ÍSLENSK DRAUMA JÓL Í IKEA ♡

IkeaÍslensk hönnunJóla

Það eru komnar nokkrar vikur síðan ég byrjaði að stelast til að hlusta á fyrstu jólalögin, en ein af ástæðum þess að ég kemst snemma í jólagírinn er án efa elsku IKEA – þar byrja nefnilega jólin í október! Halelúja.

Jólalínan þeirra í ár sem ber heitið VINTER er sú allra glæsilegasta en þau sóttu innblástur til Íslands í ár og fengu auk þess nokkra íslenska hönnuði til liðs við sig til þess að hanna vörur fyrir línuna. Og ég sem hélt ég gæti ekki elskað þessa línu meira. Ég er með augun á nokkrum vörum en hef heyrt af því að íslensku vörurnar rjúki út eins og heitar lummur svo ég mæli með að kíkja við sem fyrst. Það voru þau Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Þórunn Árnadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson sem hönnuðu vörur fyrir VINTER, Guðrún Lilja var einmitt einn uppáhalds kennarinn minn og svo lærðum við Jón Helgi vöruhönnun saman svo þið getið ímyndað ykkur að það ískraði í mér af spenningi yfir þessari línu!

VINTER línan einkennist af hvítum, gráum og rauðum litum, prjónamynstri, mjúkum feldpúðum, klassískum jólasveinum til að skreyta tréð með og ýmsu fallegu sem minna á íslensku jólin. Ég verð að segja að mér þykir þeim hafa tekist mjög vel til að fanga íslenskan jólaanda, þið sjáið það ekki endilega strax á fyrstu myndinni sem fylgir með færslunni þar sem sjá má jólaskreytta stofu í stílhreinum skandinavískum stíl, en ef þið skoðið hverja vöru fyrir sig þá er auðveldlega hægt að finna nokkrar vörur sem minna á jólaskraut frá ömmu. Svo fallegt og heimilislegt ♡

IKEA er alltaf með svo fallegar uppstillingar og þessar myndir heilla mig mikið. Það var svo fyrir tilviljun að ég rakst á myndina hér að neðan af VINTER línunni, gjörólík stemming en það er eitthvað svo ótrúlega íslenskt við þessa mynd. Minnir að vissu leiti á safn og ég skil vel að efri myndirnar rati frekar í fjölmiðla – en falleg er hún, svo íslensk og hrá.

 Myndir : Ikea

Hverjar eru ykkar uppáhalds vörur? Ég er sérstaklega hrifin af öllum vörunum eftir íslensku hönnuðina, en piparkökumótin eru einnig sérstaklega falleg ásamt prjónamynstaða stellinu og ýmsu öðru jólapunti… ahh elsku jólin.

 

ÁRAMÓTAINNBLÁSTUR // 2017

Fyrir heimiliðJóla

Ég er ein af þeim “heppnu” sem fæ einfaldlega að mæta bara í öll jólaboðin og held því engin boð sjálf, ég veit ekki alveg hvernig það fer með eldunarhæfileika mína en þeir fá því sjaldan áskorun. Hér sit ég því og vafra um á netinu að skoða myndir með borðskreytingum, mögulega það eina sem við sem ekki kunnum að elda fáum að gera? Það ásamt ekta áramótamyndum sem koma mér í stuðið fá því að skreyta færslu dagsins – eigið góðan síðasta dag ársins ♡

// Ef þið smellið á myndirnar þá stækka þær.

Fyrir meiri innblástur má hér sjá myndir af jólaborðinu sem ég dekkaði upp fyrir verslunina Epal fyrr í mánuðinum, og hér má sjá uppdekkað áramótaborð sem ég gerði fyrir áramótin í fyrra

Ég vil annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða – ég kann innilega vel að meta hverja heimsókn  sem bloggið fær og hverja athugasemd sem þið skiljið eftir, megi árið 2017 vera það allra besta. Ég er að minnsta kosti með mjög há markmið og hlakka til að fá að vinna í þeim.

Á morgun, Gamlársdag stefni ég síðan á að fara í síðasta Snapchat innlitið á Svartahvitu snappinu og ég mæli svo sannarlega með að fylgjast með – sú sem ætlar að taka á móti okkur er ein af þeim sem kalla mætti ofur fagurkera;)

svartahvitu-snapp2-1

JÓLAGJAFIR Á SÍÐUSTU STUNDU

JólaVerslað

Rétt upp hönd sem er ekki með allar gjafir tilbúnar undir jólatrénu innpakkaðar og fínar? Ég er ein af þeim óskipulögðu en hef þó verið furðulega róleg þessi jólin og ætla mér að eiga stresslaus jól, ég byrjaði daginn á að mæta fersk í viðtal í morgunútvarp Rásar 2 að ræða jólagjafirnar í ár. Ég gleymdi að sjálfsögðu að nefna ýmislegt sem ég ætlaði mér og því ákvað ég að skella í eina góða og stóra gjafahugmyndafærslu – sem er jafnframt sú síðasta í ár. 34 hugmyndir – gjörið svo vel.

jolagjafir1

Fyrir heimilið //

//1. Karafla er eitthvað sem má auðveldlega bæta við heimilið, Kokka. //2. Panthella mini lampi, Epal. //3. Spegill frá Further North, Snúran. //4. Leðurmotta á góðu verði, Línan. //5. Finnsdóttir hönnun klikkar seint, Snúran. //6. Kastehelmi krukka er dásamleg, til í nokkrum litum og 2 stærðum, söluaðilar iittala. //7. Marmarabakki sem ég á sjálf og elska, Kokka. //8. Kaktusvasi frá Serax til í nokkrum stærðum, Dúka. //9. LA Bruket vörurnar eru frábærar og er hægt að fá sápur, baðsölt, olíur og fleira, Snúran. //10. Dots rúmföt frá Ihanna home hafa verið lengi á óskalistanum mínum, Epal. //11. Snjódúfa frá iittala, fallegustu fuglar sem ég veit um eru hönnun Oiva Toikke. Iittala verslunin í Kringlunni. //12. Viðurkennum það, iittala slær í gegn hjá öllum. Aalto skál undir ýmislegt fallegt. Söluaðilar Iittala. //13. Svartur Aalto vasi í takmörkuðu upplagi, söluaðilar iittala. // 14. Dots púði frá Hay, til í mörgum litum. Epal. // 15. Velvet púði er fullkominn á sófann, Línan. // 16. Scintilla púðarnir fínu, fást í Scintilla Skipholti. //

jolagjafir3

Íslenskt já takk // 

//1. Þið ykkar sem sáuð innlitið til Auðar Gnáar hjá Further North á Svartahvitu snapchat rákuð eflaust augun í þessi fallegu ullar dúskateppi. Setja punktinn yfir i-ið í stofunni! Fást í Rammagerðinni og Mýrinni. // 2. Andlit er án efa jólabókin í ár og situr núna í 10. sæti yfir mest seldu bækurnar – vel gert! //3. Munum dagbókin situr á mínum óskalista, ég er að klára 2016 bókina frá þeim núna og er mjög ánægð. Snúran. // 4. Íslensku Angan vörurnar hafa slegið í gegn – mæli með að prófa. Snúran. // 5. Ilmkerti er líklega ein af jólagjöfum ársins, íslensku ilmkertin frá Erlu Gísla eru frábær – mæli með. Hrím, Hlín Reykdal, Litla Hönnunarbúðin og Snúran. //6. Blæti kom, sá og sigraði. Tímarita-bókverk sem er alveg hreinn unaður, mæli með fyrir þá sem kunna að meta ljósmyndir, tísku, list og annað fallegt. Eymundsson. //7. Trefill frá Andreu eða annað dásamlegt úr hennar smiðju, klikkar ekki. AndreA á Strandgötu eða á Laugavegi 70. //8. Kertastjaki ársins er Stjaki frá HAF, fullkominn yfir hátíðarnar en einnig flottur allan ársins hring. Epal og Rammagerðin. //

