HVERNIG Á AÐ GEYMA TÍMARITIN?

Ráð fyrir heimiliðTímarit

Það getur verið hausverkur hvernig geymi eigi tímarit en mörg okkar kannast líklega við það að hafa keypt aðeins of mörg tímarit í gegnum tíðina sem núna liggja í ósnert í stórum bunkum. Ég mæli þó með því að fara yfir mjög gömul blöð og halda aðeins eftir þeim sem eru virkilega góð og gefa restina t.d. á biðstofur eða í Góða Hirðirinn. Blöðin sem eftir standa er þó hægt að geyma á fjölmarga vegu og geta verið hin mesta heimilisprýði eins og sjá má hér að neðan!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

NÝTT GLAMOUR !

PersónulegtTímarit

Í dag fékk ég inn um lúguna hjá mér rjúkandi heitt Glamour sem ég ætla að lesa um helgina. Þemað að þessu sinni er brúðkaup og þó svo að ég sé ekki í brúðkaupshugleiðingum þá hef ég engu að síður mjög gaman af svona efni:) Fyrir þetta blað þá tók ég saman hugmyndir að skreytingum ásamt brúðkaupsgjöfum sem slá pottþétt í gegn. Ég rakst svo á flotta Boston grein frá Trend-Andreu okkar og ég er ekki frá því að mig langi alltof mikið aftur til Boston núna! Ég verð nú líka að segja að ég er hrikalega sátt með forsíðuna að þessu sinni en haldið þið ekki að það sé svona fallegur appelsínugulur köttur sem skreyti hana ásamt eiganda sínu, -hinni hæfileikaríku Salvöru Menuez.

12991970_10154755602358332_145245416_o

 

 

Fína plakatið sem blaðið liggur á er eftir Heiðdísi Helgadóttur 

12991831_10154755601683332_1888487187_o

Ég mæli með þessu blaði xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Í TÍMARITUM

PersónulegtTímarit

Það bættist örlítið við tímaritabunkann í vikunni en í gær kom inn um lúguna rjúkandi heitt Glamour sem ég ætla að lesa í góðu næði um helgina. Fyrir blaðið að þessu sinni þá tók ég m.a. viðtal við Trine Andersen stofnanda danska hönnunarmerkisins Ferm Living ásamt því að taka saman falleg kerti fyrir öll komandi kósýkvöldin, ég mæli svo sannarlega með því að næla ykkur í eintak…

Screen Shot 2015-11-11 at 11.03.00

Svo kom einnig nýtt Home Magazine út á dögunum en þau kíktu í heimsókn til mín fyrir stuttu síðan og mynduðu nokkra uppáhalds hluti ásamt því að sýna brot af heimilinu. Ég fæ kannski að birta nokkrar myndir úr því við tækifæri, ég náði að troða flestum af mínum uppáhaldshlutum með þó svo að þeir séu ekki beint tilgreindir, en sá allra uppáhalds er auðvitað Betúel minn sem bjargaði mér frá því að deyja úr stressi í myndatökunni… þær eru nefnilega ekki minn tebolli!

Screen Shot 2015-11-11 at 11.03.13

Þriðja blaðið bættist svo við bunkann núna í morgun en það hefur mögulega ekki farið framhjá ykkur að jólablað Bo Bedre er komið út og það er skyldueign að margra mati, svo ótrúlega fallegt og mikið af góðum hugmyndum. Ég stalst aðeins til að fletta því í morgun en ég fæ að geyma það þar til vinnuvikan er búin:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

NÝTT GLAMOUR KOMIÐ ÚT

PersónulegtTímarit

Fjórða tölublað Glamour kom út á dögunum, vá hvað tíminn líður hratt því mér finnst fyrsta tölublaðið bara nýkomið út!:) Eins og áður þá held ég utan um hönnunar og heimilissíðurnar í lífstílskaflanum og að þessu sinni tók ég saman nokkra fallega vasa, skraut á veggi og svo nokkrar góðar bloggsíður sem ég mæli með að kíkja á. Ég les þetta blað vanalega alveg í ræmur og var ekki alveg búin að lesa allar blaðsíðurnar þegar ég smellti af þessum myndum fyrr í dag. Ég þarf því að láta það mér að kenningu verða að hafa ekki gengið frá blaðinu aftur, því núna er Bjartur búinn að rífa það í tætlur…

IMG_20150716_144038 IMG_20150716_144054 IMG_20150716_144110

Ég mæli svo sannarlega með þessu fína blaði!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NÝ TÍMARIT: MÆLI MEÐ!

