fbpx

FULLKOMIÐ SUMMER GLOW MEÐ CHANEL

CHANELSAMSTARF

Fullkomin sumar förðun með Chanel.

Í síðustu viku fór ég ásamt skemmtilegum konum á Chanel viðburð þar sem við fengum fræðslu og kennslu í helstu nýungum frá Chanel.  LES BEIGES förðunarlínan heillaði mig upp úr skónum. Náttúruleg, fersk og heilbrigð. Ég elska þetta ,,no makeup – makeup” lúkk.  Sumarlegt og sólkysst útlit, fáar vörur og falleg húð.
LES BEIGES línan er fáanleg núna í ferðastærðum sem er fullkomið fyrir ferðalög sumarsins en líka frábær leið til að prufa vöruna.


FARÐI: LES BEIGES WATER – FRESH TINT:

Ferskleiki í flösku, fallegur vatnskenndur “farði” eða litað vatnsgel sem gefur húðinni ótrúlega fallegan ljóma & sólkysst útlit.  Ég var búin að heyra mikið lof um þessa vöru frá konum á ólíkum aldri í kringum mig. Formúlan er ofur létt og vatnskennd, gefur húðinni hraustlegt útlit og glow sem gerir okkur x-tra ferskar.
Berið formúluna á með bursta í hringlaga hreyfingum (en ekki með höndunum) til að fá sem ferskasta úgáfu.

 

 

BRONZER: LES BEIGES HEALTHY GLOW BRONZING CREAM
Bronzing kremið sem allir eru að tala um.  Æðisleg vara sem gefur fullkomið sumarlúkk. Þessa vöru má nota á/undir kinnbein á T-svæði og í globus á augunum. Gefur húðinni heilbrigðan ljóma.
Vörurnar eru þekktar fyrir þetta vel skyggða og ljómandi lúkk, með fyrir sólkysst og náttúrulegt útlit.


AUGNSKUGGI: OMBRE PREMIÈRE LAQUE
Krem augnskuggi, fáanlegur í fjórum fallegum tónum.  Áferðin er falleg og það er auðvelt að setja hann á.  Augnskugginn er líka góður grunnur undir aðra augnskugga og ýkir upp litinn sem maður setur ofan á.  Þessi setur punktinn yfir i-ið.

VARALITUR: ROUGE COCO FLASH
Formúlan í varalitnum inniheldur olíur og tilfinningin þegar maður ber hann á sig er eins og að nota varasalva, nærandi og mjúkur með smá lit og gljáa. Varaliturinn er til í nokkrum litum en sá sem heillaði mig mest heitir 174 DESTINATION (þessi á myndunum hér fyrir neðan).

LÍKAMINN: LES BEIGES
Þegar förðunin er orðin sumarleg og fersk þá má ekki gleyma bringunni og restinni af líkamanum.  Þessi olía er æðisleg gefur instant glow og raka með fallegum glansandi blæ.  Ég hef einnig notað þessa olíu í hárið í myndatökum fyrir “wet look” greiðslu.  En það kemur ótrúlega vel út sérstaklega af því að glansinn er svo fallegur. Olían er hugsuð fyrir andlit – líkama & hár.

 

P.S. Það eru Tax free dagar 11-17 maí
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

HÖNNUNARMARS 2023

Skrifa Innlegg