Fatamarkaður fyrir hann

FATASALAKK

Góðan daginn! Fatasala dagsins er fyrir hann.

Strákarnir í Húrra Reykjavik verða með fatamarkað í dag sem ég hef mikla trú á að verði ansi flottur.  Þetta gæti verið gullnáma fyrir herra í réttu stærðunum – öll flottustu skandinavísku merkin, sneakers og fleira.

11998944_914604788599265_4653257158224112535_n

Ég mæli með því að þið kíkið á Sindra, Jón Davíð og Ólaf Alexander í dag, sunnudag á milli 15 & 18. Markaðurinn fer fram kjallaranum fyrir neðan Húrra – Hverfisgötu 50.

Meiri upplýsingar um eventinn finnið þHÉR.

Happy shopping!

xx, -EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SVONA RÚLLA HERRARNIR Í HAUST

KKMAGAZINETREND

Tileinkið ykkur tískulestur á föstudagsmorgnum þar sem ég tek fyrir mismunandi efni hverju sinni í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Í dag: Svona rúlla herrarnir í haust ..

Screen Shot 2015-09-11 at 09.03.05

September mánuður er mættur með sínum gráu dögum og kaldara loftslagi. Það er þó hægt að taka þessum tíma árs með bros á vör, svo lengi sem maður er klæddur eftir veðri.

Tískan fer sífellt í hringi og einstaka bylgjur koma og fara með reglulegu millibili. Eitt af því sem er áberandi á herranna þetta haustið er úrvalið af rúllukragapeysum í anda áttunda áratugarins. Tom Ford, Kenzo, Sandro og Hermès eru dæmi um hönnuði sem bjóða uppá hlýju í hálsinn og hentar þessi flík íslensku veðurfari einkar vel.

Rúllukragapeysurnar má finna í ýmsum útgáfum – veglegri þykkari peysur eða þynnri, svokallaða rúllukragaboli. Rúllukragarnir geta sett punktinn yfir i-ið á heildarlúkkið og virka bæði fínt og í kaldan hversdagsleikann. Klæðumst bol undir skyrtur eða við þykkari peysur á meðan við tökum rúllukragapeysurnar í örlítilli yfirstærð og notum við beinar eða niðurþröngar buxur. Flestar yfirhafnir fara flíkinni vel en grófur frakki og lakkskór er lúkk sem undirrituð kann að meta á karlmönnum.
Rúllukraginn er góð haustgjöf fyrir makann því hann virkar ekki síður fyrir konur. Oversized rúllukragapeysa á köldum vetrardegi er hin fullkomna flík fyrir hana. Svo herrar, felið flíkina vel ef þið ætlið að halda henni fyrir sjálfa ykkur út veturinn.

Hér má finna fimm flottar frá íslenskum verslunum, fyrir hann.

SelectedHomme10900_

Selected: 10.900,-HurraReykjavik_18990
Libertine Libertine, Húrra Reykjavik: 18.900,-
(Þessi mynd gerir flíkinni ekki greiða. Hún er í fallega karrýgulum á slánnum. Sjón er sögu ríkari ..)

GKReykjavik_12900

SUIT, GK Reykjavik: 12.900,-

JOR_19800
JÖR by Guðmundur Jörundsson: 19.800,-66Nordur_2450066°Norður: 24.500,-

Góða helgi og happy shopping!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP5 VERSLANIR HERRANNA

KKSHOP

Out magazine tók saman 3 frábærara verslanir fyrir herrana í Reykjavík. Að mínu mati skemmtileg blanda af verslunum, en allar eru þær vel heppnaðar og nauðsynlegar fyrir herrana okkar, hver með sinn stíl.

Nýjasta herraverslunin, Húrra Reykjavík, var efst á blaði. Ótrúlega vel heppnuð og falleg verslun á Hverfisgötunni sem býður uppá flott úrval af hversdags fatnaði fyrir herrana. Dönsku merkin Libertine Libertine og Norse Project í bland við alþjóðleg merki eins og Carhartt. Gott úrval af skóm og aukahlutum, sem dæmi má nefna vinsælu úrin frá Komono. Vonandi hleypir verslunin lífi í Hverfisgötuna og við munum sjá fleiri verslanir færa sig þangað á næstunni.

HurraReykjavik02

Næst á eftir kom Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Annar stíll og gullnáma fyrir hefðarmennina sem borgin hefur að geyma. Þá eru þeir með vinsæl merki eins og Filson og Barbour. Ef leitað er eftir aukahlutum eins og höttum, ermahnöppum eða slaufum þá er þetta rétta verslunin.

900x900px-ll-432d13d0_k-s2012_img_7500_500
Sú þriðja í röðinni var síðan Farmers Market, sem bjóða uppá falleg föt innblásin af íslenskri sögu. Klassísk föt þar sem íslenska ullin er í aðal hlutverki. Flíkur sem lifa lengi (lengur).

FarmersMarket_K9A2805_wide_01_small_913x495

_

Skemmtilegur listi sem sýnir að við höfum ágætis fjölbreytni fyrir herrana okkar. Ég ákvað að bæta tveimur verslunum við listann sem myndu rata á minn topp5 lista í 101 Reykjavik.

Jör býður okkur uppá sína frábæru hönnun á Laugarveginum og hefur undanfarið verið að bæta inn áhugaverðum merkjum í bland við eigin hönnun. Síðustu tvö ár hefur hönnunin stolið senunni á Reykjavik Fashion Festival, ég vona svo sannarlega að þeirra ævintýri muni ganga upp og þeir komi sér fljótlega inná erlenda markaði.

1011208_207441206075304_819427960_n

Suit Reykjavik býður uppá flotta götutísku frá Danmörku á mjög viðráðanlegu verði. Verslun þeirra á Skólavörðustíg er kannski sú flottasta og hönnuð af snillingunum í HAF hönnunarteyminu.

suit-web-08

Eruð þið með fleiri verslanir fyrir herrana sem ættu að vera á listanum?

Áfram Íslensk verslun!

xx,-EG-.