fbpx

FALLEGAR ÚTSKRIFTARGJAFIR

Íslensk hönnunÓskalistinnSkart

Það eru margar útskriftir um helgina og í tilefni þess tók ég saman nokkrar góðar gjafahugmyndir sem munu án efa hitta í mark hjá fagurkerum. Falleg íslensk hönnun er í meirihluta að þessu sinni þar sem að útskrift Listaháskólans er meðal annars núna um helgina, má þar nefna skartgripi frá – bylovisa-, bolur og kerti frá Yeoman, vasa eftir Önnu Þórunni, veski eftir Andreu og íslensk list frá Listval ♡

 

Ef þú smellir hér þá ferðu yfir á minn lista hjá -by lovisa- þar sem ég hef tekið saman mitt uppáhalds skart ♡ Óskalisti Svönu / Svart á hvítu

Hér að ofan má einnig sjá Panthella hleðslulampa úr Epal // Gordjöss bol frá Yeoman ásamt handgerðum kertum // Royal Copenhagen stafabolla og Frederik Bagger glös, bæði úr Epal. // Allt skartið er frá Bylovisa. 

Dolce keramíkvasinn eftir Önnu Þórunni er svo flott hönnun, fæst m.a. í Epal // Hér má einnig sjá allskyns vasa úr smiðju Iittala en blómavasar & blóm eru alltaf góð gjöf að mínu mati:) // Albúmabækurnar frá Printworks eru svo skemmtileg gjöf og hægt að vera búin að prenta út myndir og látið fylgja með – fást hér! //Íslensk list á veggina gleður fagurkera og er þetta prentverk frá Listval // Draumaveskið mitt er þetta í neðstu röðinni frá elsku Andreu, svo fallegt og perlubandið alveg einstakt. // Hleðslulampar eru skemmtileg gjöf og ótrúlega nytsamleg, þessi flotti gyllti heitir Como og er frá Epal // Skartgripirnir á myndinni eru frá –bylovisa- úr Fairy tale línunni og eru úr ekta gulli og eðalsteinum og alveg stórkostlega fallegir

Ég vona að þessar gjafahugmyndir komi ykkur að góðum notum ♡

50 FALLEG ÚTISVÆÐI & PALLAR

Skrifa Innlegg