STELDU STÍLNUM: VICTORIA BECKHAM

FASHIONISTAINSPIRATIONSTELDU STÍLNUM

Victoria-Beckham-ss17-nyfw-cover-1

 

Innblástur dagsins fæ ég frá New York Fashion Week. Victoria Beckham sýndi glæsilega 2017 sumarlínu sína í gærkvöldi (gærmorgun á USA tíma).
Af öllum lúkkum sem sýnd voru á pöllunum var það hönnuðurinn sjálfur sem stal athygli minni. Hún klæddist fatnaði í yfirstærð  – teinótt silkiblússa við gráar buxur og svart belti. Útkoman var svo sannarlega eitthvað fyrir minn smekk – afslappað en samt mjög elegant. Það hafa margar vefsíður gripið þetta lúkk og dásamað enda ólíkt því sem VB gefur sig út fyrir að vera. Mér finnst frábært að sjá hana á flatbotna skóm en fyrir stuttu lét hún hafa eftir sér að hún klæddist alltaf hælum. Tímarnir breytast og mennirnir með …

sss

Ég tók saman sambærilegt lúkk með vörum sem fáanlegar eru í íslenskum verslunum.
Stelum stílnum – ekki af verri endanum!!

Buxur: Lindex, Blússa: Moss/Gallerí17, Belti: Lindex, Hringur: Kria Jewelry, Úr: Kimono/Húrra Reykjavík, Armband: Vila, Skór: Birkenstock/Skór.is

 

9
Er Victoria Beckham með svarta beltið í fasjón? Ég held það ..
Hvar finnum við annars svona 30´s lúkk? Góð hugmynd væri að leita uppi svartan klút og nota sem belti?

3833FF9B00000578-3784056-image-a-77_1473602335431

 

//

Victoria Beckham looked great in a relaxed, yet chic, outfit when she showed her ss17 collection in New York this weekend. For me she stole the attention from the runway – but the spring summer is gonna be pretty nice though.

Above I gathered together items from Icelandic stores that give us similar look ..

Black belt in fashion? I think so …

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

PFW: STELDU STÍLNUM

FASHION WEEKSHOPSTELDU STÍLNUM

English version below

_ARC0713

Loewe fall 2016

Uppáhalds tískuvikan af þeim öllum stendur nú yfir – Paris Fashion Week !! Tískuvika sem ég hef fylgst mest með síðustu árin og þegar ég bjó í Frakklandi var ég dugleg við að heimsækja París á þessum tíma árs. Hátískuhönnuðir hafa skipt með sér síðustu dögum og ég hef horft á nokkrar sýningar í beinni í gegnum Vogue.com, hér. Ég valdi eitt lúkk úr línu Loewe sem ég sá fyrir mér að hægt væri að leika léttilega eftir strax í dag.

Laugardagslúkkið? Hér fáið þið kauptips í sama anda og við sáum á pöllum tískuborgarinnar.

Ég valdi trench coat í þessum dökkbláa lit sem hægt er að nýta sem kjól við rétta samsetningu. Ég myndi taka kápuna í örlítið stærri stærð svo lúkkið verði laust með þessum möguleika að binda hana eða næla – fer allt eftir tilefninu. Hlýrakjóllinn er lykilatriði svo okkur líði ekki nöktum þegar farið er út úr húsi. Þessi er úr stífu efni sem gefur möguleikann á að nota hann einan og sér með vorinu. Svona flík hefur endalaust notagildi í áranna raðir og hægt að klæða kjólinn á rosalega marga vegu. Við þetta bætist einn eyrnalokkur í eyra, hálsmen sem sést glitta í, nælonsokkar og nude varir. Támjóu hælaskórnir með lokaðri tá búa síðan til heildarlúkkið.

Voila ..!

 

steldustilnum

 Eyrnalokkar: Lindex
Varalitur: Mac / FRENCH TWIST
Hálsmen: Lindex
Hlýrakjóll: Vila
Kápa/Kjóll: Moss – Gallerí 17
Sokkar: &Other Stories
Skór: Bianco

//

The fashion weeks go on and I am still following some designers from home, here. Now its my favorite of them all – Paris Fashion Week!! I took one dress that impressed me from Loewe fall 2016 collection and pointed out cheaper solutions to get the same style.
Tonight´s outfit? Voila .. !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

CPHFW: STELDU STÍLNUM

SHOPSTELDU STÍLNUM

English version below

Uppáhalds tískutími ársins er hafinn – T Í S K U V I K U R.
Í þetta sinn hef ég minni tíma til að fylgja hverri og einni sýningu eftir en þó reyni ég eftir fremsta megni að fylgjast með broti af því besta. Tískuvikan í Stokkhólmi fór fram í byrjun vikunnar og Svíinn í mér passar að fylgjast alltaf með því sem fram fer á pöllunum hjá sænsku snillingunum – þeir hitta oftast vel í mark (hér er hægt að skoða lúkkin).

Tískuvikan í Kaupmannahöfn tók svo við í kjölfarið og stendur nú sem hæst. Eins og áður fylgist ég meira með vissum hönnuðum en öðrum og á fyrsta sýningardegi var ég spenntust fyrir Malene Birger sem ég hef í mörg ár skrifað um hér á blogginu.

Danska Malene er góð í sínu fagi og ég er mikill aðdáandi fatnaðarins sem og stíliseringarinnar ár hvert. Ég er mjög hrifin af línunni í heild sinni sem gefur okkur flíkur sem lifa lengur en HÉR getið þið flett í gegnum hvert lúkk fyrir sig.

Mér datt í hug að taka fyrir eitt lúkk frá sýningunni sem ég myndi glöð vilja klæðast inn í helgina. Lúkk sem einfalt er að leika eftir.

mblukkByMaleneBirger11015

By Malene Birger FW16

Ég tók saman ódýrari kauphugmyndir sem skapa sama stíl. Allt vörur á góðu verði sem ég valdi frá íslenskum verslunum og því er einfalt að finna þær á slánum fyrir áhugasama.

mb

Gegnsær rúllukragabolur (ekki með hlýrabol innan undir): Gallerí 17
Belti: Lindex
Buxur: Lindex
Varalitur: Color Drama í litnum Light it Up frá Maybelline
V peysa: Vero Moda (mætti vera styttri ef þið rekist á fleiri)
Eyrnalokkar: Lindex
Skór: 67 / GS skór
Veski: Einvera

Happy shopping!

//

I am following the fashion weeks in Scandinavia these days – first in Stockholm and now in Copenhagen. Malene Birger is always one of my favorites, she makes classic wearable items that you can use for years. I took one dress the impressed me from the FW16 show and pointed out cheaper solutions to get the same style. This would be my weekend dress.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

STELDU STÍLNUM: Ellery

FASHIONINSPIRATIONSTELDU STÍLNUM

English version below

Ég fór að skoða nýjustu línu Kym Ellery eftir að ég rakst á lokaútsölu á nokkrum eldri flíkum hönnuðarins hér. (þar má gera kjarakaup!!)

Australska Ellery gefur okkur innblástur inn í helgina með haustlínunni sem er stíliseruð til fyrirmyndar á myndunum að neðan. Þessi lúkk er vel hægt að leika eftir … þessvegna strax í kvöld?

Hæfileg samblanda af drama og eligance. Ég kann vel að meta það.

Steldu stílnum –

ellery-pre-fall-2016-02 ellery-pre-fall-2016-10-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-07-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-23-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-24-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-20-1280x1920 ellery-pre-fall-2016-01-853x1280 ellery-pre-fall-2016-21-1280x1920

 

Are you going out tonight? I would find a inspiration for how to dress in these pictures above.  Austrian designer Kym Ellery dit perfect drama/eligance match with her new pre fall collection. Here you also find some very nice clothes on final sale (!) from last season. 

 

Meira: HÉR / More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

MÍNIMALÍSKT Í DESEMBER

MAGAZINESHOPSTELDU STÍLNUM

Hátíð ljóss og friðar nálgast með öllum herlegheitunum sem fylgja. Tími sem við eigum að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Í ár virðist jólastemningin ætla að verða mínimalísk og má ætla að klæðnaðurinn fylgi í kjölfarið. Ég fór yfir málin í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Minimaliskt

