FLOWER POWER HJÁ ERDEM

FRÉTTIRH&M

Eins og flestir hafa fengið fregnir af þá er samstarfsverkefni H&M í ár ekki af verri endanum. Um er að ræða enska tískuhúsið ERDEM sem þekkt er fyrir liti og falleg mynstur. Erdem er ekki jafn þekkt og fyrri samstörf á við Balmain, Alexander Wang eða Kenzo en engu að síðu að gera mjög góða hluti. Hingað til hefur Erdem ekki hannað fyrir herrana en núna í nóvember verður breyting á því (sjá hjá Helga Ómars í síðustu viku). Fyrstu myndir af línunni í heild sinni var að detta í loftið og ég er spennt að fá að deila þeim með ykkur hér á blogginu.

Blómamynstur er eitt af sterkustu trendum vetrarins og næsta vors og því getum við svo sannarlega gert góð kaup með kaupum á flíkum úr línunni – flower power alla leið!

Það er hinn óhefðbundni ljósmyndari Michal Pudelka sem myndar vörulínumyndirnar fyrir ERDEMxHM.

//

Erdem x H&M soon in stores. Here you have the lookbook taken by Michal Pudelka.

Íslensk áhrif ..

 

Margt komið á óskalista undiritaðrar en ég er ekki síður hrifin af herralínunni sem mér finnst hafa heppnast einstaklega vel.

Fatalínan fer í sölu í H&M Smáralind klukkan 11:00 þann 2 nóvember. Bíðið spennt ..

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INKLAW X CINTAMANI SAMSTARF:

LOOKTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Efir að Inklaw Clothing sýndi vörurnar sínar á Reykjavik Fashion Festival þá heillaðist ég virkilega af merkinu en Inklaw var að kynna samstarf við Cintamani, INKLAW X Cintamani. Línan var sýnd í dag í Cinta­mani versl­un­inni við Banka­stræti 7 & var mér boðið í heimsókn. Flíkurnar eru endurunnar en þær eru hand­gerðar & mynstr­in hand­máluð með máln­ingu.

Það er virkilega skemmtilegt að fylgjast með merkinu & strákunum á bakvið það – enda gengur þeim ótrúlega vel!

x
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

Á ÓSKALISTANUM:

LOOKTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Í dag fengum við þessar fallegu samfellur í Topshop í Kringlunni. Ég kolféll fyrir samfellunum enda er ég mikið fyrir blúndur, en samfellan kom í bæði svörtu & bleiku. Svarta er mjög klassísk & flott en bleika er einstök & örugglega falleg í sumar! Samfellan er á mjög góðu verði en hún kostar 5.390 kr – sem er heldur ódýrt fyrir svona fallega samfellu. Ég held að ég skelli mér frekar á bleiku þar sem ég á tvær aðrar svartar blúndu samfellur nú þegar.. en á sama tíma langar mér helst bara í þær báðar! En á morgun er miðnætursprengja í Kringlunni & er Topshop með afslætti af Mom Jeans, yfirhöfnum & skóm. Ég stend vatkina á morgun í Topshop, sjáumst þar!

x

1 6 3 4 5

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

TAKUMI: SPENNANDI NÝJUNG

HugmyndirUppáhalds

Keeping warm with Víking Jólabjór 🍻❄️#skálfyrirþér #ad @vikingbrewery

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Takumi hafði samband & spurði hvort að ég vildi gera færslu um appið þeirra. Ég gat ekki annað en samþykkt þá bón þar sem ég hef sjálf verið að taka þátt í þessari spennandi nýjung á Íslandi. Appið hentar mér sjálfri en einnig mörgum af mínum lesendum & langar mig þess vegna að segja ykkur aðeins frá því..

Takumi er app sem tengir saman áhrifaríka einstaklinga á Instagram við fyrirtæki til að vinna saman í auglýsingaherferðum. Appið er í miklu uppáhaldi hjá mér núna – mér finnst það frábær leið til að tengja saman fyrirtæki og bloggara eða Instagrammara. Persónulegri nálgun með einföldum hætti. Fyrirkomulagið virkar þannig að þú færð tilboð um herferð um leið & hún fer af stað & fyrir að pósta mynd af vörunni á Instagram færðu greiddar a.m.k. 70€ fyrir! Hver sem er getur náð í appið í AppStore eða Play Store undir “Takumi: Connect with brands”.

Til að geta verið með í herferðum þarftu að hafa 1,000 followers & flottan Instagram prófíl. Þér er síðan boðið að taka þátt í þeim herferðum sem passa við þitt Instagram. Ég fékk til dæmis boð um að vera með í herferð fyrir Víking jólabjór á sama tíma & ég var að fara á Vestfirði & það hentaði mér mjög vel þar sem vörumerkið þeirra passar einstaklega vel við íslenska náttúru! Þið sem fylgið mér á Instagram vitið að mér finnst mjög gaman að taka fallegar myndir sem ég tengi einmitt oft við bloggið mitt hér á Trendnet. Þessvegna hentar appið mér á svo skemmtilegan hátt og mér finnst gaman að geta deilt því með ykkur líka.

Ég mæli eindregið með þessari snilld. Frábær leið til að græða smá auka pening! Hér að neðan getið þið séð þær herferðir sem ég hef tekið þátt í.

#ad #auglýsing

x

Enjoying Viking Red IPA with some 🧀🍇#ad #craftselection @vikingbrewery

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Feeling fresh with Local 🥗🌿#ad #localsalad @localsalad

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Þessi er must have fyrir alla snyrtipinna 🔛🔝 #ad #edikblanda

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Hér er linkur af Takumi appinu í bæði AppStore & Play Store.

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

DRESS: EDDA X MOSS

DRESSÍSLENSK HÖNNUN

Hæ héðan .. frá rómantísku sænsku kaffihúsi.

15310549_10154263577852568_1618260576_n

Elska þessi smáatriði á erminni – þið líka?

Dagsins dress á vel við. Í dag kemur ný fatalína Eddu Gunnlaugs í samstarfi við Moss Reykjavík í verslanir Gallerí 17 – ég er svo heppin að hafa nælt mér í flíkur.
Eins og þið vitið flest þá vann ég sambærilegt samstarf fyrir rúmu ári síðan þegar Moss by Elísabet Gunnars fór í sölu við góðar undirtektir. Mín lína var frábrugðin að því leitinu til að ég hannaði einungis einfaldar “musthave” flíkur enda ekki lærður fatahönnuður og valdi því fara þá leiðina. Það heppnaðist með eindæmum vel og nú er það Edda sem tekur við keflinu.

Edda er eldklár og ný útskrifuð frá London College of Fashion. Hún vann lokaverkefnið sitt á sama tíma og þessi lína var unnin og hafa verkefnin tvö eflaust passað vel saman. Munstuðu efnin í línunni eru hönnuð af henni og það eru smáatriðin sem heilla mig sérstaklega. Til dæmis á þessari fínu dragt sem er svo Elísabetarleg (!)

 

img_0652img_0650 img_0636
Jakki: Edda x Moss
Buxur: Edda x Moss
Tshirt: Moss by Elísabet Gunnars

Þessi item verður hægt að nota sitt hvoru lagi og saman og ekkert mál að dressa upp og niður. Takk fyrir mig.

Til hamingju Edda og Gallerí 17 með vel heppnað samstarf sem fer í sölu með prompi og prakt klukkan 17:00 í Gallerí 17 í Kringlu! Meira: HÉR


//

Me wearing the new collaboration Edda x Moss. You can find the items in Galleri17 in Iceland later today.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

IITTALA X ISSEY MIYAKE // AMBIENTE

HönnunÓskalistinn

Á einhvern undraverðan hátt tekst finnska hönnunarrisanum Iittala alltaf að halda sér á toppnum og koma aðdáendum á óvart með spennandi nýjungum, það er nefnilega ekki að ástæðulausu að Iittala sé jafn vinsælt og það er þrátt fyrir að hafa verið að frá árinu 1881. Núna kynna þeir til leiks nýjasta samstarfið sitt en það er við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Útkoman er glæsileg lína sem inniheldur einstakt keramík, gler og textílvörur sem sameina skandinavíska hönnun og asískt handverk, hér má sjá línuna í heild sinni. Það var hjá henni Emmu minni sem ég sá fyrst fréttirnar en innan skamms munu líklega allar hönnunarbloggsíður hafa fjallað um þessa frétt enda einstaklega falleg útkoman úr þessu samstarfi. Þrátt fyrir að áherslur Iittala séu að mestu leyti á glervörur þá eru textílvörurnar í þessari línu það sem heillar mig mest, sérstaklega töskurnar sem ég spái vinsældum.

iittala-IXI-series-page

Ótrúlega falleg lína, eruð þið ekki sammála?

