HAF STORE OPNAR INNAN SKAMMS : ÞAU GEFA ECLIPSE LAMPA ♡

Íslensk hönnunUppáhalds

Það er ekki oft sem ég verð alveg innilega spennt fyrir nýjum verslunum en í vetur mun HAF STORE opna í miðbæ Reykjavíkur og ég er að kafna úr spenningi! Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað um HAF hjónin þau Karitas og Hafstein og ef þið þekkið til þeirra verka (ég tók saman nokkrar myndir hér að neðan) þá vitið þið að við megum búast við svakalega fallegri verslun og einstöku vöruúrvali. Hönnunaraðdáendur geta því ekki annað en beðið spennt en þangað til þá er hægt að fylgjast með þeim á Instagram á HAFSTORE.IS en þar er einmitt gjafaleikur í gangi núna þar sem hægt er að vinna gullfallegann Eclipse lampa ♡

Það eina sem þið þurfið að gera er að fylgja HAFSTORE á Instagram og kvitta undir myndina af lampanum – ég mæli svo sannarlega með þessum gjafaleik!

Hér að neðan tók ég saman nokkrar myndir bæði af veitingarhúsum/verslunum/heimili eftir HAF studio ásamt nokkrum myndum af þeim vörum sem þau hafa þegar tilkynnt á instagramsíðu HAF store að verði partur af vöruúrvali þeirra. Þið sem ekki þekkið til sjáið því nokkurn veginn stílinn þeirra – sem er gordjöss. Myndir 1- 4, 9, 10 og 11 eru allar teknar af Gunnari Sverrissyni ljósmyndara. 

Já þetta fallega ljós verður bráðum fáanlegt á Íslandi ♡

Einn, tveir og skellið ykkur yfir á Instagram síðuna hjá HAFSTORE og takið þátt í leiknum og fáið að sjá á bakvið tjöldin…

FALLEGASTA SNYRTIVÖRUVERSLUNIN : NOLA

HönnunÍslensk hönnun

Ykkur gæti þótt það óvenjulegt að ég skrifi um snyrtivöruverslun en þessi fallega íslenska verslun er svo einstaklega vel hönnuð (og bleik) að ég hreinlega get ekki sleppt því að birta þessar myndir. Við erum að tala um NOLA sem er staðsett á Höfðatorgi en það voru þau Karitas og Hafsteinn hjá HAF sem hönnuðu verslunina í fyrra en þó voru þessar myndir aðeins teknar núna nýlega og eru þær alveg brakandi ferskar.

Þvílík draumaverslun og alveg er ég viss um að þessar myndir eigi eftir að flakka víða og veita mörgum innblástur. Ég fer alveg á flug þegar ég sé svona bleik og falleg rými. Enn ein fjöður í hatt HAF hjóna sem innan skamms opna sína fyrstu verslun – ég fæ að segja ykkur betur frá því sem fyrst. En þið getið byrjað að ímynda ykkur hversu falleg sú verslun verður!

Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson 

Hversu dásamlega falleg er þessi verslun og hönnunin alveg á heimsmælikvarða ♡ Það er hún Karin Kristjana Hindborg sem á Nola og ef ykkur langar til að sjá vöruúrvalið þá mæli ég með Nola.is eða að kíkja hreinlega í heimsókn. Ef ykkur líkaði við þessa færslu megið þið gjarnan smella á like-hnappinn eða á hjartað hér að neðan. Eigið góða helgi!

9. JÚNÍ ♡

Íslensk hönnunPersónulegt

Ég ætlaði bara rétt að kíkja hingað inn í dag – en ég ákvað að gefa mér smá afmælisfrí í dag og hef því ekkert viljað vinna í tölvunni. Sem er líka sérstaklega erfitt í þessari glampandi sól. Ég byrjaði daginn á góðri æfingu og kom svo við hjá Önnu Þórunni vöruhönnuði sem er ein mesta dásemd sem ég þekki. Tilefnið var að máta nýja bleika sófann hennar sem mig hefur svo lengi dreymt um til að fullvissa mig um að þetta sé sá eini sanni. Í leiðinni fékk ég að grúska í öllum fallegu hlutunum hennar en þið kannist líklega við Önnu Þórunni fyrir fallegu Feed Me skálina og Sunrise bakkann, en núna er að bætast við glæsilegur spegill úr línu sem kynnt var á síðastliðnum HönnunarMars. Hann er að vísu ekki kominn enn í sölu – en þið getið séð hann betur á svartahvitu snappinu síðan í dag ♡

Eigið góða helgi!

DRAUMUR Á ÁSVALLAGÖTU ♡

HeimiliÍslensk hönnun

Ég á varla til orð yfir þetta glæsilega heimili – en þau gerast varla fallegri en einmitt þetta og ég skoða þessar myndir með fiðring í maganum. Svo litríkt og bjart og uppfullt af fallegri hönnun í blandi við persónulega muni. Ég ræð varla við mig, mig langar til að banka upp á hjá þessu smekkfólki og fá að kíkja í kaffi!

Þetta fallega heimili er til sölu og má finna nánari upplýsingar um það hér hjá Vísi, þvílík gósentíð á íslenskum fasteignasölum. Það hefur aldrei áður gerst að ég birti tvo daga í röð myndir af íslenskum heimilum. Bravó fyrir því ♡

Hér búa alvöru hönnunarsafnarar, Hans J. Wegner, Arne Jacobsen og Eames hjónin eiga nokkra stóla hér inni. Og tala nú ekki um fallegu ljósin, Gubi ljós yfir borðstofuborðinu, Georg Nelson yfir stofuborðinu ásamt nokkrum öðrum glæsilegum lömpum.

Litadýrð ♡

Myndir via Vísir.is

Bleikt flamingó veggfóður, þvílík gleði að vakna alla morgna hér inni. Þetta veggfóður ratar beina leið á minn lífsins óskalista svo fallegt er það.

Verðið þið ekki glöð að skoða svona hressandi og fallegar myndir? Ég gæti hreinlega ekki beðið um betri innblástur fyrir heimilið og kem til með að fletta aftur og aftur í gegnum þessar myndir.

DRAUMUR Á MARARGÖTU

HeimiliÍslensk hönnun

Hér býr ein smekklegasta dama sem ég þekki – þó víða væri leitað. Því kemur lítið á óvart að heimilið sé eins og klippt úr tímariti svo einstaklega fallegt er það. Ég hef einmitt farið í innlit til hennar þá fyrir Glamour og ég man hvað þetta fallega bláa heimili vakti mikla athygli – þetta var með fyrstu myndunum sem birtust af íslensku heimili sem var heilmálað í svona dökkum lit en núna er það að verða æ algengari sjón. Enda ekki skrítið þegar þessar myndir eru skoðaðar, hver væri ekki til í að búa þarna?

Myndir via Smartland á Mbl 

Fyrir áhugasama þá er opið hús á morgun, mánudag og ég er alveg sannfærð um að þessi íbúð muni rjúka út. Draumastaðsetning í fallegu húsi og að mér skilst með drauma nágranna;)

SUMARPARTÝ Í NORR11 & GJAFALEIKUR

Íslensk hönnun

*Búið er að draga úr leiknum og var það Matthildur Víðisdóttir sem hafði heppnina með sér.

Á morgun verður haldið veglegt sumarpartý í versluninni NORR11 þar sem kynnt verður nýtt samstarfsverkefni NORR11 og Postulínu sem ég held svo mikið upp á. Þær Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir í Postulínu hafa töfrað fram fallegu kertastjakavasana sína í fyrsta skipti í svörtu, í sérstakri útgáfu sem verður eingöngu fáanleg í takmörkuðu upplagi í NORR11 og beint frá Postulínu. Ég elska samstarfið þeirra NORR11 og Postulínu en um jólin kynntu þau Svartaskóg sem ég féll kylliflöt fyrir. Þau ykkar sem hafið enn ekki kíkt við í verslunina þeirra á Hverfisgötu 18a þurfið að setja það á dagatalið enda með fallegri verslunum landsins.

