KAUP DAGSINS : KLASSÍK FRÁ HANS J. WEGNER

HönnunKlassík

Ég var vissulega ekki að kaupa mér þessa stóla þó það væri draumur að rætast. Hinsvegar get ég ekki annað en bent ykkur á þetta dagstilboð sem er á klassísku CH23 stólunum hönnuðum af meistara Hans J. Wegner árið 1950 og eru þessi eintök árituð. Tilboðið stendur aðeins þann 16. júní um allan heim svo sama hvar þið eruð búsett þá getið þið nýtt ykkur það hjá söluaðila Carl Hansen & Søn. Stóllinn hefur ekki verið framleiddur í um 50 ár eða svo og aðeins verið hægt að nálgast þá á antíksölum, en núna hefur Carl Hansen & Søn sett stólinn aftur í framleiðslu og nýtir þetta snilldar tilboð sem kynningu. Ég hef áður spurst fyrir um stólinn í Epal og fullt verð var um 90 þúsund og þessvegna gleður að í þennan eina dag kostar hann 53.500 kr.

Ég er stólasafnari mikill og er búin að hugsa fram og tilbaka hvar ég kæmi fyrir einum slíkum en niðurstaðan var því miður sú að ég get ekki leyft mér svona fallegan stól sem þyrfti að vera notaður sem náttborð haha. Þetta er kauphugmynd dagsins frá mér til ykkar, ég gat ekki setið á þessum upplýsingum þar sem tíminn er svo naumur. Færslan er ekki kostuð frekar en annað sem ég skrifa um ♡

Eins og áður þá er ykkur velkomið að fylgjast með á Snapchat Svartahvitu.

Barstólarnir mínir: About a stool

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITTHÚSGÖGN

Þegar við tókum eldhúsið (og allt hitt) í gegn fóru miklar pælinar í gang um hvernig eldhúsrýmið ætti að vera. Við vildum stórt eldhús – nóg af skápaplássi – mikið flæði og nægt vinnupláss sem þýddi bara eitt: stór eyja. Við felldum niður vegg í eldhúsinu og inn í borðstofurýmið. Í borðstofurýminu stendur nú eyja sem er alveg ótrúlega stór (204×110) og satt að segja í miklu uppáhaldi. Ég var alveg staðráðin í því hvaða barstóla ég myndi fá mér við eyjuna.. sérstaklega eftir að ég sá þá heima hjá vinkonu minni. Þeir eru nefnilega margfalt flottari í heimahúsi en í sýningarrýminu í Epal. Ég sýndi stólana á snapchat þegar ég sótti þá – sem er reyndar frekar langt síðan.. og þar fékk ég nokkrar fyrirspurnir. Æskuvinkona mín var svo hrifin af þeim að hún fór og keypti nokkra við sína eyju.

Ég ætla ekkert að spara það en ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað keypt betri barstóla. Ég verð að taka saman nokkra kosti þeirra:

Þægilegir
Léttir (mikill kostur fyrir barstól)

Auðvelt að þrífa þá
Fæturnir eru ekki úr stáli/króm (mér finnst sjást svo vel á því)
Einfaldir í útliti og stílhreinir
Taka ekki mikið pláss
Það er hægt að ýta þeim undir borðplötuna (ef mig vantar plássið)
Þeir njóta sín þegar þeir eru dregnir út (ég vil hafa þá útdregna því þeir eru svo fallegir :)
Stöðugir.. þeir haggast hreinlega ekki á gólfinu. 
Tímalausir & gæjalegir… jebb, ég mun eiga þá forever.
Ekki of plássfrekir á athygli en setja samt punktinn yfir i-ið.

screen-shot-2017-03-12-at-11-51-07-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-15-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-05-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-46-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-31-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-22-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-49-am

screen-shot-2017-03-13-at-1-32-01-pm

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þessa færslu fyrir einhverju síðan en þar sem eyjan var ekki tilbúin þá fannst mér alveg ómögulegt að taka myndir með hálftilbúna innréttingu. Það þarf nefnilega alltaf eitthvað að fara úrskeiðis, allar hliðarnar á eyjunni komu í vitlausum málum og því þurfti allt heila klabbið að fara aftur til smiðsins.

