HÚÐVÖRUR ÁRSINS 2017
Núna er komið að húðvöruhlutanum en ég hélt að þessi hluti yrði auðveldastur því ég er mjög vandlát þegar það kemur að húðvörum en svo var ekki. Ég vil bara eitthvað sem virkar, auðvelt og lætur mér líða vel. Ég hef oft talað um hvað það er mikilvægt að hreinsa á sér húðina og ég mæli með að kíkja á húðumhirðu færsluna mína hér.
Þetta eru nokkrar húðvörur en ég kynntist æðislegum vörum á þessu ári sem ég mæli með 100%.
BIOEFFECT EGF SERUM
Ég var svo heppin að ég fékk að kynnast þessu fyrirtæki og læra allt um BIOEFFECT vörurnar í lok þessa árs. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessum vörum.
Serum-ið frá BIOEFFECT inniheldur einungis 7 innihaldsefni og eru þau öll jafn mikilvæg. Ég set þetta á mig á hverju kvöldi og það er nóg að nota bara tvo dropa. Ég er búin að finna mjög mikinn mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þetta serum.
BIOEFFECT EGF EYE SERUM
Þetta er augnserum-ið frá BIOEFFECT en það er ótrúlega kælandi, minnkar fínar línur og dregur úr þreytu. Mér finnst mjög sniðugt að geyma þetta inn í ísskáp en þá er þetta extra kalt og vekur mann á morgnana.
BIOEFFECT EGF + 2A DAILY TREATMENT
Þessi tvenna er algjör draumur! Ég er búin að nota þetta á hverjum degi síðastliðna tvo til þrjá mánuði og vá hvað húðin mín er búin að breytast. Þetta kemur í tveimur skrefum en skref eitt gefur manni góðan raka og þú setur 2-4 dropa af því og ber það jafnt yfir andlitið. Síðan setur skref tvö en það verndar húðina gegn óhreinindum og mengun í umhverfinu.
GINZING – ULTRA HYDRATING ENERGY BOOSTING CREAM
Þetta er nýtt krem frá Origins en þetta er betrumbætt útgáfa af upprunalega kreminu þeirra úr Ginzing línunni. Ginzing línan er í miklu uppáhaldi hjá mér og hentar einstaklega vel minni húðtýpu. Þetta gefur góðan raka, frískar húðina og vekur hana. Mér finnst mjög gott að nota þetta áður en ég farða mig í staðinn fyrir farðagrunn eða fyrir.
GINZING – REFRESING EYE CREAM TO BRIGHTEN AND DEPUFF
Þetta er augnkremið úr sömu línu en kremið er með bleikum undirtón þannig það tekur í burtu dökka bauga og mér finnst einstaklega gott að nota það þegar ég er að farða mig.
A PERFECT WORLD – ORIGINS
Ég notaði þetta krem í allt sumar þegar ég var að fljúga en það inniheldur 40 sólarvörn og verndar húðina frá innrauðum geislum. Það var mjög þægilegt að grípa í þetta þegar maður var að kíkja út í sólina, þetta bjargaði mér oft ef ég gleymdi sólavörn fyrir andlitið.
MILK MAKEUP – TONER
Þetta er fyrsti stift toner-inn sem ég prófa en þetta er alveg nýtt á snyrtivörumarkaðinum. Ég keypti þetta í sumar í Sephora og varð ótrúlega hrifin. Þetta er mjög einfalt í notkun og mjög kælandi.
CLARISONIC – MIA 2
Þetta tryllitæki er mesta snilld sem ég hef notað en ég sá gríðalega mikinn mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota Clarisonic og gæti ekki hugsað mér húðtrútínuna án þess núna. Ég gerði færslu um Clarisonic fyrr á árinu en þið getið lesið hana hér.
CLEANSING SPONGE – REAL TECHNIQUES
Þetta er nýr svampur frá Real Techniques sem kom út á þessu ári og er hreinsisvampur. Ég er búin að nota þennan mikið og þá sérstaklega þegar ég er að ferðast. Þetta er æðisleg viðbót í húðrútínuna og ég mæli með að prófa þennan ef þið viljið eitthvað nýtt í húðrútínuna.
VITAMIN C – THE BODY SHOP
Þetta er klárlega búin að vera hreinsir ársins hjá mér en ég elska þennan. Hann hentar minni húð mjög vel en þetta er mildur skrúbbur sem má nota á hverjum degi. Hann gerir húðina mína einstaklega mjúka og hreina.
CAMOMILE – THE BODY SHOP
Síðast en alls ekki síst er það þessi farðahreinsir frá The Body Shop. Þetta nota ég alltaf sem skref 1 í húðrútínunni minni, þetta tekur allan farða, maskara og allt af mjög auðveldlega.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg