fbpx

NÝTT & SPENNANDI FRÁ ANGAN : ANDLITSMASKAR

Íslensk hönnun

Ég held mikið upp á vörurnar frá íslenska húðvörumerkinu Angan og er spennt fyrir nýjustu viðbótinni sem eru andlitsmaskar sem voru að koma á markað. Maskarnir innhalda steinefnaríkan leir, íslenskar villtar jurtir, sjávargrös og eldfjallaösku sem hreinsa, mýkja og næra húðina.

Ég hef verið að nota líkamsskrúbbinn frá Angan í langan tíma og finn mikinn mun á húðinni þegar ég hef ekki skrúbbað hana í einhvern tíma. Svo er ilmurinn dásamlegur, hreinn og ilmar af íslenskri náttúru. Ég er því spennt að prófa líka andlitsmaskana en ég hef heyrt Írisi hjá Angan dásama þá enda er hún “tilraunardýr” númer eitt fyrir vörurnar. Angan er eitt af þeim merkjum sem ég tók ástfóstri við, enda gott að styðja við íslenskt hugvit og hönnun. Og þegar gæðin eru líka svona góð þá er það ekki spurning –

Kuldaboli er mættur og því fullkominn tími fyrir smá self-care ♡   

BLACK LAVA ANDLITSMASKI

Afeitrandi | Hreinsandi | Jafnar húðlit

Afeitrandi og hreinsandi maski sem inniheldur náttúrulegan leir, villtar íslenskar jurtir og eldfjallaösku. Blandan inniheldur steinefni, vítamín og andoxunarefni sem gefur ljóma, fjarlægir óhreinindi og stíflur í húð.

DEEP OCEAN ANDLITSMASKI

Rakagefandi | Hreinsandi | Nærandi

Rakagefandi og mýkjandi andlitsmaski sem inniheldur náttúrulegan leir og villt íslensk sjávargrös.

Blandan inniheldur steinefni, vítamín og amínósýrur sem gefa húðinni raka og draga úr fínum línum. Hreinsar og nærir húðina.

Guðbjörg Káradóttir leirlistakona og snillingur hefur svo handgert fallegar skálar undir maskana til að nota áður en þeir eru bornir á andlit ♡

Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða vöruúrval Angan með því að smella – hér – 

“Angan er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki sem handgerir húðvörur úr náttúrulegum og sjálfbærum hráefnum. Markmið okkar er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan.

Vörurnar eru byggðar á íslensku steinefnaríku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu á Vestfjörðum. Einnig notum við handtýndar villtar íslenskar jurtir, sjávargróður og lífrænar olíur í vörurnar okkar. Vörurnar eru án allra aukaefna og gerðar úr 100% hreinum innihaldsefnum.”

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BAST ER 2 ÁRA ♡ AFMÆLISHELGI & AFSLÁTTUR

Skrifa Innlegg