Finnst ykkur þeir ekki sjúúúklega flottir? Þeir heita About a Stool og eru frá HAY. Ef ykkur langar að skoða stólana þá eru þeir á efri hæðinni í Epal Skeifunni. Færslan er unnin í samstarfi við Epal.

karenlind1

#EPALHOMMI

Hönnun

Það er fátt meira umtalað á samfélagsmiðlum núna eftir umræðu vikunnar þar sem óvænt kom fram nýyrðið Epalhommi, en fyrir ykkur sem hafið ekki fylgst með umræðunni þá getið þið lesið um hvað ég á við hér. Talandi um að grípa boltann á lofti en þessi auglýsing er með þeim betri sem ég hef séð og ég get ekki annað en brosað þegar ég sé hana og verð því að deila henni hingað inn.

Ég var stödd í Epal þegar umrædd myndataka átti sér stað og smellti af myndum á bakvið tjöldin og verð að viðurkenna að ég varð smá stjörnustjörf þegar Svavar Örn mætti á svæðið en ég er alveg bálskotin í honum – og hef verið mjög lengi. En þvílíkir herramenn og alveg glerfínir voru þeir!

epal_final_web_logo

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst #Epalhommi vera alveg frábært orð og ætti hreinlega að vera til í íslenskri orðabók sem lýsingarorð yfir einstaklega smekklega karlmenn haha. Eða hvað?

svartahvitu-snapp2-1

JANÚAR SÆLGÆTIÐ : LAKKRÍSDÖÐLUR

Hugmyndir

Ég er mögulega síðasta manneskjan til að predika um hollt matarræði og hvað þá hollt sælgæti. En það vill þannig til að ég var að byrja í þjálfun eftir mjög langt frí frá hverskyns hreyfinu og hollum lífsstíl nema það er alls ekkert grín að berjast við sykurpúkann sem hefur komið sér svo vel fyrir á öxlinni minni. Ég einfaldlega elska að narta í eitthvað gott og stundum á kvöldin hellist yfir mig alveg sjúkleg löngun í eitthvað gott og þá eins gott að eiga eitthvað í skápnum. Ég er að fylgja nokkrum skemmtilegum snöppurum og tók eftir umfjöllun hjá einhverjum þeirra um lakkrísdöðlur sem þær kaupa tilbúnar í búðinni, þá mundi ég eftir að ég á alltaf til lakkrísduft frá Lakrids by Johan Bülow í skápnum frá því að ég fékk það í jóladagatalinu þeirra fyrir ári síðan og ákvað að prófa að setja það á ferskar döðlur sem ég á einnig oft til í ísskápnum.

15992129_10155656014203332_1993618446_o

Útkoman var ótrúlega góð og ég mæli svo sannarlega með því að prófa. Ég sýndi frá tilrauninni á Svartahvitu snappinu í dag og heyrði ég þar frá nokkrum sem hafa lengi gert svona lakkrísdöðlur heima hjá sér! Ég tek það fram að duftið sem er selt í Epal er stærra en þetta sem ég fékk úr dagatalinu en kostar þó ekki nema um 800 kr.

P.s. það má vel vera að döðlur séu stútfullar af ávaxtasykri en á meðan þetta heldur mér frá nammiskálinni eða bragðarefnum þá hlýtur þetta að vera einstaklega góður kostur:)

svartahvitu-snapp2-1

VINNUR ÞÚ 240.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Uppáhalds

*Uppfært*

Þvílík gleði   Í gær, þann 19. desember afhenti ég vinningshafanum 240 þúsund króna gjafabréf í fallegustu verslunum landsins. Hjartað mitt er yfirfullt af gleði og mikið sem vinningurinn rataði á góðan stað. Vigdís Hauksdóttir er sú allra heppnasta og fékk ég kærastann hennar með mér í lið til að koma henni á óvart og sjá má viðbrögðin á facebook síðu Svart á hvítu.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegar og jákvæðar móttökur í leiknum sem og á Snapchat rás Svartahvitu  Ég vildi óska þess að ég hefði getað glatt ykkur öll – en það kemur kannski síðar.
Einnig vil ég þakka mínum kæru samstarfsaðilum fyrir að gera þennan frábæra leik að veruleika – þið eruð best 

**

Þá er komið að stærsta gjafaleik í sögu Svart á hvítu bloggsins sem fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu. Ég er full þakklætis fyrir ykkur, þennan risavaxna og trygga lesendahóp sem bloggið mitt hefur eignast á undanförnum 7 árum og ég er jafnframt þakklát fyrir samstarfsaðila mína sem gera mér kleift að sinna því sem ég hef ástríðu fyrir, að blogga. Til að sýna ykkur þakklæti efni ég til eins glæsilegasta gjafaleiks sem haldinn hefur verið.

Uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu er án efa desember og það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda jólagjafaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 240.000 kr. gjafabréf í mínum uppáhalds verslunum sem eiga það sameiginlegt að vera fallegustu verslanir landsins. Í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun fyrir heimilið og er þetta gjafabréf draumur fyrir alla fagurkera.

Verslanirnar sem um ræðir eru Aurum, Epal, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Myconceptstore, Norr11, Rökkurrós, Scintilla og Snúran sem gefa samtals 240.000 kr. gjafabréf.

Ég tók saman brot af mínum uppáhaldsvörum frá verslununum til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 240.000 kr. gjafabréfið. Á næstu dögum mun ég einnig heimsækja verslanirnar og sýna á Snapchat @svartahvitu jólagjafahugmyndir ásamt því hvað hægt er að fá fyrir gjafabréfið glæsilega.

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur.

 

aurum

Aurum er ein af skemmtilegri verslunum landsins með fjölbreytt úrval af hönnun frá öllum heimshornum og vekur verslunin gjarnan athygli fyrir fallegar gluggaútstillingar og bíð ég alltaf spennt eftir jólaglugganum. Verslunin í Bankastræti er tvískipt: Aurum skart og Aurum Hönnun & Lífsstíll og er því hér að finna eitthvað fyrir alla, stóra sem smáa og unga sem aldna.

// Aurum er á Facebook, Instagram og einnig á Pinterest

epal1

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fjórum stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

// Epal er á Instagram, Facebook og á Snapchat @epaldesign
kokka1

Kokka á Laugavegi er ein besta verslun miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur. Kokka er einn af mínum uppáhalds og tryggustu samstarfsaðilum og fagnaði verslunin í ár 15 ára afmæli sínu.

// Kokka er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kokkarvk

kunigund

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kunigund.island

 

linan1

Línan var stofnuð árið 1976 ótrúlegt en satt, en það eru ekki nema nokkur ár frá því að ég uppgötvaði þennan demant í Kópavoginum og kolféll fyrir versluninni enda úrvalið sérstaklega skemmtilegt. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook, Instagram og sjá einnig á Pinterest

lumex

Í Lumex býr einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon sjálfur sem tekist hefur að heilla upp úr skónum flesta hönnunaraðdáendur um heim allan. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og einnig á Pinterest

modern

Húsgagna- og lífstílsverslunin Módern fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu og hélt upp á þann áfanga með því að flytja sig yfir í stórt og glæsilegt húsnæði í Faxafeni. Í Módern má finna tímalausa hönnun eða framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni með áherslu á gæði og má hér finna vörumerki á borð við sígilda ítalska Minotti og vinsæla Kähler.

// Módern er á Facebook

myconseptstore

Myconceptstore er falleg verslun á Laugaveginum sem lætur mér alltaf líða eins og ég sé að rölta um stræti Parísarborgar. Hér er lögð jafn mikil áhersla á fallegt umhverfi og fallegar vörur og er það viss upplifun að heimsækja verslunina. Hér fást sérvaldar vörur fyrir heimilið, dásamlegar úlpur, skart, bækur og margt fleira.

// Myconceptstore er á Facebook 

norr11

Danska hönnunar- og húsgagnafyrirtækið Norr11 er með glæsilegan sýningarsal og notalega verslun á Hverfisgötu beint á móti Þjóðleikhúsinu. Norr11 er ungt merki sem einsetur sér að búa til falleg húsgögn sem standast tímans tönn. Í Norr11 má einnig finna vinsæl merki á borð við Frederik Bagger og Playtype.

//Norr11 er á Instagram og á Facebook

rokkurros

Rökkurrós er einn af földu demöntum Reykjavíkur og er þessi fallega verslun staðsett í verslunarkjarnanum Grímsbæ. Rökkurrós er lífstílsverslun sem selur fatnað, fylgihluti og hönnunar- og gjafavöru. Vintage, bohemian og nútímalegar hönnunarvörur eru samblandan sem Rökkurrós hefur upp á að bjóða og má þar m.a. finna vinsæla merkið Love Warriors.

// Rökkurrós er á Instagram og á Facebook

scintilla

Scintilla hefur verið fastagestur á Svart á hvítu blogginu undanfarin ár og verið lengi eitt af mínum uppáhaldsmerkjum. Scintilla er íslenskt hönnunarhús sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á textíl og gjafavöru fyrir heimili, hótel og fyrirtæki.

// Scintilla er á Instagram og á Facebook

snuran

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og jafnframt rekin af vinkonu minni Rakel Hlín sem ég kynntist í gegnum bloggið. Snúran er verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Ath. Snúran ólíkt hinum verslununum gefur 20.000 kr. gjafabréf fyrir Bitz leirstelli sem ég hef áður dásamað og dreymir sjálfri um að eignast.

// Snúran er á Facebook, Instagram og á Snapchat @snuran.is

 

Þá eru það mikilvægu atriðin:

Til að skrá sig í pottinn þarf að,

1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með fullu nafni (það þarf að skrolla mjög langt niður).

2. Fylgja Svart á hvítu á facebook.

3. Líka við og deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og sýna góðar jólagjafahugmyndir  á Snapchat ásamt því að hver veit nema þar verði hægt að næla sér í aukavinninga – ég mæli því með að fylgjast vel með.

svartahvitu-snapp2

Ég dreg út einn heppinn vinningshafa mánudaginn 19. desember.

Ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur gleðilegra jóla.

x Svana

DEKKAÐ JÓLABORÐ

Persónulegt

Þá er uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu loksins genginn í garð jibbý!

Ég kom heim úr yndislegri mæðgnaferð frá Boston fyrr í vikunni og vá hvað það var æðislegt að fá smjörþefinn af amerískum jólum þar sem öllu er tjaldað til, með jólatónlist í öllum verslunum, jólakransar á hverjum ljósastaur og rauður jólasveinn í hásæti sínu bauð mér að setjast í kjöltuna á sér í myndatöku (sem ég að sjálfsögðu þáði). Ég elska fallegar jólaskreytingar og þarna mátti sjá nóg af þeim enda hver einasta verslun með glæsilegar jólaútstillingar og ég upplifði mig dálítið eins og í jólabíómyndunum sem ég man eftir úr æsku þegar ég horfði á stærsta jólatré lífs míns tendrað við jólatónlist og almáttugur hvað kaninn fer “all in” og ég elska þá fyrir það.

Að öðru, ég hef síðustu daga verið að undirbúa OFUR jólagjafaleik hér á blogginu sem fær í senn að vera afmælisgjafaleikur í tilefni þess að Svart á hvítu fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu sem hlýtur að teljast ansi merkilegur áfangi og vá hvað ég er stolt.

Ég hef því fengið til liðs við mig nokkrar af flottustu hönnunarverslunum landsins til að búa til flottasta gjafaleik sem þið hafið séð. – Mæli því með að fylgjast vel með til að missa ekki af neinu.

Í dag hafði ég hinsvegar tekið að mér að skreyta jólaborð í verslun Epal í Skeifunni, mögulega örlítið út fyrir minn þægindarramma þar sem að verð að viðurkenna að ég held aldrei svona fín matarborð þar sem allt stell er týnt til – en gaman var það. Ég vildi gera þetta í mínum anda, ekkert of jólalegt og ofhlaðið heldur stílhreint og létt og að sjálfsögðu er bleiki liturinn aldrei langt undan þegar ég kem nálægt. Bleiku Issey Miyake diskamotturnar og glasamottur frá Iittala voru það fyrsta sem ég ákvað að leggja á borðið og allt hitt kom út frá þeim, Iittala Taika og Tema diskar urðu fyrir valinu ásamt Arne Jacobsen hnífapörum frá Georg Jensen. Glösin eru einnig frá Iittala, Essence hvítvínsglas, Ultima Thule fyrir vatn en svo bætti ég við þriðja glasinu sem er frá Hay. Borðskrautið er einnig látlaust að mínu mati, String kertastjaki frá Ferm Living, postulíns jólatré frá Postulínu, glerbakki frá Menu ásamt nokkrum munum sem sjást ekki á þessari mynd m.a. glæsilega silfur kannan frá Georg Jensen. Ég viðurkenni að þetta var töluvert skemmtilegra en ég þorði að vona og hver veit nema ég vippi upp einu góðu matarboði sem fyrst þar sem ég dekka upp borðið frá a-ö.

15292611_10155483254958332_68416785_o 15302402_10155483232448332_1445994501_o

En hvað segið þið annars með gjafaleikinn… spennt?

skrift2

30 ÁRA ÓSKALISTINN //

Óskalistinn

Með 30 ára afmælið mitt rétt handan við hornið og í rauninni eru flestar mínar vinkonur einnig að verða þrítugar í ár þá er aldeilis tilefni að taka saman einn stóran og góðan gjafahugmyndalista. Nokkra hluti á listanum er þó örlítið erfitt að komast yfir en ég læt þá þó fylgja með, það er jú alltaf gott að koma hugsunum sínum út í kosmósið og hver veit nema þessir hlutir endi einn daginn heima hjá mér, jafnvel bara þegar ég verð fertug! Í næstu viku verður stóra afmælisvikan en tvær af mínum bestu vinkonum verða einnig þrítugar ásamt því að systir mín fagnar líka sínu afmæli. Ég stefni á að halda tvær veislur, eina í garðinum hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og svo seinna djúsí kokteilboð fyrir vinkonurnar svo ég hef í nægu að snúast þessa dagana, planandi skemmtiatriði fyrir afmæli vinkvenna ásamt því að panta veitingar, skreytingar og partýdress, en VÁ hvað það er gaman!

Hér að neðan má sjá listann, ég vona að hann komi fleirum í afmælishugleiðingum að góðum notum,

 

oskalsiti

1. Ísbjörninn frá Bing og Grøndahl er dásamlega fallegur ásamt nokkrum fleiri dýrum frá sama merki. Þessi fæst helst í antíverslunum eða á uppboðssíðum. // 2. Sebrahestur Kay Bojesen, Epal. // 3. Dagg blómavasinn frægi frá Svenskt Tenn, eins klassískur og þeir gerast. Fæst m.a. í Svenskt Tenn sem er “möst see” í Stokkhólmi. // 4. Ég er skotin í Finnsdóttir vörunum, þessi litla krús er virkilega falleg, Snúran. // 5. Eitt af fáu sem ég er byrjuð að safna er Räsymatto morgunverðarstellið frá Marimekko, Epal. Þar fyrir utan eru Iittala Thule glösin klassík. // 6. Guðmundur frá Miðdal skapaði margar gersemar og er falleg stytta eftir hann á langtímalistanum mínum.  // 7. Mæðradagsplattinn frá Bing og Grøndahl þarf ég hreinlega að eignast, það er nýr gefinn út á hverju ári og mig vantar árið sem Bjartur minn fæddist. // 8. Loðlúffur frá Feldi eru draumi líkast. // 9. Glerfuglar Oiva Toikka frá Iittala eru gullfallegir safngripir, Iittala verslunin. // 10. Vegleg sólgleraugu eru alltaf góð gjöf, þessi eru frá Ray Ban – Great Gatsby, Optical. // 11. Tjúllaðar myndir sem eru væntanlegar hjá Heiðdísi Helgadóttur, Strandgötu í HFJ -sjá hér// 12. Ég geng nánast aldrei með skart nema þegar ég er að fara eitthvert út, dagsdaglegt skart þyrfti að hafa einhverja merkingu fyrir mér, eins og t.d. upphafsstaf Bjarts eða annað. // 13. Ilmkerti mmmm.. það er ekki hægt að eiga nóg af slíku, Völuspá og Skandinavisk kertin eru t.d. mjög góð og vegleg, MAIA, Aftur, Epal. // 14. Geggjuð bleik motta fyrir heimilið frá Pappelina, Kokka. // 15. Fallegt rúmfatasett er alltaf hægt að bæta við heimilið, þessi eru frá ihanna home, Epal.

*Listinn gæti einnig komið að góðum notum fyrir þá sem eru að fara að útskrifast eða halda brúðkaup, svo endilega deilið færslunni áfram ef þið kunnið að meta hana. x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á STRING HILLUNNI MINNI

HönnunKlassíkPersónulegt

Ein af uppáhalds merkingunum mínum á Instagram er #stringshelfie en þar má sjá um þúsund myndir sem String hillueigendur hafa merkt af sínum uppstillingum. Þið ykkar sem eigið String hillur og þá sérstaklega Pocket hilluna hljótið að kannast við valkvíðann að raða hlutum á hilluna, en það getur aldeilis verið hausverkur. Hér er mín String hilla þessa vikuna…

IMG_0633

Mér datt í hug að segja ykkur í leiðinni að það er 20% afsláttur af öllum String hillum í Epal til 21.nóvember svo það er um að næla sér í eina hillu ef hún er á annað borð á óskalistanum þínum.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FYRSTA MONTANA HILLAN MÍN

HönnunKlassík

Síðasta vika hefur verið viðburðarík en meðal þess sem ég hef verið að gera var að taka viðtöl við nokkra mjög áhugaverða einstaklinga sem staddir voru hér á landi í tilefni 40 ára afmælis Epal sem haldið var hátíðlega á föstudagskvöld. Ég hef enn ekki náð að vinna úr viðtölunum en meðal þeirra sem ég ræddi við var Jacob Holm sem hefur verið forstjóri hjá Fritz Hansen í rúm 18 ár og býr hann yfir hafsjó af fróðleik um hönnun. Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni… Fyrst teiknar hann á hilluna stílabók og stóran blíant sem á að vera að skissa fyrstu Montana hilluna, (kassi 60*60*30), efst skrifar hann svo “SVANA” og undir teikninguna “Love Peter L.”

Ég er enn að jafna mig eftir áfallið svo þið fáið ekki mynd af hillunni sjálfri. Ég hlæ reyndar sem betur fer af þessu, en hillunni mun ég aldrei koma í verð. Hillan sem ég fékk mér var hvít og einföld grunneining (x2) sem ég svo er eftir að ákveða smá hvernig ég vil skipta hólfunum upp, það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með þessar hillur.

81f452f78707bdd30afe7aea9249226f4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b1408558ccaca86debd3b10ad421e8a7dpeter_lassen_billede

Það er ekki hægt að vera svekktur út í þennan dásamlega og krúttlega mann.

Þetta fer bara í reynslubankann, aldrei að sleppa gömlum manni lausum með olíutúss á rándýra hillu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FERM LIVING & AFMÆLI Í EPAL

HönnunÓskalistinn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að Epal fagnar í ár 40 ára afmæli sínu, og afmælishátíðin nær hámarki sínu í dag.

Á eftir á milli kl.17-19 verður sérstök afmælishátíð í versluninni í Skeifunni þar sem svipt verður hulunni af tveimur innsetningum sem listamennirnir Eske Kath og Haraldur Jónsson hafa unnið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Ég er búin að vera með annan fótinn í versluninni í vikunni og hef fylgst með uppsetningunni hjá listamönnunum tveimur og verð að segja að þær koma mér skemmtilega á óvart. Vinnan sem búið er að leggja í þetta afmæli er ótrúlega mikil, því ásamt innsetningunum verða einnig kynnt sérstök Epal rúmföt sem Ingibjörg Hanna gerði í samstarfi við Epal, Vaðfuglinn í Epal litnum verður áritaður af Sigurjóni Pálssyni ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Einnig eiga eftir að líta dagsins ljós nokkrar fleiri vörur sem gerðar eru sérstaklega fyrir afmæli Epal sem ég er mjög spennt fyrir.

Í tilefni afmælisins komu til landsins fulltrúar eða jafnvel stofnendur helstu fyrirtækja sem Epal er með í verslun sinni, og ég er búin að ræða við nokkra þeirra í dag en þar má meðal annars nefna Trine Andersen stofnanda og eiganda Ferm Living. Ótrúlega hlý og skemmtileg kona sem ég hafði virkilega gaman af að ræða við um hönnun í dag, mikilvægi bloggara fyrir hönnunarmerki og annað áhugavert. Ég leyfi ykkur að lesa viðtalið innan skamms:) Í því tilefni tók ég saman nokkrar vörur frá Ferm Living sem eru á óskalistanum mínum og vildi deila með ykkur.

FermLiving

1. Innskotsborðin eru úr nýju húsgagnalínunni þeirra sem kemur í fyrsta sinn út í haust og ég er afar heit fyrir. 2. Púðarnir eru meðal vinsælustu vara frá merkinu og þennan bleika gæti ég vel hugsað mér að eiga. 3. Veggfóðrin eru upphaf merkisins og ástæða þess að Trine stofnaði Ferm Living. 4. Rúmteppin þeirra eru æðislega flott og einn daginn þegar ég nenni að búa um rúmið á hverjum degi þá mun ég eignast þetta rúmteppi. 5. Elkeland veggteppið er ég þegar búin að láta panta fyrir mig en það er með því flottara af haustlínu merkisins. 6. Spegill á leðuról… bara af því að það er svo töff:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211