fbpx

SÓFABORÐSBÆKUR / 5 Á ÓSKALISTANUM MÍNUM

BækurÓskalistinn

Fallegar og áhugaverðar bækur eru með því skemmtilegra sem ég safna og prýða þær heimilið mitt alla daga á sófaborðinu og á hillum svo auðvelt er að grípa í þær og fletta fyrir innblástur eða bara til að stytta sér stundir. Það ættu allir að eiga nokkrar góðar bækur sem lýsa áhugasviði viðkomandi og það er af nógu að taka. Þær bækur sem ég safna fjalla margar hverjar um hönnun og híbýli, arkitektúr, list, tísku og sitthvað annað sem heillar huga og augu. Þær fallegustu fá svo að prýða sófaborðið – þessar sem við köllum sófaborðsbækur. 

Ég á margar góðar sem mig langar einnig til að deila með ykkur en hér eru þær fimm sem mig langar mikið til þess að eignast þessa stundina.

Architectural Digest at 100: A Century of Style. Fæst hjá NORR11

Kelly Wearstler – Evocative Style. Fæst hjá NORR11.

Louis Vuitton – The Birth of Modern Luxury. – Fæst hjá Módern 

The Eye – How the world’s most influential creative directors develop their vision. Fæst hjá Epal

Bea Mombaers – items & interiors. Fæst hjá Amazon. 

Ég elska góðar bækur og gæti auðveldlega haft reglulega bókaumfjallanir. Næst verða það mínar uppáhalds ásamt nokkrum í viðbót sem eru á óskalistanum.

Eigið góðan dag kæru lesendur.

NINE KIDS ER ÞRIGGJA ÁRA ♡ GLÆSILEGIR AFMÆLISAFSLÆTTIR 1. NÓV

Skrifa Innlegg