FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOPSTELDU STÍLNUM

Fyrsti snjórinn er fallinn og ég naut þess að skoða fallegu myndirnar sem þið deilduð á Instagram. Veturinn er greinilega mættur á klakann og því eins gott að fara að skipta um gír í klæðaburði ef þið eruð ekki nú þegar búin að gera það.
Hér í Svíþjóð er líka orðið kalt og því hefur undirrituð verið að vinna með mörg lög af fötum þegar hjólað (já hér er nefnilega hjólað í kuldanum) er til vinnu á morgnanna.
Ég tók saman dress Frá toppi til táar sem ég myndi vilja klæðast í dag – eins og áður eru vörurnar allar frá íslenskum verslunum og því kauptips sem auðvelt er að nálgast.

//

The winter has arrived and I love it! Now we pick out clothes to keep us warm and I do it with twist this time.
Here you have my “From top to toe” – my wishes from Icelandic stores. Of course you can find most of the products in stores worldwide or online.
Brr .. its getting so cold outside.

 

 1. Peysa: 66°Norður
  Mig hefur langað í þessa peysu lengi. Ég myndi kaupa hana í XL handa manninum mínum en stela henni svo til notkunar þegar ég þarf á því að halda.
 2. Buxur: Selected
  Mér finnst bootcut sniðið á buxunum svo næs og vona að þær séu ennþá til í Selected á Íslandi. Þær eru nefnilega búnar í minni stærð hérna úti.
 3. Húfa: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis
  Nú skiptum við út glingri fyrir húfu og vettlinga sem fylgihluti. Ég á eina góða sem ég dreg fram á þessum tíma árs. Sjá: HÉR
 4. Kjóll: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis. 
  Þessi er æðislegur í sniðinu og hægt að nota sem kjól eða opinn sem slopp. Ég myndi nota hann lokaðann og vera í þykkri peysu yfir. Smá flower en samt kósý feelingur.
 5. Skór: Dr.Martens – GS skór
  Grófir og góðir í íslenska slabbið ..
 6. Trefill: Acne
  Æ þessi trefill er bara bestur í heimi og því læt ég hann vera með þó ég haldi að hann sé því miður ekki fáanlegur á Íslandi. Leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál. HÉR sjáið þið hann betur.
 7. Sólgleraugu: Gucci – Augað Kringlunni
  Þó það sé kominn vetur þá pökkum við ekki sólgleraugunum. Þessi tími árs getur verið hinn mikilvægasti fyrir sólbrillur á nefið. Sólin er lágt á lofti (þann stutta tíma sem hún sýnir sig yfir daginn) og því mikilvægur fylgihlutur, til dæmis við akstur. Mín nýjustu eru frá Auganu í Kringlunni.
 8. Jakki: Barbour – GEYSIR
  Mest langar mig í Barbour x Wood Wood útgáfuna sem fæst í Geysi. Þessi yfirhöfn er frábær og lifir lengi.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HETTUPEYSUR Í HAUST

SHOPSTELDU STÍLNUM

Kaupsystur í Oslo – EG & AP

Hettupeysutrendið virðist ætla að lifa lengi miðað við úrvalið í verslunum landsins. Þetta er sú flík sem flestum líður vel með að klæðast og hægt er að dressa upp og niður. Ég hef sjálf verið að vinna með hettupeysu undir ullarkápurnar mínar núna þegar það er byrjað að kólna (er til dæmis svoleiðis klædd í dag).
Nýjasta peysan í mínum fataskáp kemur frá samstarfsverkefni H&M og Erdem. Ég hef fengið ótrúlega mörg hrós fyrir flíkina sem ég hef klæðst mikið uppá síðkastið.

Ég í dag: Hettupeysa: H&MxErdem, Klútur: H&MxErdem

Ég ákvað að taka saman fleiri hugmyndir af flottum hettupeysum sem til eru í verslunum landsins þessa dagana og deila þeim með ykkur sem kauptips inn í helgina. Einnig má nálgast innblástur hvernig klæða má þessa ágætu flík svo hún verði meira elegance en hún er hönnuð til að vera.

//

The hoodie isn’t going anywhere. One of the most popular items of the fall/winter this year. My newest addition is the one above from the H&M x Erdem collab. Below you will find some inspiration and hoodie tips.

LINDEX

SELECTED

ZARA

ZARA

BOB REYKJAVÍK

CHEAP MONDAY // GALLERÍ 17

WOODWOOD // Húrra Reykjavík

HÚRRA REYKJAVÍK

ELLINGSSEN

 
66°Norður

Gosha Rubchinskiy // GEYSIR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

EINFALT LÚKK FRÁ NYX

BEAUTYSTELDU STÍLNUM

English Version Below

Ég átti ljúfa morgunstund með NYX Cosmetic á dögunum. Ég er ekki þekkt fyrir mikla make-up hæfileika og hef alltof litla vitneskju og kunnáttu um snyrtivörur sem gerir það að verkum að ég gef mér ekki tíma til að pæla djúpt í förðun almennt. Ég leita eftir einföldum leiðum sem skila miklu og ætla að reyna að miðla því áfram fyrir áhugasama sem kannski eru í svipuðum sporum og ég.
Tilgangurinn með heimsókninni var að setja saman einfalt lúkk með snyrtivörum sem væri þægilegt fyrir okkur amateur-ana að leika eftir. Við Erna Hrund, vörumerkjastjóri og gamall Trendnetari, nutum haustblíðunnar í fallegu gróðurhúsi þar sem við smelltum myndum af afrakstrinum.

 

Lúkkið er einfalt, náttúrulegt en samt aðeins meira en hversdags – minn stíll.
Hér hafið þið skrefin í boði Ernu Hrundar sérfræðings með meiru – gefum henni orðið:

Grunnur:
Total Drop Control Foundation, #NoFilter Finishing Powder, Highlight & Contour Pro Palette, Ombre Blush í litnum Mauve Me og Away We Glow Liquid Highlighter.

Farðinn sem ég valdi er ótrúlega léttur og ljómandi en gefur jafnframt þekju sem er auðvelt að stjórna. Nýji farðinn frá NYX Professional Makeup er sá allra vinsælasti frá merkinu þessa stundina og var að lenda á Íslandi. Fyrir svona þunna farða er nauðsynlegt að nota þétta bursta til að fá rétta áferð. Mér finnst stundum fallegast að leyfa húðinni sjálfri að njóta sín sem best og dýpka frekar og styrkja andlitsfallið með skyggingu og gefa svo ljóma með highlighter. Hér nota ég fljótandi highlighter sem blandast svo fallega við farðann. Svo er kinnalitur alltaf ómissandi.

Augu:
Lid Lingerie í litnum Sweet Cloud og litir úr Love Contours All pallettunni, Micro Brow Pencil í augabrúnir og Control Freak Eyebrow Gel.

Paradise maskarinn frá L’Oreal Paris á augnhár

Lid Lingerie augnskuggarnir eru þeir allra vinsælustu hjá NYX Professional Makeup hér á landi en þeir eru svo auðveldir í notkun. Berið augnskuggana beint á augnlokin með sprotanum sem fylgir og notið svo annað hvort augnskuggabursta – ég mæli með Base Shadow Brush frá Real Techniques – eða fingurna og dreifið úr augnskugganum yfir augnlokið. Augun fá samstundis fallega áferð og jafna sem endist allan daginn því augnskuggarnir eru smitheldir og með 24 tíma endingu. Svo nota ég Love Contours All pallettuna sem inniheldur augnskugga, augabrúnaliti, skyggingarliti og highightera. Ég tók einn af dökku augnskuggunum úr pallettunni og setti yst á augnlokið og meðfram neðri augnhárum til að ramma inn augun. Svo er allt fullkomnað með Paradise maskaranum frá L’Oreal sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Augabrúnirnar styrki ég aðeins með hjálp Micro Brow Pencil frá NYX Professional Makeup sem er ómissandi í mína snyrtibuddu og svo notaði ég glært augabrúnagel til að festa mótunina.

