fbpx

GLJÁANDI HÚÐ VIÐ SUMARKJÓLANA

BEAUTYSAMSTARF
* vöruna fékk ég að gjöf

ANGAN Volcanic glow BODY OIL …
Þetta er akkúrat það sem mig vantaði við þetta endalausa pilsa & kjóla veður sem Ísland er að bjóða uppá þessa dagana.
Ég fékk vöruna að gjöf fyrir nokkru síðan, olían stóð hér á borðinu í nokkra daga áður en ég prófaði hana, þegar ég var búin að prófa einu sinni var ekki aftur snúið, þetta er snilld & íslensk snilld fyrir þá sem ekki vita.


Mig langaði svo að sýna ykkur litinn á olíunni en hún er svona gull/brons lituð.  Húðin fær ekki bara fallegan lit og  gljáa heldur líka mikla næringu & raka.  Þið getið lesið meira um þessa snilld HÉR .

Ég er aðallega að nota þetta á fæturnar þegar ég er í kjól eða pilsi en olían er líka mjög falleg á hendur & bringu.
Mæli með <3

ANGAN fæst t.d í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði, HAF store og HÉR má sjá alla útsölustaði.

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus

SUMARDAGAR

Skrifa Innlegg