Ég get ekki beðið eftir að mæta á AMBIENTE hönnunarsýningunni á morgun í Frankfurt, en þar ætla ég að eyða 3 dögum og skoða og skoða og skoða, barnlaus og hress!:) Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með, ég er spennt að sjá nýju línuna frá iittala með eigin augum en ég er með miklar væntingar eftir að hafa skoðað myndirnar. Heyrumst næst frá Frankfurt, x Svana.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BALMAIN X H&M

FASHIONH&MLOOKBOOK

Hingað til hafa verið birtar ein og ein mynd af samstarfi H&M x Balmain til að “teasa” okkur viðskiptavinina. Það hefur virkað vel því netheimar hafa logað í hvert sinn sem við berum nýja flík augum. Nú styttist í að samstarfslínan mæti í búðir og því hefur lúkkbúkkið loksins verið sett í loftið. Hér að neðan tók ég saman dömulínuna eins og hún leggur sig –

Allt eru þetta flíkur sem aðdáendur hátískumerkisins verða þakklátir að sjá á hagstæðara verði –  90s glamúr tekinn á næsta level í boði Olivier Rousteing.

bxh19 bxh22 bxh17 bxh14 bxh12 bxh10 bxh11 bxh9 bxh7 bxh6 bxh5 bxh4 bxh3 bxh2 bxh1 bxh

Ég er spenntust fyrir perluflíkunum og tailor jökkunum sem eru mest í anda Balmain. Satin buxurnar og þessi tryllti leðurjakki á síðustu myndinni (!) mætti einnig verða mitt. Spurning hvort maður taki þátt í geðveikinni sem mun eiga sér stað  í verslunum H&M þann 5 nóvember þegar línan fer í sölu? Ætlar eitthver í það partý? Ég sé til …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BEYONCE X FLASH TATTOOS

FÓLKSHOPTREND

Metallic Flash Tattoos eða gervihúðflúr eru eitt af trendum sumarsins sem hefur örugglega ekki farið fram hjá ykkur! Húðflúr sem fer okkur öllum vel fyrir þær sakir að vera einungis tímabundið líkamsskraut, og því hægt að velja réttan tíma til að bera þau.


Beyoncemgid-uma-image-mtv.com-9594399?quality=0.8&format=jpg&width=980&height=551

Ein af áhugamanneskjum um Flash Tattoo er drottningin Beyoncé en hún hefur síðustu árin verið dugleg að skarta þeim. Nú hefur hún tekið skrefið lengra og hannað sína eigin húðflúrs línu í samstarfi við Flash Tattoos. Það gerist ekki mikið meira spennandi … eða hvað?

Húðflúrin sem hún hefur hannað samanstanda af munstrum , myndum og orðum sem við þekkjum úr þekktari lögum hennar. Hér að neðan ber hún hönnun sína sjálf og hér má sjá úrvalið í heild sinni.

24 3 1

Ég ætla að skoða þetta nánar .. hún selur mér algjörlega hugmyndina um að þetta sé málið! Ykkur líka?

Húðflúrin fást HÉR og vefsíðan sendir til Íslands! JESS!

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Nýtt í skóskápnum: Bianco by Christiane

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Ég mætti mega hress inní Kringluna í gær – eða við mæðgin – sá stutti var að springa úr spenningi fyrir að sjá Línu Langsokk og móðirin girnitist fullt af skópörum í nýjustu sendingu Bianco. Ég í alvörunni varð smá ringluð þegar ég kom inn því ég var umvafin fallegum skóm. En ef ykkur vantar nýtt skópar þá mæli ég með því að þið fylgist vel með síðunni minni á morgun…!!

En ásamt því að fá sendingu pakkaða af tryllingslega fallegum skóm þá kom líka ný lína sem danska leikkonan Christiane Schaumburg-Müller hannar fyrir merkið. Ég er svo svakalega hrifin af þessu hönnunarsamstarfi merkisins við tískuskvísur frá norðurlöndunum því mér finnst stíll þessara kvenna svo flottur og hann hentar okkur á Íslandi svo vel!

