ÓSKALISTINN: GORDJÖSS & SVART HOLLUSTU STELL

HönnunÓskalistinn

Það er reyndar orðið dálítið langt síðan að þessar elskur bættust á óskalistann minn langa en það er eitthvað ótrúlega heillandi við svart stell. Þegar ég var að leita af nokkrum myndum í færsluna endaði ég alveg óvart með nokkrar myndir af hönnuðinum sjálfum honum Christian Bitz en agalega er hann myndarlegur maðurinn! Hann er reyndar sjónvarpsstjarna í Danmörku, menntaður sem næringarfræðingur, er metsöluhöfundur og sendiherra Rauða Krossins – þarf ég eitthvað að segja meira? Hans ástríða er síðan sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og ein leiðin hans virðist vera – að mér skilst þó svo ég skilji dönskuna ekkert alltof vel – að stellið hans er hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart! Ok ég var heilluð fyrir en núna er ég alveg seld.

325de14a6b0da8aaff333d09b59be211

Mikið agalega er þetta nú lekkert!

screen-shot-2016-10-12-at-14-28-32

Þessi hér að ofan er reyndar ekki Bitz en ég var búin að vista hana fyrir löngu, mér þykir hún svo smart.

Og bara nokkrar myndir með að herra myndarlegum – jiminn ég veit varla hvort er fallegra stellið eða hann? Ég er líka dálítið hrifin af því að blanda saman ljósa stellinu og halló gylltu hnífapör – be mine!

En þess má geta að þennan svarta óskalista hér að neðan setti ég saman á nóvember og það eru enn nokkrir hlutir þarna á óskalistanum mínum, þar með talið Bitz drauma stellið. Sjá færslu hér.

 

svart2

Varðandi Bitz stellið góða þá sýnist mér á öllu að það fáist núna í Borð fyrir tvo, Snúrunni, Álfagull (Hfj) og Motivo (Selfoss). Það að stellið fáist núna í næstu götu við mig (Strandgatan í Hafnarfirði) er það ekki merki um að ég þurfi að eignast það?

P.s. ef það er einhver sem fær mig til að minnka skammtastærðirnar þá er það þessi sjarmör haha.

svartahvitu-snapp2-1

SÓFADRAUMUR : IKEA SÖDERHAMN

IkeaÓskalistinn

Þó svo að sófakaup séu ekki efst á forgangslistanum mínum í dag þá kemur það ekki í veg fyrir að ég spái í mínum næstu sófakaupum. Söderhamn frá Ikea hefur verið á óskalistanum mínum í nokkur ár en hann var að koma út rétt eftir að ég fékk mér minn Karlstad sófa sem er einnig frá Ikea, ég hefði annars mögulega valið þann fyrrnefnda enda afar flottur að mínu mati, minimalískur, stílhreinn og töff – ég tala nú ekki um þann möguleika að hægt er að kaupa fölbleikt áklæði á hann þrátt fyrir að ég fengi það seint í gegn. Söderhamn er einingasófi og því hægt að bæta við sófann að vild, sætum, legubekk, armpúða eða skemil. Ég sé fyrir mér þriggja sæta + legubekk í gráu áklæði þar sem hvítt er alltof ópraktískt fyrir mitt heimili.
Living-room_above_760

Living-room_stylizimo_760

Ég hef margoft skoðað þennan sófa og það kom fyrst á óvart hversu þægilegur hann er þrátt fyrir að sætispúðarnir séu þynnri en við erum vön að sjá. Þetta er nefnilega algjörlega sófi til að kúra í yfir bíómynd!Bunadspledd_Andreas-Engesvik_760

