fbpx

Veglegur kaupauki frá Blue Lagoon Skincare og mínar uppáhalds vörur!

BeautyÍslensk hönnunMæli meðSamstarf
Ég má til með að mæla með ótrúlega veglegum kaupauka frá mínu uppáhalds húðvörumerki, Blue Lagoon Skincare. 
Ef þú hefur áhuga á að prófa margverðlaunaðar BL+ vörurnar þá er núna rétti tíminn því ef keyptar eru vörur fyrir 15.000 kr. eða meira fylgir með veglegur kaupauki, BL+ the serum, að andvirði 17.900 kr. í gjöf. Alveg tilvalin gjöf fyrir ástina þína ♡
Undanfarna mánuði hefur mín húðrútína einkennst af óvenjulega miklum lúxus, og er það heldur betur að skila árangri og langt síðan húðin á mér hefur verið í jafn góðu jafnvægi. Flesta daga nota ég BL+ serumið, BL+ andlitskremið, BL+ retinol og síðast bætti ég við rútínuna BL+ Eye serum og BL+ Eye cream og er því í dag komin með flestar af þeirra helstu snyrtivörum í snyrtiskápinn (*keypt sjálf og fengið í gjöf).
Augnserumið er í sérstöku uppáhaldi og það er alveg geggjað að geyma það í kæli og er því ótrúlega frískandi að rúlla ískaldri stálrúllunni yfir augnsvæðið á morgnanna sem gerir töfra ef þú vaknar eitthvað þreytuleg og þrútin um augun, en það gefur bæði góðan raka, frískar og vinnur á fínum línum! Já takk
Núna eru einnig öll gjafasett Blue Lagoon Skincare með frábærum afsláttum og fer þar fremst í flokki mitt uppáhald sem er The Eye Expert núna með 37 % afslætti!
“Endurvektu augnsvæðið á skotstundu með nýju húðvörusetti sem veitir góðan raka og vinnur á fínum línum, þrota og þreytumerkjum. Settið inniheldur: BL+ Eye Serum (10 ml), BL+ Eye Cream (15 ml) og svefnmaska úr 100% Mulberry silki.”  

Bláa Lónið er svo sannarlega íslensk perla en það eru líka snyrtivörurnar þeirra, en ekki allir vita að fyrstu fimm vörurnar þeirra – þar á meðal kísilmaskinn og baðsalt Bláa Lónsins – komu á markað árið 1995.

BL+ the serum

Öflug formúla sem vinnur gegn öldrun húðar og styður við heilbrigði hennar. Inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, sem bætir kollagenbirgðir húðar og styrkir náttúrulegt varnarlag hennar, ásamt jarðsjó Bláa Lónsins, C vítamíns og þriggja tegunda hýalúrónsýra.

Virkni: The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif.

Ávinningur: Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

Létt, silkimjúk áferð • Prófað af húðlæknum • Án ilmefna • Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð • Hentar öllum húðgerðum og grænkerum

 

Eye Expert gjafasett

BL+ EYE SERUM
Áhrifaríkt augnserum sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu.

BL+ EYE CREAM
Háþróað augnkrem sem nærir, þéttir og dregur úr fínum línum. Næringarríkt og silkimjúkt krem sem verndar viðkvæmt augnsvæðið, gefur slétta og bjarta ásýnd.

SILK EYE MASK
Glæsilegur svefnmaski úr silki sem gerir góðan svefn enn betri.

Þessu setti mæli ég svo innilega með ♡

Dekraðu við þá sem þú elskar (þar á meðal þig sjálfa!) með æðislegum lúxus húðvörum. Til að skoða úrvalið af BL+ skincare vöruúrvalið, smelltu þá hér. 

Moomin Love línan 2024

Skrifa Innlegg