fbpx

SKIN CARE FAVORITES

BURSTARHÚÐRÚTÍNA

Ég fæ oft spurningar um hvað ég nota á húðina en húðumhirða skiptir mig ótrúlega miklu máli og passa ég að hreinsa húðina vel. Ef ykkur langar að vita meira um almenna húðumhirðu þá getið þið skoðað aðra færslu sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum hér. Mig langaði að deila með ykkur vörum sem hafa verið í mikilli notkun seinustu vikur.

 

MEGA-MUSHROOM SKIN RELIEF

Þetta krem er ég búin að vera nota í sirka tvær vikur. Ég gef mér alltaf nokkrar vikur þegar ég er að prófa húðvörur því maður getur yfirleitt ekki séð hvernig varan virkar fyrr en eftir allavega tvær vikur eða meira.

Ég er ótrúlega hrifin af Origins merkinu og búin að vera nota vörurnar frá þeim í nokkur ár núna. Origins leggur mikla áherslu á gæði í vörunum sínum. Mega-Mushroom kremið er nýlega komið til Íslands ásamt öðrum vörum. Þetta krem er ótrúlega nærandi, dregur úr roða og er róandi fyrir húðina. Það er eitthvað sem maður þarf eftir allar þessar veðurbreytingar og ég held að þetta krem eigi sérstaklega vel við íslenska húð. Kremið var gert í samstarfi við Dr. Andrew Weil sem hefur mikla trú á sveppum og töfra mætti þeirra.

 

REAL TECHNIQUES – COMPLEXION BLENDER BRUSH

Þessi bursti er æðislegur í andlitsskrúbba eða krem. Hann er sérstaklega hannaður til þess að grípa vöruna og dreifa henni vel yfir allt andlitið. Ég er orðin ótrúlega háð því að nota bursta í allt, mér finnst það mun hreinlegra og mér finnst burstarnir ná að dreifa vörunni mun betur en hendurnar. Þessi bursti nær að skrúbba húðina ótrúlega vel.

 

IHROA – EXFOLIATION

Þessi vara er mögnuð að mínu mati en ég prófaði þetta um daginn og var í algjöru sj0kki yfir hvað þetta virkaði vel. Þetta eru sokkar sem maður fer í og eiga að hjálpa húðinni við að losa sig við dauða húð sem á til að festast á fótunum. Ég mæli með að gera þetta fyrir einhver sérstakan viðburð, eins og til dæmis brúðkaup og gera þetta viku áður eða fyrr.

 

BIO EFFECT – 30 TREATMENT

 

Þessi vara kom mér skemmtilega á óvart. Mér var boðið fyrir nokkrum mánuðum að prófa þessa meðferð hjá BioEffect. Þessi meðferð vikar þannig að þú notar einungis þessa vöru kvölds og morgna í 30 daga. Þetta virkaði ótrúlega vel á mína húð en hún var einsog ný. Ég ætla klárlega að prófa þetta aftur en það er mælt með að gera þetta 2-3 á ári.

 

THE BODY SHOP – JAPANESE MATHCA TEA MASK

Þennan maska hef ég sagt ykkur frá áður en hann er æðislegur. Þessi maski er allur pakkinn en hann gefur raka, hreinsar og skrúbbar hana. Maskinn hjálpar einnig við að losa húðina við mengun og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu.

 

THE BODY SHOP – FACIAL MASSAGER

Nuddtæki fyrir andlitið.. hljómar mjög skringilega en mjög nauðsynlegt. Þessi græja eykur blóðflæðið og getur komið í veg fyrir fínar línur. Snyrtifræðingar mæla með þessu og er oft eitthvað svipað notað í snyrtimeðferðum.

 

GLAM GLOW – WATERBURST HYDRATED GLOW MOISTURIZER

Þetta krem er ég líka nýlega búin að eignast. Ég fékk það á sama tíma og Mega- Mushroom kremið. Þessi tvö krem eru mjög ólík og þjóna mismunandi tilgangi hjá mér. Þetta krem frá Glam Glow gefur ótrúlega góðan raka og að halda rakanum í húðinni í allt að 72 tíma. Mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig farða og nota þetta eiginlega í staðinn fyrir primer. Það er líka himnesk lykt af þessu sem skemmir ekki fyrir!

Þið megið endilega segja mér ef það er einhver húðvara sem þið getið ekki verið án og ef þið prófið eitthvað af þessum vörum xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FÖRÐUN & DRESS GÆRKVÖLDSINS

Skrifa Innlegg