Hér sjáið þið dömuna í herferðinni fyrir merkið og að sjálfsögðu skónna. Við fáum þrjú pör af fimm hingað til landsins en þau eru komin í sölu og í dag hefst Kringlukast í Kringlunni sem stendur út mánudag en á þeim tíma er 20% afsláttur af ÖLLUM skóm í Bianco – ekki amalegt!

sko-7

Espadrillur komu sterkar inn síðasta sumar – þessar koma virkilega vel út, stílhreinar og svartar og smá töffaralegar.

sko-11 sko-9

Sandalarnir – þessir kveiktu strax áhuga minn þó ég hafi ekki alveg verið viss með þá fyrst er eitthvað við þá…

sko-6

…. dáldið töffaralegir finnst ykkur ekki ;)

sko-4 sko-17

Þessir – WOW! sjúklega flottir – rússkinn að utan og leður að innan það er eins og maður labbi á skýjum í þessum og gullröndin yfir hælnum er flott smáatriði. Skórnir eru alveg támjóir sem gefur þeim mikinn klassa.

sko-870x580 (1)

Ég mætti inní Kringlu í sólskynsskapi – enginn snjór og manni fannst svona eins og það væri vorilmur í loftinu. Svo ég var í þannig hugarástandi þegar ég ákvað að skella mér á eitt af þessum þremur pörum – en nei svo þegar ég kom út blasti við mér snjór og slabb. Þessir verða því notaðir innandyra næstu vikur en þægilegri „inniskó“ hef ég ekki átt. Ég sit meirað segja hér uppí sófa í skónnum og skrifa færsluna – þeir eru dásemd!

christianebianco4 christianebianco5

Já það voru sandalarnir sem urðu fyrir valinu…

christianebianco3

Ég var dáldið hrædd við þá fyrst ég viðurkenni það fúslega. Ég var ekki alveg að skilja þá en svo þegar ég sá þá í eigin persónu fannst mér þeir strax svaka töffaralegir! Svo þegar ég mátaði þá – þá var ekki aftur snúið!

christianebianco2

Mér finnst þeir koma hrikalega vel út og getið þið ímyndað ykkur í sumar þegar ég verð orðin kas í fínum sumarkjólum og leggins – ég hlakka alla vega sannarlega til. Ef sólin lætur svo ekki sjá sig hér þá get ég huggað mig við það að við erum búin að kaupa okkur eina utanlandsferð og erum mögulega að stefna á aðra. Já það á að dekra við Tinna Snæ áður en krílið kemur í heiminn.

christianebianco

Mér finnst þetta sjúklega flottur detail á skónnum en hér er undirskrift Christiane í skónnum – gerir þá einhvern vegin sérstakari og frábrugðnari „venjulegu“ skónnum frá Bianco.

Ég verð nú svo að taka fram ef einhver frá Bianco höfuðstöðvunum er mögulega að leita af íslenskum bloggara til að hanna línu fyrir merkið þá er ég alltaf til – maður fær víst ekki neitt nema maður láti alla vega vita af áhuga ;)

Næsta lína hjá Bianco er svo frá hinni dásamlegu Camilla Pihl en hún hannaði líka síðustu línu fyrir merkið. Ég á tvö pör úr þeirra línu sem ég nota óspart. Hin línan kemur í búðir 24. mars hér á Íslandi!! Ég segi ykkur betur frá henni og sýni á eftir ;)

EH

FYRSTU LÚKK: ALEXANDER WANG X H&M

ALEXANDER WANGH&M

Fyrstu myndir af samstarfi Alexander Wang og H&M hafa loksins verið birtar. Áður hafði birst mynd af Rihönnu skarta tveimur flíkum úr línunni en Elísabet skrifaði um það HÉR.

Myndirnar gefa góð fyrirheit um línuna og það lítur út fyrir að hún sé enn sportlegri en flestir bjuggust við.

3

1

2

4

Ég verð að viðurkenna að outfittið hennar Rihönnu heillaði mig lítið. Að vísu fannst mér toppurinn hennar mjög töff en kannski ekki paraður við leggings í stil. Þessar myndir eru hins vegar að gera MIKIÐ fyrir mig! Kláralega eitthvað fyrir sporty/svarthvítar týpur eins og mig sjálfa.

Hvernig líst ykkur á?

xx

Andrea Röfn