SILVER FACE

BEAUTYLÍFIÐ

English Version Below

Ég birti vikulegu sundays myndina mína á Instagram í óveðrinu síðustu helgi. Mér fannst við hæfi að bera á mig maska fyrir nýja viku og mældi með því að þið mynduð gera slíkt hið sama í útivistarbanninu. Ég prufaði í fyrsta sinn silfur maska sem Guðrún Sortveit seldi mér fyrir þær sakir hvað hann er fancy. Mínir fylgjendur eru greinilega sammála mér því þið voruð rosalega mörg sem spurðuð mig betur út í hann á story.

Maski: Glamglow

//

Mask time with silver Glam Glow. The most fancy mask I have put on my face …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

EINFALT LÚKK FRÁ NYX

BEAUTYSTELDU STÍLNUM

English Version Below

Ég átti ljúfa morgunstund með NYX Cosmetic á dögunum. Ég er ekki þekkt fyrir mikla make-up hæfileika og hef alltof litla vitneskju og kunnáttu um snyrtivörur sem gerir það að verkum að ég gef mér ekki tíma til að pæla djúpt í förðun almennt. Ég leita eftir einföldum leiðum sem skila miklu og ætla að reyna að miðla því áfram fyrir áhugasama sem kannski eru í svipuðum sporum og ég.
Tilgangurinn með heimsókninni var að setja saman einfalt lúkk með snyrtivörum sem væri þægilegt fyrir okkur amateur-ana að leika eftir. Við Erna Hrund, vörumerkjastjóri og gamall Trendnetari, nutum haustblíðunnar í fallegu gróðurhúsi þar sem við smelltum myndum af afrakstrinum.

 

Lúkkið er einfalt, náttúrulegt en samt aðeins meira en hversdags – minn stíll.
Hér hafið þið skrefin í boði Ernu Hrundar sérfræðings með meiru – gefum henni orðið:

Grunnur:
Total Drop Control Foundation, #NoFilter Finishing Powder, Highlight & Contour Pro Palette, Ombre Blush í litnum Mauve Me og Away We Glow Liquid Highlighter.

Farðinn sem ég valdi er ótrúlega léttur og ljómandi en gefur jafnframt þekju sem er auðvelt að stjórna. Nýji farðinn frá NYX Professional Makeup er sá allra vinsælasti frá merkinu þessa stundina og var að lenda á Íslandi. Fyrir svona þunna farða er nauðsynlegt að nota þétta bursta til að fá rétta áferð. Mér finnst stundum fallegast að leyfa húðinni sjálfri að njóta sín sem best og dýpka frekar og styrkja andlitsfallið með skyggingu og gefa svo ljóma með highlighter. Hér nota ég fljótandi highlighter sem blandast svo fallega við farðann. Svo er kinnalitur alltaf ómissandi.

Augu:
Lid Lingerie í litnum Sweet Cloud og litir úr Love Contours All pallettunni, Micro Brow Pencil í augabrúnir og Control Freak Eyebrow Gel.

Paradise maskarinn frá L’Oreal Paris á augnhár

Lid Lingerie augnskuggarnir eru þeir allra vinsælustu hjá NYX Professional Makeup hér á landi en þeir eru svo auðveldir í notkun. Berið augnskuggana beint á augnlokin með sprotanum sem fylgir og notið svo annað hvort augnskuggabursta – ég mæli með Base Shadow Brush frá Real Techniques – eða fingurna og dreifið úr augnskugganum yfir augnlokið. Augun fá samstundis fallega áferð og jafna sem endist allan daginn því augnskuggarnir eru smitheldir og með 24 tíma endingu. Svo nota ég Love Contours All pallettuna sem inniheldur augnskugga, augabrúnaliti, skyggingarliti og highightera. Ég tók einn af dökku augnskuggunum úr pallettunni og setti yst á augnlokið og meðfram neðri augnhárum til að ramma inn augun. Svo er allt fullkomnað með Paradise maskaranum frá L’Oreal sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Augabrúnirnar styrki ég aðeins með hjálp Micro Brow Pencil frá NYX Professional Makeup sem er ómissandi í mína snyrtibuddu og svo notaði ég glært augabrúnagel til að festa mótunina.

Varir:     
Reatractable Lip Liner í litnum Vanilla Sky og Turnt Up Lipstick í litnum Flutter Kisses

Hér notaði ég uppáhalds comboið mitt á varirnar á hana Elísabetu… ég fer ekkert án þessara tveggja og er yfirleitt með sett í öllum töskum og á skrifborðinu mínu. Ég nota varablýantinn til að móta og fullkomna grunn varanna og svo fæ ég litinn, þekjuna og glansinn frá varalitnum.

