*Færslan er í samstarfi við NIP+FAB
Halló!
Mig langaði að deila með ykkur nýjung sem ég var að bæta inn í húðrútínuna mína en það er Glycolic Fix Daily Cleansing Pads frá NIP+FAB. Ég prófaði þessa vöru fyrir nokkrum árum og fannst hún mjög góð. Ég verð samt að viðurkenna að ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég væri að nota þá en núna er ég búin að fræða mig vel um hvað Glycolic acid er og langaði að deila með ykkur.
Til hugsunin við að setja sýru á húðina á mér fannst mér hræðileg en eftir að hafa frætt mig um sýrur þá veit ég núna að þær eru mjög góðar fyrir húðina en mikilvægt að nota það sem hentar sinni húð. Það er ótrúlega mikilvægt að mínu að fræða sig vel um hvað maður er að nota og vita hvað hentar sinni húð. Þannig ekki gera eins og ég og nota bara eitthvað, frekar þá að lesa sig til um vöruna og svo prófa – og þess vegna langaði að gera þessa færslu!
Nip+Fab sérhæfir sig í framleiðslu á húðvörum fyrir líkama og andlit með sérstökum fókus á ákveðin svæði eða markmið. Þannig getur maður valið sérstakt krem sem einbeitir sér að vandamálinu. Hönnun umbúðanna er einföld og upplýsandi svo ekki fer milli mála að hverju er gengið þegar vörurnar eru keyptar.
Hvað er Glycolic acid?
Glycolic sýra flokkast undir AHA sýru (Alpha Hydroxy Acid).
AHA sýra (Alpha Hydroxy Acid)
Vinnur á yfirborði húðarinnar. Hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Minnkar litabletti og sólarskemmdir. Bætir raka í húðinni og örvar kollagen framleiðslu húðarinnar. Einnig getur þetta haft áhrif á fínar línur. Mikilvægt að nota sólarvörn eftir notkun. Sérstaklega góð fyrir þurra húð.
GLYCOLIC FIX DAILY CLEANSING PADS
Ég fæ sjaldan bólur en á það til að fá svona áferð á húðina mína eða svona litla stíflaða fitukirtla sem getur oft verið erfitt að losna við. Þá er gott að taka smá Glycolic acid meðferð. Þetta er nefnilega vara sem þarf ekki að vera föst í rútínunni minni en gott að nota öðru hvoru en mikilvægt að halda rútínu til að sjá árangur. Ég mæli með að byrja hægt, nota skífurnar tvisvar til þrisvar í viku og auka síðan.
Mildar bómullarskífur sem eru drekktar í vökva sem hreinsa yfirborð húðarinnar og fjarlæga allan þurrk. Einnig eiga þær að “slípa” húðina, jafnar húðlit og gefur ljóma. Skífurnar innihalda líka hyluronic sýru sem gefur húðinni góðan raka. Það má nota kvölds og morgna á hreina húð. Mjög mikilvægt að nota sólarvörn ALLTAF eftir að maður notar sýrur.
Allar vörur frá NIP+FAB eru á 20% afslætti út október!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg