fbpx

W1 LONDON

EDITORIALFASHIONMAGAZINE

Glænýtt Nude Smáralind kom út í morgun. Ég fletti því online með morgunbollanum en þið á klakanum hafið tækifæri á að nálgast það á prenti í verslunarmiðstöðinni í Kópavogi.

Tískuþáttur tekinn af Kára Sverriss vakti athygli mína. Haustlitir eiga það til að heilla og þarna er það engin undartekning. Myndirnar voru teknar í London á dögunum en allur fatnaður er frá Smáralind. Ég nefni sérstaklega þær vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér. Takk Nude Magazine! Hér fáum við hugmyndir –

_P4A5817_100_V3 _P4A5764_b&w

Dragtin er frá Zöru. Fallegt snið og í þessu létta efni sem kallar eitthvað á mig.

_P4A4804_100
Overknee stígvél virðast vera allstaðar þessa dagana. Þessi eru guðdómleg frá Karen Millen

_P4A4558_100_V2

Dress casual en brjóttu upp lúkkið með tiger pels: Topshop

_P4A4064_100 _P4A5504_100_V2
Hinar fullkomnu haustflíkur eru vesti eins og þetta: Lindex
Gleraugun setja punktinn yfir i-ið.

_P4A3144_100

Árlega fell ég fyrir þessum gula lit. Elsku haustlitir ..
Bolur: Vila

_P4A3591_100_V2

Verið formlega velkomnir fallegu haustdagar … ég held ég verði að skella mér til London fljótlega!

Myndir: Kári Sverriss
Aðstoðar ljósmyndari: Clara Giaminardi
Stílisering: Jóhanna Björg
Förðun: Ísak Freyr
Fyrirsæta: Tinna Bergs
Hár: Takuya Morimoto
Aðstoðar stílistar: Margrét Þórodds & Rakel Matthea

Meira: HÉR

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg