NÝTT FRÁ ORIGINS

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR

Það voru að koma nokkrar nýjungar frá Origins og mig langaði að deila þeim með ykkur. Ég held mikið uppá Origins merkið og er búin að vera nota vörur frá þeim í nokkur ár núna.

Origins finnst mér einstaklega flott fyrirtæki og með góð gildi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að umbúðirnar séu í algjöru lágmarki eða semsagt sleppa stórum og fyrirferða miklum pakkningum. Innihaldsefnin í vörunum frá þeim eru að hluta til unnin úr náttúrulegum efnum og innihalda vörurnar til dæmis ekki paraben, phtalates, mineral oil. 

Ég ætla sýna ykkur vörurnar sem ég fékk og segja ykkur örlítið um þær..

 

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

ULTRA-HYDRATING ENERGY-BOOSTING CREAM

Þetta er nýtt rakakrem frá þeim en þetta er eiginlega nýrri útgáfa af Energy-Boosting kreminu þeirra. Þessi týpa gefur meiri raka og meiri orku. Þetta krem hentar því einstaklega vel á veturna til á fá þennan extra mikla raka og orku, það er allavega eitthvað sem mig vantar á köldum vetrar morgnum. Þetta krem inniheldur orkugefandi efni einsog Panax Ginseng og kaffibaunir. Ég elska upprunalega kremið frá þeim, þannig ég er mjög spennt að prufa þetta.

WELL OFF – FAST AND GENTLE EYE MAKEUP REMOVER

Þetta er ótrúlega mildur augnfarðahreinsir sem hreinsar allan augnfarða af á fljótan og þægilegan hátt. Hann verndar einnig svæðið í kringum augun og gæti því hentað vel þeim sem eru með viðkvæm augu eða fá ofnæmisviðbörgð. Það sem mér fannst líka ótrúlega áhugavert við þennan augnfarða hreinsi er að hann á að róa og vernda augnsvæðið vegna þess að það er rose damascena og agúrku þykkni í honum.

NO OFFENSE – ALCOHOL AND ALUMNI FREE DEODORANT

 

Þessari vöru er ég mjög spennt fyrir en þetta er nýi svitalyktaeyðirinn þeirra. Hann er mildur og á að veita marga klukktíma vörn gegn svitalykt eða í allt að 12 tíma. Það er líka mjög mild og góð lykt. Mér finnst líka æðislegt að formúlan sé glær og skilur því ekki eftir sig leifar. Síðan er æðislegt að þessi vara sé alkahól og állaus.

 

ENERGY BOOSTING TINTED MOISTURIZER

Ég er búin að prófa þessa vöru og get mælt með henni 100%. Ég var ekki lengi að skella vörunni á mig eftir að ég var búin að lesa mig til um hana. Þetta er litað, létt, olíulaust og orkugefandi dagkrem sem veitir húðinni raka, fyllir hana af orku og verndar, allt í einu skrefi. Hversu vel hljómar þetta? Þetta er fullkomið fyrir “no makeup” daga, þegar maður nennir ekki að mála sig en vill samt setja eitthvað smá á húðina og plús það að þetta er gott fyrir húðina. Þetta verndar húðina gegn úfjólubláum geislum og er með 40 í sólarvörn, algjör snilld að setja á húðina áður en maður fer út í kuldan og sólina.

Hérna er síðan mynd af mér með kremið, ófilteruð og ekki tilbúin í myndatöku haha en varð bara að sýna ykkur hvernig þetta kemur út. Þið sjáið eflaust hvað húðin verður ljómandi og fersk, fullkomið dagsdaglega.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

My Travel Essentials

HárvörurLaugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.

Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.

Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!

xx

Andlit

Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)

Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.

Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.

MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.

Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.

xx

Hár

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.

Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.

Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.

Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.

Moroccan Oil Treatment LightÞetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.

Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.

xx

Húð

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi

Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.

Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

H Magasín: Kíkt í snyrtibudduna

Laugar SpaLífiðÚtlit

Ég hef verið að skrifa fræðslu- og heilsupistla á vefinn H Magasín frá því hann opnaði núna í byrjun árs ásamt stelpunum í RVKfit (meira hér og hér).

H Magasín fékk síðan að kíkja í snyrtibudduna mína fyrir stuttu en þar deili ég mínum uppáhalds snyrtivörum og húðrútínu.

Til að lesa meira endilega kíkið hingað: http://www.hmagasin.is/tiska/snyrtibuddan-birgitta-lif

 

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

A fyrir augnkrem

AuguHúðSnyrtivörur

Vörurnar sem þið sjáið í þessari færslu eru ýmist keyptar af mér sjálfri eða ég hef fengið sendar sem sýnishorn. Allt sem ég skrifa er frá sjálfri mér komið og eins og alltaf er ég hreinskilin og einlæg í mínum skrifum.

Ég fékk fallega beiðni í gegnum snappið mitt —> ernahrundrfj <— sem var að skrifa um augnkrem. Augnkrem eru svo sem þessi vara sem ég hef alveg mjög mikið fengið spurningar um. Það virðist vera að þetta sé vara sem vefjist fyrir mjög mörgum. Eflaust hugsa einhverjir að þessi krem séu óþarfi því hvað í ósköpunum geta þau gert sem hin kremin geta ekki. Svarið liggur í formúlunni – hún er sérstök að því leitinu til að hún er hönnuð fyrir húðina í kringum augun. Húðin í kringum augun er allt önnur en önnur húð. Svitaholurnar, vökvasöfnunin, línurnar, litirnir ekkert er þetta í líkingu við það sem gerist annars staðar. Augnkrem eru öll sett saman með þessa viðkvæmu húð í huga, efnin eru öðruvísi því húðin er öðruvísi. Auðvitað ætla ég ekkert að vera sú sem segir að allir verði að nota augnkrem – það er fyrir hverja og eina að velja en mig langar bara svona aðeins að fræða eins og ég get og veit :)

Hvenær?

Það vefst fyrir mörgum – hvenær á að byrja að nota augnkrem. Ef ykkur langar að nota augnkrem þá notið þið augnkrem. Ég myndi samt segja að það væri óþarfi fyr en fyrstu einkenni öldrunar eru farin að láta sjá sig. Annars eru svo sem til mörg augnkrem sem eru laus við alla virkni og eru meira að kæla og vekja húðina svo ef þið eruð forvitnar en ekki farnar að finna fyrir einkennum öldrunar þá getið þið skoðað þau. Persónulega finnst mér það að nota augnkrem ómissandi og sérstaklega þegar ég er að farða, augnkremið er að mínu mati eins konar primer fyrir augnsvæðið og gerir allt svo miklu áferðafallegra.

Ef þið leitið að svarinu hvenær í rútínunni ætti augnkremið að koma þá set ég það á eftir rakakreminu eða næturkreminu. Ég leyfi þá því svæði helst að vera bert eða þá ég set ekki kremið alveg yfir allt augnsvæðið og nýti frekar augnkremið sjálft.

Hvar?

Augnkrem eru borin á svæðið undir augunum – og alveg útað gagnauga. Sum krem má bera ofan á augnbeinið en það ætti þó ekki að gera við krem sem eru með virkum efnum í því þau geta runnið inní augun og virku efnin fara ekki vel í slímhúðina því lofa ég. Húðin í kringum augun er sú þynnsta sem við höfum og því er hún viðkvæmust, það sést allt fyrst í kringum augun, þar fáum við t.d. yfirleitt fyrstu línurnar og því ætti ekki að fara illa með hana og vera að nudda mikið eða toga til. Það er oft talað um að við látum minnsta þrýsting í gegnum baugfingur og því ætti að nota hann til að nudda augnkreminu við húðina. Ég viðurkenni það nú alveg að ég geri það ekkert alltaf sutndum gleymir maður sér… En ég kann alveg óskaplega vel við augnkrem sem koma með einhverju á til að bera augnkremið á eins og sérstökum stút eða stáli.

Hvaða?

Þegar augnkrem er valið þá er það að sjálfsögðu mikið eftir hvað þið viljið, hvernig húðin er og hvaða vandamál þið viljið laga ef svo má segja. Það eru til alls konar augnkrem og ég á auðvitað auðveldast með að mæla með augnkremum sem hafa hentað mér, minni húð og mínum vandamálum.

Hér fyrir neðan sjáið þið 8 krem sem ég hef sjálf notað við mjög góðan árangur. Kremin eiga það sameiginlegt að vera ekki neitt sérstaklega virk. Þau eru helst að fókusera á að koma jafnvægi á rakamyndun húðarinnar, draga úr þrota og þreytu og litabreytingu. Þegar ég nefni rakabreytingu á það líka við að þegar það kemur meiri fylling í húðina í kringum augun minnkar sýnileiki fínna lína – þessara fyrstu sem fara yfirleitt að sýna sig fyrst í kringum 25 ára aldur. Kremin hérna fyrir neðan geta þó allar konur notað en ef þið viljið meiri virkni þá eru auðvitað til fjölmörg önnur augnkrem.

augkrem 1. Forever Light Creator Dark Circle Corrector frá YSL:
Þetta krem er með svo svakalega fallegri perlukenndri áferð svo svæðið í kringum augun ljómar samstundis. Það er alveg ofboðslega fallegt og virkar mjög vel sérstaklega gegn óvelkomnum litum. Kremið er borið á með stútnum.
YSL fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og Lyf og Heilsu Kringlunni

2. Cellularose Hydradiance Eye Contour frá By Terry:
Þetta krem er borið á með köldu læknastáli og hjálpi mér hvað það er gott. Þetta er kremið sem ég er búin að vera að nota mest núna undanfarið og ég held ég muni gráta þegar það klárast. Ég kreysti bara smá úr túbunni þannig það fari á stálið og nudda því svo varlega yfir húðina sem vaknar samstundis og fær góðan raka.
By Terry vörurnar fást í Madison Ilmhúsi

3. Hydrating Eye Cream frá Bobbi Brown:
Endilega kíkið á fleiri síður sem tala um þetta krem og kynnið ykkur það vel því það er í glaðning sem ég ætla að gefa hér á síðunni í þessari viku. Kremið er svo svakalega rjómakennt og dásamlegt, þykkt og næringarríkt og algjör rakabomba – lagar þannig áferð húðarinnar og dregur úr þrota og þreytu.
Bobbi Brown fáið þið t.d. í Hagkaup Smáraling og Lyf og Heilsu Kringlunni

4. Ibuki Eye Correcting Cream frá Shiseido:
Einfalt og rakamikið augnkrem sem er borið á með fingrunum. Kremið er hugsað fyrir þær sem eru að finna fyrir þessum fyrstu einkennum öldrunar og gefur sérstaklega fallega áferð og mikinn raka.
Shiseido fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa

5. It’s Potent Eye Benefit Cream frá Benefit:
Ég fékk einhver tíman lúxusprufu af þessu kremi erlendis og ég varð samstundis mjög hrifin. Þetta er létt gelkrem sem snöggkælir húðina svo hún frískast upp. Það fer mjög hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega og frískandi áferð. Kremið er borið á með fingrunum.
Benefit er ekki fáanlegt á Íslandi.

6. Eye Contour Cream frá Sensai:
Dásamlegt augnkrem sem er líka hægt að fá í formi augngels fyrir þær sem vilja frekar þá áferð – sjálf kýs ég augnkremið. Kremið er ríkt af silki meðal annars og húðin fær alveg dásamlega fallega áferð, það er létt í sér en samt svo drjúgt af næringu – húðin verður dásamleg. Kremið er borið á með fingrunum.
Sensai fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og Lyf og Heilsu Kringlunni

7. Skin Perfection Eye Cream frá L’Oreal:
Alveg klassískt, þétt og rakamikið augnkrem. Kremið er borið á með fingrunum, að mínu mati gerir það sérstaklega mikið fyrir áferð húðarinnar sem verður þéttari og áferðafallegri. Það dregur úr langvarandi þreytueinkennum yfir húðinni og að mínu mati er það einstaklega góður primer undir hyljara og annað sem ég set undir augun – áferðin verður svo falleg.
L’Oreal fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa, Lyfju og Lyf og Heilsu. 

8. Hydra Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland:
Ég hef sagt það áður og ég segi það hiklaust aftur þessir eru betri en sterkur kaffibolli á morgnanna. Töfravara sem er sú sem tryggði það að ég kolféll fyrir þessum dásamlegu vörum. Ef þið hafið ekki prófað þessa þá eruð þið að missa af miklu.
Púðarnir fást á nola.is

Vonandi eruð þið einhverju nær um augnkrem. Það er svo sem ógrynni af alls konar augnkremum sem er til á markaðnum. Ef þið eigið ykkur eitthvað uppáhalds merki hér á landi er um að gera að skoða þau sem eru hjá því annars getið þið líka auðvitað nýtt ykkur listann minn hér að ofan. Næst kemur svo kannski B fyrir BB krem, blush eða bronzer – það kemur í ljós…

Mikið vona ég að vikan framundan eigi eftir að vera frábær hjá ykkur!

Erna Hrund

Ljúfur næturmaski

Ég Mæli MeðHúðlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég efast nú ekki um það að margar ykkar eru farnar að finna fyrir kulda í húðinni. Kuldinn þurrkar nefninlega upp húðina og þá sérstaklega húð sem er þur fyrir. Kuldinn ertir húðina og stundum, alla vega á þetta við mig, myndast leiðinlegir þurrkublettir í húðinni sem manni bara svíður í! Persónulega virkar ekkert betur fyrir mig en að næra þá húðina vel með olíum og olíuríkum kremum. Ég var því alveg sérstaklega spennt að prófa nýja Nutri Gold næturmaskann frá L’Oreal en Nutri Gold vörurnar eru allar með góðum olíum sem róa húðina, gefa henni raka sem er drjúgur og góður og dregur fram innri glóð húðarinnar!

olíumaski2

Maskinn er notaður þannig að fyrst er borið þunnt lag af kreminu yfir allt andlitið og niður á háls. Nuddið kreminu vel inní húðina þannig það vari alveg inn og bíðið svona smá þar til þið finnið að það er komið vel inní húðina. Takið svo aðeins meira af kreminu og setjið þykkara lag af maskanum yfir andlit og háls og leyfið því að vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkið það svo af með tökum þvottapoka :)

Húðin verður alveg svakalega mjúk – hún verður bara eins og barnsrass hún verður alveg svakalega mjúk! Olíurnar í maskanum næra húðina svo svakalega vel og gefa húðinni miklu drjúgari raka heldur en mörg önnur rakabindandi efni. Svo húðin fær kærkominn raka í þessum svakalega kulda. Olían róar húðina vel og dregur úr erting og kláða í húðinni af völdum rakataps og kulda. Olíur eru dásamlegar að nota á húðina á veturna. Olíurnar í maskanum eru mjög léttar svo þær eru ekki að fita húðina um of svo allar húðgerðir geta notað þennan dásamlega maska.

olíumaski

Þetta er í fyrsta sinn sem það er fáanlegur maski frá L’Oreal hér á Íslandi og ég tek þessum opnum örmum og er búin að nota hann sem maska sirka 2 sinnum í viku í þrjár vikur núna og er virkielga ánægð með virknina. Svo nota ég það aðeins oftar sem næturkrem og þá set ég bara svona þunnt lag yfir allt andlitið og hálsinn.

Ég sé fyrir mér að krukkan muni endast mér ansi lengi því það sést mjög lítið á henni því það þarf alls ekki mikið af kreminu í hvert sinn. Þó ég segi þykkt lag hér fyrir ofan þá er kremið svo þétt og mikið að það er ekkert of mikið :)

Mæli með þessum fyrir ykkar sem þurfa að gefa húðinni rakabúst og koma henni í enn betra jafnvægi yfir þetta svakalega kuldatímabil. Olían færir húðinni mikla glóð svo hún ljómar að innan. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Nutri Gold varanna og þessi nýja viðbót er fullkomin inní línuna.

Erna Hrund

Hrein húð á sunnudegi

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég er búin að vera með leirmaska á heilanum í langan tíma, einna helst þó einn sérstakan leirmaska sem djúphreinsar hverja eina og einustu svitaholu í andlitinu mínu. Vitið þið ekki hvernig tilfinningin er þegar maður strýkur yfir andlitið sitt og þá sérstaklega nefið. Þegar húðin er óhrein þegar svitaholurnar eru stíflaðar þá er húðin hrjúf viðkomu. Þessi leirmaski er orðinn stór hluti af minni húðrútínu og þið sem eruð með mig á snapchat ættuð að kannast vel við þennan grip því hann hefur oft komið þar fyrir.

Mér finnst fátt eiga betur við en að gefa húðinni góða djúphreinsun og góða næringu svo á eftir því. Mér finnst þetta svona ómissandi byrjun á nýrri vinnuviku – húðin fær kærkomið orkubúst og fær svona fresh start ef svo má sletta :)

hreinhúð

Mud Mask frá My Signature Spa fæst í Scandic Heildverslun – smellið HÉR til að finna hann.

Ég hafði aldrei prófað vörur frá þessu merki fyr en mér bauðst tækifærið fyrir nokkrum vikum síðan. Þegar ég prófa merki sem ég hef litla þekkingu á þá gef ég mér drjúgan tíma til að prófa mig áfram og kynnast vörunum vel. Eftir að ég hafði prófað maskann einu sinni var ég strax kominá bragðið – hann var algjörlega það sem húðin mín kallaði á. Hann fékk ég stuttu eftir að ég kom af spítalanum, nýbökuð tveggja barna móðir sem var svona smám saman að koma sér í gang. Húðin mín var ekki í góðu jafnvægi eftir langa spítaladvöl þar sem umhirða húðar var nú alls ekki það sem var efst á forgangslistanum mínum.

Þessi leirmaski er með eiginleika skrúbbs, þegar ég ber hann á húðina nudda ég honum inní húðina með hringlaga hreyfingum og legg sérstaklega áherslu á að nudda yfir T-svæði húðarinnar sem er oftast þau svæði þar sem óhreinindin sitja sem fastast. Fyrir skúbbun og notkun á maskanum er húðin hrjúf, stundum sé ég þau sitjandi sem fastast í formi fýlapensla – eftir notkun er húðin silkimjúk viðkomu og engin óhreinindi sjáanleg! Maskinn harðnar fljótt svo nuddið honum strax vel yfir húðina til að þið náið að nýta skrúbb eiginleika hans, leyfið honum svo að vera á húðinni í 10-15 míntútur áður en þið hreinsið hann af með blautum þvottapoka.

Húðin verður sléttari og áferðafallegri eftir notkun. Formúlan inniheldur magnesíum sem róar og sefar húðina sem er mjög mikilvægt að mínu mati. Það gerir það að verkum að húðin verður ekki fyrir ertingi af völdum skrúbbsins og þess vegna finnst mér óhætt að mæla með honum fyrir allar húðgerðir.

My Signature Spa húðvörurnar eru lífrænar húðvörur :)

Erna Hrund

Blátt verður bleikt í október

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér hefur þótt alveg sérstaklega gaman að sjá hve mörg fyrirtæki láta gott af sér leiða í tilefni Bleiks októbers. Mig langaði að segja ykkur frá því að eitt af mínum uppáhalds serumum er nú komið í bleikar umbúðir í þessum mánuði en 20% hverri seldri vöru rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

bluelagoonlbleikt

 Hydrating 24H Serum frá BlueLagoon

Hér er um að ræða eitt alveg dásamlegt rakaserum sem gefur húðinni mikinn og drjúgan raka og áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari. Ég hef notað þetta reglulega í um 1 og hálft ár núna og ég finn strax mun eftir hvert einasta skipti. Serumið sýndi ég einnig í morgun húðrútínu sögunni minni á Snapchat rásinni minni – ernahrundrfj – um helgina.

Þetta er dásamlegt serum en ég sjálf nota alltaf rakaserum, halló þurr húð! En það er samt alls ekki bara fyrir þurra húð fyrir allar húðgerðir og allan aldur! Við þurfum allar góðan raka til að halda húðinni okkar í jafnvægi og svo okkur líði vel í húðinni. Það sem ég elska við þetta serum er hvað það er drjúgt, það gefur húðinni minni svona vellíðunartilfinningu sem mér finnst ekki öll serum gefa húðinni minni. Formúlan er rík af kísil og þörungum frá Bláa Lóninu en dásamleg samsetning þessarar tveggja virka alveg svakalega vel á mína húð. Það er eitthvað við þessa íslensku eiginleika efnanna og lónsins sem hefur svo góð áhrif á íslensku húðina.

Serumið er borið á alveg hreina húðina, yfirleitt er serumið það fyrsta sem við berum á húðina, það er þynnsta snyrtivaran og hún fer lengra inn í húðina en allar vörur og færir sig og virkni sína svo uppá yfirborð húðarinnar. Svo þarf alltaf að leyfa seruminu að gera sitt og passið því að gefa því sirka 10 mínútur á húðinni áður en þið berið rakakrem yfir hana. Þá er t.d. flott að hella uppá fyrsta kaffibolla dagsins, klæða sig eða bursta tennurnar.

Hvernig væri að bæta við einu dásamlegu serumi inní húðrútínuna og láta gott af sér leiða í leiðinni til dásamlegs málefnis. Svo er nú að koma vetur og það er því tilvalið að byrja snemma og koma húðinni í frábært jafnvægi þegar kemur að rakamyndun og safnað smá rakaforða fyrir kalda daga. HÉR getið þið keypt serumið en það hentar að mínu mati öllum húðgerðum og konum á öllum aldri.

EH

Möst fyrir veturinn!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég elska að nota olíuríkar snyrtivörur. Olíur hafa næringarrík áhrif á húðina og á líkamann – að innan og utan. Þess vegna er tilvalið að innbyrða olíuríka fæðu eins og fræ og það er líka tilvalið að bera olíur á húðina!

Síðasta vetur byrjaði ég að nota olíuríkar snyrtivörur á húðina og mér fannst í fyrsta skipti sem húðin mín hélt sér í ágætis jafnvægi í kuldanum – miklu betra jafnvægi en alltaf áður. Eftir það sannfærðist ég um ágæti olíunnar og nýlega fékk ég sýnishorn af nýju olíuvörulínunni frá The Body Shop sem ég er búin að vera að nota í tvær vikur núna og get því sagt ykkur almennilega frá reynslunni af þessum fallegu vörum…

olíurBS2

Intensely Revitalising Cream & Intensely Revitalising Essence Lotion úr línunni Oils of Life frá The Body Shop

Olíur gefa húðinni miklu drjúgari raka – s.s. raka sem endist lengur, raka sem hefur langvarandi og jákvæð áhrif á húðina og starfsemi hennar. Olíur ætti enginn að forðast – þessar olíur eru allar þar til gerðar að koma jafnvægi á olíustarfsemi húðarinnar og framleiða góðar olíur fyrir húðina en ekki slæmar og óhreinar olíur.

Oils of Life vörurnar innihalda þrjár mismunandi olíur – svört Cumen olía, Camellia fræolía og Rosehip fræolía. Fræolíur eru stútfullar af næringarríkum efnum. Olíur koma í veg fyrir rakatap í húðinni, þær eru léttar og fara hratt inní húðina, þær eru hreinsandi og sumar þeirra eru þannig til gerðar að þær draga úr myndum óhreinda! Vörulínan gerir allt þetta og þær eiga að gera húðina geislandi fallega.

olíurBS

Olía er möst fyrir veturinn – til að róa, næra og sefa húðina!

Sjálf er ég mjög ánægð með virkni varnna frá The Body Shop. Húðin mín er í virkilega góðu jafnvægi. Kremið nota ég á morgnanna og líka stundum á kvöldin en það er mjög létt en samt svo róandi og þægilegt. Það fer hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega áferð. Húðin verður mjúk eftir stöðuga notkun og hún geislar af næringu – eða það finnst mér alla vega. Ég elska ilminn af kreminu – mér finnst hann svona vekja húðina á morgnanna ef þið skiljið mig. Lotion olían er vatnskennd og er hugsuð til að nota á tandurhreina húð beint eftir hreinsun, mér finnst ofboðslega gott að bera olíur á húðina mína – sérstaklega á kvöldin og nudda henni vel saman við hana, róa hana niður og hjálpa henni að slaka á. Það geri ég með þessa og ef mér fannst ég þurfa þá setti ég kremið yfir – mér finnst það ekkert alltaf, það fer hreinlega eftir ástandi hennar. Mér finnst líka gott að nudda olíunni alveg niður eftir hálsinum og niðrá bringuna, svo róandi og þægilegt.

Mér finnst þetta virkilega vel heppnaðar vörur og ég verð sérstaklega að hrósa umbúðunum og hönnun  þeirra – þær fanga athyglina, þær eru fallegar og þær samræmast vörunum og virkni þeirra á fullkominn hátt!

Olíur – MÖST!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Girnilegar vörur frá Herbivore

Ég Mæli MeðHárHúðLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýlega kom nýtt merki í uppáhalds netverslunina mína nola.is sem heitir Herbivore Botanicals. Vörurnar eru yfirmáta fallegar og þetta eru svona vörur sem mann langar hálfpartinn að skreyta heimilið með þær eru það fallegar og formúlurnar sjálfar gefa umbúðunum ekkert eftir í fegurð og gæðum.

Innihaldsefni varanna eru 100% náttúruleg og það eru engin óþarfa efni í formúlunum – öll efnin eru þarna af ástæðu og gegna öll sínu hlutverki. Allar vörurnar eru þróaðar innan merkisins og efnin hafa öll sína virkni svo þær skila allar þeim árangri sem þeim er ætlað að skila. Mér finnst þetta aðdáunarvert – það er ekkert verið að flækja formúlurnar með alls konar efnum sem hafa kannski beint ekki tilgang. Hér eru það einfaldar formúlur sem skila góðri virkni og dásamlegri upplifun við notkun á vörunum. Þetta var í raun ást við fyrstu sýn þegar ég handlék vörurnar fyrst og ég heillaðist samstundis af þessum fyrstu þremur sem ég keypti mér en nú eru svo margar fleiri komnar á óskalistann. En svo eru þónokkrar vörur sem eru ætlaðar fyrir bað – ég bölva því nú endalaust að eiga ekki bað og það liggur við að ég kaupi nokkrar baðvörur bara til að eiga fyrir þan tíma þegar ég eignast bað!

herbivore4

Ég varð strax svakalega spennt fyrir því þegar Karin sagði mér frá merkinu og komu þess. Svo ætlaði ég alltaf að kíkja í heimsókn inní Nola en komst aldrei vegna endalausra veikinda. Þetta endaði svo þannig að þegar ég lá núna síðast inná spítala kíkti ég inná nola.is og ég sá að margar vörurnar voru bara að seljast upp! Svo ég greip í kreditkortið og gekk frá kaupum á þremur vörum til að byrja með. Svo fékk ég þennan yndislega poka til mín uppá spítala en hann gladdi mig alveg ótrúlega mikið – akkurat það sem ég þurfti á að halda þann daginn.

Mig langaði að sýna ykkur þessar þrjár vörur sem ég valdi mér en HÉR getið þið skoðað alt úrvalið. Því miður er mikið af vörunum uppseldar eins og er vegna ótrúlega mikilla vinsælda en það er von á nýrri sendingu og þá tek ég gleði mína á ný því mig langar að prófa nokkrar sem eru búnar!

herbivore3

Ég er alltaf sjúk í svona andlitsvötn í spreyformi og þetta er án efa eitt það yndislegasta sem ég hef nokkru sinni prófað. Ég nota þá á hreina húð eftir húðhreinsun, á morgnanna þegar ég vakna og áður en ég set á mig serum og krem og svo líka bara yfir daginn til að fríska uppá húðina. Formúlan er rík af blómum og kókosvatni, það inniheldur Hibiscus og búlgarska rós sem er aðalilmurinn í uppáhalds ilminum mínum – STELLA eau de Toilette frá Stellu McCartney – ég heillaðist við fyrsta þef af vörunni og þegar ég sá innihaldslýsinguna þá skildi ég strax afhverju það var, búlgarska rósin mín!

Spreyið kemur í glerflösku og er með úðara sem dreifir vatninu jafnt yfir allt andlitið og það hentar öllum húðgerðum.

herbivore2

Svo keypti ég mér sjávarsalsprey fyrir hárið með Lavander ilm. Ég prófaði þetta í fyrsta sinn í hárið í gær og það er yndislegt. Spreyið er nefninlega svo létt og það léttir hárið svo það fær yfir sig frísklegra yfirbragð og verður svona náttúrulega tjásulegt. Ég úða því í handklæðaþurrt hár og hristi vel uppí því, blæs svo hárið eða leyfi því að þorna og svo bætti ég aðeins meiru í þegar hárið var orðið þurrt bara til að ýfa það aðeins meira upp. Ég valdi mér spreyið sem ilmar af Lavander því það hefur svo róandi áhrif á mig en það er líka til með kókosilm en bæði eru uppseld því miður… en væntanleg aftur!

herbivore

Svo ákvað ég á síðustu stundu að bæta við þessum varasalva. Ég er sjúk í allt sem er með myntuilm eða bragði og ég er alltaf með varasalva í töskunni minni því ég er með svo mikinn varaþurrk og svo finnst mér varirnar mínar alltaf verða áferðafallegri með varasalva. Formúla þessa varasalva er rosalega mjúk og það er mjög þægilegt að bera hann á varirnar. Hann er svakalega rakamikill og nærir varirnar samstundis. Eins og þið sjáið á myndinni eru aðeins 6 innihalds efni í formúlunni og þar af eru þrjú þeirra olíur sem næra varirnar.

Ég bíð spennt eftir næstu sendingu frá Herbivore inná nola.is og ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita þegar hún mætir á svæðið. Ég sá það strax að þetta voru frábær kaup sem ég gerði og ég á eftir að nota vörurnar heilan helling á næstunni!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Nýjar húðgersemar frá MAC

Ég Mæli MeðHúðMACMakeup TipsSnyrtivörur

Þið ættuð nú vel að kannast við nýjungarnar sem ég ætla að segja ykkur betur frá í dag ef þið fylgist með mér á Snappinu – ernahrundrfj. Þar tók ég þessar tvær húðvörur fyrir þegar ég fékk þær fyrst fyrir nokkrum vikum og leyfði ykkur að fylgjast með því hvernig ég notaði þær og sýndi ykkur áferð húðarinnar þegar ég notaði þær. Þegar við hugsum um MAC eru auðvitað varalitirnir og litadýrð augnskugganna og eyelineranna sem er alltaf það fyrsta sem allir hugsa um en hjá merkinu leynast ýmis önnur góðgæti eins og þessar tvær vörur sem fara svo sannarlega vel með húðina, styrkja hana, næra og fullkomna áferð hennar!

macgersemar

Förum aðeins betur yfir þetta…

Báðar vörurnar eru hugsaðar sem húðvörur en þær eru líka báðar þannig gerðar að þær gera áferð húðarinnar fallegri fyrir förðun og önnur þeirra sem er tvöföld flokkast bæði sem förðunar- og snyrtivara.

Hér sjáið þið vörurnar tvær.

macgersemar2

Lightful 2 in 1 Serum With Radiance Booster frá MAC:
Ég er að elska þessa vöru útaf lífinu og þetta var svona ást við fyrstu sýn. Þið sem sáuð videoið á snapchat sáuð að varan er tvölföld – þið sjáið líka skilin á milli umbúðanna á þessari mynd. En þetta er s.s. serum efst og svo litað serum fyrir neðan. En hér mætast sumsé húðvara og förðunarvara í einni vöru sem er alveg yndisleg! Serumið er ríkt af næringarríkum efnum og það er frekar svona þétt í sér svo það gefur ofboðslega þægilega tilfinningu í húðina. Seruminu er ætlað að lífga uppá ásýnd húðarinnar og litarhaftið og gefa húðinni fallegan ljóma. Það tekur á litaójöfnu í húðinni og með hjálp C vítamíns þá fær húðin aukna birtu og aukna orku útá við. Varan er hugsuð þannig að hreina serumið sé notað yfir alla húðina á nóttunni á undan þá ykkar rakakremi og svo notið þið litaða serumið á daginn – en þá fáið þið 24 stunda virkni frá einni og sömu vörunni. Þetta er vara sem mér finnst þið verðið algjörlega að skoða því ég finn mun á minni húð eftir 3 vikna notkun og litaða serumið er ofboðslega fallegt bara eitt og sér yfir daginn, með léttri förðun eða sem grunnur undir meiri förðun – I LIKE!

Mineralize Timecheck Lotion frá MAC:
Ofboðslega létt og fallegt krem sem má nota beint á hreina húð eða á eftir öðru kremi – ég geri það, set fyrst serum, raka og svo þetta krem sem ég nota þá frekar sem eins konar rakaprimer ef þið skiljið mig. Áferð kremsins er ofboðslega mjúkt og svona semí matt einhvern vegin svo það er auðveldara að blanda grunnförðunarvörum á yfirborði húðarinnar og áferðin hennar verður því fallegri, sléttari og mýkri. En virkni kremsins lýtur að því að minnka opnar svitaholur s.s. slétta áferð húðarinnar og fyllir uppí ójöfnur. Það lyftir húðinni, stinnir hana og eykur rakastig hennar eftir stöðuga notkun. Ég er persónulega mjög hrifin af kreminu og það er virkilega góð lykt af því – ef þið kíkið á þetta setjið það þá beint á handabakið og finnið áferðina – þið eigið eftir að falla kylliflatar fyrir áferðinni!

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur fallegu húðvörurnar sem eru til í MAC næst þegar þið kíkið í heimsókn, þar búa nefninlega fullt af frábærum vörum eis og þessar tvær og sjálf er ég mjög hrifin af vörunum úr Lightful línunni og hef notað þær helling. Myndböndin sem ég gerði fyrir þessar vörur inná snapchat voru mjög vel tekin og ég þarf að vera duglegri í að gera svoleiðis um leið og ég fer að hressast aðeins meira. En eins og inná snapchat þá tek ég fagnandi á móti öllum fyrirspurnum bæði hér á síðunni, í gegnum tölvupóst og bara útá götu ef ykkur langar að spjalla :)

Báðar vörurnar myndi ég segja að hentuðu öllum húðtýpum.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.