fbpx

Moomin Love línan 2024

FréttirSamstarf

Nýja Moomin Love vörulínan er svo sæt, en þar má finna sængurföt, handklæði og fjölnota poka (weekend-bag) sem myndskreytt eru í stíl við minn uppáhalds Moomin bolla, ljósbleika Love sem jafnframt er einn sá vinsælasti í safninu. Bleikar nýjungar úr hönnunarheiminum ná alltaf minni athygli og eru Múmínálfarnir engin undantekning! Ég vildi þó óska þess að sængurfötin væru einnig til í barnastærðum og vonandi bætast fleiri stærðir við síðar. En hér er þó á ferð krúttleg gjöf fyrir þann sem þú ert skotin/n í ♡

“Fagurbleik sængurföt sem sýna hinar mörgu birtingarmyndir ástarinnar á milli Múmínsnáða og Snorkstelpunnar.”

Þessi bleiki poki mætti alveg rata heim til mín, ég er veik fyrir sætum taupokum og er yfirleitt með nokkra í notkun ♡ Fyrir áhugasama þá fást Love vörurnar í Iittala búðinni í Kringlunni.

Falleg íslensk heimili : Gordjöss hönnunarheimili í Urriðaholtinu sem eykur lífsgæðin!

Skrifa Innlegg