DIY: POLOROID BLÓMARAMMI FYRIR VEISLUR

DIY

Um helgina var ein af mínum bestu vinkonum gæsuð og áttum við saman stórkostlega skemmtilegan dag. Við undirbúninginn var ég fengin til þess að aðstoða við smá föndurverkefni og vorum við þrjár vinkonurnar sem settum saman þennan fallega blómaskreytta poloroid ramma til að nota í myndatökur um kvöldið. Ramminn heppnaðist svo vel og fékk ótalmörg hrós svo ég ákvað að sýna ykkur þetta einfalda DIY verkefni fyrir ykkur sem eruð með veislu á næstunni og gætuð nýtt ykkur þessa hugmynd. Svona ramma má að sjálfsögðu útfæra fyrir ólíkar veislur og hægt að merkja á marga vegu. Við ákváðum að merkja hann “All you need is love” og fyrir neðan með instagram hashtag sem ákveðið var fyrir gæsunina sem er vísun í eftirnafn sem vinkonan góða kemur til með að bera innan skamms.

Það sem þarf í þennan ramma er:

  • Stórt pappaspjald, helst hvítt á litinn. (Ef ekki þá þarf einnig hvíta málningu). Okkar var keypt í Föndurlist á Strandgötunni í Hafnarfirði en var þó brúnt á litinn.
  • Hníf og reglustiku til að skera út gatið.
  • Prenta út myndir af blómum og klippa út með skærum, mæli með Google og velja mikil gæði á myndirnar til að fá þær skýrar. Ég notaði leitarorð á við “white rose, pink rose, tropical flower, peonies og eucalyptus”.
  • Límband – ég mæli með að nota double tape til að festa blómin á.
  • Tússpenna til að skrifa á spjaldið.

Ég gat dundað mér við þetta í sólbaði í bústaðnum og klippti þar allt út, ég lét þó prenta textann út svo ég hefði til hliðsjónar svo skriftin yrði 100% falleg. Mæli með því að skrifa að minnsta kosti fyrst með blýanti áður en byrjað er að tússa á spjaldið.

Falleg og einföld hugmynd sem gefur smá líf í myndatökurnar:)

Ein að lokum af mér og gæsinni í stuði 

TRYLLT DIY SEM ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SJÁ

DIYFyrir heimiliðHugmyndir

Ég hefði vel getað skipt þessari færslu niður á tvær góðar en ég er svo spennt yfir þessum “DIY” verkefnum að ég verð hreinlega að sýna ykkur þau strax! Við erum að tala um nokkuð vinsæl húsgögn, töffaraleg tímaritahilla og draumasófaborðið mitt á hjólum nema að Ikea bloggið var að sýna hvernig útfæra megi þessi húsgögn úr borðplötum frá þeim – algjör snilld. Sófaborð á hjólum hefur verið í um tvö ár á “to do” listanum mínum langa nema helst með glerplötu, ég er þó að hallast að því að svona svört viðarplata sé alveg málið og það gæti einnig leyst vandamálið sem ég sá við það að vera með glerborð + barn!ikea_diy_magasinhylla_inspiration_1

Einfaldari gerast varla heimatilbúin húsgögn! Hér er einfaldlega keypt borðplata (Säljan) og í þessu tilfelli með marmaraáferð og síðan eru myndarammahillur festar á. Þessar hillur eru draumur fyrir þann sem hefur gaman af því að raða…

ikea_diy_magasinhylla_inspiration_2ikea_diy_magasinhylla_inspiration_3

Myndir : Karl Andersson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_1

Og þá er það sófaborðið sem brátt verður mitt – ég veit vel að ég hef margoft talað um svona borð og ég á það til að endurtaka mig ansi oft með vissa hluti. En þetta borð er jafnvel orðið einfaldara en mig hefði grunað, því þau hjá Ikea einfaldlega límdu hjólin við plötuna (Ekbacken) – ekkert vesen að bora! Ef ég hendi mér ekki í þetta verkefni núna þá veit ég ekki hvað:)

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_2

Myndir : Ragnar Ómarsson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_3

Algjör draumur til að stilla upp uppáhalds bókunum í bland við smá punt – LOVE IT!

Hvernig lýst ykkur á?

 svartahvitu-snapp2-1

ARNA & SIGVALDI: ELDHÚSIÐ REDDÝ!

DIYHeimili

Þá er loksins komið að fleiri fréttum af vinum mínum þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að taka í gegn sína fyrstu íbúð. Núna er eldhúsið loksins orðið tilbúið og er útkoman glæsileg, það er ótrúlega gaman að skoða núna fyrstu myndirnar frá því að þau keyptu íbúðina og sjá eldhúsið sem var áður – rosaleg breyting. Breytingarnar á heimilinu hafa verið gerðar í skrefum en þau helltu sér ekki í það að rífa allt út strax heldur spara fyrir næsta skrefi sem er mjög skynsamlegt en það eru nokkuð stór verkefni að kaupa nýtt gólfefni á íbúð ásamt því að skipta út eldhúsi og baðherbergi. Ef þið smellið hér að neðan á taggið “Arna & Sigvaldi” þá getið þið lesið allar færslur sem birst hafa um breytingarnar frá upphafi og þau eru aldeilis ekki hætt.

En kíkjum á fyrir og eftir myndirnar,

2

Hér má sjá eldhúsið fyrir breytingar, mjög þröngt og illa skipulagt og þessi græni litur er einnig ekki að skora mörg stig það má alveg viðurkennast. Á þessari mynd má einnig sjá dúkinn sem var áður á gólfinu en núna hefur verið lagt fallegt parket og má sjá færsluna um það hér.

6

Það að rífa út eldhúsið “stækkaði” íbúðina töluvert og ég tala nú ekki um hvað svona breytingar hækka einnig verðgildi íbúða. Þau gerðu allar breytingarnar sjálf og fengu til liðs við sig fjölskyldu og vini til að aðstoða við ýmislegt svo kostnaður hélst í lágmarki.

7

Segðu okkur aðeins frá eldhúsinu Arna?

Þegar við Sigvaldi skoðuðum íbúðina okkar fyrst fyrir kaupin sáum við rosalega mikið tækifæri í breytingum á eldhúsinu. Eldhúsið var áður lokað af með millivegg á milli þess og borðstofunnar sem gerði bæði eldhúsið mjög lítið og þröngt sem og nánast engin lýsing komst í eldhúskrókinn. Eftir að við keyptum var fyrsta skrefið okkar að brjóta niður millivegginn og opna þannig rýmið. Við erum bæði mjög skotin í opnum rýmum en ekki öllu hólfuðu niður.

15970655_10154073909771781_152875149_n

Og þá eru það eftir myndirnar, VÁ!

16117918_10154089928581781_1220086664_n

Það tók okkur dágóðan tíma að velja hvernig við vildum nákvæmlega hafa eldhúsið en vorum bæði á sömu blaðsíðu með að hafa það hvítt, höldulaust og stílhreint. Við kíktum í margar verslanir og enduðum með að nýta okkur þá frábæru ráðgjöf sem okkur var veitt hjá HTH (Ormsson). Rakel sem aðstoðaði okkur þar var strax á sömu blaðsíðu og við og kom með fullt af góðum punktum sem betrumbætti okkar sýn á hönnunina. Við vildum t.d. ekki hafa neina efri skápa á lengri veggnum svo hún kom með mjög góða lausn á hvernig nýta mætti best allt skápapláss og bættum við svo hillum í hornið sem er mjög þægilegt að hafa fyrir fínni glösin og kaffikönnurnar án þess að það sé of áberandi. Aðal kosturinn við það að hafa valið HTH innréttingu er að við þurfum ekki að setja hvern einasta skáp eða skúffu saman – það kemur nefninlega uppsett og þá þarf maður „bara“ að pússla og passa uppá að mælingar séu 100% . Við fengum með okkur vin sem er húsgagnasmiður og mælum eindregið með því að þeir sem ætli að setja þetta upp sjálfir í fyrsta skipti fái einhverja aðstoð því þetta er mjög mikil vandvirknisvinna (takk Andrés). Annar kosturinn við að versla hjá HTH er að það seljast líka raftækin í sama húsnæði s.s hjá Ormsson. Við nýttum okkur það og versluðum AEG vörur sem við erum hæst ánægð með, sérstaklega fallega helluboðið því við vildum hafa það eins stílhreint og hægt væri, s.s ekki með útistandandi tökkum eða merkingum á heldur er það alveg svart og mjög auðvelt í notkun.

15934570_10154073909991781_149578980_n16117394_10154089928421781_270143074_n

Breytingarnar á íbúðinni eru örugglega hvað mestar eftir að við tókum eldhúsið í gegn sem við erum hæst ánægð með. Það er virkilega þægilegt í eldamennskunni að hafa þetta allt svona opið og nóg af borðplássi, tala nú ekki um að hafa ofninn í vinnuhæð (s.s að þurfa ekki að beygja sig niður til að setja steikina inn).

Í lokin ákváðum við að setja upp meiri lýsingu fyrir ofan eldhúsbekkinn og völdum við ljós frá Rafkaup. Það að setja upp lýsingu var smá basl því við vorum ekki með neitt tengi á veggnum og vildum ekki fara í það að brjóta upp og leggja rafmagn heldur var alltaf ætlunin að gera þetta eins einfalt og hægt er. Þá var okkur bent á eina mestu snilld sem við höfum uppgötvað og það er þráðlaus rofi. Við gátum þannig samtengt ljósin inná þráðlausan ljósarofa sem tengdur er í rafmagn og erum þá með sér slökkvara til þess að slökkva og kveikja á þeim ljósum sem eru fyrir ofan bekkinn sem er meira að segja með dimmer, sem við erum alls ekki að hata!

15970797_10154073909766781_1301477626_n 15995940_10154089928576781_993336889_n15942212_10154073909941781_390861446_n15970244_10154073909011781_1983641449_n

Hvað er þá næst á dagskrá?

Núna er svo bara að finna fallegar myndir í ramma til að bæta á langa vegginn og þá ætti eldhúsið nokkurnveginn að vera tilbúið. Þar á eftir tekur við final breytingin á baðinu sem okkur hlakkar rosalega til að komast í. Við gerðum þarna í fyrra smá breytingar á baðinu til að hafa til bráðabirgða og nú loksins munum við breyta baðherberginu alla leið. Við erum byrjuð að skoða í verslanir og skoða á fullu á Pinterest og Instagram hugmyndir af fallegum baðherbergjum. Við skoðum það reglulega til að fá hugmyndir, kannski ekki Sigvaldi jafn mikið og ég hehe, en það er ábyggilega sniðugasta leiðin til að byrja á ef maður er í framkvæmdarhugleiðingum því það er hægt að fá svo hrikalega margar góðar og flottar hugmyndir sem eru oft ekki jafn flóknar í framkvæmd og maður heldur.

– Virkilega flott breyting og þvílíkur munur á íbúðinni með svona bjart og fallegt eldhús. Núna er ég orðin mjög spennt að sjá hver útkoman með baðherbergið verður og hvernig væri nú ef ég kíkti bara í heimsókn með snappið og skoðum breytingarnar live! Hann Andrés minn hjálpaði eitthvað til með að setja upp eldhúsið þeirra og ætla ég því að fá Sigvalda lánaðann í nokkur verk þegar ég kemst einn daginn yfir svona íbúð sem þarfnast breytinga haha:) Þetta hlýtur að vera alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni að breyta heimilinu svona mikið en á sama tíma mjög krefjandi. Ég er búin að kíkja í heimsókn til þeirra eftir að eldhúsið varð klárt og er mjög hrifin af þessum innréttingum, hrifnust er ég af því að fella ískápinn inn í innréttinguna og eigum við að ræða þessa tvo ofna? Eitthvað hlýtur nú að vera bakað og eldað á þessu heimili ♡

svartahvitu-snapp2-1

1 ÁRS AFMÆLISVEISLA HJÁ DÓTTUR ÞÓRUNNAR HÖGNA

DIYHugmyndir

Þið sem hafið lesið bloggið lengi hafið af og til rekist á færslur um skreytingar drottninguna Þórunni Högnadóttur – sem bauð okkur einnig í heimsókn nýlega á Svart á hvítu snappinu. Hún er ein af þeim sem gerir allt fallegt í kringum sig alveg sama hvað það er. Fataskápurinn hennar er æðislegur, heimilið er gullfallegt og ofan á það er hún með sérstakan áhuga á því að skreyta veislur og hef ég áður sýnt ykkur myndir frá skírnarveislunni hjá dóttur hennar, ásamt babyshower fyrir tengdardótturina. Núna er komið að 1 árs afmælinu og sýnist mér á öllu að frú Þórunn Högna hafi toppað sig enn og aftur, hér eru ófáar hugmyndir – njótið!

15966266_10154942177304510_5632129890925989894_n

16003195_10154942177309510_734436840187104678_n15977675_10154942177289510_8433956714615233144_n15970718_10154939367354510_411882295_n15995596_10154939367389510_1809833672_n 15978979_10154939367344510_1475598746_n15942320_10154939367434510_433497314_n 15970278_10154939367494510_1484355665_n 15942058_10154939367519510_173092918_n 15970688_10154939367489510_1279839370_n

Var þetta stór veisla? Nei, ekkert svo stór, með fjölskyldu og vinum voru þetta um 35 manns.

Tók undirbúningurinn langan tíma? Ég byrjaði að undirbúa afmælið í maí 2016 og verslaði smá þegar ég fór til Washington síðastliðið vor. Ég var svo alltaf að dúllast þegar tími gafst eins og föndra hengið og líma á flöskur og fleira.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að skreyta fyrir veislur? Bara allt, mér finnst þetta svo gaman, en skemmtilegast finnst mér að föndra eithhvað og skreyta borðið.

Er alltaf nægur tími til að gera veisluna fallega? Já, það held ég, ef maður skipuleggur sig þá er þetta lítið mál, ég hefði sko ekki viljað hafa minni tíma. Sérstaklega þegar ein lítil þarf alla athyglina.

Hvaðan eru svo hlutirnir? Dúskarnir og blöðrurnar voru pantaðir frá Etsy, ég nota þessa síðu mjög mikið. Glimmerdúkurinn er pappír sem ég keypti í Washington í versluninni Paper source, þessi búð er algjört æði og er heaven fyrir svona DIY skvísur! Hengið er heimatilbúið úr parketlista, hengi frá Partýbúðinni sem ég klippti niður ásamt kreppappir frá Søstrene Grene.

Takk fyrir okkur elsku Þórunn, ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi veisluna eða veitingar þá skiljið þið bara eftir athugasemd hér að neðan. Ég vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessum frábæru hugmyndum. Skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig hún nýtir glimmer innpökkunarpappír sem dúk, en þannig má auðveldlega poppa upp á veisluborðið á ódýran hátt.

svartahvitu-snapp2-1

DIY : TRYLLTUR HÖFÐAGAFL

DIYHugmyndirIkea

Hún Pella vinkona mín Hedeby er sú allra smartasta ef ég hef ekki sagt ykkur það milljón sinnum áður. Hún starfar sem stílisti meðal annars fyrir sænska risann Ikea og gerir þar hverja snilldina á eftir annarri. Nýjasta verkið er heimatilbúinn höfðagafl sem er einfaldlega úr málaðri MDF plötu en mesta snilldin er að á bakvið gaflinn eru festar nokkrar myndarammahillur úr Ikea sem er fullkomin lausn fyrir bækur til að grípa í fyrir svefninn. Trixið er þó að mála höfðagaflinn í sama lit og vegginn til að ná fram þessari fallegu dýpt eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_1 ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_2_2

Ljósmyndir: Ragnar Ómarsson via Ikea 

Myndirnar birtust á Ikea blogginu / Ikea Livet Hemma sjá hér. Alveg fullkomið heimaföndur ekki satt? Hvað segið þið var ekki einhver hér að leita sér að næsta DIY verkefni:) Skiljið endilega eftir athugasemd eða smellið á like hnappinn ef ykkur líkaði færslan.

skrift2

MYNDA & BÓKAVEGGUR

DIYHeimiliHugmyndir

Ég er ástfangin af mynda & bókaveggnum á heimili Ninu sem heldur úti blogginu Stylizimo, daman er auðvitað smekkleg með eindæmum og allt sem hún gerir á heimilinu sínu verður yfirleitt alveg stórkostlegt að mínu mati. Ég hef fylgt henni frá upphafi og verð alltaf hálf veik fyrir að breyta heima hjá mér þegar hún breytir til hjá sér, – smá vandræðalegt ég veit. Núna nýlega tók hún sig til og málaði vegginn og vegghillurnar í stofunni sinni í dásamlegum grágrænum lit sem tónar svo fallega við viðarlitaða rammana og svart hvítar myndir.

shelfie_760

Hvernig væri nú að fá sér svona fallegan vegg og raða upp uppáhalds bókunum og listaverkum?

art-wall_760

Áður en hún málaði var veggurinn málaður svartur og var nokkuð töff á meðan að grái liturinn er meira afslappaður og leyfir myndunum og litnum að njóta sín betur.

d90163df2645f4e123a71a647ca68769c02e83a3255749f39d4852c795701c7e

Myndir via Stylizimo

Hvort eruð þið að fíla betur, gráa eða svarta? Það má nú aldeilis útbúa svona smart vegg með klassískum myndahillum frá elsku Ikea en aðaltrixið er að mála þær í sama lit og vegginn.

skrift2

IVAR FRÁ IKEA: HUGMYNDIR

DIYHeimiliIkea

Ivar skáparnir frá Ikea eru klassík en Ivar línan er þó miklu meira en bara þessir skápar sem við sjáum oftar, Ivar er nefnilega heilt hillukerfi þar sem hægt er að raða saman og bæta við hillum og skápum á óteljandi máta bæði upp og til hliðanna. Skáparnir hafa orðið æ meira áberandi undanfarið þrátt fyrir að vera vissulega ekki nýjung frá Ikea en einir og sér eru þeir mjög smart á meðan að hillurnar úr sömu línu eru ekki mikil stofuprýði að mínu mati (fínar í geymsluna). Besta skáparnir virðast fá meiri athygli hér á landi og þekkjum við þá líklega flest öll enda ótrúlega vinsælir skápar sem koma í nokkrum útgáfum á meðan að Ivar kemur aðeins í gegnheilli og ómeðhöndlaðri furu sem gæti verið ástæða þess að fleiri kjósi fyrri kostinn. Það tekur þó ekki langan tíma að finna nokkrar flottar myndir sem sýna Ivar í nýju ljósi – málaðann og ég er heilluð!

ivar_natural

Hér má sjá skápinn í sinni upprunalegu mynd, ég er reyndar mjög hrifin af honum svona náttúrulegum og ljósum. En með tíð og tíma þá gulnar furan svona ómeðhöndluð.

ivar_greyivar_petrol04069178de818170d2f63288bcbb25ad

Ég er hrifnust af þeim upphengdum en ekki á fótum,

6cacefa906d9afcdb6ba50acea1a2b6a 6ed00beef0dad1d933609772335d2522

Hrifnust er ég af Ivar svartmáluðum, ég gæti vel hugsað mér að skipta út mínum Besta skenk fyrir einn svona!

667ee80f5935961a8f56b80ed7d63a5e fe869e18a7f080dbbcfe41dc2cc8481dedf1fe81db591bb57543566b9741d143 Ein í mynd í lokin sem er í uppáhaldi af Besta skápum, en það er uppstillingin sem heillar mest ásamt ljósunum sem eru æði!

e311d2b004e3a9789a9ca39d802512ba

Myndir 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 

skrift2

DIY: AUÐVELD HILLA MEÐ LEÐURBÖNDUM

DIY

Það er aldeilis kominn tími á eitt DIY verkefni hingað inn og í þetta sinn er það svo auðvelt að hver sem er getur búið þessa hillu til. Við höfum séð þessa hugmynd margoft áður en þó alltaf fínt að fá áminningu að suma hluti er skemmtilegt að búa til sjálfur sérstaklega þegar það er ekki of tímafrekt. Svona hillur á leðurböndum eru fínar undir smá punt og geta komið vel út við rúmgaflinn, í barnaherberginu, á baðherberginu eða jafnvel í stofunni. Þó myndi ég ekki mæla með að setja marga þunga hluti en þetta er alltaf bara spurning um smá common sense.

5a034bf70a72f79a5a5b4f4f9dc8e09c 84a7b3e209b3287ceaac495963ad7ec8 OLYMPUS DIGITAL CAMERA Leather Strap Shelf - 39.25 in._media-1

ikea_diy_lader_inspiration_3

Myndir via Livet Hemma & Pinterest 

Það þarf ekki mikið til í verkið en leðurbönd eða leðurbútur sem þú klippir eru númer eitt á listanum og fæst t.d. í Hvítlist eða jafnvel í föndurbúðum. Einnig þarf að hafa til taks gatatöng til að gera gat í leðrið ásamt skrúfum. Síðast en ekki síst þarf hillu sem fæst t.d. ódýr hér, eða afgangsviðarplötu sem þú átt til heima. Og voila þá er hillan reddý!

Það er kominn tími til að endurvekja DIY dálkinn hér á blogginu en það er þema sem ég var mjög dugleg að vinna með hér í denn. Það var að sjálfsögðu DIY æði sem gekk hér yfir en það er alveg eitthvað sem mætti blása aftur lífi í enda ótrúleg hugarró sem fylgir því að dunda sér á kvöldin í smá föndri fyrir heimilið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT HJÁ ÖRNU & SIGVALDA

DIYHeimili

Áfram höldum við að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem eru á fullu að standsetja fyrstu íbúðina sína, þau eru nú þegar búin að taka baðherbergið í gegn, skipta um gólfefni fyrir glæsilegt parket og eru núna búin að koma stofunni í flott stand með nýjum sófakaupum og svartmáluðum gluggakörmum. Miðað við lestrartölurnar á þessum færslum þar sem ég hef sýnt frá þessu ferli þá virðist vera alveg gífurlegur áhugi fyrir svona efni og þessvegna ákvað ég að taka stöðuna á þeim enn einu sinni:)

IMG_0896

Jæja Arna segðu okkur núna hvað er nýtt að frétta af heimilinu? Það er helst að stofan er orðin tilbúin, eftir að hafa tekið niður vegginn inní eldhúsi þá voru við komin með mjög stórt og opið rými miðað við hvernig þetta var allt áður og eftir að hafa málað og sett glæsilega parketið okkar var íbúðin björt og hlýleg. Með því að hafa ljósa parketið gátum við leikið okkur frekar með dekkri liti í húsgögnum og vildum við því einhvern fallegan en þægilegan sófa í stofuna því við erum jú ekki með sér sjónarpshol í íbúðinni.

Við þurftum því að leita af frekar stórum sófa sem væri samt snyrtilegur og þægilegur til að liggja í. Við fórum í milljón verslanir og skoðuðum allt milli himins og jarðar. Vinkona mín benti mér á að kíkja í Pier því hún átti sófa þaðan sem hún sagði að væri uppáhalds húsgagnið sitt heima hjá sér. Leið okkar lá því í Pier og vorum við ofsalega heppin með afgreiðslustelpu sem sökk sér alveg í það með okkur í pælingum og útfærslu, mér leið í smá stund eins og hún væri líka að kaupa sófann með okkur sem var góð tilfinning:) Sófinn sem við völdum heitir Polo en hann passar svo ótrúlega vel heima því hann er með 2 tungum svo hann lokar pínulítið af rýmið en ekki þannig að það minnki neitt rýmið. Við getum því núna tekið vel á móti gestum án þess að allir sitji ofaní hvor öðrum og svo fá allir sitt pláss til að horfa á sjónvarpið. Við völdum dökkgrátt áklæði aðalega upp á þrif og fleira að gera en við fengum fljótt áskorun með þann part þegar nágrannaköttur skreið inn eina nóttina og hafði það huggulegt í sófanum og skyldi eftir hálfan feldinn og skítug fótspor um sófann hahaha … sem betur fer var auðvelt að ná þessu úr með blautri tusku og smá sápu:)

 3

Hvað kom til að þið máluðuð gluggakarmana svarta? Þeir voru hvítir, en eftir að rýmið opnaði svona mikið langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi við gluggana. Ég lá á Pinterest og rambaði þar á íbúð sem var með svörtum gluggakörmum og þá var ekki aftur snúið. Þetta var auðvitað smá áhætta að mála svart því ef þetta hefði misheppnast þá tekur um 3-4 umferðir að ná aftur hvíta litnum. En sem betur fer erum við rosalega ánægð með gluggana og finnst þeir skerpa smá heildarlúkkið í þessu rými, gera hana aðeins meira kósý og öðruvísi.

41

Diskarnir á veggnum er örugglega uppáhalds “hornið” mitt í stofunni. Báðar ömmur mínar voru með þessa diska heima hjá sér þegar ég var lítil og var ég alltaf að spá í þeim og hafa þeir því mikið tilfinningalegt gildi hjá mér. Við vildum ekki alveg fara í það að raða þeim eins og ömmur mínar gerðu og örugglega fleiri á þeim tíma (í beinni línu efst á veggnum) og var því farið í rannsóknarvinnu á Pinterest að sjálfsögðu. Við skoðuðum nokkar útgáfur sem við vorum sammála um og prófuðum að raða eins og eftir okkar höfði með þvi að teikna diskana á pappír og þá líma pappírinn á veginn til þess að finna út hvað okkur fannst flottast. Litirnir í diskunum gera mikið fyrir íbúðina en við vorum svolítið dottin í svart, hvítt og grátt og kemur þá þessi blái rosalega vel með sem “auka” litur og erum við því núna að skoða fleiri bláa hluti til að setja inná heimilið til að tóna við vegginn.

IMG_0898

Vegna fyrirspurna um parketið þá læt ég fylgja með aftur upplýsingar um það:

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.


2

Stofan er orðin hin glæsilegasta og ég er ekki frá því að þau eigi skilið smá pásu frá framkvæmdunum áður en ráðist verður í eldhúsframkvæmdir en það er víst næst á dagskrá! Efst í færslunni er að finna linka yfir í færslurnar sem sýna allt ferlið og myndir af íbúðinni fyrir framkvæmdir. Ef ykkur líkar við svona verkefni þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan, ég er nefnilega að fylgjast með annari vinkonu minni taka baðherbergið sitt í gegn á ódýran og “auðveldan” hátt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ARNA & SIGVALDI: PARKETIÐ

DIYFyrir heimilið

Það er aldeilis kominn tími til að taka aftur stöðuna á þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að gera upp íbúðina sína. Síðan síðast þá hafa þau skipt út gólfefnum fyrir fallegt parket ásamt því að fjárfesta í nýjum sófa. Það er orðinn þvílíkur munur á íbúðinni þó svo að enn sé nóg eftir af verkefnum, en næst verður það eldhúsið. Ég ásamt svo mörgum öðrum hef einstaklega gaman af því að fylgjast með svona framkvæmdum og er sannfærð um að þessar færslur geti komið mörgum að góðu gagni sem eru eða ætla að skella sér í framkæmdir á heimilinu.

Segðu okkur hvað þið hafið verið að gera síðan síðast? Þegar við Sigvaldi keyptum íbúðina var hún með brúnum dúk á gólfinu en það var einmitt þar sem við sáum sem mestu möguleikana. Við fórum strax að skoða okkur um í helstu parketverslunum hér á höfuðborgarsvæðinu og fengum endalaust af prufum og upplýsingum. Við vorum sem betur fer bæði sammála um að við vildum ljóst en hlýtt parket svo það var fínt upphaf á leitinni.

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Screen Shot 2016-04-06 at 11.55.25

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.

fyrir1

“Þegar það kom að velja undirlag vorum við alveg útá túni og það var akkurat þar sem ég er þakklátust í dag fyrir ráðleggingarnar Óttars hjá Birgisson. Við vorum fyrst ekkert viss með að eyða eitthvað rosalega í undirlag þar sem það sést nú hvort eð er ekki en hann var alveg staðfastur á því að ef við ætluðum einvhersstaðar að spara að þá væri það ekki í undirlaginu. Við tókum hans ráðleggingum og tókum því gott undirlag og þar sem við búum í fjölbýli þá getum við ekki sagt að við sjáum eftir þeirri ákvörðun þar sem hljóðeinangrunin er miklu betri og mýktin varð einhvernveginn miklu betri við að ganga á gólfin.”

12476782_10153371189971781_763106765_o 12894591_10153371189821781_2103072051_o

“Þegar kom að því að parketleggja þá var Sigvaldi sem betur fer búinn að gera þetta nokkrum sinnum áður og gátum við því gert þetta sjálf, en okkur fannst mjög mikilvægt að geta haft möguleikann á að gera þetta sjálf, þó ég mæli ekki með því nema að fólk kunni eitthvað fyrir sér í þessum málum. Eftir að við parketlögðum þá varð strax svo mikill munur á íbúðinni, en okkur finnst parketið alveg gera heildarsvipinn og gera íbúðina svo hlýja og fína.”

undirlag2

3

 Hér er fallega parketið komið á gólfið og búið að mála gluggakarmana! Þvílíkur munur ♡

6

Mér fannst mjög áhugavert að heyra frá Örnu þetta með parketundirlagið og það að búa í fjölbýli, en það vill svo til að ég bý einnig í fjölbýli og er með plastparket á gólfinu en undirlagið er svo lélegt (ef það er nokkuð undirlag) að það heyrist svo gífurlega mikið á milli hæða að það er einn stærsti ókosturinn við það að búa hérna. Ég læt fylgja með eina detail mynd af parketinu hér að neðan, ég er mjög skotin í þessu þó svo að ég hafi núll vit á parketum:)

5

Ég tók svo mikið magn af myndum þegar ég kíkti í heimsókn til Örnu að þær komast ekki fyrir allar í einni færslu og því verður innlit í stofuna til þeirra birt í annarri færslu! En þvílíkur munur á íbúðinni eftir að dúkurinn var rifinn af, þetta hefði líka klárlega verið eitt það fyrsta sem ég hefði gert, að skipta út gólfefninu enda lítil prýði af brúnum dúk í stofunni hjá sér:)

Smellið endilega á like hnappinn ef þið viljið fylgjast betur með framkvæmdunum hjá Örnu og Sigvalda!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111