FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLÆTI: FALLEGUR BOÐSKAPUR

FASHIONMAGAZINE

0blaetisguggur

Stúlkurnar sem standa á bak við tímaritið: BLÆTI !
*Lesið viðtal við Ernu Bergmann neðst í pósti.

img_9822

Ég er búin að vera spennt að skrifa um þetta frá því að ég byrjaði að fylgja Blæti-stúlkum á Instagram fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þar hafa þær verið virkar að deila myndum af vinnu sinni við nýtt íslenskt tímarit sem kemur út á prenti í dag – BLÆTI !!  Instagram aðgangurinn er dásamlegur og þar má sjá að vel er vandað til verka í hverri töku fyrir sig. En hann gæti líka selt ykkur hugmyndina að þetta sé mögulega jólagjöfin í ár fyrir tísku, listar og eða menningar unendur? Sjáið hér að neðan –

14369233_659467177556085_5340571303185219584_n 14374079_1811153155798658_1140593044_n 14448354_1789990797935856_341639905090207744_n 14474362_510720029127324_7365044601041715200_n 14487355_194849020972483_962783010355150848_n 14504694_197415790683729_234694807102947328_n 14504874_554950168021848_901442472117272576_n 14515654_345800475812481_4911282166534504448_n 14547633_207917042986862_4395904297380872192_n 14574131_1153409444740078_503825171631570944_n 14596716_692099170957750_2924940176742416384_n 14624431_987617131361600_3554604127755436032_n 14659221_189405384841078_1950145564494528512_n 14676737_268040843594186_7458520797552836608_n 14676776_1797735503840640_8219884131081781248_n 14693723_561008144090589_668980360813477888_n 14701182_1462787287067334_998382589817389056_n 14709531_1739149353077276_3564142210737766400_n 14717659_1236266049763666_7106782891773788160_n 14718098_411439355911068_8566704449630765056_n 14733215_1240438492680619_584333105234444288_n 15043693_201313323654179_4140302465654325248_n 15057346_1878889882341403_5605110996214480896_n 15258697_400220140327608_1298991748910940160_n 15258761_1317853441579615_314090039233478656_n 15275733_1798074547113559_489134648312463360_n 15306783_1128765607160344_9087287969471004672_n

Stílistinn Erna Bergmann er ein af stofnendum Blætis. Ég fékk hana til að svara nokkrum spurningum sem gefa okkur betri sýn á hverju búast má við.

 

15337542_10211240826565962_6269166725403311236_n


Hvað er BLÆTI?
Hvernig og hvenær varð hugmyndin að tímaritinu til?

BLÆTI er nýtt íslenskt tískutímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og Ernu Bergmann hönnuði og stílista.

Við Saga stofnuðum BLÆTI því okkur fannst vanta vettvang fyrir ljósmyndara og stílista til þess að fá að skapa og vinna með hjartanu. BLÆTI er ljóðrænt tískutímarit þar sem við brjótum upp staðalímyndir og færum raunverulegan og fallegan boðskap, til dæmis með því að nota óhefðbundin módel í myndatökur og auglýsingar.  Tímaritið leggjur mikið upp úr fallegum myndaþáttum og á að ljósmyndirnar fái að njóta sín í blaðinu. Við erum einnig með magnaða rithöfunda og fólk með okkur, þannig blaðið verður mjög innihaldsríkt og áhugavert að lesa því innan í BLÆTI er 100 bls. lesbók með áhugaverðum greinum, ljóðum, smásögum og hugleiðingum.  Fyrst stefndum við að því gera lítið „zine“ tímarit, en svo vatt verkefnið upp á sig og fór algjörlega úr böndunum. List sprettur af list og gátum við hreinlega ekki hætt að vinna að blaðinu og fullkomna gripinn. Þetta ferli er búið að vera einstaklega gefandi og skemmtilegt og kveikja neista innra með okkur. Í dag gefum við út 400 bls. harðspjalda bók þar sem að við erum búnar að huga að hverju smáatriði og gera hlutina nákvæmlega eftir okkar uppskrift sem er virkilega frelsandi og góð tilfining.

