ORRI FINN

Íslensk hönnunSkart

Í dag fór ég meðal annars og heimsótti Orra Finn á Skólavörðustígnum þar sem Orri og Helga sýna nýja línu sem heitir Verkfæri. Það var gaman að koma til þeirra, þau eru bæði svo ótrúlega hress og skemmtileg. Ég elska að hitta fólk sem er svona glaðlynt að eðlisfari, það er svo rosalega gefandi ..og smitandi líka :)

11037643_10153097772953058_8622680476640250039_o

Þau ákváðu að á HönnunarMars í ár myndu þau forsýna skartgripalínuna sem þau gefa út á þessu ári: Verkfæri. Einsog nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið að þessu sinni verkfæri og er línan því ansi karlmannleg og gróf en líka með fíngerðum dráttum. Þeim langaði að gefa loksins út línu sem myndi höfða sérstaklega til karla, það vantar almennilega rokkað og töff skart fyrir stráka og þau trúa að þeim hafi tekist að fylla það tóm með nýju línuni og því er ég sko hjartanlega sammála!

orri finn 201540703 1-Recovered-Recovered

orri finn 201540759

orri finn 201540762

Þau skipulögðu myndatöku með ljósmyndaranum Jónatani Grétarssyni sem tók einmitt þessar þrjár myndir hérna fyrir ofan og fengu mjög flotta karlkyns fyrirsætu til að bera skartið, hann smellpassar inní “bad boy” þema línunnar en línan átti í raun fyrst að snúast um morðvopn. Þau þorðu ekki alveg að fara með þetta í þá átt, fannst það kannski aðeins of neikvæð orka. En verkfærin sem þau völdu eru exi, hárskæri, rakhnífur, penni og lykill. Þegar þau voru búin að liggja yfir verkfærum og pæla í hver væru fagurfræðilega best, með fegurstu formin og svo framvegis áttuðu þau sig á að línan væri í raun einskonar virðingarvottur við verkalýðsbaráttuna. Þau bættu því rauðum steini við sum hálsmenin sem vísun í blóðdropann, erfiði hins vinnandi manns.

Tools by orrifinn

Helga sendi mér þessa skemmtilegu mynd þar sem við sjáum bæði rakhnífinn og skærin sem smíðað var eftir. Svo sjáum við loka útkomuna liggja þarna við hliðina á. Svolítið mikið töff.

Tools by orrifinn.closeup

Hér sjáum við nærmynd af skartinu sem er í línunni. Mér þykir þetta alveg sérlega fallegt þar sem ég er ekkert rosalega mikið fyrir svona “krúttlega, rómantíska” skartgripi. Það þarf að vera smá töffara factor í gangi til þess að þetta höfði til mín og vantar það sko alls ekki í þessa línu hjá þeim.

Sýning á skartinu og ljósmyndunum er opin yfir HönnunarMars að Skólavörðustíg 17a. Á morgun, laugardaginn 14. mars klukkan 15:00 verður svo sýndur gjörningur á vinnustofunni þeirra. Tilvalið tækifæri til þess að kíkja á þessa glæsilegu línu.

P.S ef þið hafið ekki kynnt ykkur það nú þegar mæli ég með því að þið skoðið líka eldri línurnar þeirra:

2012: Akkeri // The Anchor Collection
2013: Scarab // The Scarab Collection
2014: Flétta // The Braid Collection

Ég er gjörsamlega ástfangin af fléttu collection-inu þeirra.

X Sigga Elefsen

DIY: KRISTALLAHÁLSMEN

DIYSkart

Ég rakst á þetta ótrúlega sniðuga DIY á vefsíðunni Fall for DIY, þar sem sýnt er hvernig hægt er að búa til falleg kristallahálsmen á mjög auðveldan hátt, -sumir kalla þetta mögulega orkusteina. Aðalvesenið væri að sjálfsögðu að komast yfir steinana, en það er til ógrynni af þeim á ebay t.d. og svo luma kannski sumir á fallegum stein ofan í skúffu sem núna getur fengið hlutverk:)
Fall-For-DIY-Raw-Stone-and-Silver-necklace Fall-For-DIY-tutorial-Raw-Stone-and-Silver-necklace3Screen Shot 2014-09-04 at 8.23.28 PM

Eins og þið sjáið þá þarf einungis fallegan stein, sterkt lím, tóma kókdós sem er klippt niður, teygjur og keðju.

Það væri mjög gaman að prófa þetta DIY:)

-Svana

HUGMYNDARÍKU VINKONUR MÍNAR

DIYHugmyndirSkart

Stundum er svo ótrúlega hressandi að hugsa aðeins út fyrir kassann og gefa hlutum sem þú átt nýtt hlutverk. Rakel vinkona er dálítið sniðug og sýndi mér að ég þarf svo sannarlega ekki að sitja uppi með Ikea skartgripatréð sem ég bloggaði um daginn -sjá hér. 

Hún notaði geómetrískt skraut sem hún átti til, ekkert sérstakt notkunargildi í því en það var alltaf ofan á skenk sem punt. Þessu var skellt upp á vegg og þjónar núna þeim tilgangi að vera svona líka fínt skartgripahengi:)
Screen Shot 2014-04-11 at 3.10.39 PM

Svooo sniðugt!

Skrautið keypti hún á sínum tíma í Next Home, en það má að sjálfsögðu nota ímyndunaraflið og nota aðra hluti.

LYKLAKIPPA TIL STYRKTAR RANNSÓKNA Á BRJÓSTAKRABBAMEINI

Íslensk hönnunSkartUmfjöllun

Styrktarfélagið Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini mun í apríl selja lyklakippu sem fatahönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað fyrir félagið og mun ágóði af sölunni renna í rannsóknarsjóð félagsins.

Hlín Reykdal er óþarfi að kynna svo þekkt er hún fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.

Í tilefni af 5 ára afmæli Göngum saman fyrir tveimur árum hannaði Hlín armbönd fyrir félagið. „Það var stórkostlegt að koma að styrkveitingu félagsins um haustið þar sem ungur vísindamaður fékk milljónina sem armböndin mín gáfu af sér til að rannsaka brjóstakrabbamein – rannsókn sem einn daginn gæti stuðlað að lækningu. Mig langaði því til að endurtaka leikinn. Þetta er svo skemmtilegt og gefandi verkefni og dásamlegt að fá að vinna með svona sterkum og dugmiklum konum eins og eru í Göngum saman.“

photo 1 photo 2

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman, segir framlag Hlínar mikils virði fyrir félagið. „Það er heiður fyrir okkur að svona góður hönnuður kjósi að leggja okkur aftur lið með þessum hætti. Við erum afskaplega hrifnar af vörum Hlínar og lyklakippan – sem einnig er hægt að nota sem töskuskraut – er falleg og vönduð og frábær gjöf. Það verður auk þess leikur einn að finna lyklana í þeim frumskógi sem venjulegt kvenveski vill stundum vera.“

Í dag, fimmtudaginn 10. apríl verður hamingjustund í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 frá klukkan 17 til 19 þar sem lyklakippan verður frumsýnd. Lyklakippan verður í framhaldinu til sölu í versluninni Kiosk út apríl eða meðan birgðir endast.

Ætlum við ekki allar að styrkja þetta verðuga málefni og næla okkur í svona fallega lyklakippu í leiðinni?

:)

FEGURÐ EÐA NOTAGILDI?

HönnunIkeaSkart

Ein uppáhaldsspurningin mín þegar ég hef tekið viðtöl við t.d. hönnuði er hvort sé mikilvægara, fegurð eða notagildi? Oft þarf að gæta viss jafnvægis í þessu þó að ég falli æ oftar fyrir fallegum hlutum sem hafa nákvæmlega ekkert notagildi. Núna tel ég mig svona almennt meðvitaða um að kaupa mér ekki ljóta hluti og reyni eins og ég get að takmarka slíka hluti á heimilinu.

Þó er einn hlutur á heimilinu alveg afskaplega ljótur að mínu mati, en notagildið er það gott að ég hef ekki tímt að losa mig við hann! Það er þetta skartgripatré frá Ikea sem er inni á baðherbergi…

IMAG4752

skart

Þetta er alveg afburðar ljót hönnun að mínu mati en hún fær þó eflaust að fylgja mér áfram í einhvern smá tíma. Nema einhver geti bent mér á betra og fallegra skartgripatré en þetta, þá skal ég glöð skipta þessu út!

P.s. eruð þið að tékka á bleiku fínu stöfunum í bannernum? Ég ákvað að skella blogginu í smá andlitslyftingu:)

HRYGGUR COLLECTION

Íslensk hönnunSkart

hryggur collection er fjórða línan sem rennur undan rifjum skartgripafyrirtækisins Hring eftir hring, sem stofnað var árið 2009 af Steinunni Völu Sigfúsdóttur. Að þessu sinni leitaði fyrirtækið til vöruhönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar um hönnun á skartgripalínu og niðurstaðan varð hryggur collection sem gerð verður opinber með forsýningu í dag.

“Hring eftir hring á ekki bara að vera fyrir mig og mína hönnun. Þegar ég ákvað að stofna fyrirtæki í kringum skartgripina mína var framtíðarsýnin og “köllunin” ekki síður að vera atvinnuskapandi á Íslandi, að veita fólki sem hefur unun af því að vinna með höndunum tækifæri til þess, að verða vettvangur fyrir íslenska hönnuði og að taka þátt í því að koma góðri íslenskri hönnun inn á erlendan markað og nái þar fótfestu. Hingað til hefur ég hannað þrjár skartgripalínur fyrir Hring eftir hring auk þess að vera dreifingaraðili fyrir Mugga húsgagnasmið og hans dásamlegu tréslaufur. Og nú frumsýnum við fyrstu fylgihlutalínu Hring eftir hring sem alfarið er hönnuð af öðrum hönnuði.” segir Steinunn Vala.

hryggur langur og meðal-SV JH-hrz hryggur langur-Jón Helgi 01-hrz hryggur meðal-Guðrún Mist 01-hrz hryggur meðal-Guðrún Mist 02-hrz hryggur stuttur-Jón Helgi-hrz

“Við ákváðum að leita til Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar um hönnun á fylgihlutum eða skartgripum fyrir bæði kynin og sjá hvert það leiddi okkur. Ég hafði heillast af útskriftarverkefni hans, Jónófón sem er plötuspilari úr pappír settur saman af kaupanda og einnig þótti mér afar áhugavert að Jón Helgi hefði í raun ekki haft  mikinn áhuga á skarti eða fylgihlutum sjálfur í gegn um tíðina og þótt erfitt að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég fann til samkenndar með honum því lengi vel gekk ég sjálf ekki með skartgripi svo talist getur, í það minnsta ekki “hefðbundið” skart. Heldur skart sem ég bjó mér til sjálf úr efni sem ég átti til eða fann í kringum mig en nú eru sem betur fer aðrir tímar og mikil gróska í hönnun og gerð fylgihluta, skartgripa og skrauts.

Niðurstaða Jóns Helga var hryggjar línan, hryggur collection, sem samanstendur af hálsbindum í þremur lengdum og armbandi. Bindin og armbandið eru sett saman úr viðarkubbum sem minna á hryggjarliði og þannig þræddir upp á band að útkoman minnir á mannshrygg í sjón og hreyfingu.  Við erum afar ánægð með útkomuna og iðum í skinninu eftir að sjá og heyra viðbrögð ykkar.” segir Steinunn Vala

hryggur collection verður forsýnd í dag á vinnustofu og verkstæði Hring eftir hring í Skipholti 33 á milli kl.17-19. Þar verða nokkur frumeintök til sýnis og sölu. Á nýju ári fer vörulínan í sölu í verslunum.

Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfsverkefni!

ÓSKALISTINN

ÓskalistinnSkart

Eftir nákvæmlega 27 daga kemst ég í mjög langþráða ferð til Hollands. Dutch Design Week verður heimsótt -nánar tiltekið Eindhoven. Þrátt fyrir að þetta verði hönnunarsýningarferð þá er listinn yfir hluti sem skal versla að verða ansi langur. Ein haustverslunarferð á ári er algjör nauðsyn að mínu mati og setur “ég á ekki neitt” hugarfarið á pásu í smá tíma. Þetta veski væri til dæmis kærkomin viðbót við fataskápinn:)

Fallegt ekki satt?

JÚNIFORM KAUP

Íslensk hönnunPersónulegtSkart

Það hefur kannski ekki farið framhjá ykkur að á morgun fögnum við Trendnetingar 1.árs afmæli okkar á Loftinu og við slík tilefni er nú ekki annað hægt en að dressa sig upp og skála. Ég þóttist að sjálfsögðu “ekki eiga neitt” til að vera í og mikið er ég glöð að ein af mínum allra uppáhaldsverslunum, Júniform, er u.þ.b. 50 skrefum frá útidyrahurðinni minni -Já það kalla ég sko lúxus. Ég fékk svo æðislega þjónustu hjá henni Helgu Sæunni að þessi verslunarferð á sko skilið sérfærslu. Út skundaði ég alsæl með kjól og hálsmen í poka sem verður bæði notað mikið á næstunni.

Svartur og klassískur kjóll sem auðveldlega er hægt að dressa upp og niður.

Þessi Morrokósku hálsmen voru að koma í Júniform og eru úr ekta silfri, alveg æðislega falleg. Þetta var svo sannarlega toppurinn á annars góðum degi, þá er það bara að telja niður í veisluna sjálfa:)

 Enn og aftur, þá mæli ég svo innilega með verslunarferð í Hafnarfjörðinn fagra, Strandgatan er draumur.

Júniform er staðsett að Strandgötu 32.

KRÍA

HeimiliÍslensk hönnunSkart

Heimasíðan FreundevonFreunden birtu í dag myndir frá heimili íslenska skartgripahönnuðarins Jóhönnu Methúsalemsdóttur sem búsett er í Brooklyn NY. Jóhanna hannar undir nafninu Kría, en vörurnar hennar eru t.d  seldar í Aurum.

Falleg kona sem kemur greinilega til dyranna eins og hún er, ég elska þannig fólk. Máturlega mikið drasl þarna, en þannig má það líka alveg vera!

Miklu fleiri myndir ásamt viðtali má sjá á heimasíðu þeirra HÉR

xxx

HILDUR HAFSTEIN

Íslensk hönnunSkart

Mig hefur lengi dreymt um skart frá Hildi Hafstein og því gladdi það mig mikið að uppgötva í morgun að hún væri að opna litla verslun/verkstæði á Klapparstígnum.. ég hef fylgst með tómu verslunarrýminu þar í smá tíma og því verið spennt að komast að því hver skyldi opna verslun þar. (ég vinn rétthjá)

Flottar hauskúpur undir skartið sem hún sagðist hafa fengið í versluninni Heimili og Hugmyndir (suðurlandsbraut).

Þessum myndum smellti ég á símann minn á meðan ég lét mig dreyma..

Og þessari smellti ég á símann minn þegar ég var komin heim hehe..