My Travel Essentials

HárvörurLaugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.

Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.

Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!

xx

Andlit

Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)

Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.

Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.

MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.

Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.

xx

Hár

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.

Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.

Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.

Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.

Moroccan Oil Treatment LightÞetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.

Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.

xx

Húð

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi

Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.

Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

VIKAN: MÍNAR UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Jæja ný vika, margt nýtt og spennandi sem mig langar að segja ykkur frá. Mig langaði að byrja á að segja ykkur frá skemmtilegu viðtali sem ég fór í um daginn hjá Vikunni.

Þar var ég spurð um allar mínar uppáhalds snyrtivörur þessa stundina. Mér finnst alltaf gaman að fara í svona viðtöl og lesa svona viðtöl sjálf. Það er svo gaman að sjá hvaða gullmolar leynast í snyrtibuddunum hjá öðrum.

Ég mæli með að kíkja og sjá hvaða snyrtivörur leynast þarna og ef það eru einhverjar sérstakar snyrtivörur sem þið viljið að ég tali um hér þá megið þið endilega skilja eftir athugasemd.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

H Magasín: Kíkt í snyrtibudduna

Laugar SpaLífiðÚtlit

Ég hef verið að skrifa fræðslu- og heilsupistla á vefinn H Magasín frá því hann opnaði núna í byrjun árs ásamt stelpunum í RVKfit (meira hér og hér).

H Magasín fékk síðan að kíkja í snyrtibudduna mína fyrir stuttu en þar deili ég mínum uppáhalds snyrtivörum og húðrútínu.

Til að lesa meira endilega kíkið hingað: http://www.hmagasin.is/tiska/snyrtibuddan-birgitta-lif

 

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

Snyrtibuddan: H MAGASIN

BEAUTYMAGAZINE

H Magasín forvitnaðist um þær vörur sem leynast í minni snyrtibuddu í pistli sem fór í loftið í gær. Eins og þið vitið er ég enginn sérfræðingur þegar kemur að snyrtivörum en sagði þó frá minni rútínu fyrir áhugasama. Aðeins ein spurning og svar fær að fylgja með mínum bloggpóst svo ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá verðið þið að smella HÉR ;)

 

….

Takk fyrir mig H Magasín.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

L’ORÉAL FÖGNUÐUR:

LÍFIÐLOOKSNYRTIVÖRURTÍSKA

Fyrir helgi fór ég & vinkona mín, Hildur Árnadóttir á L’Oréal fögnuð í tilefni þess að HYDRA GENIUS vörurnar frá L’Oréal eru loksins fáanlegar á Íslandi. Viðburðurinn var haldin við Héðinshús út á Granda og heppnaðist ekkert smá vel. Skreytingarnar voru æðislegar – allt í stíl við vörurnar sem kom skemmtilega út. Þessi viðburður fór líklega ekki fram hjá ykkur á samskiptamiðlum en fólk var almennt duglegt að deila myndum á Instagram.

Dagskrá kvöldsins innihélt uppistand, ís frá Valdís, blöðrur, bað (þið lásuð rétt!) & að sjálfsögðu Photobooth sem stóð upp úr þetta kvöldið.. DJ Dóra Júlía hélt liðinu hressu með skemmtilegri tónlist enda er hún æðislegur plötusnúður ..mæli með x

Ég segi bara takk æðislega fyrir mig L’Oréal.. þessu partýi verður seint gleymt!

Myndirnar tók Sigurjón – en ég editaði með VSCO appinu.. svona í samræmi við partýið!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

TOP 10 SNYRTIVÖRUR Á ÓSKALISTANUM:

LISTIWANT

untitled-1

1. Marc Jacobs Full Cover Foundation – lengi langað í þetta meik enda er ég mikill aðdáandi að merkinu.

2. ANASTASIA BEVERLY HILLS Modern Renaissance Eye Shadow Palette – litirnir í þessari pallettu eru fullkomnir.

3. NARS Dual-Intensity Eyeshadow – þessi er fullkominn um áramótin.

4. TOO FACED Natural Eye Neutral Eye Shadow Collection – ég er lang hrifnust af náttúrulegum litum & finnst þeir líka fara mér best!

5. NARS Hardwired Eyeshadow – er ástfangin af þessum lit!

6. NARS Radiant Creamy Concealer – er ný búin að klára minn & langar strax í annan.

7. Urban Decay NAKED3 – þessi er búin að vera lengiiii á óskalistanum! Allir þessir rose golde litir heilla mig svo.

8. ANASTASIA BEVERLY HILLS Brow Gel – þessi er must í snyrtibudduna mína.

9. URBAN DECAY All Nighter Long-Lasting Makeup Setting Spray – þessi er fullkomin fyrir langan dag!

10. HUDA BEAUTY Faux Mink Lash Collection – þessi eru nr. #12 & heita Farah! Væru fullkomin um jólin þessi.

//Vörurnar fann ég inn á Sephora.com!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

trendnet

 

Bobbi Brown glaðningur fyrir þig?

Bobbi BrownHúð

Færslan er ekki kostuð en Bobbi Brown á Íslandi gefur vörurnar sem eru í gjafaleiknum***

UPPFÆRT!

Þá er ég búin að draga út einn heppin sigurvegara sem fær þennan dásamlega glaðning. Ég þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku, mér þykir alltaf jafn vænt um þáttökuna og alltaf jafn leiðinlegt að geta ekki glatt alla <3

Sigurvegarinn í þetta sinn er:

Screen Shot 2016-01-31 at 11.23.25 PM

Endilega hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að vitja vinningsins.


EH

Þá er komið að fyrsta gjafaleik ársins og hann er svo sannarlega ekki af verri endanum. Í boði eru dásamlegar vörur sem næra húðina sem er nú nauðsynlegt á þessum árstíma. Í kuldanum tapar húðin okkar miklum raka og hún verður oftar en ekki voðalega líflaus svo nú gef ég raka og ég gef ljóma – þetta eru verðlaun mér að skapi!

Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bobbi Brown á Íslandi en húðvörurnar frá dömunni eru alveg dásamlegar. Hún leggur mikið uppúr einföldum vörum sem virkar, fagurfræðin er alls ráðandi og vörurnar eru hver annarri fallegri. Ég fékk að velja vörurnar tvær sem eru í gjafaleiknum að þessu sinni.

bbleikur3

Illuminating Moisture Balm – Hér er á ferðinni dásamlegt krem sem ég prófaði og sagði ykkur frá á síðasta ári. Ég heillaðist samstundis af kreminu og það gerðu fleiri með mér því það seldist hratt upp. Það er nú komið aftur og nóg af þv! Kremið er mjög rakagefandi og það er með léttri ljómandi áferð. Kremið vinnur að því að gefa húðinni góðan raka og draga innri ljóma hennar fram á yfirborð. Það er dásamlegur grunnur undir farða og það gefur húðinni bara hinn fullkomna grunn – það er bara þannig! Endilega kíkið á færsluna sem ég hef áður skrifað um kremið HÉR.

Hydrating Eye Cream – Undursamlega létt og fallegt rakakrem sem er sérstaklega hannað til að nota í kringum augun. Kremið fyllir húðina af næringarríkum raka og gefur fallega áferð. Mér finnst augnsvæðið mitt alveg sérstaklega fallegt með þessu kremi og það gerir húðina bara svo fallega og hún tekur mun betur á móti förðunarvörum þegar húðin er vel rakanærð. Hér er engin virkni og því hentar kremið öllum en virkni kremsins felst helst í því að hún fyllir húðina af raka, dregur úr þrota, kælir og dregur þannig úr þreytu í kringum augnsvæðið og dökkum litum. Svo eru það bara þessar umbúðir þær eru bara dásamlegar.

Auk þessa krema sem eru í fullri stærð fylgir vinningnum lúxusprufa af hreinsiolíunni og tvær prufur af rakakreminu frá Bobbi Brown.

bbleikur2

Hvernig líst ykkur á – væri ekki einhver þarna úti til í að dekra við húðina sína með þessum fallegu vörum?

Þetta er svona einn típískur bloggleikur, það sem þið megið gera til að eiga kost á þessum fallega og veglega vinning er að:

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á Like takkann hér fyrir neðan.
2. Fara inná Facebook síðu Bobbi Brown á Íslandi og smella á Like – síðuna finnið þið HÉR.
3. Setja athugasemd við þessa færslu með nafninu á þeirru vöru frá Bobbi Brown sem ykkur langar mest að prófa! Það þarf ekki að vera önnur hvor þessarar ;)

Mikið hlakka ég til að sjá þáttöku og gefa svo og gleðja*** Ég dreg úr leiknum um helgina!

Erna Hrund

Nærandi & græðandi í kuldanum

Ég Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vörurnar sem ég fjalla um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Ég skrifa alltaf um allar vörur af einlægni og vil að lesendur geti treyst mínum orðum. 

Flestar fyrirspurnir sem ég fæ t.d. í gegnum Snapchat snúa að húðumhirðu. Ég hef tekið eftir mjög áberandi mynstri núna en það virðast margir vera að finna fyrir þessum mikla kulda í húðinni sinni. Veðurbreytingar sjást alltaf mjög greinilega á húðinni en einkennin eru yfirleitt yfirborðsþurrkur, tap á ljóma, gulir og gráir undirtónar og húðin missir dáldið líf ef svo má segja. Þessi einkenni eru algjörlega óháð húðgerðum og lýsa sér eins á milli allra þó undirliggjandi einkenni séu alltaf til staðar. Ég tek meirað segja eftir þessu í húð barnanna minna og ég vil endilega koma að nokkrum ráðum varðandi börnin hér að neðan.

En auðvitað er best að halda húðinni í sem bestu jafnvægi. Við verðum að hreinsa húðina vel og halda okkur dáldið við okkar rútínu en það er gott að bæta inní rútínuna okkar nokkrum extra næringarríkum vörum. Svo á þessi mikli þurrkur auðvitað bara ekki við andlitið heldur líka líkamann, hendur og auðvitað varir. Ég held að varirnar mínar skilji sig ábyggilega 3-4 sinnum á dag!

Hér langar mig að ráðleggja nokkrar vörur inní rútínuna ykkar, þær henta allar öllum húðgerðum og öllum aldri. Hér fyrir neðan fer ég yfir vörurnar, hvernig ég nota þær og hvað þær geta gert fyrir ykkar húð…
nærandikrem1. Rich Nourishing Lip Balm frá Blue Lagoon – Hér er sama virkni og í næringarríku kremunum frá Blue Lagoon hér eru það þörungarnir sem næra varirnar, færa þeim fyllingu og nauðsynlegan raka. Ég elska þennan líka svo svakalega af því það kemur svo fallegur ljómi á varirnar. Það er eins og fallegt gloss, kemur í túbu og maður ber það bara á varirnar með fingrunum og maður finnur fyrir virkninni. Þörungarnir örva collagen framleiðslu húðarinnar svo varirnar fá líka mjög fallega fyllingu.

2. Baby Lips Dr. Rescue frá Maybelline – Þetta er uppáhalds ódýri varasalvinn minn, hér er menthol sem djúpnærir varirnar og maður finnur hvernig það virkar. Ég er alltaf með þennan á mér og ég sé hvernig varirnar mínar lagast og verða fallegri og fallegri með hverri notkun. Ég vel þennan græna því ég vil hafa hann litlausan en hann er líka til bleikur og nude litaður.

3. Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden – þær eru allar dásamlegar vörurnar á þessum lista en ef einhver er búin töframætti þá er það þetta krem. Það er mjög drúgt og mikið í sér og það er ofboðslega græðandi. Þetta eru kremið sem ég nota líka á strákana mína. Tinni Snær fær mjög sáran þurrk í húðina og sérstaklega í kringum varirnar, hann verður alveg eldrauður og kvartar undan óþægindum. Ég ákvað að byrja á því að prófa þetta krem, setti það að kvöldi til á hann og þegar hann vaknaði morguninn eftir var allt horfið. Ég prófaði svo aftur núna á laugardaginn því hann var aftur svo slæmur og ég horfði á kremið hjálpa húðinni að gróa og jafna sig það var frekar magnað. Ég sjálf elska að nota þetta krem á varirnar það nærir svakalega vel og róar húðina. Ég nota það á allt andlitið þegar ég á slæman dag og hún batnar hið snarasta. Svo hef ég líka átt næturkrem í þessari týpu og það er yndi. Þessu kremi gef ég mín allra bestu meðmæli!

4. Turnaround Revitalizing Treatment Oil frá Clinique – Áferðafalleg og létt olía úr Turnaround línunni frá Clinique sem hefur það að markmiði að koma húðinni í jafnvægi, hún snýr bara öllu við! Olían er mjög létt og ég myndi halda að hún væri ein af þessum allra þynnstu svo hún hentar eflaust þeim best sem eru óvanar olíum og hún hentar því einnig best að mínu mati til daglegrar notkunar. Húðin fær mikla fyllingu að innan og virkilega góða næringu. Hér væri gott að taka bara góðan kúr í nokkrar vikur og nota hana á hverju kvöldi jafnvel bara þar til hún klárast og slaka svo aðeins á og taka aftur þegar ykkur finnst húðin þurfa.

5. Nutri Gold Extraordinary Night Cream Mask frá L’Oreal – Það er nú ekki langt síðan ég sagði ykkur fyrst frá þessum maska. Hér er fyrsti maskinn frá L’Oreal kominn í sölu á Íslandi en það er sko ekki algengt að fá góðan ódýran maska hér á landi og þessi virkar svo sannarlega. Nutri Gold línan frá L’Oreal er olíulínan, hér eru olíuagnir sem fara djúpt inní húðina og gefa svakalega raka, næringu og færa húðinni mikinn og fallegan ljóma. Þegar ég er með þennan á mér þá vakna ég endurnærð og húðin er silkimjúk – hún er mýkri en bossinn á Tuma því get ég lofað! Hann er fyrst settur í þunnu lagi á húðina og nuddaður vel saman við hana næst er svo þykkt lag borið á og látið vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkað af með rökum þvottapoka og vá húðin verður bara vá! Mér líður svo vel þegar ég hef notað þennan og hann er orðinn einn af mínum uppáhalds rakamöskum.

6. Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal – Hér sjáið þið fyrstu olíuna sem ég byrjaði að nota að staðaldri og þá sem kom þessu mikla olíu æði af stað hjá mér. Ég elsa hve drjúg olían er og hvað hún færir mér mikla glóð og mikla og góða næringu. Olían hefur mikla græðandi eiginleika og róar húðina og sefar, þau gefa ofboðslega mikla næringu og mér finnst dásamlegt að setja nóg af henni á andlitið fyrir nóttina eftir að ég hef þrifið húðina vel og nota í staðin fyrir næturkrem. Munið að passa alltaf að setja nóg á andlit og háls!

7. Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon – Eitt allra vinsælasta kremið frá Blue Lagoon og það er ekki af ástæðulausu sem það er lofað hástert. Hér eru nærandi þörungar sem næra húðina alveg svakalega vel. Kremið fer vel inní húðina og hver sem er getur notað þetta krem. Hér er það collagen sem eykur þéttleika húðarinnar, gefur henni mikla fyllingu og slétt yfirborð. Húðin fær mikilvægan raka og fallega áferð. Ég myndi þó ráðleggja alltaf enn drjúgari vöru með þessu jafnvel olíu en þetta krem heldur húðinni í góðu jafnvægi og svo gefið þið henni næringarbúst með góðri olíu inná milli. Kremið myndi ég nota á morgnanna og olíu og næturkrem á kvöldin. Í þessi er líka dásamlegi kísillinn frá lóninu sem styrkir húðina og gerir hana því sterkari fyrir eiginleikum sem koma henni úr jafnvægi eins og kuldinn á til!

8. Arctic Face Oil frá Skyn Iceland fæst á nola.is – Hér er 99% Camelina olía en þessi olía er að verða sannkallað trend í húðumhirðu heiminum get ég sagt ykkur en ég sá hana fyrst í þessari dásamlega léttu olíu sem fæst HÉR. Camelina olían er unnin úr þykkni plötnu sem ber sama nafn. Plantan lifir í mjög óstöðugu umhverfi sem einkennist af miklum veðurbreytingum en samt heldur hún sér fullkomlega alltaf. Eiginleikar þessarar plötnu hafa verið fangaðir í olíunni. Hér er á ferðinni alveg dásamleg olía sem er svo gott að nota og eins og L’Oreal olíuna þá finnst mér mjög gott að bera vel af henni yfir allt andlit og háls fyrir nóttina. Ég gæti vel gert það á hverju kvöldi en ég nota olíur kannski 2-3 í viku en alltaf á kvöldin.

9. Moisture Surge Extended Thirst Relief frá Clinique – Klassískt græðandi rakakrem fyrir þurra húð. Það er létt í sér og alveg dásamlega græðandi, það róar húðina og gefur henni létta kuldatilfinningu sem hjálpa henni að slaka á. Kremið gefur húðinni samstundis rakamikla fyllingu og áferðin er draumi líkust en svona þannig að þið verðið að prófa til að sjá og upplifa.

10. Many Many Mani Intensive Hand Lotion frá essie – Það má ekki gleyma neinum svæðum húðarinnar ekki gleyma höndunum. Þetta er minn uppáhalds handáburður sem ég er með á náttborðinu og hann nærir hendurnar yfir nóttina. Mig klæjar mjög mikið í hendurnar, þær eru svo ofboðslega sárar og þurrar í þessum svakalega mikla kulda. Ég gæti bara hreinlega ekki lifað án góðs handáburðar, þeir eru margir til en þetta er minn og því er hann hér.

11. Triple Active Sensitive Skin frá L’Oreal – Hér er aftur komið krem sem er mjög drjúg í sér og mjög róandi og sefandi og það inniheldur Camelina olíu, það er það sem einkennir það allra helst. Kremið er mjög græðandi og ég nota það á morgnanna þegar húðin mín er sem allra verst. Þó það sé mjög feitt og þétt í sér þá fer það vel inní húðina og liggur ekki á yfirborði hennar og smitast í farðann eða svoleiðis. Ég held það sé vegna þess hve olían er létt hún fer svo vel inní húðina og nærir hana svo vel. Þetta krem gefur mér mjög góða tilfinningu og heldur rakanum inní húðinni allan daginn, það er svakalega góð ending á honum. Mig grunar þó að vegna þess hve mikið smyrsl það er þá eru ekki allar ykkar sem munu þola að bera það á húðina ykkur mun kannski finnast það of feitt svo farið þá frekar í léttari áferð eins og með Clinique kremið.

Mikið vona ég að þetta hjálpi mögulega einhverjum og ég tek alltaf fagnandi á móti öllum fyrirspurnum og reyni að svara eftir bestu getu :)

Erna Hrund

Nótt & Dagur

HúðLífið Mitt

Svona af því ég er alltaf að tauta um húðrútínu og hvað það er mikilvægt að hugsa vel um húðina og hvað það er mikilvægt að gera greina mun á því hvernig hugsað er um húðina kvölds og morgna þá datt mér í hug að setja saman færslu með góðum ráðum um hvernig húðrútínurnar ykkar gætu verið fyrir nótt og dag…

lancomenótt&dagur

Fyrst um sinn langar mig að tala um afhverju það er mikilvægt að gera smá greinamun á því hvernig við hugsum um húðina kvölds og morgna. Húðin okkar starfar allt öðruvísi á þessum tímabilum dagsins. Á nóttunni er húðin okkar móttækilegri fyrir alls kyns næringu þar sem hún er í slökun því hún er ekki í stanslausri vinnu við að verja húðina fyrir utanaðkomandi áreiti sem er það sem hún gerir á daginn til að verja sig fyrir mengun og útfjólubláum geislum sólar t.d.. Þess vegna er tala um dagkrem og næturkrem. Dagkrem inniheldur sólarvörn til að verja húðina sem næturkrem gerir ekki því það er algjör óþarfi og þess í stað er það ríkara af næringarríkum efnum.

