fbpx

Í NÝJASTA GLAMOUR…

PersónulegtTímarit

Þið eruð vonandi flest búin að sjá nýjasta eintakið af Glamour sem kom út á dögunum, ég er búin að lesa mitt blað í ræmur, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef gerst áskrifandi af nokkru tímariti, enda finnst mér það algjörlega frábært. Reyndar lét ég svo vinkonu mína fá það eintak því ég fékk aukablað sent í pósti í þakklæti fyrir að hafa skrifað efni í þetta blað. Aftarlega í blaðinu undir lífstílskaflanum má nefnilega finna eina blaðsíðu þar sem ég fer yfir nokkur falleg ljós, skartgripi heimilisins eins og ég kýs að kalla þau. 20150514_114822 20150514_114855

Ef þessi fíni frídagur er ekki fullkominn fyrir kaffihús og tímarit!

Ég mæli með þessu;)

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

STELDU STÍLNUM: LÍTIÐ & BJART

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Linnea

    14. May 2015

    You are so good <3