gula lit. Elsku haustlitir ..
Bolur: Vila

_P4A3591_100_V2

Verið formlega velkomnir fallegu haustdagar … ég held ég verði að skella mér til London fljótlega!

Myndir: Kári Sverriss
Aðstoðar ljósmyndari: Clara Giaminardi
Stílisering: Jóhanna Björg
Förðun: Ísak Freyr
Fyrirsæta: Tinna Bergs
Hár: Takuya Morimoto
Aðstoðar stílistar: Margrét Þórodds & Rakel Matthea

Meira: HÉR

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT, JÁ TAKK

EDITORIALMAGAZINE

Ahh … lent heima. Þar er alltaf best, sama hvar í heiminum það er. Lesefnið með morgunbollanum sýnir mér þó að landið okkar, Ísland, er alltaf lang flottast! Orkan er hvergi eins og á klakanum kalda. Þó ég þakki fyrir að 10 gráðurnar hafi ekki fylgt mér yfir hafið.

11749416_10153130041212568_1857126751_n

Takk Glamour! Fyrir þessa flottu forsíðu og dásamlegan íslenska myndarþátt í nýjasta tölublaði ykkar. Sá flottasti hingað til að mínu mati.

Ég er alveg veik fyrir íslenskri náttúru og Telma okkar Þormarsdóttir er akkurat rétta andlitið í þetta umhverfi.

11722466_1682346052000221_7391179202033908682_o_large_1000x1414glamour_issue4_fullissue_hr-30_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-38_large_1407x1000glamour_issue4_fullissue_hr-32_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-31_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-37_large_1414x1000_pic01_opener433A2742 433A7611
433A8726 Pic23_433A3290

 

Ekki slæmt útsýni með kaffibollanum … Vel gert – 

Fyrirsæta: Telma Þormarsdóttir
Myndir: Silja Magg
Stílisti: Anika Laufey Baldursdóttir
Makeup: Adda Soffía Ingvarsdóttir
Meira: HÉRHÉR

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NIKE X ANDREA

EDITORIALÍSLENSK HÖNNUN

Það verður alltaf algengara að vörumerki taki höndum saman í hinum stóra tískuheimi og það gleður mig að sjá að Íslendingar fylgja í fótsporin.

Nike á Íslandi og fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir sameinuðu krafta sína í fallegum myndaþætti. AndreA er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og hefur í gegnum árin skapað línur sem einkennast af þokka og elegance. Í samstarfi sínu við Nike vildi hún nota andstæður og stíliseraði þunga kjóla og show item við sporty lúkkið frá Nike.

Útkoman var frábær og fyrstu myndirnar lofa góðu – hreyfimyndirnar eru mitt uppáhald.

WJnHx90WCp5Eo5-zr-dZahn7d5Tj0IM8Y2XRaFoI4p0,HAwWJOl4y8MBwvL02uKdlXVyqehVXuwp5xrNJfZWbXw,KA6O0uCW17lR7nBoYUeUAFUab7FZdQcPKtI2UMIyQ1g,zDi6j-8LAMF039qq6bkYA6vzm_yNz6N6YUGVKQg05OoZUUusARjxW6ES6wNkfwbloXVIm0Sz2vXl9qUz_kxmEM,nSpJXkG8qdM3V5TtFrm93Wb6IvuNxRHdE8JmT2M9rCg,8CxnHCcFxIW9f2FMRE5eBOmxTu5k0JIrxe7GTk29h6M,pbu4QrNlkIWsbuuvpMcNB4eN5xAsr1JcGzY9bUbLXz4,cqXtsYOLUba42Oy9Dej0CVuUBcksQTAZQRxhCVdnWrE

Bak við tjöldin

Elfa Arnadóttir markaðsstjóri Nike á Íslandi segir samstarfið við Andreu upphaflega hafa byrjað sem hugarfóstur milli hennar og Aldísar Páls ljósmyndara.

“Ég er búin að vera að horfa lengi í þessa átt en aldrei tekið skrefið og keyrt á þetta. Ég viðraði þetta einn góðan veðurdag við Aldísi þar sem að ég vissi að ég vildi fá hana með mér í þetta verkefni, enda einstaklega fær í sínu fagi og frjó af hugmyndum. Við heyrðum strax í kjölfarið í Andreu og sáum okkur leik á borði.”

“Við hjá Nike erum í raun að fylgja erlendri fyrirmynd en eins og margir sáu kannski í fyrsta tölublaði Glamour þá birtist þar myndaþáttur af samstarfi Nike við Johönnu f. Schneider, þýskan hönnuð sem búsett er í Berlín og hannar jafnt hátískufatnað sem og hátæknilegan íþróttafatnað og blandar þeim andverðu pólum saman í nýrri línu frá Nike. Við getum að sjálfsögðu ekki farið í það að búa til flíkur á þennan hátt hér heima en við getum tekið hugtakið, unnið út frá því og sniðið það fyrir okkar markað.”