Hér fyrir neðan ætla ég að reyna að koma inná næringu, rútínu, þrif og svona aukalegt dekur sem húðinni er svo sannarlega ómissandi!

1. Húðhreinsun

Ég mæli sjálf með tvöfaldri hreinsun kvölds og morgna. Sjálf geri ég mér þó alveg grein fyrir því að það er kannski ekki gerlegt fyrir alla en ég hvet ykkur þó að reyna það og sérstaklega á kvöldin. Sjálf byrja ég á því að nota augnhreinsi, ná öllu af í kringum augun. Svo nota ég olíuhreinsi, olían leysir upp erfið óhreinindi svo sem vatnsheldar förðunarvörur, mengun og SPF varnir. Svo tek ég annað hvort Clarisonic burstann minn eða hreinsimjólk og þríf húðina aftur. Þá næ ég öllum óhreinindunum sem liggja dýpra inní húðinni og síðustu yfirborðsóhreinindunum. Svo tekur húðrútínan við. Á morgnanna ef ég hef ekki tíma fyrir tvöfalda húðhreinsun þá gríp ég í Miceallaire hreinsivatn (til hjá L’Oreal, Garnier, Lancome og Embryolisse hér á Íslandi) og strýk því í bómullarskífu yfir allt andlitið. Micellaire hreinsiagnirnar sjúga upp óhreinindi í húðinni og vatnið frískar uppá húðina um leið sem er tilvalið á morgnanna. Á nóttunni skilar húðin óhreinindi sem liggja djúpt inní húðinni upp á yfirborð hennar svo það þarf að hreinsa þau óhreinindi á morgnanna.

 2. Dagkrem vs næturkrem

Ég fór nú svo sem stuttlega yfir þetta hér að ofan. Næturkrem notum við á nóttunni, þau eru með meira af næringu og/eða virkum efnum en húðin er móttækilegri fyrir meiri næringu á nóttunni. Nætukrem eru með engum SPF vörnum sem er óþarfi á nóttunni. Dagkrem eru flest með SPF vörnum og ekki jafn mikið af virkum efnum eins og næturkremin. Þau eru þar af leiðandi yfirleitt léttari. Ég mæli alla vega með að konur noti sitthvort kremið þó mörg krem kallist 24 stunda krem og má nota bæði sem dag og næturkrem. Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið dag og næturkremin mín en ég bæti svo við serumi, augnkremi og olíum til að næra húðina enn betur.

3. Skiptið um koddaver!

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá vinnur húðin okkar að því að skila óhreinindum sem liggja djúpt undir yfirborði hennar upp á yfirborð hennar á nóttunni. Þess vegna þurfum við að hreinsa húðina á morgnanan og þess vegna skiptum við reglulega um koddaver svo við séum ekki alltaf að velta andlitunum okkar uppúr þessum óhreinindum… ojj bara ;)

4. Skrúbba, skrúbba, skrúbba

Andlitsskrúbbar eru tilvaldir til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Með því að nota góða skrúbba örvið þið blóðflæði húðarinnar, þið losið burt dauðar húðfrumur svo húðin nái að halda sér heilbrigðari. Sjálf nota ég skrúbb svona 2 sinnum í viku og þá nota ég hann um leið og ég er búin að hreinsa húðina áður en ég set nokkurn raka á og munið áður en þið setjið andlitsvatn yfir húðina.

5. Andlitsvatn er ómissandi

Andlitsvatn er vara sem mér þykir ekki hafa fengið nægilega mikla athygli og vera nægilega vel útskýrt fyrir konum. En í grunninn þá opnum við húðina, svitaholurnar með hreinsum. Þegar hreinsuninni er svo lokið s.s. allt sem viðkemur hreinsun þar á meðal skrúbbum og hreinsimöskum, þá notum við andlitsvantið til að loka húðinni aftur svo húðin getur farið að starfa eðlilega á ný. Sjálf nota ég alltaf andlitsvatn og fyrir sjálfa mig er það ómissandi.

6. Olíur eru róandi og rakagefandi

Síðustu daga hefur kuldinn úti farið alveg svakalega illa með húðina mína. Hún er að þorna svo svakalega upp og ég er með mikla þurrkubletti hér og þar um andlitið. Mig klæjar og svíður undan þessum þurrk og það eina sem mér finnst svínvirka gegn þessum þurrki eru olíur. Svo á kvöldin svona 3 í viku hef ég verið að nota olíur á húðina mína. Olíuna ber ég á hreina húð eftir að ég hef notað andlitsvatn, mér finnst ég ekkert endilega þurfa að nota serum undir olíuna. Olían hefur róandi áhrif á húðina mína, hún dregur úr þessum tilfinningum með kláða og erting og þegar ég vakna morguninn eftir er húðin mín endurnærð og hún geislar!

7. Hugið vel að augnsvæðinu

Á morgnanna þykir mér ómissandi að nota augnkrem til að vekja húðina á morgnanna. Ég elska persónulega augnkrem sem eru borin á með stálkúlu því þær kæla augnsvæðið og draga þannig úr þrota. Svo á ég líka til að setja bara kremin mín inní ísskáp til að þau hafi kælandi áhrig á húðina. Augnkrem eru ekki bara fyrir eldri konur sem eru farnar að fá línur í kringum augun það geta allir notað augnkrem. Sérstaklega þegar þið eruð farnar að mála ykkur og farnar kannski að erta augnsvæðið sem er það viðkvæmasta á andlitinu. Með að erta þá meina ég að mála þau mikið, nota gerviaugnhár og hreinsa augnsvæðið í takt við það. Augnkrem eru ekkert bara til að draga úr hrukkum þau næra augnsvæðið og styrkja það fyrir áreiti. Á kvöldin bæti ég oft augnserumi við en það geri ég því það er farið að sjást aðeins betur á húðinni minni hvað hún er að verða fyrir miklu áreiti með öllum þessum förðunar tilraunum ;)

8. Dekrið við húðina

Ég er alltaf að tala um húðdekur og þá er ég að tala um maska. Ég elska að nota maska og ég elska að prófa nýja maska. Þegar húðin mín þarf búst, þegar ég horfi á svitaholurnar mínar fyllast af óhreinindum þá gríp ég alltaf í góðan hreinsimaska og ber yfir alla húðina. Svo yfirleitt eftir að ég klára hreinsimaskann þá næri ég húðina með rakamaska. Það geri ég því ég er með þurra húð og þannig næ ég að halda húðinni minni í góðu jafnvægi. Þegar við dekrum við húðina okkar þá erum við að gera henni svo gott, við erum að róa hana og næra og við erum að gera undirstöðuna fallegri. Andlitið okkar sem við sýnum öllum þarf stundum á dekri að halda og þetta er dekur sem ætti ekki að sleppa.

9. Hjálpið húðinni að slaka á á nóttunni

Stress er mikill áhrifavaldur þegar kemur að öldrun húðarinnar. Álag og stress sést mjög vel á húðinni og flýtir öldrun húðarinnar. Það er því okkar sem vinnum í miklu álagsumhverfi að huga vel að húðinni. Það sést alltaf vel á mér þegar það er mikið að gera hjá mér, hvort sem það er í einkalífinu eða í vinnunni. Þreyta, þroti, ljómamissir, rakatap og grár húðlitur er það sem gerist hjá mér og fleirum. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir kvöldin og fyrir nóttina til þess að hún nái að slaka á og nærast vel á nærignarefnunum sem við berum á hana.

