fbpx

HÖNNUNARMARS 2023

HÖNNUNARMARS

Hönnunarmars er hafinn og stendur frá 3-7 maí. Hátíðin breiðir úr sér um alla borg með fjölbreytta og spennandi dagskrá.  Það má segja að hátíðin sé nokkurn vegin hverfisskipt eftir dögum en það er frábært fyrir okkur sem langar að sjá sem mest.
Kynntu þér dagskrána í heild sinni hér: Hönnunarmars 2023 

Ég mæli með rölti um borgina, Laugaveg, Hafnartorg & Grandann.  Eins mæli ég með heimsókn í  Epal þar sem sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” sýnir áhugaverða hönnun eftir hóp íslenskra hönnuða.


Hér fyrir neðan eru viðburðir sem mig langar að sjá í ár.

 

Miðvikudagur 3. maí: 
Harpa, Design talk í Hörpu, þræða miðbæinn, kíkja í Fólk og samsýninguna Innsýni á Hafnartorgi,  labba laugaveginn og enda í Ásmundasal.


Fimmtudagur 4. maí = GRANDAdagur 

Sniðugt að koma eftir vinnu.. eða eftir kl.16
Tískupartý í Kiosk
Bespoke rugs í Sjöstrand
Sóley x Geysir í Sóley Organigs
Swimslow  kynnir tímaritið „The Swimslow Wellness Guide“ og býður í innflutningspartý í nýtt stúdíó og showroom á Seljavegi 2 frá kl. 19-21.
Komdu í sjómann. Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp eða BAHNS frumsýnir glænýja peysu og býður gestum og gangandi að taka þátt í keppni (eða bara hvetja keppendur) í sjómann í Sjóminjasafninu.

 Föstudagur 5. maí = Tískudagur
Yeoman Hildur Yeoman kynnir nýja sumarlínu, Breeze í verslun sinni Laugarvegi 7 frá kl 17-19.
Kormákur & Skjöldur og Farmers market eru með tískusýningu í kl. 19:30 í Listasafni Reykjavíkur.
ddea í GK: Fatahönnuðurinn Edda fagnar nýrri línu í GK reykjavík frá kl 17-19.
Helga Björnsson x Reykjavík Edition: Velkomin um borð í hugarheim hátískuhönnuðarins Helgu Björnsson og taktu flugið á vorfögnuði á The Roof á Reykjavik Edition Hotel frá kl 17-19

Laugardagur 6. maí, bland í poka.
Laugardagurinn er tilvalinn til að kíkja á staði eins Epal & Fólk, þar sem margir hönnuðir eru að sýna í einu.
MAGNEA kynnir nýja línu með upplifunarviðburði og tískuinnsetningu á Exeter Hotel en fatamerkið hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega og listræna nálgun sína á prjón og íslenska ull. Frá kl 15-17.
FLÉTTA & ÝRÚRARÍ munu opna pítsastað  yfir HönnunarMars þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ullarafgöngum frá íslenskum ullariðnaði. Hægt verður að kaupa ullarpítsur af matseðli sem verða svo þæfðar meðan beðið er.

Sunnudagur 7. maí 
Elliðaárstöð
Þar er bæði leiðsögn um svæðið og útivera..

 

Ef þið veljið frekar að vera heima en eruð áhugasöm þá mæli ég með að fylgja Design March hér á Instagram


Mynd: Aldís Pálsdóttir

 

Gleðilegan hönnunarmars.
AndreA
Instagram @andreamagnus

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA MANNLEG

Skrifa Innlegg