fbpx

BESTU OG VERSTU TREND ÁRSINS 2020

FASHIONFÓLKMAGAZINETREND

Ég var einn af álitsgjöfum DV um bestu og verstu trend ársins 2020 … það passar vel að deila með ykkur svörunum hér á blogginu –

Hvað er besta trend ársins að þínu mati? 
 Sweatsuits (joggarar) náðu nýjum hæðum 2020 og það er svo sannarlega mitt uppáhalds trend á árinu. Trend sem heldur bara áfram því öll tískuhúsin virðast vera að vinna með notalegheitin inn í nýja árið.

JÓLIN, KAFFI OG KERTALJÓS

Joggari

Persónulega vann ég líka mikið með hárklemmur og derhúfur – bæði skemmtileg trend sem setja punktinn yfir i-ið.

Tvær af  mjög mörgum derhúfumyndum á árinu

 

Tvær af mjög mörgum klemmumyndum á árinu

Sérstakt íslenskt trend á árinu – fólk velur íslenska hönnun meira en áður. Að styðja við okkar hæfileikafólk í hönnun er einmitt málið að mati undiritaðrar!

Íslenskt, já takk

 

Svo kom spurningin ….. En versta trend ársins? .. og ég svaraði því sem kom fyrst upp í hugann.

Ég er ekki hlynnt öllum þessum lýtaaðgerðum sem virðast því miður vera einhvers konar trend hérlendis og erlendis.
 Við erum öll allskonar og ég vil frekar vona að þróun framtíðarinnar kenni okkur að vera ánægð í eigin skinni frekar en að þurfa að móta okkur öll í sama form.

Dýrar vörur frá hátískumerkjum fyrir ungt fólk sem á ekki fyrir því – hettupeysur fyrir handlegg. Mér finnst mikilvægt að impra á því við ungt fólk að eiga fyrir hlutunum sem þeir klæðast. Kenni minni (bráðum unglings) dóttir það.

Mitt mat þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar ;) en það var gaman að spá aðeins í spilin.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

*Lesið líka um best klæddu Íslendingana að mínu mati og annarra álitsgjafa DV, HÉR ..

 

BACK TO WORK

Skrifa Innlegg