fbpx

50 FALLEG ÚTISVÆÐI & PALLAR

Garðurinn

Garðurinn og pallurinn eru líklega ofarlega í hugum margra þessa dagana, mögulega vegna þess að það á enn eftir að undirbúa eða bera á pallinn fyrir komandi sólríka daga, finna réttu útihúsgögnin og blómapottana, eða hreinlega gera dálítið huggulegt? Við viljum geta átt sem flestar gæðastundirnar úti á pallinum okkar eða í garðinum – helst í sólbaði á meðan börnin leika sér á meðan í kring ef það er ekki til of mikils ætlast (jú jú það er minn æðsti draumur fyrir sumarið 2023:). Og þá er enn skemmtilegra að gera umhverfið smá sjarmerandi með fallegum útihúsgögnum, blómum og fíneríi.

Að eiga garð eru mikil lífsgæði í mínum augum og einn daginn mun sá draumur rætast hjá mér ♡ Það eru nokkur ár síðan við bárum á pallinn okkar og þið getið smellt hér til að sjá myndirnar. Ef þú ert að hugleiða að bera á pallinn þinn þá get ég vel mælt með lituðu pallaolíunni í litnum Ejlinge frá Sérefni, mjög fallegur og hlýr grár litur og mjög í þessum skandinavíska létta anda. Smelltu svo hér til að lesa fróðleik frá Sérefni hvernig best er að hreinsa og olíubera palla og skjólveggi og undirbúa fyrir sumarið.

Sjáðu svo allar myndirnar af þessum ótrúlega fallegu útisvæðum og pöllum sem veita mikinn innblástur.

P.S. Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri og ég mæli einnig með að “pinna” myndirnar yfir á Pinterestið þitt til að halda utan um allar þær hugmyndir sem þér lýst á. Besta leiðin til þess er að bæta við Pinterest hnappi í vafrann þinn – lestu allt um það hér hjá Pinterest. 

Njóttu vel!

Fyrir áhugasama þá gerði ég á dögunum frá a-ö sumarbækling fyrir Epal þar sem finna má allskyns falleg útihúsgögn frá þeirra helstu framleiðendum. Skemmtilegt verkefni sem gerir það að verkum að ég hef verið með garðinn okkar ef svo skal kalla þennan litla grasblett, algjörlega á heilanum:)

Meira um það síðar!

FALLEGASTA ÍBÚÐ LANDSINS? HEIMA HJÁ HÖLLU BÁRU & GUNNA

Skrifa Innlegg