BÓKIN TIL AÐ EIGNAST: LÍFIÐ Í LIT

BækurÓskalistinn

Ein af fallegustu instagram síðunum sem ég fylgist með er hjá Guðrúnu Láru @gudrunlara en þar deilir hún með fylgjendum sínum einstökum myndum frá daglegu lífi, heimilinu sínu, myndum af fallegum blómvöndum og ýmsu öðru sem þykir fallegt – ég mæli svo sannarlega með því að fylgja henni. Það kom því skemmtilega á óvart að bókin sem situr efst á mínum óskalista í dag, Lífið í lit er einmitt þýdd af Guðrúnu Láru en bókin kom út á dögunum og fæst í flestum bókaverslunum landsins ásamt því að fást í Sérefni. Lífið í lit fjallar um liti, mikilvægi þeirra fyrir manninn og hvernig nota megi þá til að skapa gott og notalegt umhverfi. Hljómar aldeilis vel en undanfarið hefur verið mikil vakning um notkun lita á heimilum og hvíti liturinn er ekki ennþá allsráðandi eins og var fyrir nokkrum árum síðan, virkilega jákvæð og skemmtileg þróun.

“Í þessari bók ræðst litasérfræðingurinn Dagny Thurmann-Moe til atlögu við sífellt grárri tilveru okkar. Hún sýnir hvernig samfélagið, sem áður var litríkt og örvandi, hefur smám saman orðið litaleysinu að bráð og bendir á leiðir til að græða það lit að nýju. Dagny fjallar um litafræði og skoðar litanotkun á byggingum og opinberum stofnunum. Einnig kemur hún með dæmi um hvernig hægt er að nota liti inni á heimilinu og í klæðnaði og útskýrir hvers vegna litir eiga alltaf við, óháð stíl og tískustraumum.”

Það er eitthvað svo ótrúlega girnilegt við myndirnar sem Guðrún Lára tekur. Myndirnar hér að neðan fékk ég á instagram síðunni hennar @gudrunlara. Þessi færsla átti í upphafi aðeins að fjalla um bókina sem ég er svo spennt fyrir en ég get ekki annað en deilt þessari fegurð með ykkur í leiðinni.

Bókin verður mín á næstu dögum og ég hlakka til að sýna ykkur betur frá henni, þangað til þá getið þið kíkt yfir á instagram síðu Lífið í lit og hjá Guðrúnu Láru fyrir áhugasama.

Eigið svo góða helgi kæru lesendur,

DAGBÓKIN MÍN 2016

BækurÍslensk hönnun

Eitt af því skemmtilega við að hefja nýtt ár er að byrja á nýrri dagbók, en þeir sem kannast nokkuð vel við mig vita að ég er gleymin langt yfir eðlilegum mörkum. Ég hef alltaf verið með allskyns glósubækur og litlar dagbækur á mér en oft gleymt í hvaða bók ég skrifaði hvað og var því eitt af mínum áramótamarkmiðum að vera aðeins meira með á nótunum og því þurfti ég góða dagbók. Ég fylgdist með Karen Lind mínum sérstaka dagbókarráðgjafa þegar hún var í dagbókarhugleiðingum -sjá hér, og endaði því á að velja íslensku dagbókina Munum. Núna hef ég haft þessa elsku mér við hlið í nokkra daga og fylli út to-do lista í upphafi hverrar viku sem hentar mér afar vel, ásamt því eru hvetjandi setningar eins og “A goal without a plan is just a wish” og annað í þeim dúr. Ég er búin að vera ansi dugleg að fylla út blaðsíðurnar í minni bók en fremst í henni er markmiðatré sem gott er fyrir alla að fylla út, við vorum einmitt látin gera þannig á Dale Carnegie námskeiðinu sem ég fór á og það virkar mjög vel að skrifa sín markmið niður, það er nefnilega ekki nóg að hugsa þau.

Screen Shot 2016-01-18 at 09.58.29 12545907_10154478201103332_1211125619_o

Munum dagbókinni hefur verið tekið ótrúlega vel en fyrst um sinn fannst mér ég ekki geta bloggað um hana því hún varð uppseld allstaðar en svo sá ég á facebook síðunni þeirra að nýtt upplag kemur út í dag svo það er um að gera að nýta tækifærið! Það sem ég held að ég muni komast yfir mörg verkefni með þessa dagbók í veskinu, núna er bara eins gott að ég muni eftir henni! Ég get svo sannarlega mælt með þessari snilld:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Á ÓSKALISTANUM: BÓKIN INNI

BækurÍslensk hönnunÓskalistinn

Í dag kemur út bókin Inni sem sýnir yfirlit yfir hönnun Rutar Káradóttur síðustu árin og er gefin út af Crymogeu. Það þarf vart að kynna Rut fyrir ykkur en hún ber að mínu mati höfuð og herðar yfir flesta aðra innanhússarkitekta og er algjör fyrirmynd fyrir þá sem vilja feta þessa braut. Frá því að ég heyrði fyrst af útkomu þessar bókar vissi ég að ég yrði að næla mér í eintak, þetta er bókin til að hafa ofan á stofuborðinu og fletta upp í aftur og aftur það er ég viss um. Að minnsta kosti skyldueign fyrir okkur heimilis og hönnunarunnendur.

rut-bok.235350 850060

Ljósmyndarinn er enginn annar en Gunnar Sverrisson sem er einn reynslumesti ljósmyndari landsins þegar kemur að innanhússhönnun og smekklegum heimilum svo það er hreinlega ekkert við þessa bók sem gæti klikkað. Núna tel ég niður þar til að ég fæ mitt eintak í hendurnar, svo spennt er ég…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SKRIFSTOFAN Í DAG & NÝ BÓK Í SAFNIÐ

BækurPersónulegtUmfjöllun

Það hefur verið heldur hljóðlegt hér á blogginu síðustu daga en þegar að mömmur eru aðframkomnar af svefnleysi þá virkar heilinn ekki endilega sem skyldi sem einmitt var í mínu tilfelli og þá spretta hugmyndirnar a.m.k. ekki fram varðandi bloggpósta. Ég hef einnig verið að íhuga hvernig einstæðar mæður fara að, nei án nokkurs gríns þá eiga þær skilið medalíu um hálsinn fyrir að ná að halda öllum boltum á lofti einar með krílin sín því mér er varla að takast það. Ég ákvað að vera í heilt ár í fæðingarorlofi til að geta verið lengur heima með stráknum mínum en í staðinn þarf ég að sinna smá vinnu á sama tíma sem ég hef sem betur fer mjög gaman af því annars hefði þessi ákvörðun alls ekki verið góð:) Í dag tók ég mig til og flokkaði vinnuaðstöðuna mína, pappíra og tímarit en það er ótrúlegt hversu miklu munar að vinna við hreint og vel skipulagt skrifborð.

Einnig langaði mig til þess að segja ykkur örlítið frá áhugaverðri bók sem ég fékk fyrir stuttu í gjöf og hef verið að glugga í en hún heitir Tækifærin.

IMG_0174

Ég er mikill aðdáandi HAY, en skipulagsboxin og appelsínugula mappan eru frá þeim, ég á möppuna einnig í stærri týpunni en ég elska að hafa hana opna því hún gefur vinnuaðstöðunni svo mikið líf. Þarna sést einnig í bókina góðu sem ég hef verið að fletta reglulega í síðan ég fékk hana fyrir stuttu.

IMG_0180

Tækifærin er bók sem hefur að geyma viðtöl við 50 íslenskar konur sem deila með okkur sinni reynslu og góðum ráðum úr atvinnulífinu. Þetta er svona bók sem ég hefði gjarnan viljað hafa lesið þegar ég var 19 ára gömul óviss um hvert ég stefndi í lífinu og við hvað ég ætlaði að vinna. Það þarf ekkert að lesa hana blaðsíðu fyrir blaðsíðu sem er góður kostur, ég hef þegar klárað fjölmörg viðtöl en þó byrjaði ég að sjálfsögðu að lesa viðtalið við flottu vinkonu mína hana Fatou sem starfar sem sérfræðingur á gæðasviði Nóa Siríus:)

IMG_0179

Þó að konurnar sem viðtölin eru við eiga það allar sameiginlegt að hafa lokið námi á sviði tækni eða raunvísinda, sem er augljóslega ekki mitt svið, þá gat ég þó tengt við svo margt sem þarna kom fram og svo finnst mér bara svo einstaklega jákvætt að svona bók sé til sem ungar stelpur geti sótt innblástur í og góð ráð. Að lesa viðtöl við konur sem hafa náð langt í sínu fagi, eru bæði frumkvöðlar, forstjórar eða sérfræðingar er ekkert nema hvetjandi, sama á hvaða sviði þú starfar:)

“Veljið eitthvað sem þið hafið gaman af því stór hluti vikunnar fer í vinnuna. Ekki hugsa bara um tekjumöguleikana, vinnuumhverfið skiptir svo miklu máli. Erfitt getur verið að komast að því hvað manni finnst um starfsvettvanginn áður en námi lýkur, en sumarvinna á sviðinu sem þig langar að læra um og starfa á, er góð leið ef kostur er. Anna Kristín Sigurpálsdóttir. Sérfræðingur í framkvæmdadeild.

“Hindranir eru alltaf fyrir hendi en ég held að við séum oft sjálfum okkur verst. Ég hef stundum talað mig niður og ekki þorað að taka áhættu, ekki þorað að segja: Já ég get þetta, jafvel þótt ég viti það vel með sjálfri mér. Eða ekki þorað að segja: Þetta er starfið sem ég á að fá. Það er eitt af því sem lærist með aldrinum. Með því að skilja sjálfan sig betur gerir hver og einn sér betur grein fyrir í hverju hann er raunverulega slakur og líka hvar hæfileikarnir liggja.” Auður Magnúsdóttir. Deildarstjóri próteintæknideildar.

“Númer eitt, tvö og þrjú er að fylgja eigin ástríðu ef hún er fyrir hendi. Ekki velta þá fyrir ykkur peningum eða vinnutíma. Við verjum einum þriðja af lífinu í vinnunni og því er svo mikilvægt að við fáumst við eitthvað sem við höfum áhuga á. Sjálfstraust skiptir líka mjög miklu máli – að trúa á sjálfan sig. Jafnvel þótt sjálfstraustið sé ef til vill ekki alltaf fyrir hendi, þá er bara málið að láta eins og svo sé!” Lóa Fatou Einarsdóttir. Sérfræðingur á gæðasviði.

Ég tók þessar setningar bara handahófskennt úr bókinni, en það er alltaf gott að lesa góð ráð. Ég er ekkert mikið í því að mæla með bókum svosem, en núna styttist í allar útskriftirnar og því langaði mig til að segja ykkur stuttlega frá þessari bók sem ég hafði gaman af og ég held að gæti mögulega hjálpað stelpum (líka strákum) að finna sinn farveg:) Sjá frekari upplýsingar um bókina á vefsíðu Tækifæranna –hér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

NÝTT ÁR OG NÝTT Á ÓSKALISTANUM

BækurÓskalistinn

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Vonandi uppfyllti gærkvöldið ykkar allar ykkar væntingar og að þið takið á móti nýja árinu með gleði í hjarta. Já smá væmni er alveg leyfð á þessum fyrsta degi besta ársins hingað til, ég get ekki beðið eftir að sjá hvað þetta ár færir mér:)

Byrjum á óskalistanum því þrátt fyrir margar innihaldsríkari óskir sem ég hef þá er alltaf pláss fyrir hluti á þessum lista mínum! Það er gaman að safna bókum sem fjalla um áhugamálið manns og ég hef mjög gaman af bókum um falleg heimili. Bókin The chamber of curiosity frá Gestalten situr efst á óskalistanum mínum um þessar mundir, falleg bók sem sýnir allskyns ólík heimili frá öllum heimshornum, dálítið bland í poka sem er oft besti innblásturinn. Í bókinni er lögð áhersla á að segja söguna á bakvið heimilin og fólkið og skilur mann þá eftir með aðeins meira en þegar fókusinn er á trendin. Mjög spennandi að mínu mati. Bókin kostar um 6 þúsund krónur og fæst t.d. hér. 

2-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer10-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer-1 thechamberofcuriosity_press_p202-203 8-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 7-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 4-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 16-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 12-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 14-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 6-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer
Ég vona að þessar bókaábendingar mínar komi einhverjum ykkar að góðum notum og vonandi deilir einhver ykkar þessum heimilisbókaáhuga með mér:)

Á ÓSKALISTANUM: COLORFUL

BækurÓskalistinn

Herregud draumabók heimilisperrans er að koma út… Stílistadrottningin Lotta Agaton og ljósmyndarinn Pia Ulin fagna 10 ára samstarfi sínu með því að gefa út bókina Colorful, nafnið á þó fátt sameiginlegt með innihaldi bókarinnar en litir eru eitt sem einkennir ekki stílinn hennar Lottu Agaton.

Þessi er væntanlega núna á næstu dögum en hana er hægt að kaupa í forsölu hér.

BOOKCOLORFUL

Ég elska Lottu Agaton og allt sem hún gerir, ég gerði því tilraun til að kaupa bókina en sænskukunnáttan mín gæti þó mögulega komið í veg fyrir að hún endi í lúgunni minni:)

BÓKIN Á ÓSKALISTANUM: MALENE BIRGER MOVE & WORK

BækurÓskalistinn

Þrátt fyrir að vera ekki ennþá búin að næla mér í fyrri bók Malene Birger -Life & Work- þá er nýjasta bókin hennar sem kom út á dögunum -Move & Work- komin efst á óskalistann minn. Fyrri bókin hennar sem kom út árið 2010 er algjör gullmoli fyrir heimilisunnendur og ætti þessi nýja því ekki að svíkja neinn. Ásamt því að birta myndir frá þremur gullfallegum heimilum sínum frumsýnir hún einnig myndir af nýju sýningarrými sínu í Kaupmannahöfn, BIRGER1962 þar sem áherslan er lögð á innanhússhönnun og list.

79809_C79809_179809_4 79809_3 79809_2

Þetta er algjörlega bókin til að hafa á stofuborðinu og fletta af og til í leit að innblæstri. Fyrri bókin hennar fékkst veit ég í Kúltúr, ætli þessi rati líka til þeirra?:)

BÓKIN Á NÁTTBORÐINU

BækurPersónulegt

Þar sem að ég er vakna u.þ.b. tvisvar til þrisvar sinnum á næturnar til að gefa litla krílinu að drekka þurfti ég að finna mér e-a afþreyingu, -ég er ekki mjög hlynnt því að hanga í snjallsímum yfir höfðinu á ungabarni, það bara getur ekki verið hollt. Ég rændi því þessari bók af mömmu í gærkvöldi, “Laðaðu til þín það góða” eftir Sirrý. Ég er rétt byrjuð á henni en er alveg orðin föst, ekki það að þetta sé spennusaga, heldur einstaklega vel skrifuð, áhugaverð og uppbyggjandi bók. Eitthvað sem allir hefðu gott af því að lesa. Sumir myndu flokka þetta sem sjálfshjálparbók, -alveg minn tebolli:)

IMG_1354

“Fyrst er að ákveða að laða til sín það góða. Og þá þarf maður að vanda sig að lifa – lifa eins fallega og manni er unnt hvern dag, gera það besta úr aðstæðum sem við er að eiga hverja stund. Þetta krefst þess að maður vandi sig í samskiptum, leggi rækt við hið jákvæða í tilverunni og sinni sér vel.”

IMG_1355

Hlakka til að klára hana á næstu dögum, mælið þið með fleiri bókum sem falla í þennan sama flokk?

:)

JÓLAGJAFAHUGMYND : ÍSLENSK HEIMILI

BækurHeimili

Ef þig vantar hugmynd að jólagjöf handa þeim sem hefur áhuga á fallegum heimilum þá er nýja bókin frá Höllu Báru Gestsdóttur og Gunnari Sverrissyni, -Heimsóknir- mjög góð gjöf:) Ég var að fletta í gegnum hana og hún er hin glæsilegasta. Þau hjónin hafa reyndar alveg einstaklega næmt auga fyrir myndefni og Gunnar er einn besti innanhússljósmyndari landsins.

_A9T1838heimsoknir_kapa_kynning _A9T9032 _A9T9368 _A9T09981qeqe_4548664

Þessi bók er skyldueign að mínu mati í bókahilluna.

HOME & DELICIOUS : Í JÓLAPAKKANN

BækurHeimili

Von er á nýrri bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni hjá Home & Delicious. Það gladdi mig mikið þegar Halla Bára sagði mér nýlega frá því að þau væru að vinna að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin, þetta er nefnilega ekki þeirra fyrsta bók, en hinar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa þau fengið margar fyrirspurnir um það hvenær eitthvað nýtt kæmi frá þeim. Þessar tvær myndir fékk ég að láni frá vefsíðu Home & Delicious sem sýna brot úr væntanlegri bók. Heimilin eru í gjörólíkum stíl, en bæði mjög falleg.

_A9T1818 bok_kynning1

Ljósmyndir : Gunnar Sverrisson.

Ég get ekki beðið eftir að fletta í gegnum þessa…