BLÆTI er tímarit um konur. Um karlmenn. Um tísku. Um hið ófullkomna. Um líkamann. Um vonir. Um væntingar. Um gleði. Um sorg. Um söknuð. Um ást. Um minningar. Um þrá. Um miklu meira. Um fagurfræði; um fegurð ljósmyndarinnar, fegurð augnabliksins, fegurð orðsins & fegurð margbreytileikans.

BLÆTI fangar tíðarandann. Þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. BLÆTI fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.

Hverjar standa á bak við blaðið?

Fjórar konar standa að baki tímaritsins: Saga Sigurðardóttir, Erna Bergmann, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður.

Hversu oft mun blaðið koma út?

BLÆTI kemur út í dag, 14. desember og er fyrirhuguð útgáfa árleg.  En einnig mun BLÆTI gefa út minni útgáfur yfir árið ásamt því að sinna öðrum verkefnum sem koma í ljós í byrjun árs 2017.

Hvar kaupum við Blæti? Jólagjöfin í ár ?

Tímaritið verður selt í velvöldum verslunum og Eymundsson frá 15. desember og kostar 7.900 krónur. En einnig er möguleiki að versla BLÆTI á netinu á www.blaeti.com og er tímaritið fullkomið í jólapakkann.

_____

Takk fyrir þetta og skál fyrir ykkur !! Ég mæli að sjálfsögðu með útgáfuhófi blaðsins HÉR í kvöld!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

 

10 GLAMOUR ÓSKIR

LANGARMAGAZINE

English Version Below

 

 image2

Morgunútsýnið var ekki amarlegt. Ég náði að fletta í gegnum nýja IKEA bæklinginn og gaf mér mér loksins tíma til að setjast yfir ágúst útgáfu Glamour. En þar sit ég einmitt fyrir svörum þennan mánuðinn í nýjum lið sem nefnist Óskalistinn.

Þar sem ég stóð í flutningum þegar ég svaraði spurningunum, þá litast svörin svolítið af því.

image1

 

Það er hollt og gott að setja upp óskalista öðru hverju … Eitthvað af því sem ég nefni hér að neðan hef ég lengi viljað eignast sem sýnir að ég er ekkert að flýta mér í kaupunum. Frekar vil ég eiga fyrir hlutunum og kaupa þá þegar hentar, þó það geti ekki alltaf gerst “í dag” þá kemur að því einn daginn. Það er hollt að þurfa að bíða, stundum.

1. Georg Jenssen klukka

Tímalaus klukka (má maður segja það?) sem hefur lengi verið á óskalistanum. Ég gat aldrei ákveðið mig hvort mig langaði í eina stærri eða fleiri smærri. Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að velja þrjár litlar sem síðbúna afmælisgjöf. Það er eins gott að vera tímalega innan um alla skipulögðu Svíana.

2. BOB bolur

Klassískir stuttermabolir eru þær flíkur sem eru mest notaðar í mínum fataskáp. Nýju bolirnir frá BOB lenda í Húrra Reykjavík í ágúst og ég bíð spennt!3. Hátalari frá B&O

Ég er að fara að eignast garð í fyrsta sinn og þetta er það fyrsta sem mig langar að eignast. Þarf engin garðhúsgögn á meðan ég hef hlýja tóna.

4. …. allra mest langar mig í smá frí með dekri í nokkra daga. Það er eitthvað sem maður á að leyfa sér í ágúst, rétt áður en að rútínan byrjar á ný.

5. Kaffibolli

Nýtt hús – nýr morgunbolli? Mér finnst það segja sig sjálft … Thermal mug frá Royal Copenhagen má verða minn.
Þið kannski sjáið að hann hefur nú þegar orðið minn.

6. Sófi NORR
Held að þessi sé búinn að birtast áður á mínum óskalistum. Hann verður þar þangað til ég læt verða að kaupunum. Fullkominn að svo mörgu leiti.

7. Inniskór

Ég hef haft augastað á dásamlegu fóðruðu Gucci skónum í sumar. Útlitið minnir á inniskó og mig langar svo að finna sambærilegt lúkk á viðráðanlegra verði. Þeir einu sönnu verða örugglega aldrei mínir.8. Redone gallabuxur
Í rauninni langar mig bara í fullt af fínum gallabuxum fyrir haustið. Redone endurgera 90s Levis lúkkið á nákvæmlega þann hátt sem ég kann best að meta. Merki sem þarf endilega að koma í sölu hér á klakanum hið fyrsta.

9. Nýja myndavél
Tímabært og mjög mikilvægt fyrir tísku-vinnu sem er framundan.10. Úlpa
Sumir segja að ég sé yfirhafnarfíkill en það er sú flík sem ég kaupi lang mest af. Þó á ég enga góða úlpu og það þarf að bæta úr því þetta haustið. Ég vil stóra hlýja dúnúlpu með fallegu loði. Jökla Parka gæti komið til greina? Það er skemmtilegra að klæðast íslensku erlendis.

 

//

I had such a nice start of the day. Royal coffee, the new IKEA catalogue and Glamour! It is not so often that I have the chance to have that kind of mornings these days …
Which are my 10 wishes for the Fall? Find out in Glamour Iceland, August Issue. Above you can read my answers, in Icelandic – sorry! Copy/paste on google translate?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALDREI KÚL AÐ VERA ILLA KLÆDDUR

LÍFIÐMAGAZINE

English Version Below

Jæja … stærsta útilegu helgi ársins er runnin upp og ég flúði land að þessu sinni. Fréttablaðið heyrði í mér og bað um mínar skoðanir á hvernig best sé að klæða sig. Ég deili viðtalinu hér fyrir neðan og vona að einhver ykkar geti tekið tipsin til sín.

trendnet

Þess má geta að ég valdi ekki fatnaðinn sem fylgdi með greininni og deili þeim flíkum þessvegna ekki með hér í póstinn :) en lúkkin hér að neðan henta vel og er i tilvalið fyrir góðu spánna sem er framundan.

 f4a798243aef6d2b1c554e23801b8a23
Alexa Chung veitir mér innblástur –

387c32c185b81261f299621ee6279572

Gleðilega lengri Verslunarmannahelgi kæru lesendur …

//

Fréttablaðið, an Icelandic newspaper featured me to get some advice for the big travel weekend in Iceland. This weekend people visit different festivals around the country. The most important point for me is that people take clothes that keep you warm because it is never cool to be freezing.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ELLEN LOFTS FYRIR COSTUME

FASHIONFÓLKMAGAZINE

English version below12122600_10153166504290205_5967279219015909782_n

 

Íslenska Ellen Lofts virðist aldeilis vera að slá í gegn á sínu sviði. Ellen býr í Kaupmannahöfn þar sem hún vinnur við að stílisera fyrir helstu tískumógula borgarinnar. Hún fer að verða nokkuð veraldarvön því hún ferðast mikið milli landa vegna vinnu sinnar sem verður umfangsmeiri með hverju ári. Leiðin virðist liggja uppá við með tímanum sem líður, en þannig vill maður hafa það.
Það er alltaf gaman að sjá Íslendinga sem vegnar vel erlendis, en ég fylgi henni á Instagram þar sem hún deilir gjarnan sínum nýjustu verkefnum. Í gærkvöld birti hún mynd af forsíðu vinsæla tískutímaritsins Costume. Í marsútgáfunni sitja allra ástsælustu fyrirsætur Danmerkur fyrir, þær Helena Christanssen og Caroline Brasch Nielsen. Ellen Lofts sá um stíliseringu, sem er til fyrirmyndar, og ég var forvitin að heyra meira.

12418_10153382524320205_413496538325601715_n

Instagram – @ellenlofts

Screen Shot 2016-02-29 at 4.24.53 PM

Instagram – @ellenlofts

Þetta hafði Ellen Lofts að segja um málið:

Myndatakan fór fram í 300 fm loft apartment í Brooklyn. Íbúðin var í eigu local artista og var því mjög hrá og skemmtileg sem prodúser vinkona mín Lilja Baldursdóttir fann með sinni stöku snilld, en hún er einmitt búsett þar. Ég og Anja Poulsen, ljósmyndari, sem er ein fremsti tískuljósmyndari hér í Kaupmannahöfn höfum unnið náið saman uppá síðkastið og í janúar ferðuðumst við t.d. í 3 heimsálfur á 7 dögum til að mynda fyrir nokkur dönsk tímarit, þetta var eitt þeirra verkefna.

Caroline og Helena hafa lengi verið góðar vinkonur og eru báðar danskar, Helena eins og flest allir vita eitt stærsta súper módel fyrr og síðar og er Caroline rísandi stjarna í módel heiminum og hefur setið fyrir og gengið tískupalla hjá flest öllum stærstu tískuhúsum heims að undanförnu. Hún býr t.d. í íbúð sem Helena á í New York og sannar það kannski hvað samband þeirra er náið.

Þetta var mjög skemmtilegt verkefni að taka þátt í, þar sem það er jú auðvitað mikill heiður að fá að vinna með eins heimsþekktum fyrirsætum á borð við Helenu og Caroline og ekki skemmdi fyrir að stemmningin var skemmtileg og góð á setti og ber útkoman þess merki.

_DSC7618

 

Við getum örugglega ekki allar púllað silkikjól við “íþrótta” buxur. En Caroline fer létt með það og Ellen lætur það virka! Þessar eru frá Ganni.

_DSC7957

Þessar trylltu Acne buxur kalla á mig. Langar ..

   unknown

 

Frábært hjá þessari hæfileikaríku og kraftmiklu konu. Maður kemst langt á metnaði! Nú er bara að tryggja sér eintak af þessu fína tímariti. Þið sem viljið skoða fleiri verkefni Ellenar Lofts geta skoðað heimasíðuna hennar: HÉR

Áfram Ísland!

//

Ellen Lofts is a successful Icelandic stylist based in Copenhagen. She styled this beautiful cover of the Danish fashion magazine – Costume. The cover models are the two biggest names in Denmark – the young and successful Caroline Brasch Nielsen and the supermodel Helena Christanssen.

Big BRAVO for Ellen Lofts – you can find out more about her and her projects on Instagram @ellenlofts and on her website: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATAVENJUR ÍSLENDINGA

MAGAZINE

English version below

IMG_0859

Glamour tók saman áhugaverða könnun fyrir desemberútgáfu blaðsins. Þar skoðuðu þau fatavenjur Íslendinga með nokkrum leiðum. Bæði lögðu þau netkönnun fyrir lesendur í gegnum samskiptamiðla sem og tóku nokkra einstaklinga í frekari “yfirheyrslu”. Ég var ein af viðmælendum og ákvað að deila með ykkur mínum svörum. Spurningarnar voru mjög margar en nokkur svör rötuðu í prentun.

 

IMG_0860IMG_0858IMG_0870

Fyrir hvern klæðir þú þig?
Ég klæði mig fyrir mig sjálfa númer 1, 2 og 3. Ég vona að flestir geri slíkt hið sama.

Hefur þú sleppt því að fara út því þú fannst ekki rétta dressið?
Hef ekki sleppt því að fara út en ég hef farið pirruð út úr húsi þegar ég er ekki ánægð með lúkkið, þá kannski verið í tímaþröng eða eitthvað slíkt. Þegar ég hugsa tilbaka þá er reyndar svolítið langt síðan að ég lenti í slíku.

Lenda fötin þín stundum á gólfinu í staðinn fyrir í fataskápnum?
Nei, en ég tuða mjög gjarnan í öðrum fjölskyldumeðlimum að taka sín föt uppúr gólfinu.

Hefur þú keypt þér nýtt dress fyrir nýja vinnu?
Já. Ég vinn ólík verkefni með ólíkum fyrirtækjum og því hentar oft að kaupa sér ný föt fyrir viss samstörf eða viðburði.

Hversu oft hreinsar þú út úr fataskápnum?
Reglulega – ætli það sé ekki um 2-3 á ári.

Hver er, að þínu mati, flíkin sem allir verða að eiga í fataskápnum?
Gallabuxur í góðu sniði, tshirt og biker leðurjakki. Flíkur sem þú notar mikið og getur dressað upp og niður eftir tilefni.

Hvað áttu mest af í fataskápnum? (t.d svartar buxur, gallabuxur, hvítir stuttermabolir, skyrtur osfrv)
Erfið spurning. Ég er forfallin yfirhafnafíkill sem virðist kaupa þær í meira mæli en aðrar flíkur.

