fbpx

TRENDNÝTT

GLEÐILEGAN NAGLALAKKADAG

KYNNING

Gleðilegan National Nail Polish Day’  kæru lesendur  – dagur sem allir ættu að halda uppá með því að vera í hið minnsta með lakkaðar neglur. Dagurinn var haldinn fyrst árið 2017 og stofnaður af naglalakkamerkinu Essie, hann snýst um það að við fögnum naglalökkun og þeim hundruðum lita sem við getum valið úr að bera á okkar fingur. Í naglalökkum finnum við eitthvað fyrir alla, konur og karla ! Þó dagurinn hafi fyrst verið haldinn til heiðurs Essie með yfirskriftinni ‘love for Essie’ þá virðist breyting á, því í dag eru mjög mörg naglalakkamerki farin að fagna sama degi.

Í tilefni dagsins höfum við á Trendnet tekið saman nokkra næs Essie sumarliti, marga úr Midsommer línunni sem kemur aðeins í takmörkuðu upplagi. Linka inn á hverja vöru finnið þið hér að neðan, ekki gleyma því að Essie er vegan, cruelty free og með eituefna lausri formúlu ♡

MIDSUMMER LITIR

 

 
*smellið á heiti litar til að lenda í vefverslun Hagkaupa

Essie er mest selda naglalakkamerki í heiminum og mest seldi liturinn á Íslandi er Blanc – sem er skjannahvítur.

 

Blanc er einn af upprunalegu 12 litunum sem hafa verið til frá upphafi hjá Essie og hefur alla tíð verið mjög vinsæll.
Klassískur fölbleikur litur með sheer áferð. Tímalaus klassík sem hefur unnið til margra verðlauna.

Birthday Girl

Bleikur glimmerlitur með þéttri áferð en fíngerðu glimmeri, kaldur undirtónn.

SALT WATER

Mjúkur pastelblár litur, sætur og safaríkur. Þéttur litur.

SAND TROPEZ

Kaldur sand nude litur sem minnir á hvítar sólarstrendur. 

FIJI

Sterkur og áberandi pastelbleikur litur með köldum undirtóni.

Þessir og miklu fleiri finnið þið HÉR og í helstu verslunum og apótekum.

Gleðilegan litríkan naglalakkadag!

//TRENDNET

ÍSLENSKT INNLIT Á HOLTSGÖTU

Skrifa Innlegg