FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Bjartur eyliner

AuguEyelinermakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14YSL

Mig langaði að koma með eitt tips fyrir fallega og sumarlega augnförðun en jafnframt hrikalega einfalda. Mögulega eru margar ykkar að fara á skemmtilega tónlistarhátíð núna um helgina og veðrið hér á Íslandi er kannski ekki uppá sitt besta. En hér er ein tillaga frá mér um hvernig þið náið björtum fallegum eyeliner sem endist fullkominn þrátt fyrir rigningu og skúr eða bara svita vegna of mikils dans :)

Eyeliner í björtum lit er sniðugt að velja í takt við augnlitinn ykkar til að hann vinni með honum og gerir augun því enn bjartari og fallegri.

yslnýtt3

Til að ná svona þéttum lituðum eyeliner með spíss þurfið þið bara eyelinerblýant í skemmtilegum lit og Silicone eyelinerburstann frá Real Techniques. Ég gerði bara þétta línu meðfram augnhárunum mínum og notaði svo eyelinerburstann til að draga út spíssinn. Ef mér fannst vanta meiri lit þá bætti ég bara aðeins við. En mér finnst alls ekki þurfa að gera það þegar ég er með mjúka eyelinerblýanta þeir eru svo þéttir í sér og leikur einn að móta þá á skemmtilegan hátt!

yslnýtt5

Þetta er svo lítið mál ég lofa því – þetta tekur innan við mínútu. Það er auðveldara að móta spíss með blýanti þar sem maður þarf kannski ekki að vera alveg jafn 100% nákvæmur og með blauta eyelinera.

yslnýtt6

Eyelinerinn sem ég notaði er einn af tveimur sumarlitum sem eru nú fáanlegir á Íslandi frá YSL. Við fengum ekki alla línuna til landsins en bara þessa skemmtilegu blátóna liti í bæði naglalökkum og eyelinerblýöntum.

Eyelinerblýanturinn heitir Dessin Du Regard Waterproof og liturinn heitir Bleu Acqua nr 12. Ég er sjúklega skotin í þessum lit og á eftir að nota hann mikið í sumar. Þrátt fyrir að eyelinerinn sé vatnsheldur eins og nafnið gefur til kynna þá er lítið mál að vinna með hann og móta línuna og kosturinn er að hann haggast ekki. Það er eins og þeir hjá YSL hafi vitað að það stefndi í rigningarsumar á Íslandi!

En eins og ég segi þá komu þessir tveir litir sem þið sjáið hér fyrir ofan í eyeliner og naglalökkum. Ég skartaði við þennan eyeliner því bláu naglalakki og alveg bláu bláu!

yslnýtt

Lakkið er með sanseraðri áferð og það kom mér á óvart hversu sterkur blái liturinn var en ég er þrátt fyrir það með tvær umferðir mér finnst lökkin bara alltaf endast betur og vera áferðafallegri eftir tvær umferðir. Liturinn heitir Bleu Cyclades.

Eins og þið ættuð að vera búnar að ná þá er sumarlínan frá YSL innblásin af hrifningu Yves Saint Laurent á öllum litum sjávarins og því einkennast vörurnar af alls konar fallegum bláum tónum.

yslnýtt2

Eins og ég segi – ein af mínum uppáhalds sumarförðunum og virkar alltaf. Ég er búin að sanka að mér miklu fleiri fallegum eyelinerblýöntum í björtum litum og ég ætla að reyna að nota þá sem mest í sumar – helst í sól en þessir vatnsheldu virka vel í skúr!

EH

Vörurnar sem ég nota í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.