fbpx

VERSLUNARTIPS: MALMÖ MODERN

BúðirVerslaðVerslunarborgin

Verslunin Malmö Modern er algjört must see ef þú átt leið til Malmö á næstunni og átt pláss í töskunni fyrir einn til tvo fallega muni til að skreyta heimilið. Þetta er ein af fallegri verslunum sem ég hef séð, þó hef ég aldrei farið þangað en ég hef lesið um hana í tímaritum og fylgi þeim líka á Instagram, það fær að vera nóg í bili:) Einnig halda þeir úti ágætis vefverslun sem sjá má betur hér fyrir áhugasama. Það skýn alveg í gegn að þau sem reka þessa verslun hafa ástríðu fyrir hönnun, það sést langar leiðir og þannig verslanir er ekki annað hægt en að elska. Og mæla með!

Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.36Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.24 Screen Shot 2015-06-22 at 23.01.48 Screen Shot 2015-06-22 at 23.00.05 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.19 Screen Shot 2015-06-22 at 22.58.04 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.47 Screen Shot 2015-06-22 at 22.57.00Screen Shot 2015-06-22 at 22.52.58 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.36 Screen Shot 2015-06-22 at 22.56.13 Screen Shot 2015-06-22 at 22.53.27

Algjört augnakonfekt þessi verslun, ég mæli svo sannarlega með að kíkja við hjá þeim við tækifæri. -Heimilisfangið er Skeppsbron 3.

Eigum við svo aðeins að ræða þennan fína gyllta ananas sem er að slá í gegn í innnahússtímaritum uppá síðkastið? Ægilega smart og skemmtilegt stofupunt, hann kostar um 9.000 kr. í Malmö Modern sem er svipað verð og hollenski framleiðandinn Pols Pottern selur hann á. En á Íslandi kostar hann 19.900 kr!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HEIMILI TÍSKUSKVÍSU Í SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Jóhanna Torfadóttir

  23. June 2015

  Hæ hæ, ég sá einhvern tíman að þú varst að mæla með bleikum ananaslampa (nema mig hafi verið að dreyma það) – hvar er aftur hægt að nálgast hann?

  • Svart á Hvítu

   23. June 2015

   Hæhæ, já það var í Glamour blaðinu:) Hann er til á vefsíðu Urban Outfitters:)

 2. Hulda

  23. June 2015

  Yndislegt! Vil líka benda á að þessar æðislegu glerkúlur eru til í Geysi á Skólavörðustíg.

 3. Þórdís

  25. June 2015

  kannski pínu langsótt en mig langar í svona svört skæri eins og eru í neðstu string hillunni, veistu hvort þau fáist á íslandi? :p

  • Svana

   25. June 2015

   Ég veit að Linnea hjá Petit.is lumar á nokkrum svona, prófaðu að senda henni línu;) ég hef rekist á svona í einhverri verslun en man því miður ekki hvar akkúrat núna:)
   -Svana