 

jolagjafir2

Fyrir barnaherbergið // 

//1. Design Letters bolli með upphafsstaf barnsins, Epal og Petit. //2. Stafaljós, Petit og Litla Hönnunarbúðin. //3. Ein dásamlegasta barnabók sem ég hef séð. Ég viðurkenni að ég er mikill aðdáandi Línu Rutar listakonu og er þetta önnur bókin sem hún gefur út. Boðskapur bókarinnar er mjög fallegur og var þessi nýjasta viðbót við töfraheim Núa&Níu til í kringum orðatiltækið “þegar næsta sól kemur” sem er uppfinning sonar Línu Rutar en hann sér oft hlutina í öðru ljósi. Fallega myndskreyttar og vandaðar barnabækur eru frábær gjöf fyrir börnin og ég mæli með að kíkja á þessa. //4. Besta bílabókin eftir vinkonu mína og snillinginn Bergrúnu Írisi er einnig á óskalista sonar míns, við eigum flestar hennar bækur og þær eru lesnar kvöld eftir kvöld, er þar Vinur minn vindurinn í uppáhaldi. Fallegar myndskreytingar og skemmtileg saga:) //5. Sætasti kollurinn sem til er? Bambakollur sem fæst í Epal. //6. Tulipop lampi ásamt flestum þeirra vörum eru dásamlegar og í uppáhaldi hjá syni mínum. Epal. //7. Falleg dótageymsla fyrir leikföng eða annað, til í 3 mynstrum og litum. Snúran. //8. Múmín vekjaraklukka, Snúran. //9. Loftbelgur sem til er í mörgum stærðum og gerðum. Myconceptstore. //19. Stafakall frá teiknisnillingnum Heiðdísi Helgadóttur. Fást hjá Heiðdísi á Strandgötu og á Laugavegi 70. //

 

Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum:)

svartahvitu-snapp2

DÖKKT & SJARMERANDI JÓLAHEIMILI

HeimiliJóla

Það er að sjálfsögðu hálfgerð skylda okkar að skoða jólainnlit svona korter í jólin, dökkt og sjarmerandi heimili í Kaupmannahöfn hjá engum öðrum en útstillingarstjóra í minni uppáhalds verslun – Illums Bolighus. Þrátt fyrir að þetta glæsilega heimili hafi fyrst birst í jólablaði Bo Bedre fyrir ári síðan þá á það enn erindi enda klassíkin allsráðandi og við látum svona falleg jólaheimili ekki framhjá okkur fara.

julebolig-spisebord-jul-graa-moderne-otp1wl1mdotrt5jpeo-pkq

Takið eftir skilrúminu þar sem hægt er að loka af borðstofuna og stofuna, frábær lausn!

spisestue-julestjerne-jul-moderne-graa-li91puf2vnifwodmxj4qmg

Ég gæti vel hugsað mér svona risa jólastjörnu á mitt heimili, skemmtilegt og öðruvísi jólaskraut.

adventskrans-dekoration-jul-moderne-graa-rtw0nufwj4awvn2mpq54-w gaver-indpakning-jul-moderne-graa-uidfqipw37uvc82bejdi-w gren-dekoration-julepynt-jul-moderne-graa-64ni4q033raas0vwpbk1nw grene-dekoration-jul-moderne-graa-ljeedmqufwfzttr-ynrlajuletrae-pynt-inspiration-jul-moderne-graa-owshm45xfemarbhc3sp09w

Hjá sumum er eitt jólatré ekki nóg, heldur skulu þau vera tvö:)

martin-graae-sofa-jul-moderne-graa-p_gcfueiwiamlqez1eyjlq sovevaerelse-jul-moderne-graa-3arq1goqsavtohqnm3tohw stue-aegget-jul-moderne-graa-tfoqnuestbjdtx263ogdwqbadevaerelse-jul-moderne-graa-yuk-mafs8b6sepcgv48xxq

Myndir: Kristian Septimius Krogh

Útstillingarstjórinn Martin Gaaes hefur augljóslega mjög næmt auga fyrir fallegum hlutum og smáatriðum og sést það vel á heimili hans, jólaskrautið og allar uppstillingar eru æðislegar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér á vefsíðu Bo Bedre, – mæli með.

svartahvitu-snapp2

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

JólaÓskalistinn

Hóhóhó og allt það, mér hefur liðið dálítið eins og jólasveini undanfarna daga, þá aðalega út af risa gjafaleiknum sem núna er í gangi ásamt því að vera að gefa aukagjafir á svartahvitu snapchat og til að toppa það þá fær sonur minn í fyrsta skipti í skóinn í ár. Já það er aldeilis gjafagleði hér á bæ og þá er tilvalið að birta fyrsta jólagjafahugmyndalistann minn.

Ef það er eitthvað sem mér þykir extra skemmtilegt að gera fyrir bloggið eða tímarit þá eru það einmitt þessir óskalistar. Nokkrir hlutir á listanum hafa nú þegar ratað inn á mitt heimili á meðan að aðrir sitja sem fastast á óskalistanum fyrir seinni tíma, en eitt eiga allir þessir hlutir sameiginlegt – mér finnst þeir vera gordjöss. Vonandi kemur þessi listi að góðum notum fyrir ykkur sem eruð í jólagjafastússi.

jolin1

// 1. Fallegt veggspjald með ljósmynd Via Martine, Rökkurrós. // 2. Panthella mini sem mun einn daginn rata hingað heim, Epal. // 3. Hrikalega fallegur blómavasi á fæti frá Nordstjerne, Snúran. // 4. Mig dreymir um að byrja að safna bollum frá Royal Copenhagen í línunni Fluted Mega, Kúnígúnd. // 5. Litlir og sætir kertastjakar úr Ultima Thule línu Iittala, söluaðilar Iittala. // 6. Hafið þið séð jafn fínan hitaplatta? Þessi er extra fallegur og fæst í Kokku. // 7. Glerlína Omaggio frá Kähler er loksins mætt á klakann og þessi bleiki talar sérstaklega til mín. Ég ætla að gefa einn slíkann á snapchat á morgun – fylgstu með, Epal. // 8. Bleik handklæði er bæði mjúk og falleg jólagjöf. Snúran. // 9. Gylltur og glæsilegur blómapottur, Módern. // 10. Stelton hitakannan er klassík sem á heima á hverju heimili, Kokka. // 11. Bleikur púði í sófann, Línan. // 12. Fallegur hringur, Hlín Reykdal. // 13. Glam bolli eða jafnvel undir tannburstana (fleiri orð til), Norr11. // 14. Bitz skálar og diskar hafa átt hug minn undanfarna mánuði, Snúran. // 15. Eitt skópar er skylda á alla jólagjafalista hjá mér, ég á þetta par sjálf og elska það, Bianco. // 16. Ekta sófaborðsbók fyrir tískuunnandann, Myconceptstore.is. //

Fylgist vel með á snapchat á morgun þann 14. desember þar sem hægt verður að næla sér í fallega bleikann gler Omaggio vasa ♡

svartahvitu-snapp2

POSTULÍNA x NORR11

Íslensk hönnunJóla

Eitt af mínu uppáhalds jólaskrauti eru hvítu postulíns jólatrén frá Postulínu sem ég byrjaði að safna í fyrra. Í ár koma trén einnig í glæsilegum svörtum lit sem verða í takmörkuðu upplagi og koma aðeins til með að fást í NORR11. Línan heitir Svartiskógur sem hæfir vel þessum dularfullu og drungalegu jólatrjám. Virkilega falleg lína sem kemur auðvitað ekki á óvart þegar kemur að þeim Postulínu stöllum Ólöfu Jakobínu og Guðbjörgu Káradóttur.

15193684_1329135303786559_7403897035518318853_n-2

Svartiskógur mætir í NORR11 þann 1.desember. Ég myndi leggja það á mig að standa í röð fyrir þessar elskur.

skrift2

JÓLAINNBLÁSTUR ♡

Jóla

Í dag er akkúrat mánuður til jóla og með fyrsta í aðventu á sunnudaginn er orðið tímabært að draga fram jólaskrautið. Ég tók saman myndir úr einu uppáhalds albúminu mínu á Pinterest – Christmas en þar má finna nokkur hundruð myndir sem munu koma þér í jólagírinn. Það er orðið klassískt að sjá lítil jólatré í vasa eða í potti, jólaskraut sem heillar mig persónulega upp úr skónum. Ég er nú þegar komin með tvö lítil gervitré í potti frá Ikea en það er einnig gaman að skreyta með lifandi greinum eða litlum trjám í vasa, gefur heimilinu mikið líf. Ég er einnig hrifin af þeirri einföldu hugmynd að prenta jólstemmingsmyndir út og annaðhvort hengja upp -fallegt að hengja þau upp svo þær myndi jólatré, eða jafnvel skreyta jólapakkana með myndunum.

Jólin beint í æð – enda besti tími ársins framundan ♡

skrift2

FLOTTASTI AÐVENTUSTJAKINN

Íslensk hönnunJóla

Það styttist í fyrsta sunnudag aðventu og er því tilvalið að draga fram fyrsta kassann af jólaskrauti í vikunni og að sjálfsögðu að huga að aðventustjakanum í ár. HAF hönnunarhjónin þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hafa hannað glæsilegan kertastjaka sem ég sé fyrir mér sem hinn fullkomna aðventustjaka í ár sem má síðan nota allan ársins hring. Stjaki er minimalískur og töff svona óskreyttur en einfalt er að sjá fyrir sér endalausa möguleika að skreytingum, ég veit að minnsta kosti hvernig ég myndi skreyta hann.

“Stjaki er einfaldur en margnota kertastjaki sem hannaður er bæði fyrir venjuleg kerti og sprittkerti. Stjaki er hugsaður fyrir öll tilefni og gaman er að skreyta hann eftir árstíðum. Passa þarf uppá að fara aldrei frá honum með logandi kertum, líkt og við á um aðra kertastjaka. Stjaki er gerður úr stáli sem er pólýhúðað og hönnun og öll framleiðsla fer fram á Íslandi.” HAF.

15178978_10154708022779104_5583984488549961763_n 15109566_10154708023534104_2317840859238863648_n 15181618_10154708024399104_155334887542344806_n

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson

Fyrir áhugasama þá fæst Stjaki í Epal og í Rammagerðinni.

skrift2

JÓLIN HJÁ H&M HOME ♡

Fyrir heimiliðJóla

Jólaflóðgáttin hefur opnast og ég má til með að deila með ykkur enn meiri jólainnblæstri og í þetta sinn frá elskulega H&M home. Ég er á leið til Boston eftir örfáar vikur og get ekki beðið eftir að næla mér í nokkra vel valda hluti og tala nú ekki um hvað ég er spennt að fá að eyða nokkrum dögum í Boston svona stuttu fyrir jól og vona alveg innilega að borgin verði komin í jólabúninginn.

Það væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið heimsótt Boston um “must go” staði, verslanir og veitingarstaði, ég hef farið einu sinni áður en þigg þó allar góðar ábendingar með þökkum.

En aftur að jólunum hjá H&M home – sem eru dásamleg!hmprod-7-640x749 hmprod-8-640x749 hmprod-10-640x749 hmprod-14-640x749 hmprod-15-640x749 hmprod-16-640x749 hmprod-17-640x749 hmprod-18-640x749 hmprod-22-640x749 hmprod-23-640x749 hmprod-25-640x749

Ef þessar myndir fá okkur ekki til að kveikja á jólarásinni þá veit ég varla hvað þarf til.

skrift2

JÓLIN MEÐ KÄHLER

HönnunJóla

Eruð þið ekki til í smá jólastemmingu! Það er regla hjá mér að bæta við nýju jólaskrauti á hverju ári og ég er þegar komin með augað á nokkra fallega hluti. Jólavörurnar frá Kähler eru sérstaklega fallegar í ár og hrifnust er ég af klassísku Nobili línunni sem núna kemur út alhvít, keramík jólatré og hvítar jólakúlur sem öll hafa að geyma pláss fyrir sprittkerti. Hvíti liturinn er almennt allsráðandi hjá Kähler í ár og koma skálar, kúlur og kertastjakar úr Omaggio línunni út í fallegri Pearl útgáfu ásamt Avvento kertastjökunum sem núna eru til í hvítu og gráu. Ætli það verði bara hvít jól í ár?
screen-shot-2016-11-05-at-14-21-59 screen-shot-2016-11-05-at-14-22-08

screen-shot-2016-11-05-at-14-24-38

kaehler-design-nobili-teelichtleuchter-kugel-pyramide-weiss-regal-weihnachten-ambiente684af2b9-57c6-4f72-9649-7eb5ad1f1df2  avvento-juletraeslys-hvid_1 stella-lysestage-sirio-skaal-1_1

skrift2