PersónulegtTímarit

Ég mæli svo sannarlega með því að næla sér í nýjustu tölublöðin af Glamour & MAN magasín! Í Glamour tók ég saman nokkra sumarlega og flotta hluti fyrir heimilið en þið eigið eftir að sjá mig oftar í því frábæra blaði:) Hinsvegar þá nældi ég mér í fyrsta sinn í MAN magasín í gær en mín yndislega vinkona, Rakel Rúnars sýnir þar myndir af fallega heimilinu sínu, en hún býr í Cardiff í Englandi. Hún er svo mikill talent þessi pía að þið eruð sko pottþétt eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.

20150604_180618

20150604_192154

 Með lestrinum þá maulaði ég á nýja karamellu/lakkrís poppinu frá Ástrík… mæli líka með því! Eigið góða helgi xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Í NÝJASTA GLAMOUR…

PersónulegtTímarit

Þið eruð vonandi flest búin að sjá nýjasta eintakið af Glamour sem kom út á dögunum, ég er búin að lesa mitt blað í ræmur, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef gerst áskrifandi af nokkru tímariti, enda finnst mér það algjörlega frábært. Reyndar lét ég svo vinkonu mína fá það eintak því ég fékk aukablað sent í pósti í þakklæti fyrir að hafa skrifað efni í þetta blað. Aftarlega í blaðinu undir lífstílskaflanum má nefnilega finna eina blaðsíðu þar sem ég fer yfir nokkur falleg ljós, skartgripi heimilisins eins og ég kýs að kalla þau. 20150514_114822 20150514_114855

Ef þessi fíni frídagur er ekki fullkominn fyrir kaffihús og tímarit!

Ég mæli með þessu;)

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

EITT GAMALT & GOTT

Íslensk hönnunTímarit

Ég sá í dag að “gömlu” innliti frá Steinunni Völu sem birtist í Nude Magazine fyrir nokkrum mánuðum hafði verið deilt á blogginu þeirra og mér þótti mjög gaman að lesa viðtalið aftur og því deili ég því líka hér.

Stofa5
Steinunn4

Steina Vala er smá uppáhalds en ég heimsótti hana líka hjá Húsum og Híbýlum þegar ég starfaði þar, hún er svo einlæg og það er gaman að spjalla við hana um lífið og hönnunina.

“Það er gott að vinna við það sem maður hefur ástríðu fyrir, hvort sem það er að vera hönnuður eða eitthvað annað. Fyrir mér er vinnan aldrei kvöð þó ég vinni mjög, mjög mikið. Ég hef ástríðu fyrir því að skapa og gæti teiknað, skoðað og búið til hluti allan daginn, alla daga. Ég gleymi tíma og rúmi þegar ég vinn við sköpun.”

Allt innlitið má lesa og skoða hér. 

NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR

Fyrir heimiliðTímarit

Við höldum áfram að skoða nýjar vörur en í þetta skiptið deili ég með ykkur myndum úr nýútkomnum bæklingi frá danska merkinu House Doctor. Þar er að finna mikið af spennandi nýjum vörum ásamt gömlum og góðum sem áður hafa sést. Í svona vörubækling eins og þessum má sjá allt vöruúrval merkisins eins og það leggur sig en svo auðvitað rata ekki allar vörurnar í verslanir eins og gefur að skilja:) Ég hef alltaf jafn gaman að svona bæklingum þar sem lögð er mikil vinna í stíliseringu og uppsetningu á vörunum, það gerir nefnilega svo mikið fyrir vöruna að sjá hana í sínu rétta umhverfi.

Ég átti frekar erfitt með að velja bara nokkrar myndir svo njótið,

Screen Shot 2015-01-06 at 16.33.06 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.53 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.41 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.31 Screen Shot 2015-01-06 at 16.30.36 Screen Shot 2015-01-06 at 16.30.19 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.50 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.31 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.21 Screen Shot 2015-01-06 at 16.28.44 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.55 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.43 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.25 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.02 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.52 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.44 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.11 Screen Shot 2015-01-06 at 16.17.41 Screen Shot 2015-01-06 at 16.17.32

Voðalega er þetta nú allt fínt! Ég er farin að halda að frekar margir nýjir hlutir eigi eftir að rata heim til mín á þessu ári:)

Bæklinginn í heild sinni má finna hér. 

HUGMYND DAGSINS

HugmyndirTímarit

c6f5ac_d361fcf3b38de847983803cbb92c7603-1.jpg_srz_465_605_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

Mig hefur lengi langað í svona stiga til að hafa inni á baðherbergi, en þessi hugmynd er ennþá skemmtilegri.. ég kaupi mér nefnilega alltof mikið af tímaritum svo það er sniðugt að hafa alltaf nýjustu uppivið:)