Hvað áttu ekki, sem þig langar að bæta í fataskápinn?
Mig langar mest í vandaða handtösku frá YSL – verðmiðinn er bara svo rosalega hár að ég forgangsraða alltaf öðrum kaupum framyfir töskukaupin.

Hvort finnst þér betra að versla á netinu eða í búðum? Er netverslun komin til að vera og helduru þú að þróunin verði á þá leið að netverslun taki yfir hinar hefðbundnu búðarferðir í framtíðinni? Þá erum við að tala um fataverslun.
Síðustu árin er ég eiginlega hætt að nenna að máta flíkur í verslunum, ég tek þær með mér heim og máta betur þar. Það er því svipað ferlið hjá mér í venjulegum verslunum og netverslunum – ég þarf að skila ef mér líkar ekki í bæði skiptin. Það er þægilegt erlendis þar sem ávallt er boðið uppá opin kaup og maður endar ekki með innlegsnótu. Munurinn er sá að í verslunum get ég komið við flíkurnar og upplifunin er oftast skemmtilegri.
Ég held að netverslanir séu ekki að fara að taka yfir þær venjulegu – þetta er þó orðið gríðarlega mikilvægur miðill fyrir verslanir og þær verslanir sem bjóða ekki uppá þjónustu á netinu dragast fljótt afturúr og eiga lítinn séns. Netið er besti búðargluggi verslunanna og er útstillingin þar mikilvæg.

Hvernig finnst þér best að versla föt? Ein/einn, með maka, með vinkonum /vinum?
Lang best að versla ein í ró og næði. “Metime” er það besta sem ég veit. Mér þykir þó gott að sýna og fá samþykki frá maka.

Hvenær ákveður þú dress dagsins? Um morguninn, kvöldið áður eða fyrr? Og afhverju?
Ég vel dress dagsins um morguninn þann daginn. Ef það er eitthvað mikilvægara framundan þá reyni ég að hugsa fram í tímann hverju á að klæðast.

Ertu meðvituð/meðvitaður um að klæðast ekki sama dressinu tvo daga í röð? Seturu þér einhverjar reglur varðandi það, hversu langt þarf að líða á milli þess að klæðast sama dressinu?
Ég pæli ekkert í því. Hugsa þó eflaust út í það að mæta ekki í sama dressinu á fínni viðburði oftar en einu sinni.

Áttu eitthvað í þínum fataskáp sem hefur aldrei verið notað? Og þá afhverju ertu að halda upp á það?
Í dag er ég orðin nokkuð góð í að kaupa mér ekki vörur nema að vita fyrir víst að þær verði notaðar. Áður fyrr var ég dugleg að kaupa allskonar óþarfa sem stóð lengi inní skáp með miðanum á. Í dag leyfi ég því ekki að gerast en ef það kæmi fyrir myndi ég vera fljót að gefa það frá mér.

Hversu oft hreinsaru úr fataskápnum? Ertu með eitthvað kerfi hvað fer inn og hvað fer út úr honum? Áttu góð ráð fyrir lesendur þegar kemur að skipulagi í fataskápinn?
Ég get nú ekki sagt að ég sé skipulags snillingur þegar kemur að fataskápunum og er ekki með nein undra ráð.
Vegna atvinnu mannsins míns þá höfum við flutt nokkuð reglulega síðustu ár. Ég hef notað þessi tækifæri til að gera róttækar hreinsanir úr skápunum.
Það virðist þó vera þannig að skápurinn er alltaf fullur, sama hversu oft maður hreinsar til. Það myndi auðvelda margt að vera með plássgóða skápa og föt í lágmarki þar sem þau öll væru sýnileg – það verður mitt markmið í næstu flutningum.

Hvort verslaru frekar ódýrt og mikið eða fátt og dýrt þegar kemur að fatnaði?
Ég spila með báðum liðum í þessum efnum. Ég tek þátt í ákveðnum trendum og versla þau gjarnan í stærri keðjunum. Þegar kemur að klassískum og tímalausum flíkum eða vörum þá leyfi ég mér að eyða fleiri krónum og kaupa vandaðari vörur.