Aðeins tveir dagar eru í fyrsta sunnudag í aðventu. Framundan er tími sem gefur okkur fjölmörg tækifæri á að klæðast okkar fínasta pússi. Sumir taka því fagnandi á meðan aðrir stressast við tilhugsunina – ,,Í hverju á ég að vera?”.
Lúkkið liggur í smáatriðunum þessi jólin. Það eru þessi litlu atriði sem geta fullkomnað mínímalískan hátíðarklæðnað. Hvort sem það er fallegt hálsmen, eyrnalokkar, taska, skór eða annar fylgihlutur sem þarf ekki að vera svo eftirtektarverður, en er þýðingarmikill fyrir heildarmyndina. Jafnvel réttur varalitur eða hárgreiðsla getur skipt sköpum.
Förum vel yfir fataskápinn og skoðum hvað þar er að finna. Leðurbuxur, góður blazer, hvítar skyrtur, svartur kjóll í klæðilegu sniði – allt eru þetta flíkur sem við eigum margar hverjar hangandi fyrir framan okkur nú þegar og því um að gera að hugsa út fyrir boxið í nýtingu þeirra. Þannig komumst við upp með að nota sama dressið í vinnuna og í jólaglöggið sama kvöld. Fyrir fínni tilefni pörum við dressið saman við réttu fylgihlutina og þá erum við komin með lúkkið sem við leitum eftir – minna er meira.
Ef við viljum bæta einhverjum nýjum desemberflíkum í safnið þá skulum við fylgja sömu ráðum. Finnum látlausar og vandaðar flíkur sem hægt er að klæða upp og niður eftir því hversu hátílegt tilefnið er. Flíkur sem búa yfir sérstökum sjarma með smáatriðum sem halda athygli eigandans til lengri tíma. Það getur verið sérstakt efni eða áferð, skarpur kragi, skart eða skópar. Smáatriði sem gera flíkina einstaka í samanburði við aðrar í þessum hafsjó af úrvali sem verslanir bjóða uppá.

Á meðfylgjandi myndum má sjá betur hvað undirrituð á við. Minimaliska hátíðar-lúkkið, þó með smá jólaskrauti í aukahlutum.

smaatridi
Skart skiptir sköpum –
MaryKate
Í bómbullarbol í boðið –
COS
 Basic er best –
Hermesfw14
Hermés: Svartur blazer við látlaust hálsmen og vasaklút –
ElinKling1
Elin Kling veitir innblástur –
Ódýrar kauphugmyndir af einföldu dressi finnið þið hér að neðan. Allt vörur sem kosta minna en 10.000 isk. Flestar á betra verði í dag á svörtum föstudegi.
mini
Hálsmen: Eyland, Einvera: 8.990isk, Hattur: Vila: 8.990isk, Pleðurbuxur: F&F: 5.910isk, Stuttermabolur: Moss, G17: 4.995isk, Pallíettuveski: Lindex: 3.995isk, Satin blazer: Lindex: 9.995isk, Varalitur: Loréal, Hagkaup: 2.919isk

Gleðilega aðventuhelgi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: ÚTIHÁTÍÐ

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOPSTELDU STÍLNUM

Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru lesendur. Besta helgi ársins vilja sumir meina? Það eru eflaust margir á leið út úr bænum og því ekki seinna vænna en að næla sér í dress sem hentar þessari stóru helgi. Þó að maður sé á leið í útilegu þó er vel hægt að vera svolítið smart til hafður. Ég tók saman þrjú dress sem ég myndi vilja klæðast næstu þrjá daga. Allt fatnaður sem fæst í íslenskum verslunum.

utihatid
Jakki: Barbour Bristol/Geysir 
Hattur: Janessa Leone/JÖR
Skyrta: Lindex
Ullarpeysa: 66°Norður
Gallabuxur: WonHundred/GK Reykjavik 
Stígvél: Hunter/Geysir

utihatid3
Peysa: Farmers Market
Leðurbuxur: Rag&Bone/Gotta
Skyrta: JÖR
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn/Húrra Reykjavik
Bakpoki: Rains/Reykjavik Butik
Skór: Converse/
Focus og Kaupfélagið

utihatid2


Rúllukragabolur: Vero Moda
Sólgleraugu: Ray Ban Aviator / Augað
Anorakkur: 66°Norður 
Gallabuxur: Levi´s 501 / Spútnik
Stígvél: Bianco

Það var örlítið einfaldara og skemmtilegra að finna til fatnað þegar veðurspáin er jafn ágæt og raun ber vitni. Aðal málið er samt að vera vel búinn með nóg af hlýjum fatnaði með í för. Á útihátíð er í lagi að bæta á sig lögunum eftir því sem hentar. Síðan er bara að setja upp sparibrosið og að sjálfsögðu muna eftir góða skapinu ;) Það er það sem þetta allt snýst um, að hafa gaman!

Góða ferð hvert sem leiðin liggur. Gangið hægt um gleðinnar dyr!
.. en fyrst, happy shopping frá toppi til táar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DENIM VIÐ TÁMJÓTT

STELDU STÍLNUMTREND

Að klæðast gallabuxum við támjóa hæla er eitthvað sem við komumst alls ekki allar upp með. Það er ekki sjálfgefið að halda balance og kúli á sama tíma og ég á sjálf oft erfitt með það. Þessar að neðan láta lúkkið líta vel út og veita því innblástur.

Denim við támjótt er nefnilega eitthvað sem virðist virka vel.

Sjáið hér –

1
845566 3 hælar hælar456
Nú er bara að æfa stöðuleikann .. og ná þannig að fylgja lúkkinu.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

NIKE UP YOUR LIFE

FASHIONSTELDU STÍLNUM

Hæ … héðan
10592491_10152323102407568_199018759_n

Nike up your life á nokkuð vel við þegar ég renni í gegnum þessar myndir sem flestar eru fundnar frá Tumblr. Sneakers æðið hefur heldur betur slegið í gegn og virðist hvergi vera að hverfa á næstunni. Ég hef áður sagt ykkur frá ást minni á nýjustu Nike kaupunum mínum, Nike Lunar2. Þegar maður er byrjaður að ganga í skóm sem fara svona vel með líkamann þá langar manni í úrval af þessu frábæra trendi og gæðavöru. Þessa dagana langar mig mjög í strigaskó til skiptanna – fattaði það í dag(og gær) þegar ég leit niður á fæturnar.

21122 8 11 43 9 7 6 5 4 3 2 1nikes-on-a-model nike-tote-stripey-sweater nike-leopard-bag nike- nike-chunky-sweater nike-french-girl

Ég er með valkvíða hvernig mig langar í næst en ég er með nokkra á óskalista. Nike er ekkert endilega eina merkið sem virkar í þessari sneakers tísku en mínir nýju eru bara það extra þægilegir að mig langar í nýja þannig/svipaða næst.

Þessar að ofan kunna að klæða þá. Innblástur dagsins á þessum fína föstudegi. Langar-listinn lengist.

xx,-EG-.

HIMINN BLÁR

FASHIONHOMESTELDU STÍLNUMTREND

Hæ héðan ….

photo
Það er ekki aðeins himininn blái sem veitir hamingjuna. Það getur gefið manni gleði að umvefja sig þessum fallega lit sem hefur verið áberandi uppá síðkastið og mun halda því áfram.Tone7_13052014 4c9bf280ca681511903d859e79c719c0 259202 d3a2d0175df2ee6e0035994410222ace 121625c3bdd4071757fd6088ae44f198-1 6bbf50cd1fb9ea48514bd4a250dcc553 images il_570xN.447572357_23x3df4cbac6e3e3bde22977030aa1810700 dfea59751b8f6e05b9a139946cac34ec f50dcea73a48e884ec308ecd6039821a d4e8d658f8f0f1ccc292436ce135333c 73f60a2709429bc167bd21e2c73a8d1b 18b11b240a919560df1f99c9a13894cb 8fbeeb48ca13db92ccfc2322d0dcbcb0 8eeb47ec4b0bd5e8ec67d0e76526ccba81b8748fb6d9f17f9a40239d9bd22d53 6d2fb6960b03b6316a6a53e1bf90b4a5-1 3cb06aebc3c9a8f44e7ad764e4025a86b1802e8156a21a644de9bb8578002024 celine-bag-cobalt-blueimages-1

Gleðilegur litur í tilefni gleðilegrar helgar.

 Litur sem minnir mig alltaf á sumarið. Hlakka til að finna til þær flíkur sem ég á til og bera þær á sólríkum sumardögum, en hann gengur svo sannarlega á fleiri hluti en flíkur.

Blátt áfram. Ég vill meina það! Vonandi eruð þið sammála.

 xx,-EG-.