Á morgun verður einnig kynnt til leiks nýtt merki til sölu í NORR11, en það verða yndisleg teppi frá As We Grow sem ég held líka mikið upp á. Þess má geta að As We Grow unnu íslensku hönnunarverðlaunin í fyrra fyrir vörur sínar og áttu þær verðlaunin svo sannarlega skilið enda gæðin mjög mikil og hönnunin frábær.

Til að fagna sumrinu með NORR11 ætlum við í samstarfi að gefa einum heppnum lesanda fallega sumargjöf, en það er stór kertastjakavasi frá Postulínu ásamt hlýju teppi frá As We Grow. Fullkomin gjöf fyrir öll sumarkvöldin sem framundan eru…

Ég get ekki beðið eftir að sjá vörurnar með eigin augum í sumarpartýinu en fyrir ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að mæta þá kem ég til með að sýna frá því á Svartahvitu snapchat. Gjafaleikurinn er þó opinn öllum! (Sjá neðst í færslu).

Teppið frá As We Grow sem fer í sölu á fimmtudaginn er dásamlega mjúkt og hlýtt úr 100% baby alpaca ull. Fullkomið fyrir notalegar stundir heima við, upp í sófa með heitan drykk eða úti á palli á íslenskum sumarkvöldum.

Um kertastjakavasana frá Postulínu. “Það er gaman að raða hlutunum á heimilinu og nýta með nýjum hætti. Ef þú ert sammála þessu þá eru kertavasarnir okkar eitthvað fyrir þig. Blóm fara vel í þeim en sé þeim snúið við er hægt að nýta þá undir kubbakerti sem fara einstaklega vel á þeim. Engir tveir eru eins.”

Fyrir frekari upplýsingar um sumarboðið í NORR11, smellið hér.

Til að skrá sig í pottinn og eiga kost á því að vinna fallegu sumargjöfina frá NORR11 þarf einfaldlega að skrifa athugasemd hér að neðan með nafni ásamt því að deila færslunni ♡

Vinningshafinn verður dreginn út á sunnudagskvöld þann 21. maí. 

Áhugasamir geta síðan fylgt NORR11, Postulínu og As We Grow á facebook til að missa ekki af neinu.

Sjáumst á morgun!

DRAUMAHEIMILI Í UNDRALANDI

HeimiliÍslensk hönnun

Undraland er mögulega fallegasta götuheiti landsins og er núna til sölu þar stórglæsilegt heimili mikils smekkfólks. Algjört draumaheimili að mínu mati og mikið lagt í innanhússhönnun þess með fallegum innréttingum og smekklegum lausnum. Hér hefur verið nostrað við hvert rými og hafa húsráðendur augljóslega góðan smekk og áhuga fyrir hönnun. Þrátt fyrir að húsið sé mjög stórt þá er mjög hlýlegur andi hér inni sem getur verið vandasamt verk í stóru húsi, allir hurða og gluggakarmar hafa verið málaðir svartir sem er hrikalega smart og ásamt dökkum innréttingum gerir það heimilið hlýlegra. Gömul tekk húsgögn með sál í blandi við vel valda hönnun og plöntur verður útkoman svona líka frábær, kíkjum í heimsókn!

0df4719a9926199990fb9f20d1290f5582d1dfc1 ed64b38dc8404b0130717e54e28da98785c5a6051e783c022deea89bfedb60e034c774b6b6c98a65 c5a6ef0b036eb02af1b22798d4d9fadcce4e67b155af49d4c9a67379994ec15278943ded778000f2a13185e56be8a44019db3d02695335a4036f29ca     85a87557a24b458de8360c1a074a1c7fb6403f23   742c1126acb1f30f2bb2d70d37ba77c7c220b376    d8a042d8515ecb8372eb91d0974f768458fc761e96568d4d512713af746d232a43da03a4d9014a23 4622411c48da555cef11aa340d9299c15f199edd

Baðherbergið er sérstaklega fallegt , með innréttingar í stíl við eldhúsið ásamt marmaraplötu. Takið eftir litlu smáatriðunum sem gera svo mikið fyrir heildar lúkkið, lítill vasi með blómum, ilmstangir og fallegar sápur.