Varir:     
Reatractable Lip Liner í litnum Vanilla Sky og Turnt Up Lipstick í litnum Flutter Kisses

Hér notaði ég uppáhalds comboið mitt á varirnar á hana Elísabetu… ég fer ekkert án þessara tveggja og er yfirleitt með sett í öllum töskum og á skrifborðinu mínu. Ég nota varablýantinn til að móta og fullkomna grunn varanna og svo fæ ég litinn, þekjuna og glansinn frá varalitnum.

 

Dressið sem ég klæddist þennan sama dag er úr haustlínu Geysis  – ullarföt fyrir fínni tilefni, algjör draumur. Fáanlegt í verslun þeirra á Skólavörðustíg og í Kringlunni fyrir áhugasama. Hatturinn er hannaður af Hildi Yeoman en er því miður ekki í sölu ennþá. Söngkonan Taylor Swift klæddist sama hatti í tónlistarmyndbandi sem gefið var út á dögunum, hér.

//

I had a visit from a friend and the brand manager of NYX Cosmetics in Iceland. We did a small make-up tutorial and the idea was to make it easy to follow for the amateurs, like me. You can see the results on the photos below.

My outfit is from GEYSIR, Icelandic label.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STELDU STÍLNUM: VICTORIA BECKHAM

FASHIONISTAINSPIRATIONSTELDU STÍLNUM

Victoria-Beckham-ss17-nyfw-cover-1

 

Innblástur dagsins fæ ég frá New York Fashion Week. Victoria Beckham sýndi glæsilega 2017 sumarlínu sína í gærkvöldi (gærmorgun á USA tíma).
Af öllum lúkkum sem sýnd voru á pöllunum var það hönnuðurinn sjálfur sem stal athygli minni. Hún klæddist fatnaði í yfirstærð  – teinótt silkiblússa við gráar buxur og svart belti. Útkoman var svo sannarlega eitthvað fyrir minn smekk – afslappað en samt mjög elegant. Það hafa margar vefsíður gripið þetta lúkk og dásamað enda ólíkt því sem VB gefur sig út fyrir að vera. Mér finnst frábært að sjá hana á flatbotna skóm en fyrir stuttu lét hún hafa eftir sér að hún klæddist alltaf hælum. Tímarnir breytast og mennirnir með …

sss

Ég tók saman sambærilegt lúkk með vörum sem fáanlegar eru í íslenskum verslunum.
Stelum stílnum – ekki af verri endanum!!

Buxur: Lindex, Blússa: Moss/Gallerí17, Belti: Lindex, Hringur: Kria Jewelry, Úr: Kimono/Húrra Reykjavík, Armband: Vila, Skór: Birkenstock/Skór.is

 

9
Er Victoria Beckham með svarta beltið í fasjón? Ég held það ..
Hvar finnum við annars svona 30´s lúkk? Góð hugmynd væri að leita uppi svartan klút og nota sem belti?

3833FF9B00000578-3784056-image-a-77_1473602335431

 

//

Victoria Beckham looked great in a relaxed, yet chic, outfit when she showed her ss17 collection in New York this weekend. For me she stole the attention from the runway – but the spring summer is gonna be pretty nice though.

Above I gathered together items from Icelandic stores that give us similar look ..