“Markmiðið með verkefninu var að blanda saman íþróttafatnaði og hátísku/glamúr. Við erum að vinna með hugtak sem nefninst Cinemagraph og lýsir sér þannig að um er að ræða ljósmynd – sem inniheldur örlitla hreyfingu sem gefur áhorfanda þar af leiðandi tímaskynjun á sama tíma og horft er á ljósmyndina. Eins og supermódelið Coco Rocha orðaði það: “it’s more than a photo but not quite a video”. Sjón verður sögu ríkari

Ég er sérstaklega hrifin af hreyfimyndunum. Þar fáum við að sjá eitthvað nýtt og ferskt sem virkar. Ískalda landið okkar í svo fallegri mynd gefur mér smá heimþrá.

Til hamingju AndreA & Nike – þetta er virkilega vel gert! Vonandi að aðrir fylgi þessu fordæmi eftir .. þetta virkar fyrir mig og örugglega fleiri.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

  Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ANDREA MAACK X NIKE

BEAUTYEDITORIAL

Afhverju hef ég ekki ennþá heimsótt Krossneslaug? Þvílík fegurð fyrir augað.  Ég þarf endilega að láta verða af ferð þangað fyrr en seinna.

Ilmvatnsframleiðandinn Andrea Maack hefur ferðast um landið síðustu mánuði í leit að efni til að nýta í væntanlega línu merkisins. Teymið hefur ferðast víða og nú síðast heimsóttu þau Djúpavík á fallegum degi. Í ferðum sínum hafa ólík erindi borið undir og því fatnaður verið valinn eftir því.
Í Djúpavík var ætlunarverkið að bera rekavið og gera úr honum verk og því var tekið á það ráð að velja fatnað eftir því. Nike varð fyrir valinu og útkomuna má sjá hér að neðan –

Andrea Maack X Nike á Íslandi

_MG_3290 _MG_3498 _MG_3266 _MG_3282 _MG_3226 _MG_3265 _MG_3020 _MG_3176988929_711308415650301_4759079824510428891_n

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Makeup: Thelma Rut Elíasdóttir
Stílisti: Ingunn Embla Axelsdóttir
Framleiðendur: Sandra Ýr Pálsdóttir og Sigríður Rut Marrow
Sérstakar þakkir: Ási og Eva á Djúpavík

Það verður gaman að sjá áframhaldandi verkefni listamannsins Andreu Maack. Það virðist sem eitthvað spennandi sé í uppsiglingu.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

NÆS HJÁ NOSTALGÍU

EDITORIALFASHION

Draumateymi Íslands vann á dögunum myndaþátt fyrir Nostalgíu á Laugavegi.
Saga Sig tók myndir af Möttu í fatnaði frá íslensku vintage versluninni. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sá um stíliseringu.
Tilfinningin þegar maður finnur sína second hand gersemi og gefur henni nýtt líf er svo góð. Þér finnst eins og þú hafir verið að gera bestu kaup í heiminum með þessa einu flík sem er svo einstök.
Þar eru flíkurnar allar ólíkar og því er minni hætta á að mæta einhverjum eins klæddum á næsta horni. Ekki skemmir fyrir hvað það er náttúruvænt.
Myndirnar að neðan sýna að vintage getur líka verið hátíska. Þessar flíkur og aðrar svipaðar eru til í Nostalgíu núna –

nostonosto1
nosto1anosto2nosto2anosto3nosto4nosto4anosto6nosto7nosto8nosto10nosto11nosto12nosto13nosto14 nosto15 nosto15anosto16

Myndir: Saga Sig
Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Hár og förðun: Fríða María með MAC, Blue Lagoon skincare og label.m
Módel: Matta
Aðstoðarstílisti: Inga Harðar

Fagmannlega unnin myndaþáttur af Möttu í mörgum hlutverkum. Það er ekki oft sem verslunum tekst jafn vel til með lookbook. Ég er hrifin. Þetta er fashion. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

FALLEGAR FREKNUR í i-D

BEAUTYEDITORIAL

 Þessi tískuþáttur vakti augu mín í morgun …. 

14Winter-iD-Freckles-MMI-CNL-LAR-02a_670 14Winter-iD-Freckles-MMI-CNL-LAR-01a_670 14Winter-iD-Freckles-MMI-CNL-LAR-01bok_670 14Winter-iD-Freckles-MMI-CNL-LAR-02b_670

 

“Freckle”, var myndað af Matteo Montanari fyrir vetrarútgáfu i-D 2014 og stílisti tökunnar var Caroline Newell.


6a00e54ef96453883401b8d090b6f7970c-700wi 6a00e54ef96453883401b8d090b6f1970c-700wi

 

Það er eitthvað sérstaklega fallegt við náttúrulegar freknur í fési … fegurðarblettir sem hafa alla tíð heillað mig. Þarna eru þeim gerð góð skil og ég kann vel að meta það.

L O V E.

xx,-EG-.