fbpx

TRYLLT SKARTGRIPALÍNA // FAIRY TALE BY LOVÍSA & PATTRA SITUR FYRIR

Íslensk hönnunSkart
Fairy Tale er ný og guðdómlega falleg skartgripalína frá By Lovisa sem kom út fyrir nokkrum dögum síðan og ég má til með að deila með ykkur fallegum myndaþætti sem snillingurinn Aldís Pálsdóttir tók og engin önnur en Pattra okkar fyrrum Trendnet bloggari sat fyrir. Fairy Tail er nýjasta línan úr smiðju Lovísu, sem státar af skarti úr ekta gulli, eðalsteinum og demöntum í mjúkum og fallegum litum og er alveg einstaklega falleg. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er By Lovisa falleg skartgripaverslun í Vinastræti, Urriðaholti sem fagurkerinn og gullsmíðameistarinn Lovísa Halldórsdóttir Olesen rekur. Ég mæli svo innilega með heimsókn þangað, en til að byrja með er verður Fairy Tale einungis til sölu í versluninni!
Fairy Tale myndaþáttur – Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir. Módel: Pattra Sriyanonge. Listrænn stjórnandi: Erna Hreinsdóttir. Förðun: Lilja Dís. Fatnaður: Andrá. 

Þið sem eruð í leit að fallegri gjöf handa ættuð að skoða þessa skartgripi, smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun, en til að byrja með er Fairy Tale aðeins til sölu í versluninni ♡

Til hamingju Lovísa með GULLfallega skartgripalínu!

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR BARNIÐ

Skrifa Innlegg