fbpx

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA MANNLEG

LÍFIÐ

Gjörsamlega tryllt sýning eftir fjöllistakonuna, dansarann, flugeldahönnuðinn og snillinginn Siggu Soffíu.  Verkið er byggt á ljóðabók sem Sigga Soffía skrifaði á meðan hún gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð í miðjum heimsfaraldri með tvö ung börn.

Leikkonur sýningarinnar fara á kostum og skildu áhorfandann eftir með stútfullt hjarta af allskonar tilfinningum & tárvot augu.
Þær snertu hressilega við manni, við bæði hlógum og grétum. Maður gat svo innilega séð sig í þeirra sporum en aldrei hefði ég trúað því að það sé hægt að skila lyfjameðferð til áhorfenda á svona magnaðan hátt. Tilfinningalegt ferðalag niður djúpa dali, sorg, uppgjöf og svo í upprisu, gleði, hamingju og í óendanlegt þakklæti fyrir lífinu.

Aldrei áður hefur mig langað að hlaupa upp á svið allsber og dansa með hæfileikaríkustu leikkonum landsins áður,  þið skiljið þegar þið sjáið verkið.  Nína Dögg. Lovísa Ósk, Svandís Dóra, Díana Rut, Hallveig Kristín, Ellen Margrét og Sigga Soffía BRAVÓ fyrir ykkur.
Tónlist: Jónas Sen.

Fylgið Siggu Soffíu hér:

Ég mæli svo innilega og heilshugar með ferð í Þjóðleikhúsið, p.s… taktu tissjú með þér ;)
Aðeins örfár sýningar eru í boði, næsta sýning er 3. Maí
Tryggðu þér miða HÉR

 

AndreA

TRINI - HVAÐA LITUR ER FLOTTASTUR?

Skrifa Innlegg