Black belt in fashion? I think so …

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

PFW: STELDU STÍLNUM

FASHION WEEKSHOPSTELDU STÍLNUM

English version below

_ARC0713

Loewe fall 2016

Uppáhalds tískuvikan af þeim öllum stendur nú yfir – Paris Fashion Week !! Tískuvika sem ég hef fylgst mest með síðustu árin og þegar ég bjó í Frakklandi var ég dugleg við að heimsækja París á þessum tíma árs. Hátískuhönnuðir hafa skipt með sér síðustu dögum og ég hef horft á nokkrar sýningar í beinni í gegnum Vogue.com, hér. Ég valdi eitt lúkk úr línu Loewe sem ég sá fyrir mér að hægt væri að leika léttilega eftir strax í dag.

Laugardagslúkkið? Hér fáið þið kauptips í sama anda og við sáum á pöllum tískuborgarinnar.

Ég valdi trench coat í þessum dökkbláa lit sem hægt er að nýta sem kjól við rétta samsetningu. Ég myndi taka kápuna í örlítið stærri stærð svo lúkkið verði laust með þessum möguleika að binda hana eða næla – fer allt eftir tilefninu. Hlýrakjóllinn er lykilatriði svo okkur líði ekki nöktum þegar farið er út úr húsi. Þessi er úr stífu efni sem gefur möguleikann á að nota hann einan og sér með vorinu. Svona flík hefur endalaust notagildi í áranna raðir og hægt að klæða kjólinn á rosalega marga vegu. Við þetta bætist einn eyrnalokkur í eyra, hálsmen sem sést glitta í, nælonsokkar og nude varir. Támjóu hælaskórnir með lokaðri tá búa síðan til heildarlúkkið.

Voila ..!

 

steldustilnum

 Eyrnalokkar: Lindex
Varalitur: Mac / FRENCH TWIST
Hálsmen: Lindex
Hlýrakjóll: Vila
Kápa/Kjóll: Moss – Gallerí 17
Sokkar: &Other Stories
Skór: Bianco

//

The fashion weeks go on and I am still following some designers from home, here. Now its my favorite of them all – Paris Fashion Week!! I took one dress that impressed me from Loewe fall 2016 collection and pointed out cheaper solutions to get the same style.
Tonight´s outfit? Voila .. !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

CPHFW: STELDU STÍLNUM

SHOPSTELDU STÍLNUM

English version below

Uppáhalds tískutími ársins er hafinn – T Í S K U V I K U R.
Í þetta sinn hef ég minni tíma til að fylgja hverri og einni sýningu eftir en þó reyni ég eftir fremsta megni að fylgjast með broti af því besta. Tískuvikan í Stokkhólmi fór fram í byrjun vikunnar og Svíinn í mér passar að fylgjast alltaf með því sem fram fer á pöllunum hjá sænsku snillingunum – þeir hitta oftast vel í mark (hér er hægt að skoða lúkkin).

Tískuvikan í Kaupmannahöfn tók svo við í kjölfarið og stendur nú sem hæst. Eins og áður fylgist ég meira með vissum hönnuðum en öðrum og á fyrsta sýningardegi var ég spenntust fyrir Malene Birger sem ég hef í mörg ár skrifað um hér á blogginu.

Danska Malene er góð í sínu fagi og ég er mikill aðdáandi fatnaðarins sem og stíliseringarinnar ár hvert. Ég er mjög hrifin af línunni í heild sinni sem gefur okkur flíkur sem lifa lengur en HÉR getið þið flett í gegnum hvert lúkk fyrir sig.

Mér datt í hug að taka fyrir eitt lúkk frá sýningunni sem ég myndi glöð vilja klæðast inn í helgina. Lúkk sem einfalt er að leika eftir.

mblukkByMaleneBirger11015

By Malene Birger FW16

Ég tók saman ódýrari kauphugmyndir sem skapa sama stíl. Allt vörur á góðu verði sem ég valdi frá íslenskum verslunum og því er einfalt að finna þær á slánum fyrir áhugasama.

mb

Gegnsær rúllukragabolur (ekki með hlýrabol innan undir): Gallerí 17
Belti: Lindex
Buxur: Lindex
Varalitur: Color Drama í litnum Light it Up frá Maybelline
V peysa: Vero Moda (mætti vera styttri ef þið rekist á fleiri)
Eyrnalokkar: Lindex
Skór: 67 / GS skór
Veski: Einvera

Happy shopping!

