fbpx

EINFALT LÚKK FRÁ NYX

BEAUTYSTELDU STÍLNUM

English Version Below

Ég átti ljúfa morgunstund með NYX Cosmetic á dögunum. Ég er ekki þekkt fyrir mikla make-up hæfileika og hef alltof litla vitneskju og kunnáttu um snyrtivörur sem gerir það að verkum að ég gef mér ekki tíma til að pæla djúpt í förðun almennt. Ég leita eftir einföldum leiðum sem skila miklu og ætla að reyna að miðla því áfram fyrir áhugasama sem kannski eru í svipuðum sporum og ég.
Tilgangurinn með heimsókninni var að setja saman einfalt lúkk með snyrtivörum sem væri þægilegt fyrir okkur amateur-ana að leika eftir. Við Erna Hrund, vörumerkjastjóri og gamall Trendnetari, nutum haustblíðunnar í fallegu gróðurhúsi þar sem við smelltum myndum af afrakstrinum.

 

Lúkkið er einfalt, náttúrulegt en samt aðeins meira en hversdags – minn stíll.
Hér hafið þið skrefin í boði Ernu Hrundar sérfræðings með meiru – gefum henni orðið:

Grunnur:
Total Drop Control Foundation, #NoFilter Finishing Powder, Highlight & Contour Pro Palette, Ombre Blush í litnum Mauve Me og Away We Glow Liquid Highlighter.

Farðinn sem ég valdi er ótrúlega léttur og ljómandi en gefur jafnframt þekju sem er auðvelt að stjórna. Nýji farðinn frá NYX Professional Makeup er sá allra vinsælasti frá merkinu þessa stundina og var að lenda á Íslandi. Fyrir svona þunna farða er nauðsynlegt að nota þétta bursta til að fá rétta áferð. Mér finnst stundum fallegast að leyfa húðinni sjálfri að njóta sín sem best og dýpka frekar og styrkja andlitsfallið með skyggingu og gefa svo ljóma með highlighter. Hér nota ég fljótandi highlighter sem blandast svo fallega við farðann. Svo er kinnalitur alltaf ómissandi.

Augu:
Lid Lingerie í litnum Sweet Cloud og litir úr Love Contours All pallettunni, Micro Brow Pencil í augabrúnir og Control Freak Eyebrow Gel.

Paradise maskarinn frá L’Oreal Paris á augnhár

Lid Lingerie augnskuggarnir eru þeir allra vinsælustu hjá NYX Professional Makeup hér á landi en þeir eru svo auðveldir í notkun. Berið augnskuggana beint á augnlokin með sprotanum sem fylgir og notið svo annað hvort augnskuggabursta – ég mæli með Base Shadow Brush frá Real Techniques – eða fingurna og dreifið úr augnskugganum yfir augnlokið. Augun fá samstundis fallega áferð og jafna sem endist allan daginn því augnskuggarnir eru smitheldir og með 24 tíma endingu. Svo nota ég Love Contours All pallettuna sem inniheldur augnskugga, augabrúnaliti, skyggingarliti og highightera. Ég tók einn af dökku augnskuggunum úr pallettunni og setti yst á augnlokið og meðfram neðri augnhárum til að ramma inn augun. Svo er allt fullkomnað með Paradise maskaranum frá L’Oreal sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Augabrúnirnar styrki ég aðeins með hjálp Micro Brow Pencil frá NYX Professional Makeup sem er ómissandi í mína snyrtibuddu og svo notaði ég glært augabrúnagel til að festa mótunina.

Varir:     
Reatractable Lip Liner í litnum Vanilla Sky og Turnt Up Lipstick í litnum Flutter Kisses

Hér notaði ég uppáhalds comboið mitt á varirnar á hana Elísabetu… ég fer ekkert án þessara tveggja og er yfirleitt með sett í öllum töskum og á skrifborðinu mínu. Ég nota varablýantinn til að móta og fullkomna grunn varanna og svo fæ ég litinn, þekjuna og glansinn frá varalitnum.

 

Dressið sem ég klæddist þennan sama dag er úr haustlínu Geysis  – ullarföt fyrir fínni tilefni, algjör draumur. Fáanlegt í verslun þeirra á Skólavörðustíg og í Kringlunni fyrir áhugasama. Hatturinn er hannaður af Hildi Yeoman en er því miður ekki í sölu ennþá. Söngkonan Taylor Swift klæddist sama hatti í tónlistarmyndbandi sem gefið var út á dögunum, hér.

//

I had a visit from a friend and the brand manager of NYX Cosmetics in Iceland. We did a small make-up tutorial and the idea was to make it easy to follow for the amateurs, like me. You can see the results on the photos below.

My outfit is from GEYSIR, Icelandic label.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YOU GO GIRL

Skrifa Innlegg