fbpx

ALLTAF MEÐ FALLEG BLÓM Í VASA – ELÍFÐARBLÓM ERU SNILLD

PersónulegtSamstarf

Ég elska að skreyta heimilið með blómum og á góðum degi eru blómavasar í nánast hverju horni, hvort sem það séu þurrkuð blóm, fersk eða jafnvel gerviblóm… sem er mikið skemmtilegra að kalla eilífðarblóm – því þú munt jú aldrei þurfa að henda þeim. Ég bætti við blómasafnið nýlega nokkrum fallegum eilífðarblómum frá Dimm en þau eru frá breska innanhússhönnuðinum Abigail Ahern og eru frekar náttúruleg í útliti að mínu mati og koma í fjölbreyttu úrvali og því hægt að setja saman mjög veglega og jafnvel villta blómvendi eins og ég gerði núna. Hér dró ég einnig fram úr geymslunni bleikar blóndarósir en það er einmitt snilldin við eilífðarblóm að hægt er að setja saman vendi og bæta við aðra að vild hvenær sem mig langar. Ég elska þó áfram fátt meira en fersk blóm en þetta er tilvalið að nota á móti, stundum bæti ég við 1-2 eilífðarblómi við í vasa með lifandi blómum í sem eru að syngja sitt síðasta.

Ég hef keypt mér reglulega eilífðarblóm í gegnum tíðina og á núorðið til smá safn, nokkur í vasanum hér að neðan fékk ég í gjöf frá Dimm en annað hef ég keypt mér ♡

Smelltu hér til að skoða úrvalið 

Mjög skemmtilegt sem stelpurnar í Dimm sögðu mér í heimsókninni er að það er vinsælt að koma með þinn eigin vasa með í verslunina og fengið stelpurnar til að raða í hann fallegum eilífðarvendi. Snilldarhugmynd!

Eigið góðan dag!

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMILI HJÁ RUT KÁRA VEKUR ATHYGLI

Skrifa Innlegg