fbpx

DIY // MJÚKUR JÓLATRÉSFÓTUR

DIYJól

Settu jólatréð í sparifötin,

Er jólatréð þitt komið upp? Ef þú ert með gervijólatré eins og ég þá kannast þú líklega við það að vilja fela fótinn á jólatrénu, stundum hef ég falið hann með einhverju mjúku efni eða hreinlega með pökkum, ég hef einnig séð fallegar útfærslur með brasshlíf sem ég þarf að eignast einn daginn. Ég rakst hinsvegar á skemmtilega útfærslu hjá vinkonu minni á einfaldri basthlíf sem vafin er með mjúku velúr eða flauelsefni, eitthvað sem allir geta græjað heima hjá sér.

Ég keypti basthlíf og efni í rúmfó eftir að hafa verið bent á svipaða útfærslu hjá Skreytum hús. En Sólrún Diego hefur einnig gert svipaða útfærslu með pappakassa sem brotinn er í kringum stórt tré og vafinn með efni. Það er því margt í boði þegar kemur að því að fela fótinn á gervijólatrénu ♡

Einfalt og fínt – þannig má það vera:)

Fyrir áhugasama þá má hér sjá Instagram video sem ég setti saman : Jólatrésfótur – Svartáhvítu

Hér má einnig sjá Instagram : Sólrún Diego jólatrésfótur

Takk fyrir að fylgjast með og eigið góðan dag!

HVAÐ DREYMIR ÞIG UM Í JÓLAGJÖF? BÚÐU TIL ÞINN ÓSKALISTA INNÁ KRINGLAN.IS

Skrifa Innlegg