Nina hjá Stylizomo blogginu hefur átt sinn Söderhamn í smá tíma og hefur prófað bæði ljóst og dökkt áklæði og komu báðir mjög vel út, mér finnst góður kostur að geta skipt um áklæði á sófa þá bæði til að þrífa en einnig til að breyta til. Því hver veit nema ég fái einn daginn að splæsa í bleika áklæðið á okkar framtíðarsófa. Allar myndirnar eru fengnar frá Ninu hjá Stylizimo.
b2bc85a477a7f6386e8d5626c88a70ba Ég viðurkenni að allir mínir sófar hafa verið frá Ikea, sá fyrsti var Klippan þegar ég var unglingur, næst komu sófarnir á okkar fyrsta heimili en það voru sömu sófar og mamma og pabbi byrjuðu að búa með nema þremur áklæðum síðar, týpan á sófunum hét Tibro en þeir lifa enn góðu lífi í dag 35 árum síðar. Næst var svo Karlstad sófinn góði og ég krossa fingur að ég komist yfir Söderhamn sófa núna í vor en það eru nokkrir hlutir sem sitja á óskalistanum mínum fyrir stofuna og þeir eru allir í stærra lagi.

svartahvitu-snapp2-1

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

JólaÓskalistinn

Hóhóhó og allt það, mér hefur liðið dálítið eins og jólasveini undanfarna daga, þá aðalega út af risa gjafaleiknum sem núna er í gangi ásamt því að vera að gefa aukagjafir á svartahvitu snapchat og til að toppa það þá fær sonur minn í fyrsta skipti í skóinn í ár. Já það er aldeilis gjafagleði hér á bæ og þá er tilvalið að birta fyrsta jólagjafahugmyndalistann minn.

Ef það er eitthvað sem mér þykir extra skemmtilegt að gera fyrir bloggið eða tímarit þá eru það einmitt þessir óskalistar. Nokkrir hlutir á listanum hafa nú þegar ratað inn á mitt heimili á meðan að aðrir sitja sem fastast á óskalistanum fyrir seinni tíma, en eitt eiga allir þessir hlutir sameiginlegt – mér finnst þeir vera gordjöss. Vonandi kemur þessi listi að góðum notum fyrir ykkur sem eruð í jólagjafastússi.

jolin1

// 1. Fallegt veggspjald með ljósmynd Via Martine, Rökkurrós. // 2. Panthella mini sem mun einn daginn rata hingað heim, Epal. // 3. Hrikalega fallegur blómavasi á fæti frá Nordstjerne, Snúran. // 4. Mig dreymir um að byrja að safna bollum frá Royal Copenhagen í línunni Fluted Mega, Kúnígúnd. // 5. Litlir og sætir kertastjakar úr Ultima Thule línu Iittala, söluaðilar Iittala. // 6. Hafið þið séð jafn fínan hitaplatta? Þessi er extra fallegur og fæst í Kokku. // 7. Glerlína Omaggio frá Kähler er loksins mætt á klakann og þessi bleiki talar sérstaklega til mín. Ég ætla að gefa einn slíkann á snapchat á morgun – fylgstu með, Epal. // 8. Bleik handklæði er bæði mjúk og falleg jólagjöf. Snúran. // 9. Gylltur og glæsilegur blómapottur, Módern. // 10. Stelton hitakannan er klassík sem á heima á hverju heimili, Kokka. // 11. Bleikur púði í sófann, Línan. // 12. Fallegur hringur, Hlín Reykdal. // 13. Glam bolli eða jafnvel undir tannburstana (fleiri orð til), Norr11. // 14. Bitz skálar og diskar hafa átt hug minn undanfarna mánuði, Snúran. // 15. Eitt skópar er skylda á alla jólagjafalista hjá mér, ég á þetta par sjálf og elska það, Bianco. // 16. Ekta sófaborðsbók fyrir tískuunnandann, Myconceptstore.is. //