//

I am following the fashion weeks in Scandinavia these days – first in Stockholm and now in Copenhagen. Malene Birger is always one of my favorites, she makes classic wearable items that you can use for years. I took one dress the impressed me from the FW16 show and pointed out cheaper solutions to get the same style. This would be my weekend dress.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

STELDU STÍLNUM: Ellery

FASHIONINSPIRATIONSTELDU STÍLNUM

English version below

Ég fór að skoða nýjustu línu Kym Ellery eftir að ég rakst á lokaútsölu á nokkrum eldri flíkum hönnuðarins hér. (þar má gera kjarakaup!!)

Australska Ellery gefur okkur innblástur inn í helgina með haustlínunni sem er stíliseruð til fyrirmyndar á myndunum að neðan. Þessi lúkk er vel hægt að leika eftir … þessvegna strax í kvöld?

Hæfileg samblanda af drama og eligance. Ég kann vel að meta það.

Steldu stílnum –

ellery-pre-fall-2016-02 ellery-pre-fall-2016-10-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-07-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-23-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-24-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-20-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-01-853x1280 ellery-pre-fall-2016-21-1280x1920

 

Are you going out tonight? I would find a inspiration for how to dress in these pictures above.  Austrian designer Kym Ellery dit perfect drama/eligance match with her new pre fall collection. Here you also find some very nice clothes on final sale (!) from last season. 

 

Meira: HÉR / More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

MÍNIMALÍSKT Í DESEMBER

MAGAZINESHOPSTELDU STÍLNUM

Hátíð ljóss og friðar nálgast með öllum herlegheitunum sem fylgja. Tími sem við eigum að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Í ár virðist jólastemningin ætla að verða mínimalísk og má ætla að klæðnaðurinn fylgi í kjölfarið. Ég fór yfir málin í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Minimaliskt

Aðeins tveir dagar eru í fyrsta sunnudag í aðventu. Framundan er tími sem gefur okkur fjölmörg tækifæri á að klæðast okkar fínasta pússi. Sumir taka því fagnandi á meðan aðrir stressast við tilhugsunina – ,,Í hverju á ég að vera?”.
Lúkkið liggur í smáatriðunum þessi jólin. Það eru þessi litlu atriði sem geta fullkomnað mínímalískan hátíðarklæðnað. Hvort sem það er fallegt hálsmen, eyrnalokkar, taska, skór eða annar fylgihlutur sem þarf ekki að vera svo eftirtektarverður, en er þýðingarmikill fyrir heildarmyndina. Jafnvel réttur varalitur eða hárgreiðsla getur skipt sköpum.
Förum vel yfir fataskápinn og skoðum hvað þar er að finna. Leðurbuxur, góður blazer, hvítar skyrtur, svartur kjóll í klæðilegu sniði – allt eru þetta flíkur sem við eigum margar hverjar hangandi fyrir framan okkur nú þegar og því um að gera að hugsa út fyrir boxið í nýtingu þeirra. Þannig komumst við upp með að nota sama dressið í vinnuna og í jólaglöggið sama kvöld. Fyrir fínni tilefni pörum við dressið saman við réttu fylgihlutina og þá erum við komin með lúkkið sem við leitum eftir – minna er meira.
Ef við viljum bæta einhverjum nýjum desemberflíkum í safnið þá skulum við fylgja sömu ráðum. Finnum látlausar og vandaðar flíkur sem hægt er að klæða upp og niður eftir því hversu hátílegt tilefnið er. Flíkur sem búa yfir sérstökum sjarma með smáatriðum sem halda athygli eigandans til lengri tíma. Það getur verið sérstakt efni eða áferð, skarpur kragi, skart eða skópar. Smáatriði sem gera flíkina einstaka í samanburði við aðrar í þessum hafsjó af úrvali sem verslanir bjóða uppá.

Á meðfylgjandi myndum má sjá betur hvað undirrituð á við. Minimaliska hátíðar-lúkkið, þó með smá jólaskrauti í aukahlutum.

smaatridi
Skart skiptir sköpum –
MaryKate
Í bómbullarbol í boðið –
COS
 Basic er best –
Hermesfw14
Hermés: Svartur blazer við látlaust hálsmen og vasaklút –
ElinKling1
Elin Kling veitir innblástur –
Ódýrar kauphugmyndir af einföldu dressi finnið þið hér að neðan. Allt vörur sem kosta minna en 10.000 isk. Flestar á betra verði í dag á svörtum föstudegi.
mini
Hálsmen: Eyland, Einvera: 8.990isk, Hattur: Vila: 8.990isk, Pleðurbuxur: F&F: 5.910isk, Stuttermabolur: Moss, G17: 4.995isk, Pallíettuveski: Lindex: 3.995isk, Satin blazer: Lindex: 9.995isk, Varalitur: Loréal, Hagkaup: 2.919isk

Gleðilega aðventuhelgi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: ÚTIHÁTÍÐ

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOPSTELDU STÍLNUM

Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru lesendur. Besta helgi ársins vilja sumir meina? Það eru eflaust margir á leið út úr bænum og því ekki seinna vænna en að næla sér í dress sem hentar þessari stóru helgi. Þó að maður sé á leið í útilegu þó er vel hægt að vera svolítið smart til hafður. Ég tók saman þrjú dress sem ég myndi vilja klæðast næstu þrjá daga. Allt fatnaður sem fæst í íslenskum verslunum.

utihatid
Jakki: Barbour Bristol/Geysir 
Hattur: Janessa Leone/JÖR
Skyrta: Lindex
Ullarpeysa: 66°Norður
Gallabuxur: WonHundred/GK Reykjavik 
Stígvél: Hunter/Geysir

utihatid3
Peysa: Farmers Market
Leðurbuxur: Rag&Bone/Gotta
Skyrta: JÖR
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn/Húrra Reykjavik
Bakpoki: Rains/Reykjavik Butik
Skór: Converse/
Focus og Kaupfélagið

utihatid2


Rúllukragabolur: Vero Moda
Sólgleraugu: Ray Ban Aviator / Augað
Anorakkur: 66°Norður 
Gallabuxur: Levi´s 501 / Spútnik
Stígvél: Bianco

Það var örlítið einfaldara og skemmtilegra að finna til fatnað þegar veðurspáin er jafn ágæt og raun ber vitni. Aðal málið er samt að vera vel búinn með nóg af hlýjum fatnaði með í för. Á útihátíð er í lagi að bæta á sig lögunum eftir því sem hentar. Síðan er bara að setja upp sparibrosið og að sjálfsögðu muna eftir góða skapinu ;) Það er það sem þetta allt snýst um, að hafa gaman!

Góða ferð hvert sem leiðin liggur. Gangið hægt um gleðinnar dyr!
.. en fyrst, happy shopping frá toppi til táar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DENIM VIÐ TÁMJÓTT

STELDU STÍLNUMTREND

Að klæðast gallabuxum við támjóa hæla er eitthvað sem við komumst alls ekki allar upp með. Það er ekki sjálfgefið að halda balance og kúli á sama tíma og ég á sjálf oft erfitt með það. Þessar að neðan láta lúkkið líta vel út og veita því innblástur.

Denim við támjótt er nefnilega eitthvað sem virðist virka vel.

Sjáið hér –

1
845566 3 hælar hælar456
Nú er bara að æfa stöðuleikann .. og ná þannig að fylgja lúkkinu.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR