fbpx

NÝÁRSKVEÐJUR & JÓLIN OKKAR

JólPersónulegt

Gleðilegt nýtt ár og mikið vona ég að þið hafið átt ljúf og góð jól. Þessi dásamlegi tími er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, öll samveran og hittingarnir, jólaskrautið og tónlistin, góði maturinn og kósýheitin með fjölskyldunni heima. Það væri þó stundum óskandi að það væri jafn mikið skemmtilegt um að vera en bara þennan eina mánuð á ári þar sem öllum viðburðum er þjappað á nokkra daga, en ætli það sé ekki bara undir okkur sjálfum komið að finna tilefni fyrir fleiri hittinga með fólkinu okkar. Ég á alltaf smá erfitt með að pakka jólunum niður sem liðu alltof hratt í ár þar sem ég hlóð á mig verkefnum fyrir jólin sem kom örlítið niður á gæðastundunum. Það er þó oftast mikill léttir að taka skrautið niður og jafnvel hvetjandi að taka nýárstiltekt og skipulag í leiðinni og byrja nýja árið með stæl, mitt heimili þarf mjög mikið á slíku að halda.

Að setja sér áramótaheit er skemmtileg hefð og er oft partur af því að hefja nýja árið á sem bestan hátt og koma sér upp betri rútínu og setja sér markmið. Ég set mér alls ekki mörg áramótaheit en eftir að hafa horft tilbaka yfir liðið ár þá finn ég að ég þarf að leyfa mér að slaka á inn á milli og að njóta betur með bæði fjölskyldunni og vinum. Ég tek þakklát á móti enn einu árinu og er sannfærð um að það verði betra en árið sem er að líða og ég get hreinlega ekki beðið eftir því sem koma skal.

Ég er einnig afskaplega þakklát fyrir allar heimsóknirnar á bloggið og þakka kærlega fyrir samfylgdina undanfarin ár ♡

Hér eru nokkrar myndir frá jólunum okkar,

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

ÁRAMÓTAINNBLÁSTUR - SKREYTINGAR & FLEIRA FALLEGT

Skrifa Innlegg