fbpx

FALLEGAR KONUDAGSGJAFIR

Hitt og þettaÓskalistinn

Það er um að gera að halda upp á sem flest tilefni og hafa dálítið gaman af lífinu og Konudagurinn sem er núna á sunnudaginn er þar engin undantekning. Konudagsgjafir þurfa þó ekkert að kosta neinn neitt og enginn ætti að þurfa að tæma veskið til að gleðja konurnar í sínu lífi, það er alltaf hugurinn sem gildir því þrátt fyrir að ég elski að taka saman fallegar gjafahugmyndir þá er ég fyrst til að viðurkenna að það eru litlu hlutirnir sem gleðja mig mest.

Ég tók þó að sjálfsögðu saman nokkrar góðar hugmyndir af gjöfum sem ég veit að myndu gleðja margar konur – og mig líka ♡ Eigið góða helgi!

// 1. Ég er búin að bíða svo spennt eftir þessum nýja Telescopic lift maskara frá Loréal. Ef þú vilt heilla með nýjung þá er það þessi maskari. Fæst í flestum snyrtivöruverslunum og apótekum. // 2. Ikebana vasi eða einhverskonar annar fallegur blómavasi er góð hugmynd fyrir fagurkera – með blómvendi til að setja í. Epal. // 3. Sætur kaffibolli með krúttlegum skilaboðum. Design Letters úr Epal. // 4. Ég er mjög hrifin af mörgu hjá Feldi verkstæði og þessar refaskinnsermar eru mjög fallegar, og hægt að nota við margar yfirhafnir. // 5. Love lakkrís mmmm, leiðin að hjarta konunnar er í gegnum magann sagði jú einhver… // 6. Loðinniskór eru í uppáhaldi. Fást í AndreA. // 7. Origins Planscription húðvörurnar eru í uppáhaldi – mæli mikið með ef þú vilt gefa smá húðdekur (hentar húð sem er byrjuð að eldast). Snyrtivöruverslanir. // 8. Sloppur er góð hugmynd! // 9. Konudagskaupauki frá BioEffect er þessi fallega bleika budda með kaupum. //

// 1. Hleðslulampi er eitthvað sem ég elska að eiga, þessi er gordjöss frá Menu. Epal. // 2. Hárdekur frá New Nordic, hannað til að auka viðgerðarhæfni hársins ásamt því að styrkja og þétta hárið. Ég er að nota þetta núna ásamt hárvítamíni og finn jákvæð áhrif. // 3. Peysur eða önnur falleg flík frá AndreA gleður allar konur, eða það held ég amk:) // 4. Ný íþróttaföt eru góð gjöf og þessi Nike peysa er mjög smart og fæst í fleiri litum hjá Hverslun. // 5. Mjúk og dásamlega falleg rúmföt frá Tekla. Epal. // 6. Origins Planscription húðvörurnar eru í uppáhaldi – þetta næturkrem er mjög gott. Snyrtivöruverslanir. // 7. Blóm – lifandi eða eilífðarblóm er nánast fastur partur af Konudeginum í huga margra. Þetta blóm fæst í Dimm. // 8. Lyklakippa frá Feldi – ég elska þessa litríku felddúska og þarf einmitt að endurnýja mína lyklakippu. Þessari myndi ég seint týna. Feldur verkstæði. // 9. Hálsmen með upphafsstaf barnanna eða ykkar er dálítið sæt hugmynd. Þessi mynd er Design Letters frá Epal, stafahálsmen fást einnig m.a. hjá Andreu og ByLovisa. //

LITRÍKT SÆNSKT PASTELHEIMILI

Skrifa Innlegg