fbpx

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í JÚNÍ

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Halló!

Það er langt síðan að ég tók saman mínar uppáhalds eða mest notuðu snyrtivörurnar og deili með ykkur hér á Trendnet. Ég farða mig lítið þessa dagana en þegar ég geri það þá eru nokkrar snyrtivörur í uppáhaldi og langar mig að deila þeim með ykkur.

Ég er ótrúlega hrifin af ljómandi og ferskri húð, sérstaklega á þessum tíma árs. Húðin mín er búin að breytast smá eftir fæðingu og finnst mér ég þurfa búa meira til þennan “náttúrulega ljóma”. Það mikilvægasta þegar kemur að ljómandi og fallegri húð er undirbúningurinn. Mér finnst gott að setja á mig gott krem og leyfa því að fara inn í húðina áður ég farða mig. Mig langar að deila með ykkur vörunum og hvernig mér finnst best að nota þær.

Shiseido Ink Duo í litnum Beige: Þessi varablýantur er búinn að vera í stanslausri notkun síðan að ég fékk hann. Liturinn er fallega hlýr brúntóna og helst vel á vörunum. Varablýanturinn inniheldur varablýant og varagrunn (primer) sem undirbýr varirnar. Það er hægt að nota hann einan og sér, undir varaliti eða gloss.

Becca Cosmetics Glow Glaze: Ljómastifti sem ég hef einnig sagt ykkur oft frá áður en þetta stifti gefur hin fullkomna náttúrulega ljóma. Húðin virðist vera blaut á góðan hátt og gefur ferskleika. Þetta ljómastifti er alltaf lokaskrefið í förðuninni og set ég bara örlítið á kinnbeinin með fingrunum. Þetta ljómastifti er úr Skin Love línunni frá Becca Cosmetics sem þýðir að þetta hefur einnig góð áhrif á húðina. Það er líka ótrúlega flott að setja bara þetta á húðina ef þið eruð til dæmis í sól og viljið að húðin sé extra ljómandi. Það er hægt að setja ljómastiftið á hreina húð eða beint yfir farða.

Real Techniques Miracle Mixing Sponge: Nýr svampur frá Real Techniques sem kom mér mikið á óvart. Svampurinn er alveg eins og vinsæli Miracle Complexion Sponge í laginu nema núna er kominn sílikon skífa á svampinn. Ég nota sílikon hliðina til þess að grunna húðina (primer) og síðan nota ég svampinn til að blanda út farða og hyljara.

Charlotte Tilbury Flawless Filter: Ef þú vilt þetta ljómandi “Victoria Secret” útlit þá mæli ég með þessu. Þetta gefur gullfallegan ljóma og hægt að nota annað hvort yfir eða undir farða.

MÁDARA Infinity Mist: Mér finnst mikilvægt að spreyja vel af rakapsreyi yfir andlitið í gegnum förðunina til þess að koma í veg fyrir púðuráferð og er þetta rakasprey búið að vera í miklu uppáhaldi. Gefur góðan raka, frískandi og lætur förðunina endast lengur.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing: Farði sem hreyfir sig með húðinni, gefur ljóma, miðlungsþekju og helst vel á húðinni. Þessi farði er búin að vera í miklu uppáhaldi síðustu mánuði.

MÁDARA Deep Moisture: Rakakrem sem gefur raka, nærir og róar húðina. Þetta krem er búið að henta húðinni minni ótrúlega vel en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er húðin mín búin að vera extra viðkvæm eftir fæðingu.

GOSH I’m Blushing kinnalitirnir: Þessir kinnalitir eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu mánuði og blanda ég oftast tveimur litum saman. Þeir eru mattir, sem mér finnst frábær kostur því ég set síðan oftast ljóma yfir. Þannig fyrir þá sem eru lítið fyrir ljóma eða eru með olíumikla húð þá eru þetta kinnalitir fyrir ykkur.

Smashbox Vitamin Glow Primer: Farðagrunnur sem gefur góðan raka, vekur og frískar uppá húðina. Þetta er eins og gott kaffiskot fyrir húðina.

Origins GinZing Boosting Tinted Moisturizer: Ég er búin að vera grípa mikið í þetta dagsdaglega þegar ég vil ekki vera með farða en vil samt fríska aðeins uppá húðina. Þetta er litað, létt, olíulaust og orkugefandi dagkrem. Þetta er einnig eins og gott kaffiskot fyrir húðina og hentar sérstaklega vel fyrir þreyttar mömmur haha.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

SAGA SIF

Skrifa Innlegg