 

Dressið sem ég klæddist þennan sama dag er úr haustlínu Geysis  – ullarföt fyrir fínni tilefni, algjör draumur. Fáanlegt í verslun þeirra á Skólavörðustíg og í Kringlunni fyrir áhugasama. Hatturinn er hannaður af Hildi Yeoman en er því miður ekki í sölu ennþá. Söngkonan Taylor Swift klæddist sama hatti í tónlistarmyndbandi sem gefið var út á dögunum, hér.

//

I had a visit from a friend and the brand manager of NYX Cosmetics in Iceland. We did a small make-up tutorial and the idea was to make it easy to follow for the amateurs, like me. You can see the results on the photos below.

My outfit is from GEYSIR, Icelandic label.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÚKT Á HANDÁBURÐI

BEAUTY

Það er langt síðan ég hef bloggað “á ferðinni” úr símanum. Í þessum skrifuðu sit ég í bíl á leiðinni í dagsferð til Köben í vinnu/skemmtiferð. Þið getið fylgst með deginum mínum á Trendnet story á Instagram.

Á haustin og þegar byrjar að kólna í veðri þá á ég það til að þorna upp í húðinni. Þið kannist kannski við sama vandamál? Eitt af mínum beauty-kaupum á þessum tíma er góður handáburður. Yfirleitt man ég eftir því þegar ég geri matarinnkaupin og gríp þá það sem er næst mér þá stundina. Þessa dagana átti ég þó einn góðan í skúffunni sem ég fékk að gjöf fyrr í sumar. Ég notaði hann ekki mikið fyrr en í byrjun september og frá þeim tíma má segja að ég sé orðin “hooked”. Besti sem ég hef átt hingað til, lyktar líka svo vel. Frá Barr-co, fæst hjá Hlín Reykdal úti á Granda.

//

I am visiting Copenhagen today – for business and fun! You can follow me on the Trendnet Instagram story.

It’s getting colder these days and my skin is getting dryer. My favorite hand lotion is the one below, from Barr-co.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NÝR ILMUR

BEAUTY

 

Það er frásögufærandi þegar undirituð byrjar að nota nýtt ilmvatn. Kannski er það ávísun á þroska? Ég hef fengið einhverjar prufur í gjafir en aldrei þótt þær passa mér neitt sérstaklega .. fyrr en núna. Ég fékk þessa litlu ilmvatnsflösku í gjöf fyrr í sumar og hef notað hana daglega síðan. Um er að ræða bandaríska vörumerkið MCMC, hannað af systrum sem búsettaer eru í Brooklyn í New York. Þær eru sérstaklega vinsælar fyrir ilmoliurnar sínar og byggja ilmina á minningum. Minn ilmur heitir Hunter og  er einn af fimm sem í boði eru. Ég er svo glöð með hann að mig langaði til að deila því með ykkur.

Hunter minningin hljómar svona:

“When I was younger, I had a friend named Harrison, who I liked to call Hunter. He lent me the book Ishmael, and played guitar, and taught me about loving the environment.Years later, memories of our long friendship and his adventures building maple sugar cabins in Vermont inspired the fragrance Hunter. With tobacco absolute, organic Bourbon vanilla and balsam fir, this fragrance is best worn with a flannel shirt.”

Ég á enn eftir að finna köflóttu skyrtuna sem passar best við ilminn :) Það skemmir ekki fyrir að ilmurinn er mjög nátturulegur – phthalate-free, paraben-free, gluten-free, vegan og ekki prufaður á dýrum. Mér finnst stærðin á umbúðunum líka svo fín fyrir ferðalög.

//

I am not used to use a lot of fragrance and I never change them, until now. This new one is light and natural and suits me good. It’s from the New York based MCMC – small brand founded by sisters who live in Brooklyn. All the fragrances are built on memories – mine is called Hunter and you can read the memory above.
You can buy it at Yeoman shop in Iceland or in small concept stores abroad.

Fallegt … finnst mér.
Fæst: hjá Hildi Yeoman á Íslandi og í litlum concept verslunum erlendis.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Snyrtibuddan: H MAGASIN

BEAUTYMAGAZINE

H Magasín forvitnaðist um þær vörur sem leynast í minni snyrtibuddu í pistli sem fór í loftið í gær. Eins og þið vitið er ég enginn sérfræðingur þegar kemur að snyrtivörum en sagði þó frá minni rútínu fyrir áhugasama. Aðeins ein spurning og svar fær að fylgja með mínum bloggpóst svo ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá verðið þið að smella HÉR ;)

 

….