Hvort verslaru frekar á Íslandi eða í útlöndum?
Mér þykir mjög gaman að versla við íslenskar verslanir. Ég elska það að klæðast íslenskri hönnun og vera spurð af útlendingum hvar sé hægt að nálgast vörurnar. Það er líka frábær upplifun að versla í stórborgum þar sem úrvalið er mikið – ég er svo heppin að búa í útjaðri Köln, en það er frábær borg til að kíkja í nokkrar búðir og drekka gott kaffi í leiðinni. Svona Ameríku verslunarferðir er algjör “no no” fyrir mér.

Ef tekið er mið af helstu verslunarstöðum hérlendis hvert ferðu helst til að kaupa föt á þig eða fjölskylduna – í Kringluna, Smáralind eða í miðbæinn og afhverju?
Ég fer á alla þessa upptöldu staði enda ólíkir með meiru – bæði búðarúrval og stemningin. Laugarvegurinn heillar mest því mér finnst maður alltaf hálf innilokaður í verslunarmiðstöðvum. Því miður býður Laugarvegurinn þó ekki uppá sama úrvalið og verðurfarið getur strítt manni þar.

Notaður fatnaður eða nýr?
Nýr. En notaður kemur til greina þegar ég kemst í second hand verslanirnar í París.

Hefuru fengið samviskubit yfir fatakaupum? Endilega deildu þeirri sögu.
Samviskubitið á það til að naga mann þegar maður eyðir einhverjum upphæðum í föt, það gengur þó fljótt yfir ef maður er ánægður með kaupin. Ég held að samviskubitið stjórnist af því þegar þú kaupir vöru sem þú þarft ekki eða átt ekki fyrir.
Í uppeldinu var mér kennt að þurfa að vinna fyrir þeim hlutum sem mér girnuðust. Ég hef því alltaf tileinkað mér að fjárfesta ekki í flík nema eiga fyrir henni.
Yfir heildina held ég að ég sé nokkuð heppin og á enga krassandi sögu þar sem ég hef séð mikið eftir kaupum. Maðurinn minn kallar stundum fram samviskubitið þegar hann kastar fram frægu spurningunni “Þarftu þetta eitthvað?” ..

Hver er fyrsta flíkin sem þú klæðir þig á morgnana? Nærbuxur, sokkar eða brjóstarhaldari (kvk)?
Nærföt.

Gengur þú alltaf með handtösku?
Já, alltaf.

Háir hælar eða flatbotna?
Ég er lágvaxin og notaði eiginlega bara hæla þegar ég var yngri. Í dag fer það eftir dressi hvort ég þurfi hælana – það þarf að vera sérstaklega gott tilefni til að ég nenni að klikka um gólfin. Mér finnst ég alveg eins mikil pæja hérna niðri í mínum lágbotnu skóm með minn hávaxna mann mér við hlið.

 

Áhugaverð samantekt sem ég mæli með að þið skoðið í heild sinni í blaðinu sjálfu.

//

Glamour Iceland, December Issue, gathered together clothing habits for people in Iceland.
I answered few questions that helped getting the final result. You can find my answer in the post but unfortunatly, just in icelandic. Copy/paste in google translate for more info.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

INNISKÓR VIÐ ALLT

MAGAZINETREND

Verða það afaskór í alla pakka þessi jólin? Það er allavega vel við hæfi miðað við það trend sem ég tek fyrir í minni síðustu tískugrein fyrir Lífið, fylgirit Fréttablaðsins í bili.

10595709_10153665091816253_1541191775_nTískan virðist vera á þægilegu nótunum þessi misseri. Náttfata trendið lifir hæstu hæðum og nú virðast inniskórnir eiga að parast við.

Guccifw15
Gucci FW15

Sérfræðingar voru á sama máli að Gucci hefði hannað “it” skó haustsins. Skórinn er opinn og minnir jafnvel smá á gamaldags inniskó frá afa. Hann er þó fíngerðari, með gullkeðju yfir ristina og loði í hælinn sem fullkomna lúkkið og þægindin á sama tíma.

Gucci voru fyrstir en margir hönnuðir fylgdu í kjölfarið á tískupöllum New York borgar fyrir næsta sumar. Þar má nefna Alexander Wang, Balenciaca og Victoriu Beckham.

