fbpx

NÝ BÓK & BLÓM Í VASA

BækurPersónulegt

Ég hef mjög gaman af því að versla mér bækur og eftir að ég – nánast – hætti að kaupa tímarit þá kann ég enn betur að meta bækurnar mínar. Oftast fjalla þær um hönnun og heimili en einnig um önnur áhugamál sem ég á mér. Nýjasta bókin í safnið er Live Beautiful eftir Athena Calderone, sem ég pantaði af Amazon, hinsvegar þá veit ég í dag að bókin fæst í fallegu verslun NORR11 fyrir áhugasama. Bókin er full af heimilisinnblæstri og get ég svo sannarlega mælt með henni.

Túlípanar skreyta einnig stofuborðið en núna er túlípana tímabilið gengið í garð og hægt að grípa vönd í flestum blómaverslunum og jafnvel matvöruverslunum sem ég hreinlega elska að sé orðið í boði. Mínir túlípanar koma frá blómaheildsölunni Samasem sem er himnaríki blómaunnenda… elska að kíkja við hjá þeim!

Mæli með – bók & blómum!

Vona að þið hafið átt ljúft páskafrí!

SÓLVEIG ANDREA GERIR STÓRKOSTLEGAR BREYTINGAR Á ÍBÚÐ Í SJÁLANDI

Skrifa Innlegg