57809492030f7cc325e3064bfee1321c52e658e1   618c0be244f4eea431ffe13b9f1308a143c4cffe   d3275219bf73bcf0436adb094e7a39fc496680ad

Hrikalega flott og skemmtileg barnaherbergi.

eeb958e8b7b98da7c86673e96cb8dfd907981fc789d01098451176f91a3c485658b8bf2a25d5594e

Myndir via Mbl.is/fasteignir

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt upplýsingum hér! Ég gæti hugsað mér að pakka niður strax í dag og flytja í þetta dásamlega hús, ég er alveg bálskotin.

svartahvitu-snapp2-1

SÍÐASTA INNLIT ÁRSINS // ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR

HeimiliÍslensk hönnun
Aldrei áður hef ég upplifað jafn sterk viðbrögð við neinu sem ég hef gert – fyrr en að ég opnaði SVARTAHVITU snappið, viðbrögðin hafa verið alveg hreint ótrúleg og öll svo jákvæð og frábær. Takk kærlega fyrir mig.
Í dag fór ég í síðasta innlit ársins og tók fagurkerinn Þórunn Högnadóttir vel á móti okkur á sínu glæsilega heimili. Þórunn er ritstýra Home Magazine sem er væntanlegt aftur á nýju ári og munu þær fréttir án efa gleðja marga lesendur, þangað til er hægt að fylgjast með Þórunni á Instagram – ThorunnH71.
Innlitið er aðgengilegt á SVARTAHVITU snappinu til kl. 14:00 þann 1. janúar 2017.
// Ef að þið smellið á myndirnar þá stækka þær, en ég tek fram að þær voru aðeins teknar á síma. 

 

svartahvitu-snapp2-1

FYRSTA SNAPCHAT INNLITIÐ: SVARTAHVITU

HeimiliÍslensk hönnun

Mig hefur langað í dálítinn tíma að stíga örlítið út fyrir þægindarhringinn minn og stækka Svart á hvítu bloggið í leiðinni. Bæði fyrir mig til að staðna ekki, því bloggið er jú orðið 7 ára gamalt og einnig til þess að ég – sem starfa sem einyrki hitti oftar fólk! Niðurstaðan var Snapchat! 

Ég hef því ákveðið að ég ætla að halda úti öflugustu Snaphat heimilis & hönnunar rás landsins, nei nei við ætlum ekkert að gera þetta í neinum hálfkæringi – þannig verður það aldeilis ekki. Í dag var fyrsta innlitið á Svartahvitu snappinu og var það inn á eitt fallegasta heimili landsins hjá HAF hjónunum þeim Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni hönnunargúrúum.

Hér að neðan eru nokkrar valdar símamyndir – það er svo mikið mikið meira að sjá á Snapchat sem verður inni næstu 22 klukkustundirnar.

15682008_10155567450883332_1817102055_o

Þið hafið séð mig fjalla um HAF hjónin reglulega í gegnum tíðina og gáfu þau út fyrir jólin kertastjakann Stjaka sem ég er ástfangin af. Við sýnum ykkur kertastjakann vel og vandlega á snappinu. Karitas er án efa ein smekklegasta kona landsins og það var dásamlegt að fá að kíkja í heimsókn til hennar og fá að sýna ykkur heimilið sem er að sjálfsögðu einstaklega fallegt.

Mig langar þó til þess að biðja ykkur um eitt, til þess að ég geti sinnt þessu af alvöru þá vil ég hafa ykkur sem flest inni á Svartahvitu snappinu og langar mig til að biðja ykkur um að dreifa orðinu ef ykkur líkar við efnið og ef þið viljið sjá meira af svona.

15681823_10155567451453332_1043120347_o15696512_10155567451928332_816207254_o 15681826_10155567452113332_1778703078_o-2 15682437_10155567437573332_2011160936_o

Ég byrjaði þó daginn á heimsókn til Andreu (AndreA Boutique) og Heiðdísar Helgadóttur (teiknisnillingur) vinkvenna minna sem voru að opna Pop up verslun á Laugavegi 72, ég hvet ykkur til þess að kíkja á þær stöllur á Laugavegsröltinu.

P.s. Því fleiri sem við erum á Svartahvitu Snapchat þá verður efnið meira. Ég verð ykkur mjög þakklát ef þið viljið aðstoða mig við þetta.

Jólakveðja, Svana

svartahvitu-snapp2

NÝTT & ÍSLENSKT: NOSTR VEGGSPJÖLD

Íslensk hönnun
Plaköt er eitthvað sem ég fæ seint nóg af, þau eru ódýr og vinsæl leið til að skreyta heimilið sitt með og svo er einfalt að skipta út plakötunum eftir stemmingu og hvíla þá nokkur á meðan ný eru hengd upp. Ég á að minnsta kosti ágætan bunka af fallegum plakötum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina, og ofan á það skemmti ég mér reglulega við það að búa til ný í tölvunni sem herbergi sonarins fær oftast að njóta. Sjáum hvort þið fáið að sjá þau síðar…
Ég rakst hinsvegar á þessi fallegu íslensku plaköt nýlega frá Nostr sem er hugarfóstur vinkvennanna Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur og Þóru Sigurðardóttur. Saman deila þær mikilli ástríðu fyrir fallegum heimilum, hönnun og vel rituðu máli.

“Hugmyndin að baki nostr.is er að sameina alla þessa þætti með vönduðu veggjaprýði. Móðurhjörtun fundu sig knúin til að byrja á veggjum barnaherbergjanna enda mikilvægt að litla fólkinu líði vel í sínu umhverfi, en þær stöllur eru mæður fjögurra frábærra barna. Þó ekki saman. Þær vildu umvefja sig hvetjandi og sterkum orðum… Ekki er minna mikilvægt að fullorðna fólkinu líði vel innan veggja heimilisins og því verður áherslan ekki síður á að gleðja augu og hjörtu þeirra með fallegum plaggötum frá Nostr.”

Orðið nostr er stytting af sögninni að nostra enda fátt notarlegra en að nostra við hlutina, heimilið, matinn og í raun bara hvað sem er – þegar tími gefst.

lifdu_njottu_vertu-600x600vertu_thu_sjalfur-600x600aedruleysi-600x600 ast_nytt-600x600
Þetta plakat hér að ofan er sérstaklega skemmtilegt, svo skemmtilegt að ég og mín besta, Rakel Rúnarsdóttir ætluðum fyrir um ári síðan í framleiðslu á svipaðri hugmynd:) Það er svo áhugavert hvað góðar hugmyndir rata í ólíka kolla á sama tíma um allan heim – ég get endalaust velt mér uppúr slíkum hugleiðingum. Bjartur minn og Rakel eiga þó í dag plakat útfrá þeirri hugmynd – sýni ykkur það líklega síðar. En þetta plakat er hinsvegar mjög flott!
stafrof_hvitt1_rum-600x600
Þið kannist líklega flest við þær stöllur, en saman hafa þær Kolbrún og Þóra viðamikla reynslu úr íslenskum fjölmiðlum, dagblaða, tímarita, handrita- og sjónvarpsgerðar, bókaskrifum og meira til. Deila þær því dálæti sínu á íslensku máli og vilja halda heiðri þess á lofti með þessu fagra formi.
umokkur-1024x512
“Segja má að veggmyndirnar séu afleiðing af alvarlegu týpógrafíublæti. Ég hef mikið verið að brjóta um bækur og hanna og hef ódrepandi þráhyggju fyrir letri, letursetningu, leturbili… eiginlega bara öllu sem viðkemur því hvernig stafir fara á blað. Þegar rithöfundurinn blandar sér síðan í málið er útkoman yfirleitt mjög skemmtileg og þegar Kollan mætir með sína yfirburðar andlegu tengingu getur þetta ekki orðið neitt annað en nærandi fyrir augað og sálina,” bætir Þóra við. –  Sjá meira á Nostr.is 
svartahvitu-snapp2