Alexander-Wang-1280x1920

Alexander Wang SS16

Balenciaga_ss16

Balenciaga SS16

Gucci-1280x1920

 

 

 

Gucci SS16

Victoria Beckham
Victoria Beckham SS16

Inniskór eru því tilvalinn harður pakki undir jólatréð í ár. Við getum haft meðfylgjandi myndir í huga við val okkar. Með skónum sláum við tvær flugur í einu höggi. Þeir hlýja okkur innanhús gegn köldum gólfum á veturna og þegar vora tekur göngum við út í hlýjuna og verðum aldeilis með á nótunum.

Það er mjög líklegt að það verði mikið í þessum stíl sem muni birtast í stærri tískukeðjunum þegar nýjar vörur lenda fyrir sumarið. Kannski er betra að bíða og næla sér í par á viðráðanlegra verði? Undirituð er strax farin á stúfana eftir ódýrari lausnum með þá von að vopni að þeir nái í jólapakkann í næstu viku.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

INNAN UNDIR

MAGAZINESHOP

Undirfatnaður er eitt af því sem er árlega á mínum óskalista fyrir jólin. Ég ræði málið og gef kauphugmyndir í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

innanundir

 

 

Jólin nálgast hratt þessa dag­ana og því kominn tími til að ljúka við jólagjafakaupin fyrir þá sem komast upp með slíkt. Þá er hægt að njóta betur hátíð­arinnar í rólegri bæjarferðum sem snúast um notalegar sam­verustundir. Nýr undirfatnað­ur er ávallt á óskalista undir­ritaðrar fyrir jólin og hefur Kertasníkir verið duglegur að uppfylla þá ósk síðustu árin. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við biðjum um frá ömmu gömlu, en hentar vel frá maka eða sem lítil aukagjöf „frá mér – til mín“.
vogue

 

Vogue taka sem veitir innblástur –

3efa7123019ff05583d807b8b1b641d5

Vínrautt fyrir jólin –

c1d57f69ec073ad5a93d5bcda2cc6ddc

Basic er best –

Louis Vuittond48b94df6ac28e276a7f923198501cab

Louis Vuitton

Jason Wu
Jason Wu

Marc Jacobs
Marc Jacobs –

voguegermany

Vogue Germany –

black

Svart og seiðandi –

jol

Bleikur draumur –

Helena-Christensen_Triumph

Helena Christensen fyrir Triumph –

Lindex

Angelica Blick í Lindex –

kylie-minogue-fyrir SloggiKylie Minogue-fyrir Sloggi –

Það er gleðiefni að sjá þá fjölbreytni sem finna má í úr­ vali undirfatnaðar í dag. Silki, bómull, blúnda eða eitthvað
allt annað, allt virðist ganga og hefur hver sinn stíl þar eins og annars staðar. Undirfatnað­ur er einnig orðinn stærri hluti af heildardressinu en það má vel sjást í fallega blúndu upp úr flegnum stuttermabol við réttu samsetninguna. Munum þó að minna er meira þar eins og ann­arsstaðar. Undirrituð er hrifn­ust af klassískum fallegum undirfötum með sem minnstum hömlum, engar spangir, púðar eða aukadót. Leyfum náttúru­legum vexti að njóta sín, það sem hentar fyrir mig hentar ekki endilega fyrir þig.

Það jákvæða er að úrvalið hefur sjaldan verið betra á Ís­landi og má finna falleg undirföt í öllum verðflokkum.

GK Reykjavik

Won Hundred / GK Reykjavik

  Einvera

Einvera_

NICCE / Einvera

Galleri17

Gallerí 17

LonelyLingerieJOR

Lonely / Jör by Guðmundur Jörundsson

Lindextop

Lindex

LINDEX –

  VeroModa_Veromoda

 

 

Vero Moda – 

 

Með rauð­an varalit og í nýjum nærfötum fer enginn í jólaköttinn í ár …
_

PS. Ég verð að koma því að hvað forsíða Fréttablaðsins er áberandi falleg í dag. Björt Ólafsdóttir þarf engin undirföt. Sjá: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NÁTTFATAPARTÝ

FASHIONMAGAZINETREND

Vikulega tískubablið er á sínum stað í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag. Þar býð ég lesendum með í náttfatapartý – eru ekki allir til í slíkt á þessum köldu vetrardögum?

Nattfata

Desember hefur mætt með látum á kalda klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mik­inn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endi­lega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því?

Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægileg­an hátt. Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir vet­urinn og áfram út sumarið 2016.
Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoð­um myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar út­færslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni.

 16-stella-mccartney
Stella McCartney FW15

_THA0353
Thakoon SS16

Rag&Bonefall15
Rag&Bone FW15

Givenchy RTW Spring 2016

Givenchy SS16

Michael KorsFW15_

Michael Kors FW15

Calvin Klein SS16
Calvin Klein SS16

AlexanderWangss16

Alexander Wang SS16

Það eru kannski margir hrædd­ir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttföt­unum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skipt­ir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í sam­stæðudress, munstrað eða úr létt­um efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trend­inu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppá­halds gallabuxurnar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

MÍNIMALÍSKT Í DESEMBER

MAGAZINESHOPSTELDU STÍLNUM

Hátíð ljóss og friðar nálgast með öllum herlegheitunum sem fylgja. Tími sem við eigum að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Í ár virðist jólastemningin ætla að verða mínimalísk og má ætla að klæðnaðurinn fylgi í kjölfarið. Ég fór yfir málin í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Minimaliskt

Aðeins tveir dagar eru í fyrsta sunnudag í aðventu. Framundan er tími sem gefur okkur fjölmörg tækifæri á að klæðast okkar fínasta pússi. Sumir taka því fagnandi á meðan aðrir stressast við tilhugsunina – ,,Í hverju á ég að vera?”.
Lúkkið liggur í smáatriðunum þessi jólin. Það eru þessi litlu atriði sem geta fullkomnað mínímalískan hátíðarklæðnað. Hvort sem það er fallegt hálsmen, eyrnalokkar, taska, skór eða annar fylgihlutur sem þarf ekki að vera svo eftirtektarverður, en er þýðingarmikill fyrir heildarmyndina. Jafnvel réttur varalitur eða hárgreiðsla getur skipt sköpum.
Förum vel yfir fataskápinn og skoðum hvað þar er að finna. Leðurbuxur, góður blazer, hvítar skyrtur, svartur kjóll í klæðilegu sniði – allt eru þetta flíkur sem við eigum margar hverjar hangandi fyrir framan okkur nú þegar og því um að gera að hugsa út fyrir boxið í nýtingu þeirra. Þannig komumst við upp með að nota sama dressið í vinnuna og í jólaglöggið sama kvöld. Fyrir fínni tilefni pörum við dressið saman við réttu fylgihlutina og þá erum við komin með lúkkið sem við leitum eftir – minna er meira.
Ef við viljum bæta einhverjum nýjum desemberflíkum í safnið þá skulum við fylgja sömu ráðum. Finnum látlausar og vandaðar flíkur sem hægt er að klæða upp og niður eftir því hversu hátílegt tilefnið er. Flíkur sem búa yfir sérstökum sjarma með smáatriðum sem halda athygli eigandans til lengri tíma. Það getur verið sérstakt efni eða áferð, skarpur kragi, skart eða skópar. Smáatriði sem gera flíkina einstaka í samanburði við aðrar í þessum hafsjó af úrvali sem verslanir bjóða uppá.

Á meðfylgjandi myndum má sjá betur hvað undirrituð á við. Minimaliska hátíðar-lúkkið, þó með smá jólaskrauti í aukahlutum.

smaatridi
Skart skiptir sköpum –
MaryKate
Í bómbullarbol í boðið –
COS
 Basic er best –
Hermesfw14
Hermés: Svartur blazer við látlaust hálsmen og vasaklút –
ElinKling1
Elin Kling veitir innblástur –
Ódýrar kauphugmyndir af einföldu dressi finnið þið hér að neðan. Allt vörur sem kosta minna en 10.000 isk. Flestar á betra verði í dag á svörtum föstudegi.
mini
Hálsmen: Eyland, Einvera: 8.990isk, Hattur: Vila: 8.990isk, Pleðurbuxur: F&F: 5.910isk, Stuttermabolur: Moss, G17: 4.995isk, Pallíettuveski: Lindex: 3.995isk, Satin blazer: Lindex: 9.995isk, Varalitur: Loréal, Hagkaup: 2.919isk

Gleðilega aðventuhelgi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR