*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf
Það voru að koma nokkrar nýjungar frá Origins og mig langaði að deila þeim með ykkur. Ég held mikið uppá Origins merkið og er búin að vera nota vörur frá þeim í nokkur ár núna.
Origins finnst mér einstaklega flott fyrirtæki og með góð gildi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að umbúðirnar séu í algjöru lágmarki eða semsagt sleppa stórum og fyrirferða miklum pakkningum. Innihaldsefnin í vörunum frá þeim eru að hluta til unnin úr náttúrulegum efnum og innihalda vörurnar til dæmis ekki paraben, phtalates, mineral oil.
Ég ætla sýna ykkur vörurnar sem ég fékk og segja ykkur örlítið um þær..
ULTRA-HYDRATING ENERGY-BOOSTING CREAM
Þetta er nýtt rakakrem frá þeim en þetta er eiginlega nýrri útgáfa af Energy-Boosting kreminu þeirra. Þessi týpa gefur meiri raka og meiri orku. Þetta krem hentar því einstaklega vel á veturna til á fá þennan extra mikla raka og orku, það er allavega eitthvað sem mig vantar á köldum vetrar morgnum. Þetta krem inniheldur orkugefandi efni einsog Panax Ginseng og kaffibaunir. Ég elska upprunalega kremið frá þeim, þannig ég er mjög spennt að prufa þetta.
WELL OFF – FAST AND GENTLE EYE MAKEUP REMOVER
Þetta er ótrúlega mildur augnfarðahreinsir sem hreinsar allan augnfarða af á fljótan og þægilegan hátt. Hann verndar einnig svæðið í kringum augun og gæti því hentað vel þeim sem eru með viðkvæm augu eða fá ofnæmisviðbörgð. Það sem mér fannst líka ótrúlega áhugavert við þennan augnfarða hreinsi er að hann á að róa og vernda augnsvæðið vegna þess að það er rose damascena og agúrku þykkni í honum.
NO OFFENSE – ALCOHOL AND ALUMNI FREE DEODORANT
Þessari vöru er ég mjög spennt fyrir en þetta er nýi svitalyktaeyðirinn þeirra. Hann er mildur og á að veita marga klukktíma vörn gegn svitalykt eða í allt að 12 tíma. Það er líka mjög mild og góð lykt. Mér finnst líka æðislegt að formúlan sé glær og skilur því ekki eftir sig leifar. Síðan er æðislegt að þessi vara sé alkahól og állaus.
ENERGY BOOSTING TINTED MOISTURIZER
Ég er búin að prófa þessa vöru og get mælt með henni 100%. Ég var ekki lengi að skella vörunni á mig eftir að ég var búin að lesa mig til um hana. Þetta er litað, létt, olíulaust og orkugefandi dagkrem sem veitir húðinni raka, fyllir hana af orku og verndar, allt í einu skrefi. Hversu vel hljómar þetta? Þetta er fullkomið fyrir “no makeup” daga, þegar maður nennir ekki að mála sig en vill samt setja eitthvað smá á húðina og plús það að þetta er gott fyrir húðina. Þetta verndar húðina gegn úfjólubláum geislum og er með 40 í sólarvörn, algjör snilld að setja á húðina áður en maður fer út í kuldan og sólina.
Hérna er síðan mynd af mér með kremið, ófilteruð og ekki tilbúin í myndatöku haha en varð bara að sýna ykkur hvernig þetta kemur út. Þið sjáið eflaust hvað húðin verður ljómandi og fersk, fullkomið dagsdaglega.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg