fbpx

HRYGGUR COLLECTION

Íslensk hönnunSkart

hryggur collection er fjórða línan sem rennur undan rifjum skartgripafyrirtækisins Hring eftir hring, sem stofnað var árið 2009 af Steinunni Völu Sigfúsdóttur. Að þessu sinni leitaði fyrirtækið til vöruhönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar um hönnun á skartgripalínu og niðurstaðan varð hryggur collection sem gerð verður opinber með forsýningu í dag.

“Hring eftir hring á ekki bara að vera fyrir mig og mína hönnun. Þegar ég ákvað að stofna fyrirtæki í kringum skartgripina mína var framtíðarsýnin og “köllunin” ekki síður að vera atvinnuskapandi á Íslandi, að veita fólki sem hefur unun af því að vinna með höndunum tækifæri til þess, að verða vettvangur fyrir íslenska hönnuði og að taka þátt í því að koma góðri íslenskri hönnun inn á erlendan markað og nái þar fótfestu. Hingað til hefur ég hannað þrjár skartgripalínur fyrir Hring eftir hring auk þess að vera dreifingaraðili fyrir Mugga húsgagnasmið og hans dásamlegu tréslaufur. Og nú frumsýnum við fyrstu fylgihlutalínu Hring eftir hring sem alfarið er hönnuð af öðrum hönnuði.” segir Steinunn Vala.

hryggur langur og meðal-SV JH-hrz hryggur langur-Jón Helgi 01-hrz hryggur meðal-Guðrún Mist 01-hrz hryggur meðal-Guðrún Mist 02-hrz hryggur stuttur-Jón Helgi-hrz

“Við ákváðum að leita til Jóns Helga Hólmgeirssonar vöruhönnuðar um hönnun á fylgihlutum eða skartgripum fyrir bæði kynin og sjá hvert það leiddi okkur. Ég hafði heillast af útskriftarverkefni hans, Jónófón sem er plötuspilari úr pappír settur saman af kaupanda og einnig þótti mér afar áhugavert að Jón Helgi hefði í raun ekki haft  mikinn áhuga á skarti eða fylgihlutum sjálfur í gegn um tíðina og þótt erfitt að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég fann til samkenndar með honum því lengi vel gekk ég sjálf ekki með skartgripi svo talist getur, í það minnsta ekki “hefðbundið” skart. Heldur skart sem ég bjó mér til sjálf úr efni sem ég átti til eða fann í kringum mig en nú eru sem betur fer aðrir tímar og mikil gróska í hönnun og gerð fylgihluta, skartgripa og skrauts.

Niðurstaða Jóns Helga var hryggjar línan, hryggur collection, sem samanstendur af hálsbindum í þremur lengdum og armbandi. Bindin og armbandið eru sett saman úr viðarkubbum sem minna á hryggjarliði og þannig þræddir upp á band að útkoman minnir á mannshrygg í sjón og hreyfingu.  Við erum afar ánægð með útkomuna og iðum í skinninu eftir að sjá og heyra viðbrögð ykkar.” segir Steinunn Vala

hryggur collection verður forsýnd í dag á vinnustofu og verkstæði Hring eftir hring í Skipholti 33 á milli kl.17-19. Þar verða nokkur frumeintök til sýnis og sölu. Á nýju ári fer vörulínan í sölu í verslunum.

Ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfsverkefni!

INSULA

Skrifa Innlegg