Takk fyrir mig H Magasín.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

KARL LAGERFELD NOTAR ÍSLENSKA HÚÐVÖRU

BEAUTYFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version below

Að sjálfur Karl Lagerfeld noti íslenska húðvöru finnst mér teljast til stórtíðinda! En hann telur upp sínar snyrtivörur í franska Vogue í desember. Til hamingju með þessa stóru auglýsingu Bio Effect. Vörurnar hafa náð gífurlegum vinsældum og vissum kúl stimpil. Nú í franska Vouge og eru t.d. seldar í versluninni Colette í París, en það er ein svalasta og vinsælasta verslun tískuborgarinnar.

Maðurinn minn hefur áður talað um þetta krem þar sem hann heyrði að þetta væri vinsælt dagkrem hjá karlkyninu. Kalli selur enn frekar hugmyndina.

Hingað til hef ég verið mest fyrir Bláa Lóns vörurnar og kaupi því lítið annað.
Þetta gæti þó verið góð ný hugmynd með í jólapakkann hjá mínum manni í ár – ætli hann lesi nokkuð þennan bloggpóst?

15370099_1130607010371303_4995685138594095893_o

Annars elska ég þessa svarthvítu forsíðu sem hann deilir með Lily-Rose Depp – svo afslöppuð og kúl að mörgu leiti.
Sjáið þessa gullfallegu stjörnudóttur Johnny Depp og Vanessu Paradis –

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

//
Karl Lagerfeld is a fan of the Icelandic Bioeffect products. In the french Vouge he shared the products he uses and the drops from Bioeffect were one of them. A really big plus for the brand and this will definitely increase the popularity of the products which have been really successful.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Ég bíð uppá laugardagslúkk í nærmynd að þessu sinni. En á hlaupum út úr húsi ákvað ég að fanga það á filmu þegar ég bar varalit á vörunum, það gerist nefnilega ekki á hverjum degi núorðið. Alveg óvart var ég klædd í 2x íslenska hönnun og mér leiðist ekki slíkt í útlöndum – skyrtu frá JÖR (herra) og uppáhalds hálsmen frá Hildi Yeoman.

//

For a change (these days) I was wearing lipstick this weekend. That hasn’t happened so many times last months so I had to get a picture of it.

The lipstick is called Daring Ruby from Maybelline, the shirt (mens) from JÖR and the choker from Hildur Yeoman.

IMG_7787 IMG_7788

Varalitur: Maybelline/Daring Ruby, Choker: Hildur Yeoman, Skyrta: JÖR, Hlýrabolur: &OtherStories

Vonandi áttu þið gleðilega lengri helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

PERSÓNULEG GJÖF FRÁ YSL

BEAUTY

Takk kærlega fyrir mig Yves Saint Laurent! Mikið líður mér merkilegri að taka á móti svona fallegri gjöf.
Þessi persónulegi varalitur verður aldeilis notaður í botn yfir jólahátíðirnar. Ég varð að koma honum að hér á blogginu til að gefa lesendum kost á að eignast svona líka.

Ég hefði nú kannski makað honum eitthvað á mig til að gefa ykkur betra myndefni en ég er á síðasta séns að láta ykkur vita og fannst ekki henta að bera sterkan varalit við náttslopp og ógreitt uppsett hárið .. kannski er það vitleysa í mér? ;)

Processed with VSCOcam with c1 preset
Minn litur er númer 01 og heitir Le Rouge

Processed with VSCOcam with c1 preset Processed with VSCOcam with c1 preset

Erna Hrund á Reykjavik Fashion Journal skrifaði um það um daginn þegar fyrirtækið bauð uppá áritun sem þessa í Kringlunni. Upphaflega hugmyndin var nefnilega sú að gera þessa þjónustu að árlegum viðburði hjá merkinu. Vegna fjölda eftirspurna var ekki annað hægt en að endurtaka leikinn einu sinni enn fyrir jólin og það verður í dag (!) á sérstökum konudegi í versluninni Bjargi á Akranesi. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að komast á staðinn er einnig boðið uppá að hringja í verslun og greiða með símgreiðslu. Varalitirnir verða á 15% afslætti út daginn þar sem áletrun fylgir með sem kaupauki. Áhugasamir geta kynnt sér málið betur: HÉR
Afþví að ég er svo glöð með mína gjöf þá held ég að þetta sé gjöf sem eigi eftir að hitta í mark annarsstaðar.


xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT Á ANDLITIÐ

BEAUTY

Ég hef oft fengið fyrirspurnir um hvaða snyrtivörur eða húðvörur ég nota en hef ekki verið voðalega dugleg að deila því með ykkur hér á blogginu. Ég er algjör amature þegar kemur að snyrtivörum en veit þó hvað hentar mér og því kannski í lagi að segja ykkur frá víst áhugi er fyrir slíku.

