VERSLAÐ Í KÖBEN: HUGMYNDIR

HönnunVerslunarborgin

Ég tel niður dagana þangað til að ég kemst í mína langþráðu Kaupmannahafnar ferð, ég ákvað reyndar að kíkja aðeins í stutt helgarstopp og fara svo þaðan yfir til Stokkhólms á hönnunarvikuna. Tvær af mínum uppáhalds vinkonum búa í Köben og Stokkhólmi og verður þetta því alvöru vinkonuferð, eitthvað sem ég mætti gera svo miklu meira af. Ég bókaði mig reyndar aðeins út með handfarangur svo ég geri ekki ráð fyrir að versla mikið og ég fæ mögulega að sjá eftir því ef ég rekst á margar gersemar. Mig langar dálítið til þess að heimsækja nokkrar hönnunarverslanir ásamt því að ofarlega á listanum er að kíkja á góðan loppumarkað. Ef þið lumið á tipsum hvar bestu markaðina er að finna þá endilega skiljið eftir línu!

Hér eru topp 3 verslanirnar sem ég get ekki beðið eftir að heimsækja!

Normann Copenhagen

Flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn var nýlega endurhönnuð og er útkoman mögulega ein fallegasta verslun í heiminum. Normann Copenhagen er eitt fremsta hönnunarmerki dana og er verslunin skylduheimsókn fyrir hönnunaráhugafólk. Húmor, litagleði og ferskar hugmyndir einkenna vöruúrval Normann Copenhagen sem inniheldur ýmsar smávörur fyrir heimilið ásamt húsgögnum.

Østerbrogade 70, 2100 København

norman-copenhagen-flagship-store-denmark-showroom_dezeen_2364_ss_1-852x609

Hay House

Eitt af mínum allra uppáhalds vörumerkjum fyrir heimilið er hið danska HAY, en þrátt fyrir það hefur mér ekki enn tekist að heimsækja stoltið þeirra – HAY á Strikinu. Staðsett í hjarta Kaupmannahafnar þá ætti Hay flaggskipsverslunin ekki að fara framhjá neinum. Hay er eitt vinsælasta innanhússhönnunarmerkið í dag og er þekkt fyrir litríka og fallega fylgihluti og húsgögn fyrir heimilið.

Østergade 61, 1100 København K

3

Stilleben

Lítil hönnunarverslun staðsett á hliðargötu frá Strikinu sem stofnuð var af hönnuðum Omaggio vasanna frægu og því má gera ráð fyrir smekklegu úrvali í versluninni. Hér má finna einstakt úrval af hönnunarvörum, skarti, prentverkum og keramík. Ég held að þessi verslun muni hitta mig beint í hjartastað.

Niels Hemmingsensgade 3, 1153 København K

stilleben

Ég óska einnig eftir hinum ýmsu Kaupmannahafnar tipsum! Hvað er möst do í Kóngsins Köben? Janfvel líka í Stokkhólmi ef út í það er farið:)

svartahvitu-snapp2-1

VERSLUNARTIPS: MALMÖ MODERN

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Verslunin Malmö Modern er algjört must see ef þú átt leið til Malmö á næstunni og átt pláss í töskunni fyrir einn til tvo fallega muni til að skreyta heimilið. Þetta er ein af fallegri verslunum sem ég hef séð, þó hef ég aldrei farið þangað en ég hef lesið um hana í tímaritum og fylgi þeim líka á Instagram, það fær að vera nóg í bili:) Einnig halda þeir úti ágætis vefverslun sem sjá má betur hér fyrir áhugasama. Það skýn alveg í gegn að þau sem reka þessa verslun hafa ástríðu fyrir hönnun, það sést langar leiðir og þannig verslanir er ekki annað hægt en að elska. Og mæla með!

Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.36Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.24 Screen Shot 2015-06-22 at 23.01.48 Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.05 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.19 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.04 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.47 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.00Screen Shot 2015-06-22 at 22.52.58 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.36 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.13 Screen Shot 2015-06-22 at 22.53.27

Algjört augnakonfekt þessi verslun, ég mæli svo sannarlega með að kíkja við hjá þeim við tækifæri. -Heimilisfangið er Skeppsbron 3.

Eigum við svo aðeins að ræða þennan fína gyllta ananas sem er að slá í gegn í innnahússtímaritum uppá síðkastið? Ægilega smart og skemmtilegt stofupunt, hann kostar um 9.000 kr. í Malmö Modern sem er svipað verð og hollenski framleiðandinn Pols Pottern selur hann á. En á Íslandi kostar hann 19.900 kr!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VERSLAÐ ERLENDIS: LAGERHAUS

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Ég var í heimsókn hjá Linneu í Petit þegar ég sá fína dagatalið sem hangir uppi í æðislegu versluninni hennar. Það er reyndar ekki til sölu hjá henni og fjölmargir sem spurja reglulega út í það, en hún sagði mér að það fengist í sænsku versluninni Lagerhaus. Þá mundi ég að þangað hef ég svo sannarlega komið og vá hvað þetta er æðisleg verslun og ódýr í þokkabót. Ég tók saman nokkrar flottar vörur frá Lagerhaus ef þið eigið leið til Svíþjóðar eða Noregs í sumar þá mæli ég með ferð í þessa verslun. Þarna er hægt að finna allskyns skrautmuni fyrir heimilið á oft alveg fáránlega góðu verði. Svo senda þeir til Danmörku fyrir áhugasama, en því miður ekki hingað heim.

 

Ekki slæmt úrval þarna, ég væri alveg til í að skella mér í helgarferð til Stokkhólms og fylla ferðatöskuna af fíneríi þaðan. Hver er til?:)

Hér má sjá staðsetningu Lagerhaus í Svíþjóð og Noregi.

-Svana