fbpx

BEAUTY: NOKKRAR UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR ÞESSA STUNDINA

BeautyMæli með

Mig hefur lengi langað til þess að víkka aðeins út umfjöllunarefnið hér á Svart á hvítu þar sem áhugasvið mitt nær svo mikið lengra en bara heimili og hönnun♡ Ég hef mikinn áhuga á förðun og fyrir örfáum árum ákvað ég að kanna þetta áhugamál aðeins betur og fór og lærði förðunarfræði hjá minni uppáhalds Hörpu Kára. Vá hvað það var skemmtilegt og ég get heilshugar mælt með, jafnvel bara helgarnámskeið ef þú vilt ná betri tökum á því að farða þig sjálfa/n.

Þrátt fyrir áhuga minn á snyrtivörum er ég þó oft dálítið vanaföst kona, svo ef ég dett inn á eitthvað sem mér líkar vel við þá er ég líkleg til þess að versla sömu vöruna aftur og aftur. Það voru því t.d. sorgarfréttir þegar eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum, Becca hætti og ég fór þá og byrgði mig upp af nokkrum eintökum af þeirra bestu vöru – Under Eye Brightening Corrector. Núna hinsvegar er sem betur fer hægt að nálgast þessa snilldarvöru undir merkjum Smashbox sem eru svo miklar gleðifréttir ♡

Varan sem um ræðir er ljómandi krem /hyljari sem litaleiðréttir augnsvæðið og birtir til, nánast strokar út þreytu, algjör nauðsynjarvara í minni snyrtibuddu og ég hef mælt með við allar mínar vinkonur og núna fyrir ykkur! Ég á þó enn eftir að spæna upp 2 krukkur á mínum lager áður en ég kaupi undir nýju merki haha

Enn ein vara sem ég var algjörlega háð var Becca ljómaprimer (Backlight priming filter) sem ég keypti einnig til að eiga á lager eftir að fréttir bárust að Becca væri hætt. Það eru nýlegar fréttir fyrir mér að Smashbox hafi hafið framleiðslu á tveimur bestseller-um sem var 1. Ljómakremið undir augun, og 2. Ljómapúður en því miður ekki þessi uppáhalds vara mín – primerinn. Ég hef því verið að leita af arftaka hennar, eitthvað sem gefur húðinni ljóma en helst líka raka þar sem húðin mín er gjarnan þurr.

Núna hef ég verið að prófa mig áfram með Halo vörur frá Smashbox eftir að hafa heyrt góð meðmæli, annarsvegar Halo Plumping Dew + Hyaluronic Acid ( vá langt nafn ) en þetta er þunnt rakakrem sem gefur ljóma sem ég nota oftast undir Halo litað dagkrem/primer og finnst húðin vera mjög frískleg með þessum vörum sem hefur verið sérstaklega þægilegt í sumar. Ég er þó vön að nota meira þekjandi farða en þetta kombó og gríp því oft í hyljara með. Þegar ég vil vera fínni þá gríp ég þó í meiri farða:)

Önnur uppáhalds förðunarvara er The Cali Kissed Contour pallettan frá Smashbox, ég hef  2x áður keypt mér svipaða pallettu frá sama merki sem heitir The Cali Contour en þessi hér að neðan er töluvert ferskari og ég eeelska að nota þessa ljómandi liti á kinnar og á kinnbein fyrir frísklegt lúkk. Algjört æði sem ég mun versla aftur – nú þegar er einn liturinn brotinn í minni svo það styttist:)

Það er algjör tilviljun að ég endaði á að fjalla aðeins um Smashbox vörur í þessari færslu, en ég hef lengi verslað mér vörur frá þeim og varð enn spenntari fyrir vörumerkinu þegar þau hófu að framleiða Becca  – en ég á margar aðrar uppáhalds vörur sem ég hlakka til að deila með ykkur. Allt óháð merkjum!

Takk fyrir lesturinn ♡

HEIMSÓKN TIL NORMANN COPENHAGEN

Skrifa Innlegg