Fylgist vel með á snapchat á morgun þann 14. desember þar sem hægt verður að næla sér í fallega bleikann gler Omaggio vasa ♡

svartahvitu-snapp2

JÓLABÆKURNAR Í ÁR : ANDLIT & KÖKUGLEÐI EVU

Óskalistinn

Það eru tvær bækur sem sitja á óskalistanum mínum um þessar mundir og þær eru ekki interior tengdar þótt ótrúlegt sé. Tvær af flottustu konum sem ég hef kynnst gáfu nefnilega út á dögunum sitthvora bókina og það er þó ólíklegt að þær hafi getað farið framhjá ykkur svo mikið eru þær lofsamaðar. Þetta eru bækurnar Andlit sem er förðunarbók eftir Hörpu Káradóttur og Kökugleði Evu eftir Evu Laufeyju Kjaran.

Bækur eru klassísk jólagjöf og ég vona svo sannarlega að a.m.k. önnur þeirra rati undir mitt jólatré … eða þitt jólatré í ár.

15032792_1797880470501125_7758405301511297721_n

Andlit er glæsileg íslensk förðunarbók sem fjallar um allt sem viðkemur förðun og er uppfull af gagnlegum fróðleik og ráðleggingum. Í henni er að finna fjölda uppskrifta að förðun fyrir hin ýmsu tilefni sem eru líflega myndskreyttar og útskýrðar í skrefum. Bókin er ætluð öllum konum, jafnt byrjendum í förðun sem lengra komnum. Andlit er jafnframt vegleg ljósmyndabók en á þriðja tug kvenna á öllum aldri sitja fyrir á stórglæsilegum myndum eftir Snorra Björnsson.

Harpa Káradóttir hefur á undanförnum áratug öðlast víðfeðma reynslu af förðun og hefur starfað fyrir sjónvarp, við auglýsingagerð og tískuljósmyndun, svo fátt eitt sé nefnt. Harpa lauk förðunarprófi frá Make-Up Designory í Los Angeles og gegnir nú stöðu skólastjóra Mood Make-Up School.

utgh9789935483171Kökugleði Evu hefur að geyma uppskriftir að rúmlega 80 ljúffengum kökum af öllum stærðum og gerðum. Í þessari girnilegu bók má finna kökur fyrir öll tilefni, allt frá smábitakökum að brúðartertum. Öruggt er að veisluborðin munu hreinlega svigna hjá eigendum bókarinnar! Eva Laufey er annálaður sælkeri og mikil kökukerling, eins og hún orðar það sjálf. Uppskriftirnar í bókinni eru fjölbreyttar, afar aðgengilegar og það er á allra færi að töfra fram dýrðlegu kræsingarnar í henni. Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson. Bollakökur – Súkkulaðikökur – Osta- og skyrkökur – Uppáhaldskökurnar mínar – Tilefniskökur – A Piece of Pie – Súkkulaðibitakökur og gómsætir bitar. 

Hrikalega flottar og spennandi bækur, til hamingju stelpur með útgáfuna.

skrift2

ÓSKALISTINN: ANGAN HÚÐVÖRUR

Íslensk hönnunÓskalistinn

Það er ekki oft sem að vinkonur mínar gefa út húðvörulínu en slíkt gerðist á dögunum þegar hún Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack gaf út húðvörulínuna ANGAN ásamt vinkonu sinni Írisi Ósk Laxdal. Þvílíkt dream team hér á ferð því útkoman er stórkostleg og vörurnar eru dásamaðar af þeim sem hafa prófað. Ég sjálf get ekki beðið eftir að komast yfir mínar fyrstu ANGAN vörur en ég get heldur ekki beðið lengur með að segja ykkur meira frá þessu flotta verkefni. 

ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði sem deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. 
Markmið þeirra er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm og trúa þær því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.

screen-shot-2016-11-22-at-00-08-10

Hér er á ferð tvær ofur öflugar konur sem hafa brennandi áhuga fyrir því sem þær gera og eru jafnframt fagmenn fram í fingurgóma. Mér finnst þær eiga stórt hrós skilið ekki aðeins fyrir það að koma þessari frábæru hugmynd í verk, heldur einnig að gera það svo vel að hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Vörurnar eru gerðar úr gæðaefnum og öll innihaldsefni þeirra brotna niður í náttúrunni eftir notkun og stuðla þannig að jákvæðri hringrás manns og náttúru. Öll grafík, logo gerð og almenn hönnun á umbúðunum er frábær og ekki má sleppa að þær fá til liðs við sig bestu ljósmyndara sem völ er á. Heildarútkoman er því svo einstaklega falleg að eftir því er tekið hvar sem er, bravó!

screen-shot-2016-11-22-at-00-07-19  screen-shot-2016-11-22-at-00-07-38  screen-shot-2016-11-22-at-00-07-59  screen-shot-2016-11-22-at-00-08-30

Myndir: Gunnar Sverrisson

Fyrstu vörurnar í línunni eru saltskrúbbur og þarabaðsalt og má búast við því að vörumerkið stækki í framtíðinni. Fyrir áhugasama þá fást ANGAN húðvörur m.a. í Snúrunni og Hrím hönnunarhúsi. Hamingjuóskir elsku Theodóra og Íris Ósk, megi ykkur ganga sem allra best ♡
 skrift2

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég ákvað að henda saman í einn góðan óskalista fyrir heimilið og áður en ég vissi af hafði ég aðeins valið svarta hluti og meirihluti þeirra eiga heima í eldhúsinu. Fyrst og fremst er það eini hluturinn sem er ekki svartur, en það er þetta ó svo fallega kúaskinn sem ég hef verið að leita mér að í nokkrar vikur núna en án árangurs (hæ allir sem geta gefið mér ábendingar). Það horfir á mig á hverjum degi á desktopinu á tölvunni minni ásamt nokkrum óskahlutum fyrir heimilið – sá listi tæmist að sjálfsögðu aldrei. Skemmtileg tilviljun að ég las yfir nýjustu færsluna hjá Pöttru áður en ég birti þessa og sá þar fína brúna kúaskinnið sem hún fjárfesti nýlega í. Svona skinn eru mjög slitsterk og á að vera auðvelt að hreinsa þau og því henta þau ágætlega undir borðstofuborð eða stofuborð. Ég var jafnvel komin á það að flytja inn eitt skinn frá USA en ákvað að það væri jú töluvert hagkvæmara fyrir að versla slíkt innanlands. Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með ef ég finn draumaskinnið…

svart2

 

Þessir svörtu hlutir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara fallegir heldur líka töff. Ef þið viljið sjá alsvart eldhús þá mæli ég með því að kíkja á þetta hér fyrir hugmyndir, sumir fara jú alla leið með svarta litinn. Það styttist í að ég byrji að taka saman jólagjafahugmyndir en á þessum lista má að sjálfsögðu finna ýmislegt hentugt í pakkann:) Takið eftir að ég linka yfir í vefverslanir á allar vörurnar í upptalningunni hér að neðan.

// 1. EM 77 Reverse hitakanna frá Stelton, í möttu svörtu ólík hinum hefðbundnu, Kokka.  // 2. Svart marmarahliðarborð frá Zuiver, Línan. // 3. Brass blómapottar frá Hübsch, Línan. // 4. Mjög fallegt og smá dramatískt matarstell frá Mr. Bitz, Snúran. // 5. Teketil fyrir nýju hollu mig frá Stelton, Kokka. // 6. Lítill blómavasi frá Hübsch, Línan. // 7. Stór blómavasi frá Finnsdottir, Snúran. ( Til miðnættis er 20% afsláttur af öllu á Snúran.is í tilefni 11.11) // 8. Lífrænt viskastykki, Kokka. // 9. Vipp ruslatunna, Kokka & Epal. // 10. Pepples frá Normann Copenhagen, væntanlegt í Epal. // 11. Geggjuð tímaritahilla frá Hübsch, Línan. // 

skrift2

SKARTGRIPIR HEIMILISINS : IITTALA AARRE

HönnunÓskalistinn

Það er ein vörulína frá Iittala sem þið kannist kannski ekki öll við enda farið minna fyrir henni en öðrum línum frá Iittala, en það er Aarre sem ég hef verið ástfangin af frá því að hún var fyrst kynnt árið 2015, -sannkallaðir skartgripir fyrir heimilið að mínu mati. Aarre glervegghankarnir eru munnblásnir og eru óður til hins þekkta Oiva Toikke sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og jafnframt einn merkilegasti finnski hönnuðurinn. Munnblásnu fuglana hans Toikke þekkið þið mörg hver enda ein fallegasta hönnun sem gerð hefur verið og situr gjarnan á óskalista margra brúðhjóna enda einstakur hlutur. Mig dreymir um að eignast einn daginn fugl eftir hann, en þeir eru ólíkir eins og þeir eru margir. En aftur að Aarre línunni sem flakka á milli þess að vera vegghankar eða vegglistaverk… Oiva Toikke var leiðbeinandi hönnuðanna sem öll völdu sér þema til að vinna úfrá og er útkoman stórkostlega falleg. Aalto+Aalto hönnunarteymið vann útfrá plönturíkinu,  Anu Penttinen var innblásin af sjávarríkinu og Markku Salo skoðaði alheiminn.

“Heimilið er okkar persónulegi staður, þar sem við viljum umkringja okkur fallegum hlutum. Aarre (sem þýðir fjársjóður á finnsku) færir okkur nýja möguleika á að stilla upp persónulegum hlutum. Með Aarre er auðvelt að stilla upp hlutum sem annars eru faldir ofan í skúffum eða boxum. Þegar ekkert er hengt upp þá er Aarre eins og skartgripur eitt og sér.” 

Aarre-wall-art-from-Iittala

Ég mæli með að þið horfið á þetta video, -ég veit ekki með ykkur en ég ELSKA að sjá hvernig hlutir eru búnir til.

WP_Aarre_group_2015_02 
Ég verð að láta eina fuglamynd fylgja með…

Birds_by_Toikka_prod_01

iittala-aarre-series-page-2015WP_iittala-aarre

Ég flakka fram og tilbaka hver þeirra er fallegastur en er þegar með tvo á heilanum sem ég gæti vel hugsað mér að hengja upp á mínu heimili. Ástæða þess að minna hefur farið fyrir þessari línu á sama tíma og flest heimili geyma að minnsta kosti nokkra glermuni frá þessum finnska hönnunarrisa er í fyrsta lagi að vegghankarnir fást alls ekki hjá öllum iittala söluaðilum (rétt upp hönd sem hefur aldrei séð þá) en í öðru lagi er það verðmiðinn. Þó má hafa í huga að þetta eru munnblásnir hlutir sem gerðir eru af mjög færu handverksfólki, enginn þeirra er alveg eins og því eru þetta safngripir ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á ÓSKALISTANUM: PANTHELLA MINI

HönnunKlassíkÓskalistinn

Panthella lampinn sem hannaður var árið 1971 af Verner Panton sem er jafnframt einn af mínum uppáhalds hönnuðum hefur lengi setið á óskalistanum mínum. Lampinn er einn af þeim allra fallegustu að mínu mati svo einfaldur og elegant en ég hef látið það vera að kaupa hann vegna þess hve dýr hann er og því ekki beint ofarlega á forgangslistanum okkar. Það var þó fyrir nokkru síðan sem ég fékk fréttir frá Louis Poulsen að þau eru að setja á markað mini Panthella lampa núna í september og skyndilega varð draumurinn um að eignast lampann allt í einu aðeins raunverulegri. Mini lampinn er 250 mm á hæð á meðan að hefðbundni borðlampinn er 400 mm. Ef það er eitt sem að mig skortir ekki þá eru það lampar og stólar ég veit það vel en ég hef alveg ótrúlega gaman af svona klassískri og fallegri hönnun og mun líklega safna henni alla tíð. Það eru jú til mörg verri áhugamál en þetta:)

Lamparnir koma í mörgum litum þó svo að hvíti heilli mig mest enda hefur Panthella hingað til bara verið til í hvítu, næst á listanum er þó svarti sem er mjög töff en mér finnst hann mögulega of svipaður Flowerpot lampanum mínum (Verner Panton) sem er líka svartur þó svo að ég skipti regulega um skoðun. Talandi um lampa eftir herra Panton þá má ég til með að nefna í leiðinni annað ljós eftir hann sem situr á óskalistanum en það er fallega Fun skeljaljósið sem er algjört bjútí en það er efni í aðra færslu…

media-1026468-tg-65

Myndin hér að ofan er af Panthella gólflampanum sem er líka draumur í dós.

14269219_566729220194270_1826225087_n

Hér má sjá mini Panthella lampann í svörtu, mjög klassískur og flottur.

Mig hlakkar dálítið til að sjá þá með eigin augum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á ÓSKALISTANUM: KAKTUSVASI

HönnunÓskalistinn

Ég er alveg bálskotin í þessum geggjuðu kaktus vösum frá Serax og þeir eru rakleiðis komnir á óskalistann langa. Það er dálítill húmor í vösunum sem er svo hollt og gott fyrir öll heimili og ég tala nú ekki um hvað þeir munu lífga við stofuna. Ég hef líka verið með Gras vasana frá Normann Copenhagen á óskalistanum mínum í mörg ár núna en þó aldrei keypt mér, það þarf jú alls ekki að kaupa allt sem fer á óskalistann. Það er eitthvað alveg stórkostlega skemmtilegt við þessa kaktus vasa, þið getið ekki neitað því:)

f688b33c2447c0c5755f54f01069d695

Ég rakst á þá í skoðunarferð í Dúka í Smáralind fyrir þau ykkar sem hafið áhuga en það má vel vera að merkið fáist á fleiri stöðum. Með skemmtilegri hönnun sem ég hef séð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

10 GJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

Óskalistinn

Í dag á minn lífsins förunautur 30 ára afmæli og eins ólíkt mér það er þá er ég á allra síðustu stundu í gjafahugleiðingum. Ég fór þó í eina verslunarferð í gær og kom heim alsæl með það sem ég hélt að yrði afmælisgjöfin hans, þar til það rann upp fyrir mér að ég gaf honum sama hlutinn í jólagjöf í fyrra. Ég bilast hvað ég er alltaf utan við mig:) Gjöfin verður þó keypt á eftir og ég tók saman nokkra hluti á listann sem komu til greina og vonandi getur þessi listi nýst fleirum sem eruð í gjafahugleiðingum.

 

f.hann

 

1. AJ lampinn er algjör draumur og lífstíðareign, verst hvað hann Andrés minn hefur takmarkaðann áhuga á hlutum fyrir heimilið annað en konan hans. // 2.B&O þráðlaus heyrnatól í svörtu. // 3. Rakspíri er alltaf klassísk gjöf. // 4. Vindur jakki frá 66 til að hjóla í vinnuna. // 5. Marshall hátalararnir eru svo klassískir og fallegir. // 6. Racer hjól er eitthvað sem maðurinn er með á heilanum og væri gaman að eiga efni á að gleðja hann með. // 7. Úrin frá Húrra eru mjög flott gjöf. // 8. Logn peysa frá 66, -sá kærasta vinkonu minnar í henni í vikunni og heillaðist alveg. // 9. Fyrir vínáhugamanninn þá er þetta flott gin kit. // 10. Leðurskór frá Bianco, þessir eru flottir bæði spari og hversdags.

Ég er búin að ákveða hvað verður fyrir valinu…;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111