10. Verjið húðina 

Mér þykir ómissandi að vera alltaf með eitthvað á húðinni á daginn þó ég sé ekkert máluð. Ég nota alltaf krem með sólarvörn í og svo nota ég litað dagkrem, stafrófskrem eða farða það er þá bara þegar ég mála mig. Með þessu fæ ég góða vörn gegn útfjólubláum geislum sólar (þó við sjáum þá ekki með berum augum þýðir það ekki að þeir séu ekki þarna) og með grunnförðunarvöru næ ég að verja húðina fyrir óhreinindum úr umhverfinu. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf ráðlagt og þá sérstaklega konum sem vinna í óhreinu umhverfi eins og t.d. í álverum og bara utandyra.

Ég gerði svo heiðarlega tilraun til að kortleggja húðrútínuna mína til að geta sýnt myndrænt hvernig ég hugsa um húðina á kvöldin. Mér datt svona kannski í hug að það væri auðveldara að skilja allt sem ég er að skrifa hérna um ef þið sjáið það svona svart á hvítu – eða svart á bleiku í þessu tilfelli.húðrútínanmín

Ég vona innilega að þessi færsla geti nýst ykkur og eins og alltaf tek ég fagnandi á móti spurningum hvort sem það er hér í athugasemdum, inná Facebook, í tölvupósti eða inná Snapchat.

Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð húð í góðu jafnvægi – munið það!

Erna Hrund

Bláa Lónið að kvöldlagi

Blue LagoonHúðLífið Mitt

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn frá Bláa Lóninu sem bauð til veislu í lóninu í tilefni þess að það eru 20 ár síðan fyrsta húðvaran frá Blue Lagoon leit dagsins ljós. Fyrsta varan var að sjálfsögðu kísilmaskinn sem er einn af mínum uppáhalds, en auk þess var líka verið að fagna komu nýrrar vöru, Lava Scrub.

Við kærustuparið skelltum okkur í lónið en við fengum aðgang að öllu svæðinu, líka betri stofunni sem er virkilega flott og algjör lúxus. Við skoðuðum okkur vel um, borðuðum góðan mat, prófuðum maska og slökuðum á – alveg nauðsynlegt í miðjum brúðkaupsundirbúningi já og þegar maður er með tvö börn undir 3 ára inná heimilinu :)

Ég hef sjálf bara farið einu sinni áður í Bláa Lónið og það var fyrir rúmum 10 árum síðan – það hefur svo sannarlega margt breyst og það var alveg einstakt að fá að njóta kyrrðarinnar í lóninu að kvöldi til og horfa upp á stjörnubjartan himininn…

bláalónið10 bláalónið9 bláalónið8 bláalónið7 bláalónið6

Ég fékk að prófa nýja Lava skrúbbinn ofan í lóninu, hann er alveg meiri háttar! Ofboðslega gott að nudda honum yfir húðina og maður finnur alveg hvernig hann virkar. Hlakka til að prófa þennan betur…

bláalónið5 bláalónið4

Þarna er ég svo komin með uppáhalds Algae maskann í andlitið, sá er alveg einstakur og örvar collagen framleiðslu húðarinnar svo hún fær slétta áferð og góða fyllingu.

bláalónið3

Það var yndislegt að vera í lóninu, ég kom alveg endurnærð uppúr því…

bláalónið2

Hér var svo öllum skemmtilegu möskunum blandað saman, Silicia, Algae og Lava – skemmtilegt ekki satt!

bláalónið

Allir gestir fengu svo þetta glæsilega klakabox ef svo má kalla með sér heim. Það inniheldur þrjá skammta af Lava Scrub, Silicia Mud Mask og Algae Mask. Þá má svo setja í frysti og taka bara út einn í einu – ég held að það sé yndislegt ég ætla alla vega að skella alla vega einum af hverjum inní frysti. Þetta er nýjung frá Blue Lagoon og alveg tilvalin jólagjöf!

Takk kærlega fyrir okkur Bláa Lónið – og til hamingju með snyrtivöruárin 20!

Erna Hrund