fbpx

FALLEGT HEIMILI HJÁ RUT KÁRA VEKUR ATHYGLI

Íslensk heimili

Stórglæsilegt heimili Rutar Kára hefur vakið mikla athygli og meðal annars prýtt blaðsíður erlendra hönnunartímarita og þykir afskaplega vel heppnað. Rut Kára er jú einn fremsti – og án efa þekktasti innanhússhönnuður landsins. Hér hefur hún búið ásamt fjölskyldu sinni í 20 ár og er þetta glæsilega hús núna komið á sölu. Myndirnar tók svo enginn annar en Gunnar Sverrisson.

Mig dreymir um þetta tréhús í garðinum – vá þvílíkur draumur að eiga börn með svona æðislegan garð og innipotturinn er alveg einstaklega spennandi. Hér gæti ég hugsað mér að búa ♡ Og er ég nokkuð ein um það að vera spennt að sjá hvernig Rut mun koma sér fyrir á nýju heimili?

GULLFALLEGT HEIMILI HJÁ HILDI ERLU LJÓSMYNDARA

Skrifa Innlegg