Ég nota afar fáar snyrtivörur og er nú bara stolt af því. Ég veit ekki hvort það sé áhugaleysi, tímaleysi eða leti í þessum efnum sem er orsökin. Ég aðhyllist allavega náttúrulegt útlit dagsdaglega og þykir bara nokkuð vænt um þær hrukkur sem bætast við frá ári til árs.
Það sem ég nota þó daglega er dagkrem. Ég á það til að festast í sömu vörum til lengri tíma. Til dæmis notaði ég sama andlitskremið frá því að ég var 16 ára og þangað til fyrir rúmu ári síðan þegar ég skipti yfir í andlitskrem frá Bláa Lóninu, íslenskt já takk! Ég er svo glöð að ég skipti því Bláa Lóns vörurnar eru allar unnar úr náttúrulegum efnum og ég fann strax frá upphafi að ég var að gera húðinni gott.
Hér sjáið þið fyrstu tómu krukkuna og svo krukku númer tvö (!) ég er alveg hooked!

DSCF7830
Rich nourishing cream 

Hefði ég skrifað þennan póst fyrir ári síðan þá hefði ég líklega sagt ykkur að eini gallinn væri sá að kremið væri örlítið of dýrt. Í dag hef ég skipt um skoðun því að dollann entist mér svo lengi og því verðið ekki eins hátt sé miðað við það. Það gleður mig því að deila minni reynslu. Ég ber kremið á mig einu sinni á dag.

Það er eins og með hönnun þá er ég ekki síður stolt af því að nota þessa íslensku vöru og segi útlendingum það gjarnan. Ég nota líka maskann frá sama merki og á meðan þessi færsla er skrifuð fannst mér við hæfi að draga hann fram. Ég mætti nefnilega vera miklu duglegri að bera hann á mig. Er ekki ágætt að ég minni aðra lesendur á að gera slíkt hið sama? Örugglega aldrei betra en einmitt í kvöld – eftir ferðahelgina miklu. Svo nærandi!

photo 1 photo 2

Hér er ég nýkomin úr sturtu á leið í bælið. Það er kannski í fyrra lagi þetta kvöldið en þið munið að ég er 2 tímar+, pís! Sweet dreams yfir hafið bláa xx
Eitt enn. Sumir segja að maður megi sofa með maskann en ég læt það vera.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

THE FACE

BEAUTYFÓLK

T MAGAZINE tók saman ellefu ólíkar konur sem gefa okkur rétta tóninn um hvað sé fallegt í dag. Konurnar eru á öllum aldri eða frá 16 ára, sú yngsta og til 44 ára, sú elsta. Þær koma allstaðar að úr heiminum og eru með ólíkan uppruna sem þær koma inná hér að neðan. Allskonar fólk og fegurð í allskonar myndum – eitthvað fyrir mig!

Það er eitthvað sérstakt sem grípur mann þegar maður flettir í gegn.

k

Aya Jones
21, France Halló fallegu Marni eyrnalokkar !

j

Julia Bergshoeff
17, Holland

Eyrnalokkar: Céline
.. ennþá á mínum óskalista!

i

Amber Valletta
41, Bandaríkin

“It’s essential to feel beautiful to oneself. Not in an egotistical way, but in a self-loving way. To look in the mirror and say, ‘you’re beautiful, I love who you are, because you are me.’ I know that sounds so esoteric and weird, but it’s true. I walk with me every day.”

h

Fei Fei Sun
26, KínaEyrnalokkar: J. W. Anderson 


g

Estella Boersma
16, HollandEyrnalokkar: Jesús Rafael Soto

f

Stella Tennant
44, SkotlandEyrnalokkar: Alina Alamorean fyrir IBU Gallery


e

Andreja Pejic
23, Bosnia og Herzegovina“All women have a complicated relationship to beauty, but as a transgender woman it’s a bit more complicated. There’s a lot of pressure to appear feminine. When I was younger, I was most insecure about my size, my angular features, my feet, my hands. . . . At the end of the day, it’s about being comfortable in your own skin, and being able to walk down the street and not have people question your gender — and, for me, being perceived as a woman.”

d

Liya Kebede
37, EthiopiaEyrnalokkar: Louis Vuitton


c

Mica Arganaraz
23, Argentína

b
Edie Campbell
24, England

a

Amilna Estevao
16, Angola“Where I’m from, beauty is not that important. We place a higher value on other things, like education. We focus more on that and moral values. . . and that’s it. It’s more important to be intelligent and educated.”

 

Ljósmyndari: Craig McDean
Stílisering: Joe McKenna
Meira: HÉR

 

Eyrnalokkarnir að ofan eru áberandi í annars látlausri stíliseringu. Hér talaði ég um einn eyrnalokk sem trend en sá póstur fór í loftið í lok síðasta árs. Skoðið endilega og náið ykkur í innblástur.

Öll erum við ólík og mikið fagna ég þeirri staðreynd …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR